Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. 12 ára grunaður um að hafa … 2. Fundu tvö lík í íbúð í Ósló 3. 200 fm „penthouse“ með heitum … 4. Kaupmannahöfn að verða … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríska dagblaðið New York Times fjallar um kvikmyndaleikstjór- ann Baltasar Kormák í kvikmynda- dálki sínum, undir yfirskriftinni „Leikstjóri sem beitir ekki blekk- ingum“. Segir þar m.a. að Baltasar hafi með aðdáunarverðum hætti tek- ist að færa sig yfir í bandaríska kvik- myndagerð. Þó hafi hann ekki áttað sig fullkomlega á því hvernig Holly- wood gangi fyrir sig. Því til staðfest- ingar er vitnað í leikarann Mark Wahlberg, sem leikið hefur í tveimur kvikmyndum Baltasars. Wahlberg segir Baltasar ekki hafa vitað af því í tvær vikur að hann hefði hjólhýsi til afnota þegar tökur stóðu yfir á 2 Guns sem Wahlberg og Denzel Wash- ington fara með aðalhlutverkin í. Baltasar viðurkennir þetta og segist í samtali við blaðamann hafa notað hjólhýsið tvisvar. Þegar viðtalið var tekið var Baltasar staddur í Búdapest í Ungverjalandi við tökur á prufu- þætti fyrir sjónvarpsstöðina HBO og segir í greininni að hann vinni að endurgerð kvikmyndar sinnar, Mýr- arinnar, frá árinu 2006. Í viðtalinu er svo fjallað um kvikmyndina Djúpið en sýningar á henni eru hafnar vestra. Morgunblaðið/Golli Baltasar vissi ekki af hjólhýsinu sínu  Hljómsveitin CHIC kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll 17. júlí nk. ásamt stofnanda sínum, Nile Rod- gers. CHIC mun flytja sína helstu diskó- smelli, lög á borð við „Le Freak“ og „I Want Your Love“ auk laga eftir Rodgers, m.a. „Upside Down“ og „I’m Com- ing Out“. CHIC heldur tónleika með Nile Rodgers SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s en 13-18 A-lands. Bjart- viðri á S- og V-landi, annars skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda NA-til. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast syðst. VEÐUR Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir unnu EHF-bikar kvenna í hand- knattleik á ævintýralegan hátt með danska liðinu Tvis Holstebro. Þær sigr- uðu Metz í Frakklandi með fimm marka mun eftir að hafa tapað heima. Eftir veisluhöld í rútunni á heimleið frá Frakklandi var mikil sigurhátíð haldin í Holstebro við heimkom- una. »1 Sigurhátíð eftir ævintýri í Metz „Þetta var bara ansi góður árangur, einn sá besti síðan byrjað var að spila eftir núverandi fyrirkomulagi,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri körfuknattleiks- sambands Íslands, KKÍ, um silfrin þrjú sem unnust á Norðurlandamóti ung- linga í Svíþjóð um helgina. Þrjú af fjór- um yngri lands- liðum Íslands höfn- uðu þar í öðru sæti. »4 Góð frammistaða körfu- boltaliðanna í Svíþjóð Valsmenn byrja Íslandsmót karla í knatt- spyrnu mjög vel en þeir eru komnir með sex stig eftir tvo útivelli eftir að þeir lögðu Skagamenn, 3:1, á sannfærandi hátt á Akranesi í gærkvöld. Skagamenn hafa hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. Fram og Fylkir gerðu jafntefli, 1:1, í Laugardalnum þar sem Viðar Örn Kjartansson jafnaði fyrir Fylki undir lokin. »2-3 Valur með fullt hús eftir sigur á Akranesi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Þegar blaðamaður gekk inn á smurstöðina Klöpp við Vegmúla í gær var Gunnar Gíslason í óðaönn að tæma vélarolíu af bíl. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að menn smyrji bíl á smur- stöð, nema kannski fyrir þær sakir að Gunnar er 86 ára og hefur starf- að við að smyrja bíla í 68 ár, allt frá 18 ára aldri. „Ég byrjaði hjá Esso í Hafnar- stræti. Það var fyrir 68 árum,“ segir Gunnar. „Ég vinn ennþá full- an vinnudag, kem fyrstur og fer síðastur. Við fáumst ekki bara við að smyrja bíla, heldur gerum við líka við ýmislegt sem amar að þeim.“ Gunnar segir starfið hafa breyst mikið á þeim tíma sem hann hefur fengist við það. Smurstöðin Klöpp fékk nafn sitt upprunalega frá býlinu Klöpp, sem stóð við norðurenda Klapparstígs. Nafnið fylgdi hins vegar með þegar smurstöðin flutti sig um set. Reykvíkingur í húð og hár „Ég fæddist í Reykjavík, á Óðins- götu 16. Það svæði var áður kallað Klapparholt. Þar héldum við kýr og hesta sem ég rak yfir í Vatnsmýr- ina, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er í dag. Valsvöllurinn var þar sem Hótel Loftleiðir er núna, svo það er margt sem hefur breyst síðan ég var ungur,“ segir Gunnar. „Ég man til dæmis að vegirnir á þessu svæði voru margir fylltir með öskunni sem var tekin frá húsunum í borginni. Reykjavík var líka miklu minni á þessum árum, Klappar- holtið og Skólavörðuholtið voru frekar austarlega í borginni á þess- um tíma. Það voru eiginlega engin hús á þessu svæði hérna í kringum okkur,“ segir Gunnar. „Bílarnir hafa líka breyst mikið. Einu sinni voru kannski 40 koppar á einum bíl, núna er yfirleitt bara einn, nema kannski á stærri jepp- un. Olían er líka orðin miklu betri og endist lengur. Það þarf ekki að skipta um olíu á bíl fyrr en eftir 9.000 kílómetra akstur. Menn trassa samt oft að fylgjast með olíu- kvörðunum og þeir koma stundum til okkar alveg olíulausir,“ segir Gunnar. Enn á fullu eftir 68 ára starf  Gunnar Gíslason hefur smurt bíla frá árinu 1945 þegar hann var 18 ára Morgunblaðið/Kristinn Meistarinn Fyrir 68 árum hóf Gunnar Gíslason störf á smurstöð. Enn þann dag í dag mætir hann fyrstur og fer síðastur á smurstöðinni Klöpp. „Meðan heilsan er í lagi hjá mér ætla ég að halda þessu áfram,“ segir Gunnar og hlær. Gunnar segist hafa komist stórslysalaust gegnum starfs- ævi sína, þrátt fyrir að hafa unnið mikið með flóknar vélar. „Það eru í heildina sjö lyftur á smurstöðinni og níu starfs- menn, og það er mikið að gera hjá okkur eins og þú sérð,“ seg- ir Gunnar og bendir út á verk- stæðisgólfið. Vinnur fyrst heilsan leyfir GUNNAR GÍSLASON Á miðvikudag Norðan 5-10 m/s á A-landi og dálítil væta. Hiti 1 til 4 stig. Norðlæg eða breytileg átt 3-8 S- og V-til og bjartviðri. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.