Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku amma. Svo margt gott kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Árin sem við bjugg- um saman í gamla húsinu þínu, allar sögurnar og minningarnar sem þú sagðir mér svo oft. Einnig eru ógleymanlegar stundirnar okkar í garðinum, hvort sem það var að breyta einhverju beðinu, elta uppi hænuunga eða ráðast á eitthvert tréð sem var fyrir þér. Ég hugsa til þín með þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa feng- ið að kynnast þér. Hvíldu í friði elsku amma. Stórfjölskyldu þinni vil ég senda mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hjalta Sigríður Júlíusdóttir. Í dag kveðjum við ömmu mína, hana Margréti í Dalsmynni. Ég var svo lánsöm að fæðast heima hjá ömmu og afa í Dalsmynni og átti þar alltaf svoldið „heima“. Þar fannst mér gott og gaman að vera, nóg að gera og fullt af krökkum, en samt var eins og það væri alltaf tími til að tala við mann, segja sögur, fara með ljóð eða leggja Margrét Guðjónsdóttir ✝ Margrét Guð-jónsdóttir fæddist í Ytri- Skógum, Kolbeins- staðahreppi, 3. mars 1923. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi, Brákarhlíð, 2. maí 2013. Útför Margrétar fór fram frá Borg- arneskirkju 10. maí 2013. manni lífsreglurnar með djúpt hugsaðri lífsspeki og dæmi- sögum. Amma var alltaf á þönum og kom ótrú- lega miklu í verk, það var eins og hún þyrfti aldrei að setj- ast niður hvorki til að hvíla sig eða borða – og á vorin gleymdi hún sér í garðinum á björtum sumarnótt- um þegar hún fékk frið frá okkur krökkunum. Það var hennar líf og yndi að rækta, hvort sem var grænmeti til að leggja til heimilis- ins eða tré og blóm til að prýða landið sem henni þótti svo vænt um. Samferðafólk hennar naut góðs af þessum dugnaði og elju því hún var óþreytandi í að út- breiða fagnaðarerindið um hvað öll ræktun væri holl og heilsubæt- andi fyrir líkama og sál, og gaf bæði góð ráð og plöntur á báðar hendur. Hún vann líka mikið fyrir Skógræktarfélagið þegar léttist á heimilishaldinu hjá henni og margir eiga örugglega góðar minningar af skógræktardögum þar sem amma var í essinu sínu með krakkaskarann úr sveitinni með sér að planta trjám og allir settust svo í græna lautu og gæddu sér á góðgæti eins og ást- arpungum og skógræktarkökum sem amma hafði búið til. Amma mín fór aldrei troðnar slóðir og var ekki að hafa áhyggj- ur af því hvað aðrir sögðu um hana, hún var lísglöð og jákvæð og var ekkert að velta sér upp úr smáatriðum. Hún hafði afskap- lega frjóa og skapandi hugsun og var margt til lista lagt. Hún vílaði ekki fyrir sér að framkvæma það sem henni datt í hug og kenndi manni snemma að ef maður dett- ur af baki þá er ekkert annað að gera en að finna sér nýja þúfu til að hoppa á bak og reyna aftur – það er ekki val að gefast upp. Hún hafði allt það til að bera sem nú kallast að vera frumkvöðull og kunni líka að nýta sér það sem henni var gefið til að skapa sér og sínum gott líf og gefa svo ótrúlega mikið af sér til samfélagsins og þeirra sem hlotnaðist sú gæfa að kynnast henni. Ég er ákaflega þakklát og stolt að hafa átt hana Margréti í Dals- mynni fyrir ömmu og lífsgleði hennar, dugnaður, kjarkur og æðruleysi hefur ávallt verið mér hvatning og fyrirmynd í lífinu. Ég kveð hana ömmu mína með miklu þakklæti fyrir allt það sem hún hefur gefið mér og mínum, og veit að hún er nú komin í birtu og yl að rækta garðinn sinn á nýjum slóðum, en minningin um ein- staka konu lifir um ókomna tíð. Margrét Björk. Með stolti segi ég fólki frá því að ég sé afkomandi Margrétar í Dalsmynni. Amma í Dals, eins og við kölluðum hana, var ótrúlega öflug og kemur það nú bara fram í ævisögu hennar hvort sem það er bókin um hana, sem var gefin út, eða þegar hún komst í þáttinn hjá Eiríki, í Landanum hjá Gísla eða hinum ýmsu blaðaviðtölum. Hún á ellefu börn og hundrað afkomendur og hefur engan misst, sem þykir nú gott. Hún sigraðist á krabbameini þegar læknarnir gáfu henni tvo til þrjá mánuði. Það var sama hvað gekk á, ekkert fékk hana til að bogna eða bugast. Ég varð þeirra forréttinda að- njótandi að fá að vera hjá afa og ömmu í dýrmætan tíma. Mér fannst æðislegt að fá að vera með ömmu í gróðurhúsinu og aðstoða hana í garðinum og fá að smakka grænmetið alveg ferskt beint úr moldinni og aðstoða hana við að vökva og sá og á meðan fengum við að heyra sögurnar, eða að hún þuldi heilu vísurnar fyrir mann. Það var alltaf nóg fyrir stafni, ég held að amma hafi alltaf verið með svona þrjá hluti í einu í gangi, að meðaltali, svo manni leiddist að minnsta kosti ekki að vera í kring- um hana. Þegar við komum við hjá ömmu var alltaf aðalsportið að fá frosið nammi, sem amma átti til í frystikistunni, harðfisk eða ástar- punga. Stundum hafði hún búið til bangsadýr, gullfallega seli og fleira, hún var ótrúlega fær í höndunum hvað svo sem hún tók sér fyrir hendur, endalaust fönd- ur. Amma í Dals verður nú alltaf ein af fyrirmyndunum mínum og mér finnst svo gott mottóið henn- ar sem margir mættu hafa fyrir reglu en það var svona: „Það sem er liðið er liðið og kemur aldrei aftur, lifðu í núinu og hafðu ekki áhyggjur af því sem á enn eftir að koma.“ Jórunn Helga. Amma í Dalsmynni sat aldrei lengi kyrr, og svaf helst ekki. Ekki veit ég hvert hún fer, en hitt þykir mér ekki ósennilegt að hún hlaupi niður á veg og ferðist síðan á puttanum, einhverjum vegfar- anda til óvæntrar ánægju. Það kann vel að vera að einhver lyklapétur spurji hvort hún hafi ekki sjálf sagt að ekki væri hún Guðs besta barn – en þá má hann líklega vara sig og óvíst hann fái mikið að segja um hríð. Þá verður lífsspekin rædd, bæði á innsoginu og útsoginu, með tilfallandi sög- um inn á milli, og að sjálfsögðu verður hún með nokkrar frum- samdar vísur í pokahorninu að grípa til ef hana skyldi reka í vörðurnar í miðri ræðu. Þegar skoðanir, sem kannski eru hversdagslegar og varla um hinstu rök tilverunnar, öðlast dýpt og verða merkilegar út á sannfæringarfestu og lífsreynslu íslenskrar alþýðukonu (sem fékk aðeins nokkurra vikna skóla- göngu, lærði held ég aðallega Dúfu-Svein utanbókar) verða jafnvel hinir lærðustu menn snortnir og hafa gaman af, og þá er ekki úr vegi að spyrja hvort hann geti kannski skutlað sér á næsta áfanga – hver getur neitað svona skemmtilegri konu, sem í ofanálag hefur með sér allt of mikið af bókum, trúlega úr Kola- portinu. Ég vona að birkið verði grænt og að lúpínan verði blá allan árs- ins hring. Ef ekki, megi þá vera nóg af gluggakistum þar sem gróðurmoldin getur beðið vorsins í notuðum mjólkufernum: Þær munu gleðja gestina, sem verða trúi ég nógu margir til að torga öllu því sem framleiða má af ást- arpungum, skonsum, kjötbollum og öllu því sem fékkst á sértilboð- um í Kaupfélaginu. Ég þakka fyrir harðfiskinn, og sögurnar líka. Ég skal muna eftir ævintýrunum í skýjunum. Guðmundur Rúnar Svansson. Austan frá brattlendi Blöndu- dals fóru mörg bréf vestur á víð- áttur Vesturlandsins, þar sem hún Margrét langamma bjó í Kol- viðarnesi og Dalsmynni, sendi mörg á móti en önnur Margrét tók við þessum húnvetnsku bréfa- skiptum þegar hin eldri féll frá. Sú unga varð kona Guðmundar afabróður og þær amma skrifuðu löng fréttabréf og brúuðu stórt bil sem tók langan tíma að bera sig yfir á þeim tíma. Margrét Guð- jónsdóttir húsfreyja í Dalsmynni átti marga tóna í hörpu sinni, hún var maður samskipta, hús þeirra Guðmundar í þjóðbraut á sunnan- verðu Snæfellsnesi, þar ólust upp börnin þeirra mörgu og svo tóku við sumarbörn þegar heimabörn- in komust af höndum. Bjarta mynd á ég af húsmóðurinni Mar- gréti frá heimsókn á heimili þeirra Guðmundar upp úr 1980, fullt hús af vandalausum börnum sem Margrét var að seðja og Guð- mundur frændi að gleðja og taka í hestaferð, börnin ljómandi af ánægju og lífsgleðin fyllti út í öll horn á eldhúsi Margrétar. Þar átti hlýjan og alúðin heima. Bless- uð veri hún í nýjum vistum. Ingi Heiðmar Jónsson. Í æviminningum Margrétar í Dalsmynni „Með létt skap og lið- ugan talanda“, sem kom út árið 2010, sagði hún að dauðinn væri bara eins og ganga í gegnum dyr. Hún sagðist vona að Guðmundur bóndi sinn yrði ekki nálægur sér á þeirri stundu, en hann hafði látist sautján árum fyrr. „Mér myndi ekki finnast það rétt að hann væri að hanga yfir mér,“ sagði Mar- grét. Margrét í Dalsmynni var afar greind, rík af kímnigáfu en um- fram allt góð manneskja og mikill mannvinur. Þau hjónin, sem áttu ellefu börn, tóku á móti börnum til sumardvalar um árabil og oft voru tuttugu manns í heimili. Margréti fannst það nú ekki mik- ið mál. Börnin bundust þeim sterkum böndum og það síðasta sem ég sá frá Margréti í Dals- mynni á prenti var minningar- grein um sameiginlega vinkonu okkar, Snæfríði Baldvinsdóttur, sem lést í janúar, langt um aldur fram. Margrét sagði mér að ef ég ætlaði í alvöru að skrifa um sig bók mætti ég ekki gleyma því að hún Snæfríður hefði verið „augun hans Munda“ þegar sjón hans tók að daprast. Fallegri orð get ég vart hugsað mér frá 87 ára konu þegar hún hugsaði til Snæfríðar, ungrar stúlku í Dalsmynni. Þau eru ein- kennandi fyrir Margréti sem lagði öllum gott til þann tíma sem ég þekkti hana. Skammtímaminn- ið var farið að bregðast þegar hún sagði mér sögu sína, svo hún var ekki viss hvort hún gæti treyst mér, en þegar dætur hennar sögðu að ég væri langömmu- og langafabarn Elísabetar Sigurðar- dóttur og séra Árna prófasts Þór- arinssonar á Stóra-Hrauni sam- þykkti hún bókarskrifin. Í fyrstu heimsókn minni til Margrétar sagði hún að ég hlyti að vera að skrifa skáldsögu því það hefði enginn talað við sig: „Að skrifa ævisögu um kerlingu sem bjó úti í sveit og komst ekki einu sinni í hreppsnefnd. Það finnst mér fyndið,“ sagði hún. Við áttum góða samvinnu ásamt dætrum hennar, Svövu Svandísi og Sigrúnu, og fyrir það vil ég þakka þeim. Nú kveðjum við með virðingu og þökk hvunndagshetjuna og gleðigjafann Margréti í Dals- mynni, sem gladdi fólk víða um land með vísum sínum, skógrækt, frásögnum og skrifum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa auðnast að kynnast Mar- gréti í Dalsmynni því af þeim kynnum lærði ég svo ótal margt. Hvíldu í friði kæra Margrét. Börnin ykkar Guðmundar bera ykkur hjónum fagurt vitni. Guð blessi minningu þína. Anna Kristine Magnúsdóttir. Ég var svo lánsöm að fá að vera Margréti og Guðmundi samferða um veg lífsins og fæ ég aldrei full- þakkað vinskap þeirra og velvild. Þau heiðurshjón voru á mínu heimili aldrei kölluð annað en amma og afi í Dalsmynni. Alltaf voru þau með faðminn opinn til að taka á móti börnunum mínum og skipti þá engu hvort um var að ræða stutta heimsókn eða dvöl til lengri tíma. Margrét var stórhuga kona, kannski of stór fyrir þann lífsins stakk sem henni var sniðinn. Raunar má segja að hún hafi líka fæðst langt á undan sinni samtíð því hugmyndir hennar hefðu fallið betur að nútímanum. Í huga Mar- grétar var allt sjálfbært þótt hún hafi aldrei kynnst hugtökunum sjálfbærni eða lífræn ræktun. Hún var einfaldlega náttúrubarn sem aldrei var skilið frá moldinni og gróðrinum. Hún og náttúran voru eitt. Fyrir mér var Margrét fyrsti vorboðinn. Hún var ætíð mætt á höfuðborgarsvæðið á undan far- fuglunum, svona reyndar upp úr miðjum febrúar. Við fórum í Sölu- félag garðyrkjumanna þar sem hún keypti fræ og aðrar nauð- synjar til vorverkanna. Við kom- um við í gróðrarstöðinni Alaska og síðan fórum við í Leðurvöru- verslun Brynjólfs þar sem Mar- grét keypti skinn í skó og brydd- ingar. Hún átti mörg spennandi er- indi í bæinn því sífellt var hún að huga að nýjungum sem hún gæti framleitt. Það voru aldrei orðin tóm. Hún var alltaf með einhverja framleiðslu á prjónunum, upp- stoppaða kópa, lúffur, trefla. Það var alltaf eitthvað. Hefðu bara verið til sprotafyrirtæki þá veit ég ekki hvar frúin hefði endað! Kannski í Kína að láta framleiða eitthvað? Mikið þráði Margrét að eignast gróðurhús. Henni varð að ósk sinni og naut hún stundanna þar. En satt að segja þurfti hún ekkert gróðurhús því það spratt allt og dafnaði hjá henni betur en öðrum. Það skipti ekki máli hvort það var grænkál, skrautblóm, jarðarber eða krydd. Hún átti svo svo stórt og heitt hjarta að hún gat yljað öllu og öllum sem hún snerti. Svo maður minnist nú ekki á börnin og skepnurnar. En Margrét var ekki aðeins barn náttúrunnar heldur var hún ekki síður barn andans. Hún hugsaði stöðugt um allt í öllum hugsanlegum heimum. Henni var ekkert óviðkomandi en einkum var skógrækt og pólitíkin henni hugleikin. Margrét lét sér ekki duga að hugleiða, hún kom hug- myndum sínum á blað í bundnu máli þegar tóm gafst frá amstri dagsins. Aldrei tróð hún skoðun- um sínum upp á aðra heldur vildi hún ræða málin af skynsemi og yfirsýn. Margrét var ekki frek til rýmisins og tími var ekki til hjá henni. Hún fór samt mikinn, það gustaði um þar sem hún fór og því eru minningarnar um hana ógleymanlegar og dýrmætar. Margrét Schram. Fyrsta minning mín um Mar- gréti í Dalsmynni var, þar sem hún kom í bæinn færandi hendi með ull til ömmu minnar, Mar- grétar Magnúsdóttur. Þetta voru vöruskipti milli bóndakonunnar og sjómannskonunnar. Margrét í Dalsmynni hafði fyrir mörgum börnum að sjá. Amma mín átti fjölda barnabarna og sendi nöfnu sinni í Dalsmynni föt af þeim handa ungviðinu. Í staðinn fékk hún ullina. Hversu oft sat ég ekki við fót- skör ömmu á dimmum vetrar- kvöldum, þar sem hún steig rokk- inn og spann fínan þráð. Úr honum prjónaði hún örþunna nærboli á okkur krakkana, líka nærbuxur – ögn þykkari – og klukkur svokallaðar, sem við stelpurnar klæddumst undir kjól- unum. – Þess vegna varð okkur aldrei misdægurt í kuldahretum. Margrét og Guðmundur voru annáluð fyrir hversu barngóð þau voru. Fyrir utan sín eigin börn tóku þau börn annarra til sumar- dvalar og komu til manns. Þannig leiddi vinátta Margrétar og ömmu til þess, að þrjú af mínum eigin börnum fengu að njóta sum- ardvalar í Dalsmynni. Sérstak- lega var Snæfríður, dóttir mín, í miklu dálæti hjá þeim hjónum. Hún lærði að ríða út með Guð- mundi bónda og sinna fé um sauð- burð og réttir. Og fékk þau eft- irmæli frá Guðmundi, að þar færi fjárglögg og efnileg búandkona. Sjálf sagði fyrirsætan, Snæfríður, að hún ætti sér þann draum að búa í sveit. Þessi tengsl leiddu til nánari kynna. Við Jón Baldvin fórum helst ekki hjá garði við Dals- mynni. Þegar Margrét húsfreyja kom í kaupstaðarferð leit hún gjarna við á Vesturgötunni. Hún var fljúgandi mælsk, hápólitísk og gegnheil framsóknarkona af upp- runalegu tegundinni. Það var kostulegt að fylgjast með því, hvernig þrætubók hennar og krataforingjans leiddi smám sam- an til gagnkvæmrar væntum- þykju og virðingar. Jóni Baldvini þótti mikið til Margrétar koma og líkti henni jafnvel við ömmu sína á Strandseljum – en hærra verður sennilega ekki komist í hans virð- ingarstiga. Margrét í Dalsmynni var per- sónuleiki, sem sópaði að. Hún lá ekki á skoðunum sínum og kvað fast að orði. Hagmælskan nærðist á húmornum, þar sem mannlýs- ingar hennar voru oft bersöglis- vísur. Hún fann til í stormum sinnar tíðar og fór aldrei í mann- greinarálit. En þótt hún væri félagslynd var hún engu að síður náttúru- barn. Um bjartar sumarnætur vakti hún til að hlúa að viðkvæm- um gróðri í garðinum sínum. Þar var hennar einkaveröld. Sjálf var hún eins og sprottin upp úr ís- lenskri gróðurmold, barn náttúr- unnar í sínu upprunalega um- hverfi á nesinu undir jökli. Fyrir jólin 2010 birtist ævisaga Margrétar eftir vinkonu mína, Önnu Kristine Magnúsdóttur. Frásagnargleði Margrétar, atorka hennar og næmt auga fyrir því, sem er sérstakt og eftirtekt- arvert í mannlífi og náttúru, naut sín vel í meðförum Önnu. Bókin sló í gegn. Það sannaði að frá- sagnarlist heilsteyptrar alþýðu- konu, byggð á lífsreynslu langrar ævi, átti enn erindi við Íslendinga. Blessuð sé minning Margrétar frá Dalsmynni, Vilnius, 6. maí 2013, Bryndís Schram. Þegar ég minnist Jónu minn- ar birtast alls konar myndir í huga mér. Allar eru þær fal- legar en þó með sérstökum lit- brigðum hver og ein. Það var t.d. stórkostlegt að þegar gest bar að garði skyldi hann ávallt leiddur að gnægtaborði þessar- ar góðu konu og sá var e.t.v. ekkert spurður hvort hann væri nokkuð svangur eða svoleiðis. Ég minnist þessara tíma með mikilli virðingu og gleði. Það var hennar yndi að taka á móti fólki og með ólíkindum hve margir sátu við eldhúsborðið og Júlli hennar var kannski ekki Jóna Ármann ✝ Jóna Ármannfæddist á Skorrastað í Norð- firði 17. júlí 1924. Hún lést á hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Norðfirði 20. apríl 2013. Útför Jónu fór fram frá Norðfjarð- arkirkju 29. apríl 2013. alveg saklaus af að hafa bætt nokkrum við. Allar góðgerðir þar voru fag- mennskulega fram reiddar enda hafði húsfreyjan lokið námi frá hús- mæðraskóla um miðja síðustu öld. Ég var svo lánsöm að kynnast þessum góðu hjónum og fá að vera í sveit hjá þeim í mörg sumur. Skorrastaðir eru mikið menningarheimili, þar hittist gjarnan fólk sem er listhneigt, söngelskt og ákaflega skemmti- legt. Jóna hafði mikið yndi af söng og leiklist og kom sjálf fram við sérstök tilefni í sínu samfélagi. Hæfileikar hennar nutu sín þar. Að leiðarlokum vil ég þakka þessari heiðurskonu og Júlla manninum hennar í blíðu og stríðu fyrir að halda ut- an um mig öll þessi ár með ást- úð og hlýju. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Björg Sturludóttir. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.