Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Látin er á Akranesi Sigríður Helga Sigurbjörnsdóttir á áttug- usta aldursári. Við fráfall þessarar frænku minnar er mér efst í huga hin ríka umhyggja og geislandi hlýja, sem henni var augljóst í blóð borin og birtist í samskipt- um hennar við samferðafólk. Mér finnst nærtækt að ætla, að þá eiginleika hafi hún sótt í smiðju til móður sinnar og móð- ursystur, sem báðar voru hlýjar konur og umhyggjusamar svo af bar. Þær gátu þó átt það til að vera skoðanafastar og ákveðnar, ef þeim þótti það viðeigandi, og sýndu þá á sér þá hliðina. Sama má segja um frænku mína, sem gat verið föst fyrir og ákveðin þrátt fyrir mildina og hlýjuna. Hún hefur nú kvatt þennan heim Helga Sigurbjörnsdóttir ✝ Helga Sig-urbjörnsdóttir fæddist á Akranesi 3. október 1933. Hún andaðist á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Höfða 2. maí 2013. Útför Helgu fór fram frá Akra- neskirkju 10. maí 2013. eftir alllanga veg- ferð og um flest gæfusama en nokk- uð erfiða undir lokin er þrótturinn þvarr og lífslöngunin með. Vísast hefur hvíldin verið henni kær- komin. Margs er að minnast frá fjöl- mörgum heimsókn- um á æskuheimili Helgu og fjölskyldu hennar við Deildartún. Eitt sinn var hún ný- komin heim frá námi á Hús- mæðraskólanum á Varmalandi og tíndi þá úr pússi sínu hvern dýrgripinn á fætur öðrum af listilega gerðu handverki. Þá fóru ungar stúlkur á húsmæðra- skóla sér til vegsauka og andlegs þroska. Síðar þótti konum á rauðum sokkum slík menntun lít- ilsgild en nú hefur samfélagið hafið þá menntun til verðugs vegs á nýjan leik og er nú slegist um pláss á húsmæðraskólum. Lítið dæmi um fallvaltleik lífsins og samfélagsins. En veganestið reyndist frænku minni haldgott í starfi, sem er öðrum störfum æðra, húsmóðurhlutverkinu. Heimili hennar og Guðjóns Finnboga- sonar var ekki aðeins fallegt og vel búið heldur einnig einkar notalegt og gott að eiga þar skjól er ungur maður var að hefja ævi- starfið sem fyrsti bæjarritari bæjarfélagsins á Akranesi. Og ekki aðeins þá heldur jafnan síð- an. Fyrir mikilvæga vináttu þeirra hjóna og afkomenda þeirra, Margrétar, Sigurðar og Snorra verð ég jafnan þakklátur. Helga tók þátt í lífi og starfi á Skaganum á meðan þrekið hélzt. Á yngri árum stundaði hún íþróttir og starfaði um hríð sem póstafgreiðslumaður. Hún var jafnaðarmaður í hugsun að minnsta kosti á meðan einhverjir ærlegir kratar fyrirfundust á landi hér. Hún var áhugamaður um knattspyrnu enda tengdist hún boltanum ekki sízt í gegnum eiginmann og tvíburabróðurinn Donna, sem báðir voru máttar- stólpar í gullaldarliði Skaga- manna. Fjölskyldan og ættbog- inn var þó jafnan efst í huga hennar og verðugri áhugamál gefast tæpast. Það er ljúft að minnast kon- unnar með gullhjartað, sem gaf og veitti af hjartans innileik. Blessuð sé minning hennar. Sverrir Ólafsson. Yndisleg frænka er fallin frá. Áfallið og sorgin er alltaf mikil þótt við vissum í hvað stefndi. Ég óskaði þess samt svo sannarlega að ég hefði fengið eitt tækifæri enn til að hitta hana og knúsa. Helga var ekki bara frænka mín, hún var miklu meira en það. Ég var mikið hjá henni á Laugar- brautinni þegar ég var lítil og hún var mér meira eins og amma. Mér fannst hún alveg sér- stök kona, hún gat allt. Í minn- ingunni fannst mér hún eiga pósthúsið á Skaganum og Donni tvíburabróðir hennar sundlaug- ina sem ég stundaði stíft, enda hinum megin við götuna. Ég fékk líka alltaf Cocoa Puffs sem aldrei var til heima hjá mér. Þetta borðaði ég með bestu lyst með djúpu matarskeiðinni. Alltaf voru pönnsur og annað heima- bakað góðgæti á eldhúsborðinu. Oft var litla ferðataskan tekin fram þegar ég hótaði því að fara að heiman og fara á Skagann til Helgu og Gauja, eitt sinn lét ég verða af því og fór alla leið með rútunni og Gaui beið mín á vega- mótunum þar sem mamma hafði hringt í þau. Helga var algjör snillingur í höndunum. Sauma- vélin hennar var á fullu alla daga þar sem hún töfraði fram þvílíku keppnisdanskjólana á Helgu og Hófí ásamt fleiru, hún saumaði skírnargallann á elsta son minn. Helga var mikill fótboltaunn- andi og það var alveg magnað að koma til þeirra Helgu og Gauja þegar enski boltinn var í sjón- varpinu, hún stikaði fram og til baka og þekkti alla leikmenn með nafni. Börnin mín hafa öll alist uppí í Ameríku en það var alltaf gerð ferð á Skagann þegar við komum heim til Íslands. Þau spiluðu fót- bolta með strákunum mínum sem þeir gleyma ekki og dóttir mín tekur stundum með sér í ferðalög myndina af faðirvorinu sem þau gáfu henni í fæðingar- gjöf. Helga hafði fulla trú á Örv- ari mínum sem lækni og hafði oft orð á því að hún vildi að við flytt- um heim til að hún fengi nú al- mennilega þjónustu og að hún þyrfti nú að ræða við hann Örvar í sambandi við sín veikindi. Maður sagði alltaf Helga og Gaui í einu orði enda samrýnd með eindæmum. Fjölskyldan var alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Hennar verður sárt saknað af svo mörgum. Elsku Guðjón, Magga, Siggi, Snorri og fjölskyldur, við send- um ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Okkur þykir miður að geta ekki verið með ykkur á kveðju- stund en hugur okkar er hjá ykk- ur. Anna Margrét Svavars- dóttir og fjölskylda, Sioux Falls, S-Dakóta. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Nú, þegar dagur er að kveldi kominn, viljum við fjölskyldan þakka Helgu fyrir samfylgdina og vináttuna. Guðjóni, Snorra, Möggu, Sigga og öðrum ástvin- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Heiðrún Janusardóttir og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Brynja Leósdóttir. Hreggviður vinur minn Jóns- son lést sumardaginn fyrsta á sjúkrahúsi í Flórída. Hann var á margan hátt mjög sérstakur maður, oft alvörugefinn, en einnig ögn hæðinn og jafnvel stríðinn, sem hann fór þó einkar vel með. Margt af því sem Hreggviður tók sér fyrir hendur var á sviði félagsmála, einkum íþrótta. Ég kynntist vel dugnaði hans og útsjónarsemi þegar við, nokkrir félagar, árið 1974 efndum til undirskrifta- söfnunar Varins lands og réð- um Hreggvið sem fram- kvæmdastjóra. Þessi undirskriftasöfnun var og er enn sú langstærsta sem farið hefur fram á Íslandi, þegar rúmlega 55.500 Íslendingar rit- uðu nöfn sín, heimilisfang og kennitölu undir áskorun til rík- isstjórnar og Alþingis um að halda áfram varnarsamstarfinu við Bandaríkin og NATO. Ekki Hreggviður Jónsson ✝ HreggviðurJónsson fædd- ist í Reykjavík 26. desember 1943. Hann lést á Mayo Clinic sjúkrahúsinu í Jacksonville í Bandaríkjunum 25. apríl 2013. Útför Hreggviðs fór fram frá Krists- kirkju, Landakoti, 13. maí 2013. er síður vert að halda til haga þætti Hreggviðar og félaga hans Magnúsar Sigur- jónssonar í sögunni um útfærslu land- helginnar. Að eigin frumkvæði hófu þeir að safna und- irskriftum 200 málsmetandi manna tengdum sjávarútvegi, undir áskorun á ríkisstjórn Íslands að taka þeg- ar upp 200 sjómílna landhelgi á meðan aðrir lítilþægari létu sér nægja 50 undirskriftir og 50 sjómílur. Eru margir sem þá Lilju vildu kveðið hafa. Enn mætti nefna afrek hans við að rétta af rekstur Skála- túnsheimilisins á sínum tíma. Þar tókst á undraverðum tíma að snúa vörn í sókn og var rekstur þess í blóma þegar Hreggviður haslaði sér nýjan starfsvettvang. Þar kom meðal annars seta hans á Alþingi við sögu og síðan rekstur heildsöl- unnar Satúrnusar sem flutti inn hannyrðavörur. Hreggviður var mikill úti- verumaður og unnandi ís- lenskrar náttúru. Á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum var aldrei spurt að veðri heldur gengið á Esju. Svo árrisulir voru menn að þeir komu í bæ- inn úr fjallgöngunni um svipað leyti og flestir Reykvíkingar voru að fá sér morgunkaffið. Hreggviður var hinn sanni íhaldsmaður, þótt hann fengi byltingarkenndar hugmyndir inni á milli, sem hann þá fram- kvæmdi. Íhaldssemin birtist t.d. vel á heimili hans þar sem smekklegir innanstokksmunir voru allir í eldri kantinum. Seinustu árin, eftir að Hreggviður veiktist, hittumst við venjulega einu sinni í viku. Þýski fótboltinn var hans aðal- áhugamál og þegar ég í ein- feldni minni spurði hann af hverju hann horfði ekki á enska boltann eins og flestir gerðu, horfði hann á mig og spurði: Hvað meinarðu, heldurðu að hann sé skemmtilegur? Og til- fellið var að hann var ekkert í líkingu við þýska boltann. Fyrir nokkrum árum fékk Hreggviður mikinn áhuga fyrir ættfræðigrúski. Hann kynnti sér líka vel skrif um uppruna Íslendinga og taldi þá af Her- úlum komna. Hann hafði áhuga á trúmálum. Hann las Kóran- inn í smáatriðum og til sam- anburðar fór hann vandlega yf- ir Gamla og Nýja testamentið og kynnti sér vel rætur krist- innar trúar og var mjög skemmtilegt að ræða við hann um þau mál. Ekki veit ég samt með vissu hvenær Hreggviður snerist endanlega tilkaþólskrar trúar en mér var ljóst fyrir fáum árum síðan að svo myndi vera. Bjarni Helgason. Kær vinur okkar systkina er fallinn frá. Hann var alla tíð fastur punktur í tilverunni þar sem hann var fastagestur á heimili okkar. Hann renndi hægt í hlað með stórri borg- arstjórabeygju og stuttu seinna var dyrabjöllunni hringt og boðið gott kvöldið. Það var hellt upp á kaffi og sest inn í stofu þar sem þjóðmálin voru rædd. Þar hófst pólitískt upp- eldi Benna sem lærði mjög ungur að árum að kommúnisti væri það versta sem hægt væri að segja um nokkurn mann. Hreggviður var mjög ræðinn og fróður um menn og málefni og gat verið mjög rökfastur. Hann var mikill íþróttamað- ur og náttúruunnandi; gekk mikið á fjöll, skokkaði, hjólaði og skíðaði. Hann átti til að mynda einu sinni forláta hjóla- skíði sem okkur systrunum fundust alveg rosalega flott. Hreggviður var mikill áhuga- maður um landið og náttúruna og það voru ófáar stundirnar sem við fjölskyldan áttum með honum á ferðalagi um landið. Þá var oft eitthvert okkar systkinanna sem fékk að sitja í bílnum hjá honum og þótti mik- ið sport. Hreggviður og pabbi voru stundum uppátækjasamir og var það sérstakt áhugamál hjá þeim að rjúka af stað ef einhver stórbruni eða eldgos áttu sér stað, skipti þá engu máli þó það væri um miðja nótt og þá fengum við systkinin stundum að fljóta með í æv- intýraleit. Minnisstætt er þegar hann kom heim frá vetrarólympíu- leikunum í Calgary ’88 og færði okkur systrum lukkudýr leik- anna sem hafa veitt okkur mikla gleði. Hann var líka sér- stakur vinur jólasveinanna sem að hans sögn bjuggu í Skála- felli, hann bauð okkur meira að segja einu sinni upp í Skálafell að heimsækja jólasveinana þar sem þeir bjuggu í bláum skíða- skála. Þeir voru reyndar ekki heima í það skiptið. Hreggviður var líka ávallt viðbúinn ef á þurfti að halda en eitt sinn vor- um við systkinin að koma í bæ- inn úr ferðalagi og það hvellsp- rakk á bílnum og gátum við með engu móti losað dekkið af. Þá var hringt í Hreggvið og hann mætti stuttu seinna og reddaði málunum. Þannig var það líka þegar kom að fyrstu íbúðarkaupum Siggu þá var Anna send að ná í réttskeiðina til að hægt væri að rétta af gólfið við flotun. „Það er skekkja í skeiðinni, en pabbi þinn veit hvar skekkjan er,“ sagði hann og afhenti skeiðina og spurði um framgang mála. Hreggviður var mjög trúað- ur og fastur liður var að hitta hann í messu á páskadags- morgun og drekka með honum súkkulaði á eftir. Það var dálít- ið skrítið að hitta hann ekki þessa páska. En við hugsuðum öll til hans og óskuðum að ferð- in til Mayo Clinic myndi skila góðum árangri en í dag kveðj- um við tryggan vin okkar og þökkum allar góðar stundir og ráð. Með þökk fyrir allt, Sigríður, Anna og Benedikt. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, LEIFUR HAMMER ÞORVALDSSON, lést í Noregi föstudaginn 10. maí. Útför verður auglýst síðar. Sigríður Karlsdóttir, Dóra Guðleifsdóttir, Guðmundur Rúnar Þorvaldsson, Gylfi Már Karlsson, Eva Guðbjörg Leifsdóttir, Erla Heiðrún Leifsdóttir, Leifur Rúnar Hammer Leifsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Brunnum 11, Patreksfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ föstudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Unni, Patreksfirði. Bjarni Valur Ólafsson, Anna Sigmarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Gróa Lárusdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, María Beatriz Fernandes, Sigurveig J. Ólafsdóttir, Árni Long, Páll Ólafsson, Nili Ben-Ezra, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri BRAGI GUÐJÓNSSON, Hólabergi 84, áður Skriðuseli 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 11. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. maí kl. 15.00. Guðrún Friðgeirsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Árni Benedikt Árnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI MAGNÚSSON fyrrv. útgerðarmaður og skipstjóri, Árstíg 7, Seyðisfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði miðvikudaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Trausta er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Þórdís Jóna Óskarsdóttir, Ósk Traustadóttir, Jóhann Viðar Jóhannsson, Magnús Traustason, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Guðmundur Gylfason, Hafrún Traustadóttir, Kristján Birgir Skaftason, Vignir Traustason, Aldís María Karlsdóttir, Guðrún María Traustadóttir, Eymundur Björnsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.