Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W 8.990,- BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óverðtryggð innlán heimila hafa dregist verulega saman frá efna- hagshruninu 2008. Þau stóðu í 379.413 milljónum króna í mars síðastliðnum en voru 684.771 milljón króna í júlí 2009 á núvirði. Það er rýrnun upp á 305,4 milljarða króna – 305.358 milljónir króna – sem jafn- gildir um 950 þúsund krónum á hvern landsmann, miðað við íbúa- fjöldann 1. janúar sl. Óverðtryggð innlán voru 575.394 milljónir í júlí 2009 á þávirði en voru 379.413 milljónir í mars í ár. Mis- munurinn er 195.981 milljón króna. Sé upphæðin í júlí 2009 látin fylgja verðlagi hækkar hún sem fyrr segir í 684.771 milljón á núvirði og eykst þá mismunurinn í 305,4 milljarða. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er munurinn á mismunatölunum, 109.377 milljónir, hinn eiginlegi eignabruni vegna verðbólgu. Mis- munur fyrir núvirðingu, um 196 milljarðar, hafi farið í úttektir eða í aðra fjárfestingakosti. Útreikningarnir eru útskýrðir í rammanum hér til hliðar en tekið skal fram að hér er átt við allar teg- undir af innlánsreikningum, þ.m.t. almennar bækur sem eru alltaf laus- ar til útborgunar, annað óbundið sparifé og verðtryggðar bækur. Á móti kemur að vísbendingar eru um að heimilin hafi á síðustu árum fært sparifé af bankabókum sem bera litla sem enga vexti yfir í aðra fjárfestingakosti sem bjóða jafnvel mun betri ávöxtun. Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að eign heimila á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðum var 115.923 milljónir í september 2011 en 130.180 milljónir í mars 2013. Ná tölurnar ekki lengra aftur og kemur það til af því að gerðar voru breytingar á gagnasöfnun. Um helmingur í ríkisbréf Af áðurnefndum 130.180 millj- ónum króna var hlutur heimila í skuldabréfasjóðum 73.988 milljónir í október 2011 en 77.342 milljónir í mars 2013. Þar af er stærstur hluti í sjóðum með skuldabréf með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Heldur aukn- ingin milli september 2011 og mars 2013 ekki í við verðbólgu á sama tíma – hún fór hæst í 6,5% í janúar í fyrra en var lægst 3,9% í mars sl. Sem fyrr segir hafa óverðtryggð innlán heimila dregist saman um 305,4 milljarða frá 2009. Ekki kemur fram á vef Seðlabankans hversu mikið hinir fjárfestingarkostirnir hafa aukist síðan, enda ná gögnin ekki svo langt aftur. Þá er hér ekki horft til fjárfest- ingar í hlutabréfum en þær eru að fara af stað á ný eftir mikla ládeyðu í kjölfar efnahagshrunsins. Hér á síðunni má sjá þróun nafn- vaxta, verðbólgu og innlána heimila síðan 2003. Sýnir grafið hvernig verðbólgan hefur verið meiri en nafnvextir undanfarinn áratug, ef undanskildir eru fjórir mánuðir á árinu 2007, þ.e. júní til sept., þegar vextir voru hærri en verðbólga. Munurinn oft verið mikill Hafa óverðtryggðar bankabækur því borið neikvæða raunvexti nær allt þetta tímabil og hefur eins og sjá má á grafinu oft munað miklu. Er munurinn raunar svo mikill að einhverjir gætu freistast til þess að tala um eignabruna. Hefur mun minna verið rætt um þann eigna- bruna en hinn sem hlotist hefur af rýrnandi eigin fé heimila vegna áhrifa verðbólgu á verðtryggð lán. Má í vissum skilningi líta á eigna- bruna á bankabókum sem óbeinan kostnað almennings af hruninu, enda hefur til dæmis mikil verðbólga verið ein afleiðinga gengisfallsins sem fylgdi hruni bankakerfisins. Enn önnur hlið á teningnum er að eigendur sparifjár geta haft mikinn hag af því að greiða niður lán, ekki síst verðtryggð lán. Verður að ætla að hluti innlána hafi runnið til niður- greiðslu lána á síðustu árum. Að sögn Gústafs Steingrímssonar, hag- fræðings hjá Landsbankanum, getur samdráttur í innlánum skýrst af því að fjármunirnir leiti í neyslu, fjár- festingar, hlutabréfakaup, bílakaup eða fasteignakaup. Margt komi til greina í því efni. „Það er reyndar ekki einfalt að greina hvert innlánin streyma,“ segir Gústaf. „Vextir á innlánsreikningum eru mjög lágir og í flestum tilvikum er raunávöxtun neikvæð. Það er því ekki óeðlilegt að einhver hluti af þessum innlánum leiti í fjárfestingu í verðtryggðum sjóðum eða í hluta- bréf. Þegar raunávöxtun á pen- ingum er neikvæð – þ.e. þegar verð- gildi þeirra rýrnar yfir tíma – er eðlilegt að það ýti undir aukna neyslu almennings.“ Krafan mjög lág – Eru innlánsvextir óeðlilega lágir um þessar mundir? „Ávöxtunarkrafan hér á landi er almennt séð mjög lág og er það að stærstu leyti vegna fjár- magnshaftanna. Höftin hafa þau áhrif að fjármagn kemst ekki úr landi. Það safnast því hér upp og er dæmt til að eltast við þær eignir sem hér eru. Það ýtir und- ir verðhækkun eignanna sem þrýstir ávöxtunarkröfunni niður. Þessi áhrif haftanna ná líka til ávöxtunar innlána og þrýsta niður vöxtum þeirra. Það sem einnig þrýstir á innlánsvexti til lækkunar er tiltölulega lítil lánsfjáreftirspurn og hefur bankakerfið því ekki jafn- mikla þörf fyrir innlán og það hefði væri lánsfjáreftirspurn meiri.“ Spariféð að brenna upp Pétur H. Blöndal, alþingismaður og tryggingastærðfræðingur, hefur á undanförnum árum reglulega lýst yfir áhyggjum sínum af minnkandi innlánasöfnun heimila. „Þetta er mjög slæm þróun. Stærstur hluti innlána eru óverð- tryggður, 60-70%, og sá hluti rýrnar af sjálfu sér án þess að eigendur sparifjárins taki það út. Spariféð brennur því hratt upp og í ofanálag eru sparifjáreigendur skattlagðir. Fjármagnstekjuskattur var hækk- aður í þrem þrepum á kjör- tímabilinu, úr 10% í 15%, svo í 18% og loks í 20%. Bankarnir hafa veitt ýmsar ívilnanir til skuldara og má þar nefna 110%-leiðina fyrir skuld- uga húseigendur og endurgreiðslu vaxta. Bönkunum hefur hins vegar ekki dottið í hug – og þeir hafa ekki einu sinni ýjað að því – að hækka vexti á innlánum,“ segir Pétur sem minnir á að eignir lífeyrissjóðanna séu nú um 2.400 milljarðar króna. Það er um fjórföld innlán heim- ilanna miðað við stöðuna í mars á þessu ári. Rýrna um 305 milljarða frá 2009  Óverðtryggð innlán heimila á bankabókum hafa dregist verulega saman frá efnahagshruninu  Ávöxtun á óverðtryggðum bankabókum hefur verið neikvæð nær allan undanfarinn áratug Morgunblaðið/Golli Við Austurvöll Dregið hefur úr sparnaði landsmanna á síðustu árum. Þróun innlána 2003-2013 Heimild: Seðlabanki Íslands*Vísitala neysluverðs Heimili – milljónir króna (vinstri ás) Innlánsvextir í % (nafnvextir) – almennar sparisjóðsbækur (hægri ás) Verðlagsþróun, 12 mánaða verðbólga* (hægri ás) 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 1.000.000 900.000 800.000 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 September 2003 Mars 2013 2,2 3,9 608.081 142.592 0,2 1,1 Júlí 2009: 794.697 kr. (945.761 núvirt) Alls stóðu innlán heimila í 794.697 milljónum króna í júlí 2009 og var hlutur óverð- tryggðra innlána þar af 575.394 milljónir. Jafngildir síðari talan 684.771 milljón króna á núvirði en samanlagt væru óverðtryggð og verðtryggð innlán í júlí 2009 945.761 milljón kr. á núvirði. Innlánin voru komin niður í 608.081 milljón króna í mars á þessu ári og voru óverðtryggð innlán þar af 379.413 milljónir króna. Hafa óverðtryggð innlán því rýrnað um 305.358 milljónir frá því í júlí 2009. Verðtryggð innlán stóðu í 219.303 milljónum í júlí 2009 sem væru 260.990 milljónir á nú- virði, ef ekki hefði kom- ið til úttekta. Verð- tryggðu lánin stóðu í 228.668 milljónum króna í mars sl. og höfðu því rýrnað um 32.322 milljónir frá júlí 2009. Vísitala neysluverðs var 345,1 stig í júlí 2009 en 410,7 stig í mars sl. Verðtryggt rýrnar líka SVEIFLUR Í INNLÁNUM Eldur kom upp í átta metra löngum fiskibát um fjórar sjómílur suð- austur af Arnarstapa upp úr hádegi í gær. Aðeins einn skipverji var um borð í bátnum og var honum bjargað um borð í nærliggjandi fiskibát. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang ásamt slökkviliðs- mönnum frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins en báturinn logaði stafna á milli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þá var Björg, björg- unarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi, einnig kölluð út. Skipverjinn brenndist ekki en talið er þó að hann hafi verið með snert af reykeitrun. Skv. upplýs- ingum frá Gæslunni var maðurinn fluttur til Reykjavíkur til skoðunar. Talið er að báturinn hafi sokkið. Skipverja bjargað þegar eldur kom upp í bát við Arnarstapa Ljósmynd/Landhelgisgæslan Skipskaði Eldur kviknaði í báti við rétt utan við Arnarstapa í hádeginu í gær. Talið er að báturinn hafi sokkið en skipverjanum var bjargað.  Greiðlega gekk að slökkva eldinn en báturinn sökk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.