Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 ✝ Guðrún ÁgústaSteinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1956. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 7. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Pétursdóttir, f. 27. okt. 1927, d. 29. júní 2009, og Steinþór Þorvaldsson, f. 28. maí 1932. Systkini Guðrúnar eru Jón Haukur, f. 22. júlí 1961, d. 8. okt. 1978, Pétur Ásgeir, f. 23. nóv. 1962, og Sigrún, f. 30. apríl 1964. Guðrún giftist Hafsteini Má Kristinssyni þann 27. október. 1975. Foreldrar hans voru Guð- rún Guðjónsdóttir f. 1. janúar 1923, d. 15. október 1993 og Kristinn Magn- ússon. Börn Guð- rúnar og Hafsteins eru 1) Steinþór Grétar, f. 16. júlí 1975, sonur hans Ásgeir Árni, f. 7. júlí 1994. 2) Dagný Helga, f. 24. júlí 1976, maki Val- garður Magnússon, f. 3. júlí 1979, börn þeirra Hafsteinn Smári, f. 11. apríl 1994, sonur hans er Benedikt Freyr, f. 10. september 2012, Viktor Freyr, f. 17. nóv. 2001, og Kara Sif, f. 3. maí 2005. 3) Jón Haukur, f. 2. apríl 1981. 4) Sunna Björg, f. 25. maí 1987, maki Óli Chomtarong Jóhannesson, f. 12. mars 1985. Guðrún var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 10 maí 2013. Elsku mamma, það er svo sárt að þú hafir farið frá okkur svo snemma eftir harða og erfiða baráttu við krabbann, en við trú- um því að þú sért komin á frið- sælan stað ásamt þínum ástvin- um sem farin eru og taka á móti þér. Það er ekkert að ástæðu- lausu að mamma okkar var köll- uð „naglinn“ á spítalanum á lokasprettinum, það er eflaust ekki hlaupið að því að finna ann- að eins hörkutól. Við verðum æv- inlega þakklát fyrir að hafa feng- ið þó þennan stutta tíma með þér sem þú hafðir eftir að veikindin tóku sig upp. Það er svo erfitt að koma því í orð hversu mikils virði þú varst okkur öllum. Alltaf gátum við leitað til mömmu með hvað sem var, stórt og smátt og alltaf hjálpaðir þú okkur að finna lausn. Í raun skipti það aldrei máli hver það var sem leitaði til þín hvort sem það vorum við börnin þín eða barnabörn eða vinir okkar eða hver sem var, alltaf var mamma tilbúin að leggja sig fram við að hjálpa öll- um sem að til hennar leituðu. Allir þeir sem þekkja mömmu hafa heyrt hana tala um börnin sín og manninn sinn, aldrei þreyttist hún á því að hrósa okk- ur öllum sama við hvern hún tal- aði, það er eins og enginn í heim- inum hafi átt eins gott fólk og hún. Elsku mamma, minning þín lifir í hjörtum okkar alltaf. Steinþór Grétar Haf- steinsson, Dagný Helga Hafsteinsdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson og Sunna Björg Hafsteinsdóttir. Fallin er frá góð vinkona okk- ar, hún Gunna á Grund, eins og hún var ávallt kölluð á Jökul- dalnum. Gunna lést um aldur fram og fékk ekki fleiri ár með fjölskyldu og vinum. Hennar verður sárt saknað. Gunna kom austur á Jökuldal, 9 ára gömul og dvaldi hjá okkur í sex sumur. Þegar hún kom í fyrsta sinn hafði hún aldrei séð okkur áður. Hún kom með flutn- ingabíl frá Reykjavík til Akur- eyrar og síðan áfram austur á Jökuldal. Þangað var hún sótt og þar sem vegagerð var á dalnum þurfti að keyra upp í Grund með því að fara heiðarhringinn sem var seinfarinn moldarvegur. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir barn úr Reykjavík að koma ein alla þessa leið á ókunnar slóðir þar sem aðstæður voru allt aðrar en hún átti að venjast. Ekki var rafmagn á bæjum og ekkert kanasjónvarp. Málfarið var meira segja annað og skildi hún ekki hvað átt var við þegar hún var kölluð „gæskan“. En Gunna aðlagaðist fljótt. Gunna var mikill dýravinur og rifjast upp atvik þar sem hún tók algjöru ástfóstri við kálf. Síð- sumar eitt var gröfumaður að störfum á dalnum. Það er til siðs til sveita að veita vinnandi mönn- um góðan mat og því var kálf- inum slátrað. Gunna var mjög ósátt við það að kálfinum var fórnað til að gröfumaðurinn fengi gott að borða og leit hann aldrei sömu augum eftir það og kenndi honum um dauða kálfs- ins. Gunna var liðtæk í sveitinni við að passa systkinin á Grund og grípa í almenn verk sem falla til. Síðar þegar hún stofnaði fjöl- skyldu kom hún og fjölskylda hennar árlega austur á land og samverustundirnar í gegnum tíðina eru orðnar margar. Þegar við kveðjum nátengda vinkonu horfum við til liðinna ára og margt rifjast upp. Það sem einkenndi Gunnu var mann- lega hliðin. Hún hafði ávallt margt til málanna að leggja, var úrræðagóð og góður þátttakandi í samræðum. Hún var félagsvera og hafði gaman af samveru með öðru fólki. Samverustundirnar á Grund, á Egilsstöðum, á ferða- lögum um landið og í sumarbú- stað okkar í Lóninu eru margar og góðar. Það sýnir röggsemi Gunnu þegar hún birtist eitt sinn í Lón- inu og afhenti okkur skilti með nafni bústaðarins. Í nokkur ár höfðum við fjölskyldan ekki náð samkomulagi um hvað bústaður- inn skyldi heita. Gunna tók því af skarið og nefndi bústaðinn „Litla Grund“ sem var grafið í forláta eik. Henni fannst ekkert annað koma til greina og hafa allir séð hvað þessi nafngift er lýsandi. Gunna á því hlutdeild í sögu bú- staðarins og lifir sú saga um ókomna tíð. Síðustu dagar hafa verið öll- um erfiðir. Alvarlegur sjúkdóm- ur tók líf Gunnu aðeins á nokkr- um dögum. Síðustu samverustundirnar á sjúkrahús- inu í Keflavík eru okkur mik- ilvæg inn í framtíðina án Gunnu. Þar áttum við með henni dýr- mætar stundir áður en hún kvaddi þessa veröld. Grundar- fjölskyldan á Gunnu mikið að þakka, hún á stóran sess í hjört- um okkar og verður ávallt hluti af okkur. Elsku Hafsteinn, Steinþór, Dagný, Jón Haukur, Sunna og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur dýpstu samúð við fráfall Gunnu, stoðina í fjölskyldunni. Megi Gunna hvíla í friði. Blessuð sé minning góðrar konu. Fjölskyldan frá Grund, Kolbrún, Karl, Stefanía, Jakob, Grétar og fjölskyldur. Við kveðjum nú ástkæra syst- ur okkar er hún leggur upp í sína hinstu ferð. Guðrún var ekki eingöngu systir okkar heldur var hún líka svo góður vinur og ráð- gjafi. Það var alltaf svo gott að koma til hennar á Hólagötuna í kaffi og smók og við eigum eftir að sakna þess að sjá hana ekki sitja í horninu sínu við eldhús- borðið þegar við komum næst. Það var alveg sama hvað bjátaði á, það var alltaf hægt að tala við hana og hún gaf manni góð ráð og vissi alltaf hvernig var best að snáa sér í hlutunum. Þrátt fyrir öll hennar veikindi þá var hún svo oft límið sem hélt fjölskyld- unni saman. Guðrún var alveg svakalega fróð og vel lesin um alla hluti, og handlagin með af- brigðum og bjó til svo fallega hluti. Elsku Steinþór, Dagný, Jón Haukur og Sunna, mamma ykk- ar var svo stolt af ykkur og þið veittuð henni endalausa ánægju, sem og börnin ykkar og Benni litli, barnabarnabarnið. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann við svona aðstæður sem yrði of langt að telja upp. En að lokum vil ég líka minnast á hvað hann Hafsteinn maðurinn hennar er búinn að vera sterkur í hennar veikindum og hefur allt- af staðið eins og klettur við bakið á henni. Þín verður sárt saknað, elsku Gunna mín. Ennþá vakir minning mér í hjarta mild og hlý, sem þýður sumarblær. Ennþá man ég yndisbrosið bjarta blikið augna þinna við mér hlær. (Jörundur Gestsson) Sigrún S. Hommerding, Pétur Ásgeir Steinþórsson. Guðrún Ágústa Steinþórsdóttir Ég man og mun aldrei gleyma því, þegar ég hitti þig í afmælinu hennar Helgu Sæunnar, amma Sigrún setti þig í það hlutverk að passa mig. Þú passaðir sko vel upp á mig, knúsaðir mig og kysst- ir og hélst í höndina mína. Það var líka skemmtilegt að hitta þig hjá ömmu Sigrúnu þar sem þú varst sko í Reykjavík í heimsókn hjá Súu og Óla, alsæl með lífið þar sem þú bauðst upp á súkkulaðiís og varst eins og drottning í ríki þínu. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur Heiða Rósa Sigurðardóttir ✝ Heiða RósaSigurðardóttir fæddist á Sjúkra- húsinu á Akureyri 10. febrúar 1959. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 29. apríl 2013. Útför Heiðu Rósu var gerð frá Glerárkirkju 10. maí 2013. í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til. (Steinn Steinarr) Núna ertu komin til afa, ömmu, Helgu Sæunnar og Sævars og ert örugg- lega að syngja fyrir þau. Ég elska þig Heiða Rósa. Þín frænka, Klara. Það má segja að skammt sé stórra högga á milli. Heiða Rósa er sú fimmta í hópnum okkar hér í hæfingarstöð sem við kveðjum á rúmu ári. Fyrir örfáum dögum var hún hér full af lífsgleði og áformum og nú er hún farin frá okkur á annað tilverustig. Sem betur fer vitum við ekki hvenær lífsgöngu okkar er lokið en brottför Heiðu Rósu kom okkur í opna skjöldu. Heiða Rósa var einstaklega skemmtileg kona, hnyttin í til- svörum og spaugsöm. Umhverfið var henni ekki óviðkomandi og vildi hún svo gjarna hafa svolitla stjórn á því. Stundum sagði hún okkur að hún væri að pakka og væri á leið til útlanda. Þegar hún var spurð hvort hún vildi ekki endilega að einhver okkar kæmi með henni lét hún slíkar fyrirspurnir sem vind um eyru þjóta og það í orðs- ins fyllstu merkingu. Hunsaði þær algjörlega. Heiða Rósa fór nokkrum sinnum til útlanda og naut þess vel. Eins naut hún þess að ferðast innan lands. Stuttu fyr- ir brottför sína héðan úr jarð- heimi brá hún undir sig betri fæt- inum og fór í heimsókn til ættingja sinna í Reykjavík. Hún hlakkaði mikið til fararinnar og greinilegt er að hún naut þessarar ferðar. Vinnusöm var Heiða Rósa og iðin og hafði ánægju af því að leggja sitt af mörkum. Heiða Rósa hafði sterkar skoð- anir og kom þeim á framfæri á kurteislegan hátt. Söngur og dans var nú aldeilis innan hennar áhugasviðs. Hún elskaði uppá- komur ýmiskonar og var hrókur alls fagnaðar. Ekki alls fyrir löngu flutti Heiða Rósa í íbúð í Kjalarsíðuna. Þar bjó hún sér fallegt heimili. Kæra Heiða Rósa, nú skiljast leiðir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mikið. Einhversstaðar einhverntíma mun slóðin mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum. (Þórdís Jónsdóttir) Systkini Heiðu Rósu og fjöl- skyldur ykkar, kæru vinir í Kjal- arsíðunni, ykkur öllum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum almættið að umvefja ykkur og styrkja. Elsku Heiða Rósa. Hlutverki þínu á jarðríki var að ljúka og nú skiljast leiðir. Við brotthvarf þitt myndast skarð sem er vandfyllt og er þín sárt saknað. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina sem var gefandi og skemmtileg. Í hjörtum okkar eig- um við minningu um þig káta og lífsglaða. Megi góður Guð geyma þig. F.h. allra í Skógarlundi/Birki- lundi, hæfingarstöð, Margrét Ríkarðsdóttir. Hann Jónas (Dondi) tengda- pabbi minn hafði mjög gaman af kveðskap, hann kunni marg- ar skemmtilegar vísur sem hann fór oft með í smástríðni og frekar í gamni en alvöru. En hann kunni líka mörg falleg ljóð og fyrir þremur mánuðum skrifaði hann eitt þeirra fyrir mig á lítinn miða, þá var hann orðinn líkamlega mikið veikur en algjörlega skýr í kollinum, litla miðann mun ég ávallt geyma. En þetta ljóð segir allt sem mig langar að segja við Donda nú þegar hann hefur kvatt og er farinn á fund ást- vina sinna sem á undan eru gengnir. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Dóra Gunnarsdóttir. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu Stjönu og eflaust er búið að grípa í spil. Það er eitthvað óraunverulegt við það að þú sért farinn. Við sátum oft og töluðum lengi saman og mér líður eins og ég geti enn hringt í þig og fengið að hlusta á eina góða veiðisögu í viðbót. Það var gaman að spjalla við þig því þú kunnir ógrynni af skemmtileg- um vísum og heilræðum sem verðugt var að læra og fara eft- ir. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur barnabörnunum og lagð- ir mikið á þig til þess að vera viðstaddur stórar stundir í mínu lífi. Við Heiða erum svo óendanlega þakklát fyrir það ferðalag sem þú lagðir á þig til þess að vera viðstaddur brúð- kaup okkar, vestur á Ingjalds- sandi. Þegar ég hugsa til baka eru mér ofarlega í huga allar bíl- ferðirnar á gamla Galantinum. Það þótti mikið sport að líða um, beltislaus í aftursætinu, sem var orðið litað af berja- bláma. Þegar heim var komið var horft á Mr. Bean, nátt- úrulífsmynd eða öndunum gefið brauð. Það var alltaf gott að vera hjá þér og ömmu og þær eru margar góðu minningarnar frá Ásgarðsveginum. Ég hef alltaf litið upp til þín elsku afi því þú varst einfald- lega flottastur Blessi þig. Þinn nafni, Jónas Þór. Afi Dondi á Ásgarðsvegi og amma Stjana Jónas Þorsteinsson ✝ Jónas Þor-steinsson fædd- ist á Akureyri 24. nóvember 1921. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 2. apríl 2013. Útför Jónasar fór fram frá Húsa- víkurkirkju 8. apríl 2013. Ég stóð fyrir framan spegilinn á sjötta aldursári og prófaði nýja nafnið mitt Gunnur Ósk „Guðmundsdóttir“ aftur og aftur. Það var ekki nema von því svo velkomin var ég í fjölskyldu fósturföður míns Gumma Donda og var það ekki síst að þakka afa mínum og ömmu á Húsavík. Þó ég hafi nú aldrei látið breyta nafninu mínu þá hefur mér alltaf liðið eins og hluti af fjölskyldunni. Það var alltaf gaman að fara í sunnu- dagsbíltúr til Húsavíkur, sitja í eldhúsinu hjá ömmu og ræða við afa. Afi sagði manni gjarn- an allt sem hann vissi um hinar ýmsu dýrategundir og átti hann myndarlegt eggjasafn. Hann lagði manni lífsreglurnar á sínum skeleggu nótum og var mjög annt um að maður borð- aði hollan íslenskan mat. Það var skemmtilegt að sitja inni í betri stofunni og spila Olsen Olsen við afa. En það sem var allra best var að fá að vera með afa úti í garði að gefa öndunum sem hann kallaði til sín, það var algjörlega ótrúlegt. Elsku afi og amma takk fyrir allt. Nú blánar yfir berjamó og börnin smá í mosató og lautum leika sér. Þau koma, koma kát og létt, á kvikum fótum taka sprett að tína, tína ber. (Guðm.Guðmundsson) Kveðja Gunnur Ósk og fjölskylda. Afi Dondi, þú varst og verð- ur alltaf í minningunni drauma- afi. Það klikkaði ekki að þegar maður kom í heimsókn til ykk- ar ömmu fór maður ævinlega til baka með stórt bros, hlýju í hjarta og fullan maga af góð- gæti. Góðu minningarnar og skemmtilegu tímarnir sem ég fékk að upplifa með ykkur eru óteljandi, alltaf stutt í húmor- inn og svo var gaman að heyra allar sögurnar sem þú sagðir okkur, fræðslubíltúrarnir voru margir og ógleymanlegir. Ég mun alltaf minnast þín með virðingu því þú varst toppmað- ur. Það er gott að vita af ykkur ömmu saman og að ykkar fal- lega ást lifir enn. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og allar góðu stundirnar. Þinn Guðlaugur Hólm. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.