Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Þann 3. maí fékk Siðmennt formlega skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is – skráð l í f s skoðunar fé lag Siðmennt Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen Þórunn Kristjánsdóttir „Fundirnir um helgina gengu mjög vel og ég er bjartsýnn á að við náum saman um þau mál sem enn standa út af. Auðvitað þarf að hnýta nokkra lausa enda og svona vinna tekur sinn tíma, en ég held að það sé mjög eðli- legt,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, en stjórnarmyndunarviðræður hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, héldu áfram á Hótel Hálandi um liðna helgi sem og í gær. Að sögn Bjarna hyggjast þeir nýta vikuna vel til að ljúka bæði málefna- vinnunni og til að skipta með flokk- unum verkum. „Við höfum látið mál- efnin ganga fyrir og viljum tryggja að áherslna flokkanna beggja gæti í öll- um málaflokkum óháð því hver mun fara með einstök ráðuneyti á end- anum,“ segir Bjarni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll síð- degis í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þar ekkert um stórtíðindi og einkum farið yfir stöðu viðræðnanna. „Það liggur ekkert fyr- ir um það og hefur ekki verið rætt. Það eru alls konar sögur í gangi þarna úti,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, 2. varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, spurður hvort Sjálfstæð- isflokkurinn muni skipa embætti forseta Alþingis. Þá mun þingflokkur Framsóknar koma saman í dag. Hnýta lausa enda  Nýta vikuna til að klára málefnavinnu og skipta verkum á milli flokkanna  Funduðu á Hótel Hálandi um liðna helgi Morgunblaðið/Eggert Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær um stöðuna í stjórnarviðræðunum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Óvissa um áhrif Bjarnarflagsvirkj- unar á lífríki Mývatns er óviðunandi. Þeirri óvissu var ekki eytt á fund- inum. Spurningum um áhrif brenni- steinsvetnis á heilsu fólks og hvað möguleg kólnun grunnvatns gæti haft í för með sér fyrir lífríkið var ekki svarað,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, eftir opinn fund Landsvirkjunar um Bjarnarflags- virkjun í Mývatnssveit í gær. Þar var tilkynnt að Landsvirkjun ætlaði að gera úttekt á mati á umhverfisáhrif- um nýrrar Bjarnarflagsvirkjunar. Guðmundur benti þó á að það væri jákvætt að Landsvirkjun ætlaði að rýna í fyrirliggjandi umhverfismat, sem miðar að því að kanna hvort þeir ætli í nýtt umhverfismat. „Þar er verið að svara þrýstingi frá sam- félaginu og umhverfisverndar- samtökum,“ sagði Guðmundur Ingi. Í máli Harðar Arnarsonar, for- stjóra Landsvirkjunar, kom fram að Landsvirkjun teldi mikilvægt að gæta varúðar við allar framkvæmdir í nágrenni Mývatns enda væri nátt- úrufar þar sérstætt. Að loknum kynningarfundi um Bjarnarflagsvirkjun var haldinn lok- aður fundur fyrir íbúa Skútustaða- hrepps þar sem Landsvirkjun sat fyrir svörum. Var sá fundur fjölsótt- ur. Þungar áhyggur af lífríkinu „Fólkið hér hefur þungar áhyggj- ur af lífríki Mývatns og þar ríkir enn mikil óvissa. Virkjun við Þeistareyki myndi hugsanlega ekki skaða lífríkið í jafnmiklum mæli og Bjarnarflags- virkjun. Auk þess er áætlun fyrir Þeistareyki komin nánast jafn- langt,“ segir Hjördís Finnboga- dóttir, íbúi á Nónbjargi í Mývatns- sveit. Hún benti á að brennisteinsvetni í andrúmsloftinu myndi líklega fara yfir þau viðmiðunarmörk sem tækju gildi árið 2014 ef virkjunin stækkaði. „Það kom mér mikið á óvart hvað það var mikil andstaða við þessa virkjun. Það var mikill þrýstingur á Landsvirkjun að fara frekar í virkj- un við Þeistareyki,“ segir Árni Ein- arsson, forstöðumaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, en hann hélt erindi um áhrif Bjarn- arflagsvirkjunar á Mývatn á kynn- ingarfundinum. Í máli hans kom m.a. fram að erf- itt gæti reynst að sjá skaðlegar breytingar á lífríki Mývatns fyrr en eftir langan tíma, einnig að mestu máli skipti fyrir ástand Mývatns að það vatn sem í það bærist væri ómengað. Fagna nýju umhverfismati á Bjarnarflagi  Óvissu um áhrif á lífríki ekki eytt Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fundur Hörður Arnarson á kynn- ingarfundi Landsvirkjunar. Bjarnarflagsvirkjun » Íbúar í Mývatnssveit hafa þungar áhyggjur af lífríki Mý- vatns og segja mikla óvissu ríkja þar um. » Þrýstingur á Landsvirkjun að fara frekar í virkjun við Þeistareyki. » Erfitt getur reynst að sjá skaðlegar breytingar á lífríki Mývatns fyrr en eftir langan tíma. Bílabúð Benna tók á móti 330 nýjum bílum af gerðinni Chevrolet um helgina. Komu þeir með sérstöku bílaflutningaskipi beint frá framleið- andanum í Suður-Kóreu. Um 250 bílar þar af voru fyrir bílaleiguna Sixt, sem Bílabúð Benna starfrækir hér á landi. Aðrir bílar fara í sölu á almennum markaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bíla- búð Benna hefur ekki verið staðið að bílainnflutningi með þessum hætti áður, a.m.k. ekki í seinni tíð. Bílarnir voru ekki fluttir í gámum heldur raðað upp í lestum skipsins á nokkr- um hæðum. Urðu engar skemmdir á bílunum þó að leiðin sé löng frá Suð- ur-Kóreu. „Við veðjum á að mark- aðurinn fari að lagast,“ segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna, og er bjartsýnn á að bílarnir muni seljast. bjb@mbl.is Benni flytur beint inn 330 nýja bíla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, við Chevrolet-bíl.  Komu með skipi frá Suður-Kóreu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Hann fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943, lauk stúd- entsprófi frá MR 1962, BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði þaðan árið 1970. Ólafur Ragnar hefur gegnt emb- ætti forseta frá 1996, eða lengur en nokkur annar forseti lýðveldsins. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu forseta er Ólafur Ragnar staddur á landinu. Ekkert sérstakt stendur til vegna afmælisins annað en að fagna því í faðmi fjölskyld- unnar í kvöld. »34-35 Ólafur Ragnar Grímsson sjötugur Ólafur Ragnar Grímsson Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt til að gripið verði til refsiaðferða gegn Fær- eyingum af hálfu sambandsins vegna ákvörðunar þeirra um að setja sér einhliða kvóta úr norsk- íslenska síldarstofninum. Fram kom á fréttavefnum Scotsman.com í gær að þetta gæti þýtt að innflutnings- bann yrði sett á færeyska síld til ríkja ESB og einnig að skipum frá sambandinu yrði bannað að veiða síld í færeyskri lögsögu. Einnig sagði í fréttinni að emb- ættismenn framkvæmdastjórn- arinnar væru enn að skoða lagalegar hliðar þess að grípa til hliðstæðra refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeil- unnar. Þeir hefðu í hyggju að funda sem fyrst með nýrri ríkisstjórn Ís- lands til þess að ræða stöðuna í deil- unni. „Það eru góðar fréttir að loks- ins sé komin raunveruleg hreyfing á aðgerðir sem miði að því að refsa Færeyingum fyrir óábyrgar veiðar þeirra,“ er haft eftir Richard Loch- head, sjávarútvegsráðherra Skot- lands, en hann var staddur í dag á fundi ráðherraráðs Evrópusam- bandsins þar sem þessi mál voru rædd. Lochhead lýsti hins vegar von- brigðum sínum yfir að ekki hefði enn verið ákveðið af hálfu Evrópusam- bandsins að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þeirra. Sagðist hann vona að það yrði gert innan skamms. hjorturjg@mbl.is Hyggjast refsa Færeyingum Makríll ESB hótar refsiaðgerðum vegna veiða Íslands og Færeyja.  ESB skoðar einnig Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.