Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Gjalddagi ríkisbréfaflokksins RIKB13 á föstudaginn er líklegur til að hafa talsverð áhrif á skulda- bréfamarkaðinn, enda um stærsta gjalddaga óverðtryggðra ríkisbréfa frá upphafi að ræða, en þá þarf rík- issjóður að greiða út 74,1 milljarð króna, samkvæmt því sem fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær. Skuldabréfa- flokkurinn er óverðtryggður, gefinn út árið 2002. Í Morgunkorni kemur fram að útboð á 2ja ára ríkisbréfum á morg- un muni væntanlega aðeins binda lítinn hluta þess fjár sem þá losnar. „Spurn erlendra aðila eftir ríkis- bréfum gæti því orðið töluverð í kjölfarið, sem ætti að hafa áhrif til lækkunar á kröfu þeirra fram undir mitt ár. Þá eru líkur á að gjaldeyr- iskaup erlendra aðila verði umtals- verð eftir gjalddagann, og gæti það raunar skýrt veikingu krónu síð- ustu daga að stórum hluta.Næst- komandi föstudag er eini gjalddagi ársins á ríkisbréfum, en þá fellur á gjalddaga ríkisbréfaflokkurinn RIKB13 sem fyrst var gefinn út ár- ið 2002,“ segir orðrétt í Morgun- korni. Þar segir jafnframt að alls hafi markaðshæf óverðtryggð rík- isbréf numið 467,5 milljörðum í átta skuldabréfaflokkum um síðustu mánaðamót. Í Morgunkorni kemur einnig fram að erlendir aðilar eigi bróð- urpart RIKB13-flokksins, eða um 75% af heildarstærð flokksins að verðbréfalánum meðtöldum. Miklar vaxtatekjur komi því í þeirra hlut, enda séu nafnvextir flokksins 7,25%. Greining áætlar að erlendir aðilar fái u.þ.b. 5,5 ma.kr. í vaxta- greiðslur á föstudag, en samkvæmt núverandi gjaldeyrisreglum er þeim heimilt að kaupa gjaldeyri fyrir vaxtatekjur. Risagjalddagi 17. maí  Ríkissjóður þarf að greiða 74,1 milljarð króna á föstudag  Stærsti gjalddagi óverðtryggðra ríkisbréfa frá upphafi Morgunblaðið/Golli Risagjalddagi Ríkissjóður þarf að greiða á einu bretti 74,1 milljarð. Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í gær eftir að OPEC (Sam- tök olíuframleiðsluríkja) birti nýja skýrslu sem sýnir að framleiðsla á hráolíu sé að aukast á sama tíma og eftirspurn helst óbreytt. Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júní í gær um 78 sent og var við lokun markaða 95,26 Bandaríkjadalir tunnan. Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 71 sent og var 103,20 dalir tunnan við lokun mark- aða í gær. Heimsmark- aðsverð á olíu lækkar ● Bóksalar spá því að metsölubókin í ár verði Inferno, eftir bandaríska metsöluhöfundinn Dan Brown, sem er m.a. höfundur metsölubókarinnar Da Vinci lykilsins (The Da Vinci Code). Inferno kemur út í dag, en trónir nú þegar á toppi sölulistans hjá Amazon. Breska dagblaðið The Guardian greindi frá því í gær að hvarvetna væri bókarinnar beðið með eftirvæntingu og að bóksalar spáðu því að hún yrði í fyrsta sæti út sumarið og jafnvel út ár- ið. Inferno spáð góðu gengi Dan Brown Útboð á ríkisvíxlum í flokkum RIKV 13 0815 og RIKV 13 1115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gær, sam- kvæmt frétt frá Lánamálum. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Vaxtapró- senta er reiknuð út miðað við flata vexti. Helstu niðurstöður útboðsins eru þessar: Alls bárust 9 gild tilboð í RIKV 13 0815 að fjárhæð 7.092 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 6.692 m.kr. að nafnverði á verðinu 99,252 (flatir vextir 2,95%). Alls bárust 8 gild tilboð í RIKV 13 1115 að fjárhæð 1.500 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 700 m.kr. að nafnverði á verðinu 98,416 (flatir vextir 3,15%). Ríkisvíxlar fyrir 7,4 milljarða króna Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Ávöxtunarkrafa hefur farið heldur lækkandi. Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.-+ +/0.01 ++/.21 ,-./32 ,-.22, +/.+/0 +,1.02 +.+/+ +43.43 +11.42 +,-.5 +/0.3 ++3 ,-.314 ,-.4,5 +/.,54 +,1./+ +.+/01 +/-.55 +12., ,+,./005 +,-.13 +/1.51 ++3.51 ,+.-+/ ,-.4/0 +/.,3 +,2.+2 +.+// +/-./4 +12.20 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Seðlabankinn hefur verulegar áhyggjur af hækkun á hluta- bréfamarkaðn- um, segir Sigríð- ur Benedikts- dóttir, yfirmaður fjármálastöðug- leikasviðs. Þá má rekja meira en 34% hækkun á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. til fárra fjárfestingakosta bak við gjaldeyrishöftin. Þetta segir Sigurð- ur Viðarsson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar, í samtali við Blo- omberg fréttaveituna. Meðaltalshækkun þeirra sex fé- laga sem sett hafa verið á markað frá hruni er 44 prósent frá útboðsgengi. Sigríður segir í samtali við Bloom- berg að höftin hamli 8 milljörðum Bandaríkjadollara af aflandskrónum frá því að verða breytt í annan gjald- miðil og það hafi leitt til eignabólu sem valdi bankanum áhyggjum. Hátt hluta- bréfaverð áhyggjuefni Sigríður Benediktsdóttir Fimmtudaginn 16. maí kl. 17:00 – 18:30 Kynningin verður haldin í Víkinni, sjóminjasafninu við Grandagarð 8. Veittur verður frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum til 30. maí 2013. Athugasemdir/ábendingar skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is og verður þeim ekki svarað skriflega heldur eru þær innlegg í áframhaldandi vinnu. Fundurinn er öllum opinn og er vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hagsmunaaðilakynning* vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Vesturbugtar við Gömlu höfnina, breyttu deiliskipulagi Nýlendureits ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mýrargötu. www.skipbygg.is *skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Vesturbugt Nýlendureitur ● Eric Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans. Eric hefur starfað við fjarskipti og upp- lýsingatækni undanfarin 20 ár, í Frakk- landi, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Hann starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2004, samkvæmt fréttatilkynningu frá Símanum. Ný framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.