Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leit í rústum verksmiðjuhússins sem hrundi í Dhaka í Bangladess fyrir þrem vikum er lokið enda talið útilokað að enn sé þar fólk á lífi. Vit- að er að 1.127 manns fórust í slysinu en fimm fyrirtæki sem framleiða vefjarefni í fatnað leigðu þar að- stöðu. Ríkisstjórnin hefur nú sam- þykkt að starfsmenn megi stofna verkalýðsfélög án þess að fá leyfi hjá verksmiðjueigendum. „Ríkisstjórnin gerir þetta með velferð starfsmanna í huga, “ sagði talsmaður stjórnvalda, Mosharraf Hossain Bhuiyan, í gær. Á sunnudag settu stjórnvöld á fót ráð með fulltrúum launþegasamtaka og verk- smiðjustarfsfólks til að berjast fyrir hærri launum fólks í vefjariðnaði. Atvinnugreinin aflaði í fyrra um 80% af öllum erlendum tekjum Bangla- dess en ríkið er meðal hinna fátæk- ustu í heimi. Washington Post bend- ir á að krafa vestrænna neytenda um ódýran fatnað hafi gert samkeppn- ina harða og minnki líkur á að hægt verði að hækka kaup starfsmanna í verksmiðjunum. Mikil ólga hefur verið meðal starfsmanna í greininni í kjölfar slyssins og efnt hefur verið til fjöl- mennra mótmæla vegna kjara og að- búnaðar sem Frans páfi hefur sagt að minni á þrælahald. Algeng mán- aðarlaun eru 38 dollarar, um 4.580 ísl. kr. Vinnuveitendur sögðu í gær að hundruðum verksmiðja í As- hkulia-iðnaðarklasanum í úthverfi Dhaka yrði nú lokað um óákveðinn tíma í öryggisskyni vegna ókyrrðar- innar. Talsmaður þeirra sagði að nær engin starfsemi hefði verið í flestum verksmiðjanna síðustu vik- ur. Um 4.500 vefjarverksmiðjur eru í landinu, þar af um 500 í Ashkulia. Þar er framleiddur ódýr fatnaður fyrir fjölda þekktra fyrirtækja á Vesturlöndum. Kröfur Verksmiðjufólk mótmælir í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Loka verksmiðjunum  Eigendur vefjarfyrirtækjanna í Bangladess bera við ókyrrð og mótmælum eftir slysið mannskæða í Dhaka Sýrlenski skopmyndateiknarinn Ali Ferzat, kúbverska andófskonan Berta Soler, norski mannréttinda- frömuðurinn Thor Halvorsen, framkvæmdastjóri Amn- esty International í Noregi, John Peder Egenæs og kín- verski andófsmaðurinn Chen Guangcheng sóttu í gær ráðstefnu samtakanna Oslo Freedom Forum. Chen sagði brýnt að Norðmenn létu ráðamenn í Peking ekki þvinga sig til að hætta stuðningi við mannréttindi. AFP Frelsið í hásætinu í Ósló Hægt væri að bæta miklum um- hverfisvænum mat, bjöllum, fiðrildalirfum og vespum, við mat- arforða jarðarbúa ef vestrænir neytendur gætu yfirunnið and- styggð sína á að leggja sér skor- dýr til munns. Þetta kom fram á fundi fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, Evu Müll- er, í Róm í gær en hún starfar hjá Matvæla- og landbún- aðarstofnun sam- takanna, FAO. „Til er geysimikið af skordýrum og þau eru verðmæt uppspretta prótíns og steinefna,“ sagði Müller. „Tveir milljarðar manna, um þriðj- ungur mannkyns, borðar nú þegar skordýr vegna þess að þau eru gómsæt og næringarrík.“ Fram kemur í frétt AFP að Gabriel Tchango, ráðherra skóga- mála í Gabon, sagði neyslu skor- dýra vera hluta af daglegu lífi landa sinna. Litið væri á bjöllulirf- ur og grillaða termíta sem algert lostæti. Um 10% af öllu prótíni sem Gabonar neyttu væru úr skor- dýrum. Í sameiginlegri skýrslu FAO og háskólans í Wageningen í Hollandi er bent á að alls staðar séu til skordýr, þau fjölgi sér hratt og vaxi einnig hratt og valdi almennt litlu tjóni á náttúrunni. En „ógeð neytenda“ á skordýrum í mörgum vestrænum ríkjum sé ein af stærstu hindrunum á leiðinni að því markmiði að skordýr verði þar mikilvægur þáttur í öflun prótíns. Müller minnti fólk á að sum fyr- irtæki, þ. á m. Danone og Campari, notuðu lit úr skordýrum í fram- leiðslu sína, annars vegar jógúrt og hins vegar áfengi. kjon@mbl.is Skordýr „gómsæt og næringarrík“ Bæta þarf ímyndina » FAO leggur til að mat- vælaframleiðendur taki þátt í að bæta orðspor skordýra með því að hafa þau í uppskriftum. » Einnig þurfi veitingahús að bjóða upp á skordýrarétti. » Loks nefnir FAO að hægt sé að bæta lirfum algengra skor- dýra eins og húsflugu og mjöl- orma út í hefðbundið hús- dýrafóður. Lirfa Á leiðinni á matardiskinn. Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25 1988-2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.