Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að hafa það á hreinu að eng- inn misskilji skilaboð þín því þá gætu afleið- ingarnar orðið skelfilegar. Leyfðu öðrum að gera hlutina á sinn hátt, og síðan má dæma afleiðingarnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt komast að því að þú átt margt sameiginlegt með vinnufélögum þínum. Þú þarft að gefa þér tíma til þess að íhuga eigin mál því ýmsar breytingar eru á döfinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér bjóðast að öllum líkindum óvænt tækifæri til ferðalaga og framhalds- menntunar þessa dagana. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin til mergjar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða að hengja haus, þótt mótbyr sé. Spáðu í hvort þú getir fundið leið til þess að vera samvistum með henni/ honum í stað þess að binda enda á allt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Þér berast ef til vill gjafir eða þá að einhver finnur sig knúinn til greiða- semi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Næsti mánuður er kjörinn fyrir frí, rómantík og ástarævintýri. Ef þú ætlar að fara í ferðalag á næstunni er þér ráðlagt að fara á stað sem þú hefur komið á áður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert alltaf til í að endurskapa sjálfan þig. Ekki hafa áhyggjur af því að vera ekki eins og hinir – í staðinn skaltu selja þína ein- stöku hæfileika þeim sem kann að meta þá. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver kýs að vera stór í snið- um varðandi eitthvað sem tengist heimilinu. Reyndu að forðast árekstra og láttu mikil- vægar samræður bíða betri tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að skipuleggja tímann þinn betur en þú gerir nú þar sem þú kemst ekki yfir þá hluti sem þér ber að vinna. Farðu þér hægt, tækifærin hlaupa ekki frá þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem ekki er samstaða um. Dugn- aður þinn skilar þér vel áfram og það er þægileg tilfinning sem þú skalt njóta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Leitaðu sátta og leggðu þitt af mörkum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Árangur er það sem allir horfa til en sumir leggja minna upp úr því hvernig hann næst. Sumir gera sér líklega enga grein fyrir því hversu móðgandi þeir eru. Guðmundur Magnússon fráReyðarfirði sendir Vísnahorn- inu bögu með yfirskriftinni „Út- svar: Fjarðabyggð – Reykjavík“: Gumar margir glöddust þar, glatt á bekkjum fólkið sat. Drottinn minn, hve dýrlegt var, þá Davíð lagði Golíat. Björn Ingólfsson kastar fram limru „að gefnu tilefni“: Þótt líf mitt sé langur spölur og lagt væri flest í sölur er ég veggbrattur enn sem áður – en senn styttist í stórar tölur. Baldur Garðarsson orti á sínum tíma: Ég nýfæddur nefndur var Baldur það naumast gat talist neinn galdur. Ég er ennþá á randi og í ágætis standi svona miðað við árgerð og aldur. Arnþór Helgason var fenginn til að kveða ásamt Ingimari Halldórs- syni á tónleikum Samkórs Rang- æinga og var það fyrir tilstilli Inga Heiðmars Jónssonar. Þeir urðu samferða Inga Heiðmari austur að Laugalandi í Holtum í hellirigningu og kastaði Arnþór fram stöku: Ingi Heiðmar, hugum stór, hellirignir á þig. Nú er fyrir norðan snjór, nálgast Rangæingakór. Hjálmar Freysteinsson kastar fram. Fundin er á böli bót, bjartsýnni í dag en gær um skuldir mínar hirði ei hót; hrægammarnir borga þær! Þá Ágúst Marinósson: Vongóður ég veginn treð við mér brosa árin. Skuldir hverfa og skattar með skal nú þerra tárin. Ármann Þorgrímsson er ekki eins bjartsýnn: Reglulega reikninginn renni yfir, lítið finn eg má bíða enn um sinn alltaf tómur vasinn minn. Guðmundur Ingi Jónatansson er ánægður með yfirlýsinguna frá Ágústi: Þegar bregst mér bræðra lið og brennheit gerast sárin. Get ég unað glaður við að Gústi þerrar tárin. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skuldum, sköttum, Davíð og Golíat Í klípu „ÞVÍ MIÐUR ÞURFUM VIÐ AÐ SKERA NIÐUR Á NÆSTUNNI. VIÐ GETUM ÞVÍ EKKI VERIÐ ÁFRAM MEÐ HIRÐFÍFL Í VINNU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HRINGDU Í BLAÐIÐ! ÉG FANN ANNAN SVÍNAKJÖTSBITA Í ÞESSARI BAUNADÓS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... æðislegur taktur. ÞÚ ERT HÁLF DAPURLEGUR, GRETTIR. ÞÁ ER KOMINN TÍMI Á ... GOTT FÓLK, ÉG KYNNI: „DANS GLAÐA APANS“. ERTU EIN HÉRNA? JÁ. FRÁBÆRT! EN ÉG Á VON Á MANNINUMMÍNUM Á HVERRI STUNDU. Víkverji fékk eina spurningu fráþrettán ára dóttur sinni um helgina sem vörpuðu ljósi á nokkrar staðreyndir í lífinu. Í fyrsta lagi þeirri að Bretar eru ekki að fara að vinna Eurovision þetta árið. Í öðru lagi að Víkverji er að nálgast efri ár en í þriðja lagi að tónlistarlegt upp- eldi dótturinnar hefur mistekist. x x x Spurningin var einfaldlega þessi,spurð af mikilli einlægni: „Pabbi, hver er Bonnie Tyler?“ Í fyrstu varð Víkverji dálítið hneyksl- aður á spurningunni; þessi unga kynslóð, veit ekki neitt í sinn haus! En síðan kom upp smá reiði í hug- ann yfir því að hafa ekki náð að fræða dótturina um einhverja mögn- uðustu poppsöngkonu sem uppi hef- ur verið. Vissulega hefur Tyler mátt muna sinn fífil fegri en hún er enn að blessunin, komin á sjötugsaldurinn. Röddin og útlitið reyndar ekki upp á sitt besta en hún er þó enn í sviðs- ljósinu og stígur á stokk fyrir Breta í Eurovision nk. laugardagskvöld í Malmö. x x x Miðað við spurningu dótturinnar,sem er enn á þeim aldri að dýrka Eurovision og hamast á far- símum í símakosningu, þá er afar ólíklegt að Bonnie Tyler slái í gegn. Hún syngur lagið „Believe in Me“, eða Trúðu á mig. Víkverji túlkar þann boðskap ekki öðruvísi en skila- boð frá eldri kynslóðinni til þeirrar yngri, um að gefa gamla fólkinu fleiri tækifæri. Bretar hafa verið duglegir að senda gamla poppara í Eurovision og kannski er verið að undirbúa endurkomu Bítlanna! x x x Því meira sem Víkverji hugsar umþetta því betur skilur hann stefnu Breta í Eurovision. Þeir hafa jú fastan sess á úrslitakvöldinu í ljósi stærðar sinnar og þurfa að gefa gott fordæmi. Eftir þessa og síðustu keppni veit dóttir Víkverja, og allir hennar jafnaldrar, hver Bonnie Tyler og Engelbert Humperdinck eru og þar með hefur skaðinn verið bættur sem foreldrar á borð við Vík- verja hafa valdið í uppeldishlutverki sínu. víkverji@mbl.is Víkverji En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur. (Sálmarnir 86:15) Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.