Morgunblaðið - 14.05.2013, Side 11

Morgunblaðið - 14.05.2013, Side 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Aukin þátttaka Ómar finnur mikinn mun á milli ára í fjallahjólakeppnum þar sem þátttakendum fjölgar stöðugt. ég og bróðir minn höfum hjólað mjög mikið og gerðum eitthvað af því í vet- ur að vera lengi úti að hjóla. Við tók- um meðal annars einn dag þar sem við hjóluðum samtals í um átta tíma. Í þessari keppni erum við að fara að skipta á milli okkar sex klukkutímum en það gerist örugglega einu sinni til tvisvar í viku hjá okkur að við hjólum í þrjá tíma samfleytt.“ Hjólar allt sem hann fer Óskar var byrjaður að hjóla stuttu eftir að hann fór að ganga og ólst því upp með reiðfáknum. Fyrir um sjö árum síðan byrjaði hann að keppa í fjallabruni og svo fyrir um tveimur árum fór hann að taka þátt í fjalla- og götuhjólakeppnum af al- vöru. „Þetta er gríðarlega vaxandi íþróttagrein. Það er ekki langt síðan ég byrjaði að mæta í einhverjar fjalla- hjólakeppnir og munurinn síðan þá á fjölda keppanda er mjög mikill og líka bara tíminn sem fólk er að setja í þetta. Sérstaklega síðastliðin tvö ár hefur orðið algjör sprenging.“ Þó að Óskar hafi byrjað á fjallahjólinu stundar hann götuhjólið jafnt við það í dag. „Það hefur verið lítil hefð fyrir götuhjólunum á Íslandi en það er mjög mikið að breytast núna. Árið í ár er fyrsta árið sem ég einbeiti mér kannski meira að götuhjólinu. Ég hjóla eiginlega allt sem ég fer nema ég þurfi nauðsynlega bílinn.“ Allar frekari upplýsingar og skráning í keppnina eru á heima- síðunni hjolamot.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Um síðustu helgi fór fram fyrsta Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyft- ingum og var nærri helmingur keppenda konur. Þótti mótið takast vel og er von um að áframhald á slíku móti verði á komandi árum en þriðjungur kepp- enda var að taka þátt í sínu fyrsta kraftlyftingamóti. Í opnum flokki sigruðu þau Arndís María Erlingsdóttir og Sigfús Fossdal. Fyrsta Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum Morgunblaðið/Rósa Braga Átök Stigameistari í öðlingaflokki, María Björk Óskarsdóttir, tekur á því. Sterkustu Íslendingarnir Sigurvegari Arndís María Erlingsdóttir lyftir 140 kg í réttstöðulyftu. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem e lska H önnuður:M arcelW anders C eram ica B ardelli hönnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.