Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Þegar Þorsteinn sonur Önnu hringdi í mig og tilkynnti mér lát móður sinnar kom það mér á óvart því Anna var alla tíð mjög heilsuhraust. Anna og Þorgeir, maðurinn minn, voru systkinabörn en Anna leit alltaf á hann sem stóra bróður sinn. Hann hafði passað hana á Flateyri sem ungur drengur þegar hann dvaldi þar hjá ömmu sinni og afa, þeim Önnu Guðmundsdótt- ur og Kristjáni Bjarna, en þau bjuggu í sama húsi og foreldrar Önnu, þau Margrét og Krist- ján. Áður en ég kynntist Önnu hafði ég kynnst foreldrum hennar á Flateyri og eftir að þau fluttu suður styrktust þau ættarbönd. Anna giftist Vilhelm sem var frá Akureyri og bjó hún allan sinn búskap þar. Alla tíð var gott samband á milli okkar og hún heimsótti okkur Þorgeir þegar hún kom suður og tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum til Akureyrar. Hún var höfðingi heim að sækja og var sérstaklega gaman að fara með henni og skoða sumarbú- staðinn sem þau hjón byggðu og hún var svo stolt af. Þau frændsystkinin, Anna og Þor- geir, höfðu alltaf mikið um að spjalla og voru mjög náin. Anna var glæsileg kona, svo ungleg og falleg og alltaf svo lífsglöð og kát. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og fagur- keri og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Hún var mjög ætt- rækin og hélt góðu sambandi við sitt fólk, sérstaklega var hún í góðu sambandi við Arínu og Lovísu, mágkonur mínar, meðan þær lifðu og voru þær frænkur miklar vinkonur. Eftir fráfall Þorgeirs héldum við Anna áfram góðum tengslum og töluðum reglulega saman í síma og þurfti Anna að fá frétt- ir af sínu fólki hér fyrir sunnan. Ég heimsótti Önnu sl. sumar en þá var hún flutt í nýja, bjarta og fallega íbúð í Víði- lundi með fallegu útsýni. Anna var sérstaklega ánægð með að hafa útsýni upp í Hlíðarfjall þar sem þau hjónin höfðu ásamt börnum sínum stundað skíði til margra ára. Ég þakka Önnu samfylgdina, tryggð og góða vináttu. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Önnu og þeirra fjölskyldum Anna Kristjánsdóttir ✝ Anna Krist-jánsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. september 1925. Hún lést 29. apríl 2013. Útför Önnu fór fram frá Akureyr- arkirkju 10. maí 2013. okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég minnist Önnu með hlýju og þakk- læti. Þótt ævitíminn eyðist og ört verði þáttaskil, vér eigum margs að minnast og margs að hlakka til. Og sérhver með oss eldist, sem unnum vér hér á jörð og á vorn hug og hjarta, vora heill og þakkargjörð. (Þorgeir Ibsen) Ebba Lárusdóttir. Ein af sterku konunum í lífi mínu er látin. Ekki var hún stór né sterklega vaxin, en stór var hún í mínum huga og í öllu mínu lífi. Hún umvafði mig strax frá upphafi og alla tíð. „Gerða mín“ var það fyrsta sem hún sagði og það síðasta þegar hún kvaddi, hvort heldur var í síma eða faðm í faðm. Ein af skemmtilegu minningunum mínum frá Ránargötunni er þegar hún og amma gáfust upp á að gefa okkur krökkunum einn og einn mola úr Mack- intosh-dósinni (stórri) og létu hana bara beint á borðið fyrir framan okkur, að sjálfsögðu hættum við ekki fyrr en næst- um var búið úr dósinni og við orðin veik í maganum af átinu. Anna brosti sínu fallega kank- vísa brosi og hló þegar sagan var rifjuð upp nokkuð reglulega í gegnum tíðina. Minningarnar eru allar ljúfar og góðar og verða vel geymdar, um konuna sem stóð keik með sínum og gaf sig ekki. Ég veit að frændi minn með faðminn sinn stóra og hlýja tekur á móti henni og saman munu þau fylgjast með okkur þar til við hittumst á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín Þorgerður Tryggva- dóttir (Gerða litla). Minningarnar streyma fram, æskuárin á Eyrinni og allt fullt af fjörugum og yfirmáta kröft- ugum krökkum í Eyrarvegi, Norðurgötu og Ránargötu. Ég held að það hafi verið alveg ein- stök orka og gleði yfir þessu svæði, þegar grannt er skoðað og seinna metið. Í Ránargöt- unni bjuggu Anna Kristjáns- dóttir og Vilhelm Þorsteinsson skipstjóri ásamt börnum sínum, Þorsteini, Kristjáni, Margréti, Sigurlaugu og Valgerði. Tengdamóðir mín Árdís segir að í fyrsta skipti sem hún hitti Önnu hafi hún komið til dyra með eitt barnið sitt á handlegg, ósofin eftir nóttina eftir mikil veikindi barnsins en samt að bjóða Sínu frænku og henni í mat. Anna var svo einstök móð- ir sagði hún. Hún var alltaf að hugsa um aðra, alltaf boðin og búin og faðmur hennar opinn þegar mest á reyndi. Fyrir hennar tilstilli var lífið mörgum léttara. Þessu hef ég einnig kynnst. Við Anna vorum góðar vinkonur og fagurkerar. Rædd- um mikið hannyrðir, hönnun, Þýskaland og íslenska náttúru, fegurð sveita, hönnun á bollum og stellum, gulli og glingri. Það var kátt á hjalla hjá okkur og enginn tími til að snerta koní- aksmolana okkar sem þó voru alltaf með. Hún sýndi mér ávallt mikinn áhuga og laumaði að mér ýmsu sem ég sá oft löngu seinna að var hvatning til mín á einn eða annan hátt og hugsaði með mér, já Anna var ótrúlega nösk. Hún fór hægt en áorkaði miklu vegna þess að hún var svo mikil fyrirmynd. Með fram- komu sinni lagði hún línurnar, eins og sólin sem öllu stjórnar með því bara að vera til. Hún vann mikið starf, mest í hljóði og á sinn hátt og börnin hennar finna glöggt að hér er höggvið stórt skarð sem langan tíma tekur að sætta sig við og venja sig við. En þar biðjum við góð- an Guð að blessa minningu þessarar góðu konu sem var einstök og allir sakna. Börnum hennar og fjölskyld- um sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur og Guð styrki þau í sorginni. Kristín Steindórsdóttir. Elsku Anna amma, mikið rosalega á ég eftir að sakna þín mikið. Ég er ennþá að átta mig á því að þú sért farin. Það er allt svo skrítið. Það var skrítið að koma heim úr ferðalagi og fá ekki að hitta þig einsog venju- lega. Segja þér frá ferðinni minni, stöðunum sem ég heim- sótti og fólkinu sem ég hitti. Ég var búin að hlakka til að segja þér frá heimsókninni til Ingu Möggu. Öllum myndunum sem hún er með af þér og þínum á veggnum hjá sér og hvað ég gat séð hvað henni þótti vænt um þig. Það verður skrítið að upplifa sumarkvöld með grillmat og víni en enga Önnu ömmu. Það verður skrítið að upplifa jólin án þín. Hver á að vinna möndlugjöfina núna? Ég vona að þú veljir mig sem arftaka þess að fá möndluna hver ein- ustu jól. Amma, þú varst alltaf svo fín og sæt og ég er þakklát fyrir að þú fékkst að lifa löngu og góðu lífi. Ég er þakklát fyrir að seinasta stundin sem við áttum saman var skemmtilegur kaffi- tími heima hjá þér á bolludag- inn. Ég vildi óska að ég hefði fengið að hitta þig og faðma einu sinni enn. En þú fékkst að fara án þess að verða mikið veik og gömul og án þess að kveljast. Þú bara sofnaðir og það er ég þakklát fyrir. Þú ert á betri stað og færð loksins að hitta afa. Ég held að þið séuð saman á ferðalagi útí Nes. Ég elska þig amma. Gangi þér vel! Hvert sem för þinni er heitið, megi hamingjan ríkja í hverju landi. Megi konur, börn og karlar fagna þér. Megi fegurð trjáa og blóma umlykja þig. Megi gott og heiðvirt fólk verða á leið þinni. Megirðu finna hamingju og frið. (Helen Thomson) Katrín Kristjánsdóttir. Anna Kristjánsdóttir er fall- in frá. Anna kom ung til Akureyrar, þar sem hún bjó síðan alla tíð. Hún var Vestfirðingur, alin upp á Flateyri og þegar hún var 18 ára gömul fór hún í Húsmæðra- skólann að Laugalandi. Að námi loknu vann hún við hin ýmsu störf á Akureyri. Hún kynntist Vilhelm föður- bróður mínum og stofnuðu þau saman heimili. Villi og Anna eignuðust fimm börn og var oft mikið líf og fjör á því heimili. Lengst af bjuggu þau í Rán- argötu og var ég þar tíður gest- ur. Tvíburarnir Vilhelm og Baldvin, faðir minn, voru mjög samrýmdir og var mikill sam- gangur milli fjölskyldna þeirra. Ég á margar góðar minn- ingar frá bernsku minni á heimili þeirra Önnu og Villa, Anna oftast með svuntuna að gefa okkur krökkunum nýbak- að brauð, heitan mat, eða að setja plástur á skrámur og sár. Anna var stolt af uppruna sínum og sagði okkur krökk- unum oft frá því hvernig það var að alast upp fyrir vestan á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Óhætt er að segja að Anna og hennar kynslóð hafi upplifað tímana tvenna og verið þátttakendur í ótrúlegum þjóð- félagsbreytingum sem orðið hafa frá fyrri hluta síðustu ald- ar. Anna var þolinmóð, úrræða- góð og afar þrautseig. Þessa góðu vestfirsku eiginleika bar hún alla tíð og var ljóst að hún hafði mótast fyrir lífstíð af upp- eldi sínu. Þau Anna og Villi áttu afar fallegt heimili sem Anna lagði mikla vinnu í. Hún hafði alltaf nægt rými og nægan tíma fyrir börn sín og vini. Anna fylgdist mjög vel með okkur krökkun- um í leik okkar og starfi og var alltaf til staðar, hún var einn af þessum klettum sem svo gott var að vita af og leita til. Ég og bræður mínir, Þor- steinn Már og Finnbogi Alfreð, þökkum Önnu samfylgdina og teljum við okkur ríkari af að hafa átt hana að. Margrét Baldvinsdóttir. ✝ Ragna fæddistá Efra Vatns- horni í Vestur Húnavatnssýslu 31. janúar 1932. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. maí 2013. Foreldrar Rögnu voru Rósant Jóns- son, f. 4.4. 1904, d. 22.12. 1932, barna- kennari og bóndi á Efra Vatnshorni og kona hans, Þórunn María Jónsdóttir, f. 10.1. 1897, d. 17.6. 1992, húsmóðir. Bræður Rögnu; Jón Ingi, f. 20.4. 1928, d. 9.11. 1987, klæð- skerameistari í Reykjavík og Rós- ant Hjörleifsson, f. 21.8. 1933, fyrrverandi leigubifreiðastjóra, búsettur í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður Rögnu er Pálmi Ásgeir Theodórsson, f. 9.12. 1931, fyrrverandi versl- unarmaður. Þau gengu í hjóna- band 24.7. 1984. Fyrri maður Rögnu var Jóhannes Árnasson, f. 18.8. 1932, d. 18.7. 1971, vélstjóri. Sonur Rögnu og Jóhannesar er Sigurður Jóhannesson, f. 28.4. 1965, húsamálari, búsettur í Reykjavík, sonur hans er Rósant Máni. Pálmi á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi; Þorbjörgu, f. 1952, hún á þrjú börn, Guðrúnu Helgu sem á fjögur börn, Pálma sem á sex börn og Ásgeir. Mál- fríður, f. 1953, hún á einn son, Sig- urð sem á tvö börn. Björg, f. 1957, gift Jóhannesi Benediktsyni, þau eiga þrjú börn, Þor- varð, sem á þrjú börn, Kristján, sem á eitt barn og Höllu Helgu. Ragna ólst upp á Akranesi til sex ára aldurs en síðan í Reykjavík við Laugaveginn. Hún var í Austurbæj- arskólanum og í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu. Þá stundaði hún nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ragna starfaði lengi á skrifstofu hjá rafverktakafyr- irtækinu Segli og síðan hjá Félagi löggildra rafverktaka við Hóla- torg. Hún starfaði við Alþýðu- bankann á árunum 1974-84 og síð- an hjá sýslumanninum í Reykjavík á árunum 1984-2007. Ragna starf- aði með Mæðrastyrksnefnd á ár- unum 1991-2004. Hún var síðan ein af fimm stofnendum Fjöl- skylduhjálparinnar árið 2005 og hefur starfað þar sem sjálfboða- starfi síðan. Hún sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar og var ritari hennar um árabil og hefur setið í stjórn Fjölskylduhjálparinnar frá stofnun. Þá starfaði Ragna mikið fyrir sjálfstæðisfélagið Hvöt og var í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Útför Rögnu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 14. maí 2013, kl. 15. Í dag kveðjum við yndislega konu, Rögnu Þ. Rósantsdóttur. Ég átti því láni að fagna að kynnast Rögnu fyrir um 25 ár- um í starfi Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík. Þar kom strax í ljós hversu mikill mannvinur hún var, hafði ákaf- lega fallega framkomu og gerði ekki mannamun. Þá starfaði ég með Rögnu í átta ár hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þar sem Ragna starfaði af mik- illi alúð í þágu þeirra er minna mega sín. Ragna mátti ekkert aumt sjá og gerði allt sem í hennar valdi stóð til hjálpar fólki í neyð. Hún tók fátækt fólks mjög nærri sér. Við vorum fimm konur á ólíkum aldri sem stofnuðum Fjölskylduhjálp Ís- lands árið 2003 og var Ragna í þeim hópi. Síðan eru liðin tíu ár og mikið vatn runnið til sjávar. Starfsemi Fjölskylduhjálpar Ís- lands átti hug Rögnu og starf- aði hún í sjálfbðavinnu við að úthluta matvælum fyrstu árin en síðar sá hún alfarið um fata- markað samtakanna. Ragna fylgdist mjög vel með tísku og tískustraumum og var mun bet- ur að sér í þeim málum en við sem yngri erum. Ragna var allt- af smart í klæðaburði og ákaf- lega vel tilhöfð, svo eftir var tekið. Það sem einkenndi Rögnu var hversu létt hún var í spori komin á níræðisaldurinn og alltaf í góðu skapi. Ragna var lánsöm í einkalífi sínu. Pálmi, seinni eiginmaður Rögnu, reyndist henni góður eiginmaður og voru þau mjög samtaka í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau hjónin stunduðu golfíþróttina og ferð- uðust víða um heiminn saman og nutu lífsins eins og best verður á kosið. Pálmi kom fram við Rögnu sem prinsessa væri og ríkti mikil ást og hlýja á milli þeirra. Ragna var í stjórn Fjöl- skylduhjálpar Íslands alla tíð og verður erfitt að fylla hennar sæti þar. Ragna er heiðurs- félagi Fjölskylduhjálpar Ís- lands. Hún gaf yfir 20 ár af sínu lífi í sjálfboðastarf í þágu þeirra efnaminni í þjóðfélaginu. Elsku Ragna, þín verður sárt saknað en minninguna um þig og þínar fallegu hugsanir munum við varðveita í huga okkar og miðla til annarra. Elsku Pálmi, missir þinn er mikill og biðjum við góðan Guð að styrkja þig á þessari sorgarstundu. F.h. Fjölskylduhjálpar Ís- lands, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður. Elsku amma okkar. Núna ertu farin frá okkur, við eigum margar góðar minningar um þig. Þú varst alltaf svo glæsileg, sérstaklega í 80 ára afmælinu þínu í bláa fallega kjólnum. Þú hefur alltaf verið gjöful á sjálfa þig og hugsað vel um okkur. Alltaf mundir þú eftir öllum af- mælis- og öðrum tyllidögum í lífi okkar. Uppáhaldsstaðurinn okkar heima hjá ykkur afa var háa- loftið þar sem við fengum að fikta og skoða allt gamla dótið, að vera þar var líkast því að falla inn í ævintýraheima. Við systkinin erum mjög lán- söm og þakklát fyrir þær stund- ir sem við höfum átt saman. Að fylgjast með þér og afa var stundum líkara því að horfa á ástfangna unglinga heldur en hjón á níræðisaldri. Þið áttuð mjög vel saman þar sem þið eydduð öllum ykkar frístundum saman við áhugamál ykkar eins og golf, pólitík og ferðalög. Einnig varst þú afskaplega dugleg í ýmiss konar sjálfboða- vinnu eins og mæðrastyrks- nefnd og einnig varstu ein af stofnendum Fjölskylduhjálpar og varst að vinna þar fram að síðasta snúningi, við erum mjög stolt af því að eiga ömmu sem var svona góð fyrirmynd og alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd. Síðustu jólin verða okkur alltaf minnisstæð þar sem við fengum að eyða þeim með þér. Vantar nú í vinahóp Völt er lífsins glíma þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tíma (Höf. óþekktur) Þín verður sárt saknað. Bless amma og hvíl í friði. Þorvarður, Kristján, Halla Helga, makar og börn. Ragna Þórunn Rósantsdóttir Minningar okkar um íslenskt sumar eru nátengdar minning- um okkar um Sús-ömmu, eins og við kölluðum hana alltaf. Súsanna Kristjánsdóttir ✝ Súsanna Krist-jánsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 14. júlí 1924. Hún lést á vist- heimilinu Hrafnistu Hafnarfirði 30. apr- íl 2013. Súsanna var jarðsungin frá Fossvogskirkju 10. maí 2013. Hin árlega garð- veisla í kringum af- mælið hennar, heimboð á 17. júní, veiðiferðir í Brúará og Hlíðarvatn, lykt af rósum og amma að bogra yfir beð- unum þannig að ekki fyndist eitt einasta illgresi. Það var allt svo mikið líf og fjör á Kópavogsbrautinni. Við munum sjaldan eftir þögn í húsinu, frekar var jass í útvarpinu, amma að spila á píanóið eða fullt af fólki saman komið að rökræða og gleðjast saman. Matarboðin voru alveg ein- stök, amma ræktaði allt sitt grænmeti sjálf og var frábær kokkur og gestgjafi. Matar- borðið skreytt með blómum úr garðinum og amma að galdra fram flotta rétti sem enn lifa með okkur ættingjunum. Þegar við vorum litlar var fátt skemmtilegra en að fara í pössun til Sús-ömmu. Hún vann sem fóstra og stundum bað hún okkur um að hjálpa sér að undirbúa föndur sem hún ætlaði að nota í leikskól- anum. Við upplifðum okkur sem miklar aðstoðarkonur og nutum okkar vel, enda allt svo skipulagt og til reiðu hjá ömmu. Þegar við komumst á ung- lingsárin áttum við mörg góð samtöl. Hún sagði okkur frá sínum unglingsárum og alltaf með þessum rómantíska und- irtóni. Hún vildi líka fylgjast vel með því sem gerðist hjá okkur, auk þess sem það var í miklu uppáhaldi hjá henni að ræða um þjóðmál og pólitík. Kvenréttindabaráttan var henni sérstaklega hugleikin. Ekki fyrir svo löngu komum við í heimsókn til hennar og knúð- um dyra, en fengum ekkert svar. Við heyrðum þó hátt stillta tónlist að innan, og í gegnum gluggann sáum við ömmu sitja í sófanum og var hún að hlusta á „Áfram stelp- ur“ á fullum styrk, enda heyrn- in orðin léleg á þeim tíma. Með þakklæti í hjarta kveðj- um við þig Súsanna amma, hvíl í friði. Lind og Hrund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.