Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Lækkar flugið Ljóst er að mikill sjónarsviptir verður að því þegar stærstu trén í Öskjuhlíð verða lækkuð en það er brýnt til að koma í veg fyrir að þau valdi hættu fyrir flugumferð. RAX Nú skrifaði Össur Skarphéð- insson grein í Moggann þann 10. maí sl. undir heitinu „Sigmundur Davíð og 300 milljarðarnir“, og virtist í öðru orðinu orðinn fram- sóknarmaður rétt eins og hálf þjóðin. Mærði Sigmund Davíð og tíundaði loforð flokksins en lét svona í veðrinu vaka að ekki stæði til að standa við þau. Nefndi nafn mitt til staðfestingar loforðanna svona eins og prestar gera í messu þegar þeir segja amen á eftir efninu. Púkinn á fjósbitanum er aftur kominn með sinn þræl í vinnu eða starfsþjálfun. Össur er semsé vaknaður upp við vondan draum, ölið er af könnunni og hann verður kvaddur í nýja en gamla herþjónustu. Við upp- haf fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar var bloggpenninn tekin af þessum mikla meistara og hann skyldi aðeins sinna því fyrir Samfylk- inguna að koma Íslandi í ESB. Þetta hlutverk rækti hann all vel. Þó var honum tekið að leið- ast þófið því ESB vildi engar undanþágur gefa og hlemmurinn var hafður á sjávarútvegs- og landbúnaðarpakkanum, sem staðfestir stöðu málsins. Þetta eru aðlögunarviðræður við ykk- ur og ekkert annað er haft eftir Stefáni Fule. En megum við ekki láta eins og við séum að semja er sagt að okkar maður hafi þá sagt. Allt í lagi sögðu þeir því Össur er skemmtilegur í veislum og hvers manns hugljúfi við slík tæki- færi, hann kann að mæra og blessa allt og alla. Svo tóku þau nú Kínabeygju í restina. Hann og Jóhanna Sigurðardóttir gerðu tvíhliðasamning milli þjóðanna sem segir allt um hversu alvaran er mikil í samningunum við ESB. En eitt skulum við hafa hugfast, Össur Skarphéðinsson, að marg- ir leikir og lærðir innlendir og er- lendir fræðimenn vitnuðu í kosn- ingabaráttunni með Framsóknarflokknum um að þeir teldu hægt að sækja hluta af stórgróða vogunarsjóðanna enda væri Ísland frjálst og fullvalda ríki, sem þið virtust ekki vita t.d. í Icesave-málinu. Vogunarsjóð- irnir eiga banka sem þeim voru seldir á slikk og hlutu ótrúlegan skyndigróða í þeim bréfum sem þeir keyptu á dánprís. Hversvegna skyldi heimilunum ekki hjálpað núna, þau voru svikin af Skjaldborg- arstjórninni á síðasta kjörtímabili? Ég treysti bæði framsóknarmönnum og sjálfstæðis- mönnum til að efna sín kosningafyrirheit og lof- orð. Það munu þeir gera og vonandi meira til verði ríkisstjórn þessara flokka að veruleika. Ekkert annað afl er til staðar eftir fall flokksins þíns í kosningunum, kæri Össur. Nú verðið þið bara að sleikja sárin eins og sá bröndótti. Á bak við kosningasigra er fólk, munum það að eilífu, allir. Eftir Guðna Ágústsson »Hversvegna skyldi heimilunum ekki hjálpað núna, þau voru svikin af Skjaldborgarstjórninni á síðasta kjörtímabili? Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra. Bloggarinn Össur Skarphéðinsson kominn í starfsþjálfun Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, skrifar grein í Morg- unblaðið 7. maí þar sem hann hvetur hægrimenn til að hætta svokallaðri stóriðjustefnu. Hér er ekki ætlunin að svara fyrir hönd annarra hægrimanna. Hins vegar er rétt að benda á ákveðin atriði varðandi raf- orkuverð og svokallaða stór- iðjustefnu. Ábyrgðargjald til eigenda Davíð segir hið opinbera sjá stóriðjunni fyr- ir ódýrri orku sem hann rekur til opinberra ábyrgða á lánsfjármögnun orkufyrirtækja. Þær skili lágum fjármagnskostnaði sem aftur skili sér svo í lægra orkuverði til stóriðjunnar. Nú er það hins vegar svo að samkvæmt lögum nr. 144/2010 og lögum nr. 21/2011 greiða Orku- veita Reykjavíkur og Landsvirkjun ábyrgð- argjald af þeim lánaskuldbindingum sem ábyrgð eigenda er á, gjald sem svarar að fullu til þeirrar ívilnunar sem fyrirtækin eru talin (af óháðum aðilum) njóta á grunni ábyrgða eigenda. Þriðja fyrirtækið sem selur raforku til stóriðju, HS Orka hf., er í eigu einkaaðila og nýtur engra opinberra ábyrgða á sínum lána- samningum. Ekki þarf því að óttast að orku- fyrirtæki séu að bjóða lágt orkuverð á þessum grundvelli. Tækifæri með sæstreng Hins vegar er það rétt að stóriðjufyrirtæki hafa (líkt og allir aðrir) getað nálgast sam- keppnishæf verð fyrir raforku hér á landi, enda landið lítill og einangraður raforkumark- aður. Sú staða gæti reyndar breyst með lagningu sæstrengs til Evrópu sem nú er til ítarlegrar skoðunar. Með tilkomu slíkrar tengingar væri hægt að afla mun hærri orkuverða en núverandi markaðsaðstæður bjóða upp á. Þannig vekur athygli að Norð- menn telja sín tækifæri af sölu endurnýjanlegrar orku jafn verð- mæt og af sölu á olíu. Hérlendis er orkugetan í endurnýjanlegri orku þreföld á hvern íbúa miðað við Noreg og því ljóst að Íslendingar búa að gríðarlegum tækifærum á þessu sviði. Íslensk orkufyrirtæki halda ekki uppi því sem oft er nefnt stóriðjustefna. Það er ekkert markmið orkufyrirtækja að hér sé ráðist í til- teknar tegundir fjárfestinga í atvinnulífinu. Framleiðendur raforku vilja einfaldlega há- marka arðsemi og verðmætasköpun af sölu endurnýjanlegrar orku, að sjálfsögðu að upp- fylltum öllum skilyrðum um umhverfiskröfur og leyfisveitingar. Fjölmargir aðrir hafa hins vegar kallað eftir aukinni fjárfestingu í ís- lensku atvinnulífi, en hún mun vera í lágmarki þessi árin. Samningar um kaup á miklu magni af raforku eru oft nauðsynleg forsenda slíkra fjárfestinga, en hagsmunir orkuframleiðenda snúast í þessu samhengi einfaldlega um arð- semi umræddra orkusölusamninga. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Íslensk orkufyrirtæki halda ekki uppi því sem oft er nefnt stóriðjustefna Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Af raforku og „stóriðjustefnu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.