Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Þann 29. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu ágæt grein eftir Ingólf S. Sveinsson lækni sem ber yfirskriftina „Norð- fjarðargöng og hvað svo“ Grein hans er þörf, m.a. til að minna á og rifja upp jarð- gangakosti nefndar um Jarðgöng á Austur- landi frá mars 1993. Síðan eru liðin tuttugu ár og margt hefur breyst á þeim tíma. Nefndin gerði m.a. ráð fyrir að tengja byggðirnar á Miðausturlandi, Eskifjörð-Norðfjörð-Seyðisfjörð, með jarðgöngum til Héraðs upp úr Mjóafirði, alls um 26,5 km. (6,0+6,5+5,3+8,8) í fjórum áföngum. Undirritaður átti sæti í nefndinni ásamt þáverandi bæjarstjóra í Nes- kaupstað, Ásgeiri Magnússyni, og sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, Sveini Guðmundssyni. Helgi Hall- grímsson, vegamálastjóri, var for- maður nefndarinnar. Fjárveitingar til undirbúnings Austfjarðaganga (Fjarðarheiði-Oddsskarð) höfðu ver- ið í vegaáætlun frá 1989. Í drögum að langtímaáætlun var miðað við upphaf framkvæmda 1998. Þegar nefnd- armenn kynntu tillögur sínar sveit- arstjórnarmönnum á Austurlandi voru viðtökur vægast sagt blendnar og hjá sumum var þeim fundið allt til foráttu. Tillaga um tengingu byggða þótti hinsvegar skynsamleg og fékk hljómgrunn en frekari útfærsla og forgangur leiða varð strax deiluefni og hefur svo verið alllengi. En þannig var andrúmsloftið og umhverfið 1993 eða fyrir 20 árum. Síðan þá hefur margt breyst. Stóra verkefnið, að finna kaupanda að orku til að byggja upp stóriðju á Reyðarfirði, var þá þegar hafin. Það kallaði á stækkun atvinnu- og sóknarsvæðis og allar áherslur og viðmið breyttust. Öflugt sveit- arfélag var forsenda þess að verkefnið fengi framgang og samein- ing sveitarfélaganna Norðfjarðar – Eski- fjarðar – Reyð- arfjarðar og síðar Búð- arhrepps og Mjóafjarðar í sveitarfé- lagið Fjarðabyggð, varð að veruleika. Jarð- göng milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðs- fjarðar voru skynsamleg framkvæmd til að styrkja og stækka enn frekar at- vinnusvæðið. Austfirðingar og sveit- arfélög studdu vel við þær fram- kvæmdir allar. Framkvæmdaþunginn var því allur í Fjarðabyggð og tengdum fram- kvæmdum á hálendinu en nánast engin annarsstaðar í landshlutanum í rúman áratug og er enn. Kára- hnjúkavirkjun var byggð með öllum sínum vaxtaverkjum og þaðan er orkan leidd í álver Alcoa sem reis á Reyðarfirði. Þar er nú langstærsti og fjölmennasti vinnustaður á Aust- urlandi. Starfsmenn koma margir víðsvegar af miðsvæði Austurlands. Fjarðabyggð er nú stærsta og öfl- ugasta sveitarfélagið í landshlut- anum. Spyrja má hvað hefði gerst á Miðausturlandi og í Fjarðabyggð ef Austfirðingar hefðu ekki staðið sam- an um verkefnið. Samstaða Austfirð- inga og forysta SSA, sem beitti sér af fullum þunga, og vinnan með já- kvæðum kaupanda og stjórnvöldum á þeim tíma var og er lykillinn að nið- urstöðunni. Hugmyndin um frekari tengingu byggðarlaga á Miðaust- urlandi hefur því verið í bið rúma tvo áratugi en lifir og er nú loks að hefj- ast. Einstaka staðsetning, áherslur og lengd vegganga hefur vissulega tekið breytingum. En upphaflega markmiðið, að tengja ákveðnar byggðir Miðfjarða Austurlands, er óbreytt. Fyrsti áfanginn hefur fyrir allöngu verið ákveðinn, Norðfjarðargöng, 7,9 km (frá Eskifirði til Norðfjarðar), og hefst síðsumars og áætlanir gera ráð fyrir verklokum haust 2017. Bæj- arstjórn Seyðisfjarðar og velunnarar hafa unnið með stjórnvöldum og þingmönnum kjördæmisins að því að annar áfangi verði 12,5 km göng und- ir Fjarðarheiði til Héraðs í stað 8,8+ km göngum upp úr Mjóafirði í Slenjudal til Héraðs eins og áætlað var 1993. Framkvæmdin er komin í vegaáætlun (2012) og stefnt er á að rannsóknir hefjist í sumar. Við verk- lok Norðfjarðarganga er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Hér er um löngu tímabæra fram- kvæmd að ræða. Seyðfirðingar hafa alla tíð búið við eina, ótrygga og hættulega vegtengingu sem fer yfir einn hæsta fjallveg í byggð á Íslandi, Fjarðarheiðina. Af 25 km leið eru alls 10 km í um 620 metra hæð. Það sem af er ári hefur heiðin verið lokuð allri umferð í 26 daga. Norræna kemur vikulega allt árið. Fjöldi farþega sem fer um höfnina árlega samsvarar því að fylla megi eina Boeing-flugþotu alla virka daga ársins. Fjarðarheið- argöngin þola því ekki lengri bið. Lokatenging Miðfjarðaganga, þ.e. þriðji áfangi, verður þá úr Mjóafirði í norður til Seyðisfjarðar og í suður til Norðfjarðar (5,3+6,5).Hann kemur þá í beinu framhaldi af Fjarðarheið- argöngum Þar með er byggðateng- ingu Miðfjarðaganga lokið eins og gert var ráð fyrir í upphafi og m.a. samtökin Samgöng lögðu mikla áherslu á sínum tíma. Ingólfur minnist á tengingu Mjóafjarðar til Norðfjarðar sem æskilega leið með vegi um suður- strönd Mjóafjarðar út fyrir Reyki og þaðan um 4,0 km göng til Norð- fjarðar eins og hún er sett fram hjá nefndinni 1993. Hún opnar hringleið og sýn vegfarenda um Mjóafjörð all- an og Norðfjarðarflóann segir hann. Ég tek undir með sýnina og fegurð Mjóafjarðar og Flóans en leiðin stenst tæplega, því miður, í dag sem raunverulegur valkostur í breyttum Miðfjarðagöngum. Tek hinsvegar undir með honum að fátt getur örvað byggðaþróun á Austurlandi betur en bættar samgöngur. Fjarðarheiðar- göng sem annar áfangi í Miðfjarða- göngum uppfylla það svo sannarlega. Fjarðarheiðargöng strax að loknum Norðfjarðargöngum Eftir Þorvald Jóhannsson » Fjarðarheiðin lokuð allri umferð vegna ófærðar í 26 daga frá áramótum. Fjarð- arheiðargöngin þola því ekki lengri bið. Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er fv.bæjarstjóri á Seyð- isfirði og framkvæmdastjóri SSA FIMMTUDAGUR 3 0. ÁGÚST 2012 VIÐSKIPTABLAÐ Ingibjörg Þorvalds- dóttir er fjarska glöð á bak við búðarborðið Aftur búin að kaupa Oasis 8 Liv hjá Nova segir an n- að umhverfi mæta konum nú en fyrir 20 árum Er vel tekið á móti konum? 9Perunni skipt út í Evr- ópu fyrir sparperu nú um mán- aðamótin. Glóðarperunni verður útrýmt 4 Fyrir réttri viku birt ist hér í Viðskiptabla ði Morgunblaðsins myn d sem sýndi indversk a bankastarfsmenn í t veggja daga allsherj ar- verkfalli. Í texta með myndinni kom fram að indverskir bankastar fsmenn væru ein mil ljón talsins. Þeir voru að mótmæla fyrirhugað ri hagræðingu í indver ska bankakerfinu, ve gna ótta um atvinnumiss i. Þegar til þess er liti ð að Indverjar eru um 1,2 milljarðar talsins er ein milljón bankasta rfs- manna ekki svo há ta la, því það jafngildir því að tólf starfsmenn þ jónusti hverja milljón viðskiptavina. Starfsmenn fjármá lafyrirtækja hér á lan di eru eitthvað innan v ið fjögur þúsund tals ins og Íslendingar eru 3 20 þúsund og gæti þ ví látið nærri að hver ís lenskur bankastarfs - maður þjónustaði ve l innan við 100 ein- staklinga. Þessi samanburður kom upp í hugann vi ð lestur á stóráhugave rðu viðtali við Frosta Sigurjónsson, viðski pta- og rekstrarhag- fræðing, sem birtist í miðopnu Viðskipta - blaðs Morgunblaðsin s í dag, þar sem Fros ti segir m.a. að líklega þurfi að fækka bank a- starfsmönnum hér u m helming. Skoðun Stærð íslenska bankakerfisins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mætti minnka bankakerfið um helming? ður Ægisson dur@mbl.is eytilegir vextir á ver ðtryggðum ðsfélagalánum Lífey rissjóðs rfsmanna ríkisins (L SR) hafa í rga mánuði verið um talsvert ærri en þau vaxtakjö r sem sjóðs- ögum voru kynnt sem viðmið ð ákvörðun á lántöku hjá sjóðn- m. Þetta segir Már Wol fgang Mixa, fjármálafræðin gur og kenn- ri við Háskólann í Re ykjavík, en í istli á vef Morgunbla ðsins í gær endir hann á að LSR fylgi ekki engur þeim viðmiðum , sem áður komu fram á vefsíðu sjóðsins, að breytilegir vextir yrð u endurskoð- aðir á þriggja mánað a fresti með hliðsjón af ávöxtunar kröfu íbúða- bréfa. Í samtali við Morgun blaðið segist Már telja að þa ð sé „for- sendubrestur“ að sjó ðurinn hafi einhliða breytt þeim viðmiðum hvernig breytilegir v extir séu ákvarðaðir. „Miðað v ið forsendur sem LSR veitti varða ndi slík lán,“ bendir Már á, „er ver ið að rukka vaxtakostnað sem m á áætla að sé í kringum 0,85 prósen tur umfram upphaflegar forsend ur,“ og vísar þá til þess að meðalv extir íbúða- bréfa í dag eru rífleg a 2%. LSR lækkaði síðast breyti lega vexti sjóðsins úr 3,9% 3,6% hinn 1. apríl síðastliðinn. Hindrar ekki vaxt alækkun Haukur Hafsteinsso n, fram- kvæmdastjóri LSR, segir í samtali við Morgunblaðið ek ki hægt að tala um forsendubres t í þessu samhengi. „Breytileg ir vextir eru háðir ákvörðun stjór nar eins og kemur skýrt fram í s kilmálum skuldabréfanna. Við ákvörðun sína tekur stjórn mið af markaðs- aðstæðum hverju sin ni. Þær geta breyst og eins þau vi ðmið sem litið er til,“ segir Haukur. Hann bætir því við að enn í dag sé ávöxt- unarkrafan á íbúðabr éfamarkaði einn af þeim þáttum sem horft er til, en auk þess sé liti ð til þeirra vaxtakjara sem aðrir aðilar á markaði – bankar, Íb úðalánasjóð- ur og lífeyrissjóðir – bjóði upp á. Már segir hins vegar að svo virðist sem að sú 3,5% raunávöxt- unarkrafa, sem lífeyr issjóðunum er gert að standa und ir, sé þess valdandi að sjóðirnir eru ekki reiðubúnir að lækka vexti á lánum sjóðsfélaga í samræm i við lægri ávöxtunarkröfu á íbú ðabréfa- markaði. Haukur haf nar því að þetta sé ein skýring á því að vext- irnir séu ekki lækkað ir. „Við höf- um til að mynda veri ð að kaupa skuldabréf með ríkis ábyrgð með lægri ávöxtunarkröfu . Þetta er því alls ekki hindrun fyri r því að við getum lækkað vextin a frekar.“ Það vekur þó athygli að breytilegir vextir á lá num hjá Líf- eyrissjóði verslunarm anna (LIVE), sem stóðu í 3 ,13% í þess- um mánuði, fylgja þr óun ávöxt- unarkröfu á markaði og eru ávallt 0,75 prósentum hærr i en með- alávöxtun í flokki íbú ðabréfa til 30 ára. Miklir hagsmun ir eru í því húfi fyrir einstakling eftir því hvort hann er með lá n á breyti- legum vöxtum hjá LS R eða LIVE. „Samkvæmt lauslegr i áætlun,“ segir Már, „þá hafa v extir á lánum LIVE verið að meðal tali um 0,6 prósentum lægri síðu stu sex mán- uði borið saman við v exti á lánum hjá LSR.“ Sjóðsfélag i LIVE, með 20 milljóna króna lán , greiðir því í dag 120 þúsund krón um minna í vaxtakostnað á ársgr undvelli held- ur en sjóðsfélagi LSR með sam- bærilegt lán. Sakar LSR um vaxtao kur Segir LSR hafa breytt vaxtaviðmiðum einhli ða � Breytilegir vextir æ ttu að vera mun lægri sé tekið mið ávöxtunarkröfu íbúða bréfa � Framkvæmdast jóri LSR hafnar því að um forsendubrest sé að ræða Mikill munur á va xtakjörum lífeyr issjóða *Vaxtakjör á breytileg um verðtryggðum lán um sjóðanna síðustu sexmánuði eru varleg a áætluð. Breytilegir vextir LSR voru lækkaðir í 3,6% þ ann 1. apríl.Breytilegi r vextir LIVE eru í dag 3,13% en voru á tímabili undir 3% fyrr á þessu ári. Mismunur 120 þúsund Breytileg vaxtak jör á lánum síðustu sex mán uði* Árlegur vaxtakos tnaður af 20 milljón króna láni 3,6% 3,0% 720.000 600.000 OYSTER PERPE TUAL GMT-MAS TER II Sími 511 1234 • www .gudjono.is Göngum hreint til verks! Íslandsbanki | Kirk jusandi | 155 Reykj avík | Sími 440 49 00 | vib@vib.is | w ww.vib.is VÍB er eignastýringa rþjónusta Íslandsba nka Eignastýring fyrir all a Í Eignasöfnum Ísland ssjóða er áhættu drei ft á milli eignaflokka og hafa sérfræðingar VÍB frum kvæði að breytingum á eignasöfnunum þeg ar aðstæður breytast. Einföld og g óð leið til uppbyggin gar á reglubundnum sparnaði. Í boði eru tvær leiðir: Eignasafn og Eignasaf n – Ríki og sjóðir Þú færð nánari upplý singar á www.vib.is e ða hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900 Aukablað um viðskipti fylgir Morgun- blaðinu alla fimmtudaga Við ættum að geta gert eins og Norðmenn gerðu, nefnilega að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þann- ig má heyra, þegar rætt er um Evrópusam- bandsmálið. En hvað gerðu Norðmenn? Norðmenn bjuggu sig undir Efnahags- bandalagsmálið á sjöunda áratug síðustu aldar með því að setja í stjórnarskrá ákvæði um framsal á valdi. Það var þannig, að framsal á valdi til bandalags ríkja, sem Noregur er aðili að, getur gerst með samþykki þriggja fjórðu þingmanna. Aðild að Efnahagsbandalaginu var á dagskrá í Noregi fljótlega eftir þessa stjórnarskrárbreytingu. Mið-hægristjórn Bortens vann að henni, en málinu var hleypt upp. Stjórn Verkamannaflokksins, und- ir forystu Brattelis, hélt málinu áfram. Fyrirsjáanlegur var meiri- hluti á þingi fyrir aðild, en ekki þrír fjórðu. Samtök fyrir aðild lögðu þá til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hún var ekki bindandi, því að engin ákvæði voru um slíkt í stjórnarskránni. Ef ein- hverjir þingmenn, sem voru and- vígir aðild, mundu greiða atkvæði með aðild með vísan til þess, að meirihluti þjóðarinnar hefði reynst vera fylgjandi aðild, hefði meiri- hlutinn á þingi getað farið í þrjá fjórðu. Andstæðingar aðildar lýstu sig samþykka þjóðaratkvæða- greiðslu, og þingið ákvað, að hún skyldi fara fram. Þá varð heift- úðugt stríð meðal landsmanna. Fullur fjandskapur varð gjarna meðal vina og ættingja. Í Verka- mannaflokknum var kröftugur minnihluti andvígur aðild. Bratteli lýsti því, að stjórn hans mundi segja af sér, ef þjóðin felldi aðild. Svo fór. Það var 1973, og Bratteli sagði af sér. Aðildarsamningurinn var ekki borinn undir þingið. Árið eftir heyrði ég Einar Ger- hardsen, fyrirrennara Brattelis, á málstofu um þjóðaratkvæða- greiðsluna í stjórnmálafræðideild Oslóarháskóla lýsa afsagnarhótun Brattelis sem býsnum. Ef enginn hefði komið fram í andstöðu við aðild í flokknum, sagði hann, hefði flokkurinn þurft að búa til slíka andstöðu í honum. 1994 var eins og 1973, að á þingi var meirihluti með aðild. Þjóðaratkvæðagreiðsla (ekki bindandi) fór fram, og aðild var hafnað. Samningur Noregs um aðild var ekki borinn undir þingið. Síðar hefur það gerst fyrir þing- kosningar, að andstæðingar að- ildar hafa kannað skipulega meðal frambjóðenda, sem voru líklegir til að ná kjöri og höfðu lýst sig and- stæða aðild, hvort þeir ætluðu að standa við það, enda þótt þjóð- aratkvæðagreiðsla færi á annan veg. Þá hafa aðildarsinnar á þingi lagt til að breyta ákvæði stjórn- arskrárinnar um aukinn meirihluta úr þremur fjórðu í tvo þriðju, en án árangurs. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Eins og Norðmenn gerðu Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Ég skrifa þetta vegna svars frá bæja- stjóra Vesturbyggðar um aðstöðu smábáta í höfninni á Brjánslæk, þar sem fram kemur að sveitarfélagið og Siglingastofnun geti ekki staðið í framkvæmdum vegna kostnaðar og óvissu með árangur af skjólgarði. Ég get verið sammála Ásthildi um að skjólgarður kostar peninga. En að Siglingamálastofnun telji óvissan ár- angur af skjólgarði stenst ekki, því skjólgarð þarf til að gera hafnir öruggar og það veit Siglingastofnun. Ásthildur segir ekki komið að vor- viðhaldi á höfninni á Brjánslæk. Vil ég benda henni á að landniðurgang- urinn við flotbryggjuna var með brotnum spelum allt síðastliðið ár. Vorviðhald er kannski bara annað eða þriðja hvert ár? Ásthildur segir fáa báta nýta að- stöðuna og aldrei færri en í vor. Ég bendi á að tíðarfarið er búið að vera erfitt til sjós. Samt hafa verið allt að tuttugu bátar sem hafa gert út á grá- sleppu eða þorskveiðar frá Brjánslæk yfir sumarið. Ásthildur segir sjómenn þurfa að færa báta sína í var undan veðri, að gömlu trébryggjunni. Þar er ekki öruggt var og hefur m.a. sokkið bátur þar. Við sjómenn sem gerum út frá Brjánslæk fullyrðum að þetta sé eina höfnin á landinu þar sem flotbryggja er fyrir opnu hafi. Er Breiðafjörð- urinn vannýttasta auðlind Vest- urbyggðar vegna hafnar skilyrða? Eftir samtal við Siglingastofnun kom í ljós að frumkvæði að bættri hafnaraðstöðu verður að koma frá sveitarfélaginu Vesturbyggð. Mætti þá dusta rykið af gömlum teikningum eða koma með nýjar hugmyndir sem trufluðu ekki aðgengi Breiðafjarð- arferjunnar Baldurs. Ef vilji er fyrir hendi mætti koma þessu inn á sam- gönguáætlun 2015-2018. Með von um góðar undirtektir. VALGEIR DAVÍÐSSON, smábátasjómaður. Svar til Ásthildar bæjar- stjóra Vesturbyggðar Frá Valgeiri Davíðssyni Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.