Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ef marka má skoðanakannanir myndu breskir kjósendur styðja úr- sögn úr Evrópusambandinu í dag. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður hins vegar ekki haldin á morgun. Reynsl- an af þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópu er sú að málstaður óbreytts ástands vinnur alltaf á þegar kosn- ingabaráttan er hafin. Andstæð- ingar ESB þurfa því að fara með mikið forskot inn í kosningabarátt- una til að vera vissir um sigur,“ seg- ir Daniel Hannan, Evrópuþingmað- ur fyrir breska Íhaldsflokkinn, um stöðu þessa deilumáls í Bretlandi. „Ef tillögur José Manuels Bar- roso [forseta framkvæmdastjórnar ESB] um aukinn samruna Evrópu- sambandsríkjanna ná fram að ganga munu kjósendur hins vegar segja að óbreytt ástand komi ekki til greina. Þá yrði ekki spurt hvort við förum úr ESB eða höldum sambandinu við það óbreyttu, heldur hvort við för- um úr ESB eða höldum áfram á þessari vegferð til lands sem heitir Evrópa. Framganga ESB kann því að grafa undan málstað óbreytts ástands,“ segir Hannan og á við þann kost að Bretar verði áfram innan ESB. Sem kunnugt er boðar David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands og leiðtogi Íhaldsflokksins, þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2015, eða síðar á næsta kjörtímabili, um fyrirkomulag sambandsins við ESB. Skapar það vígstöðu til að knýja fram breytingar á sambandi Breta við Evrópusambandið, að því gefnu að Cameron verði við völd. Hannan ítrekar að enginn geti spáð fyrir um úrslitin en bendir á að 84% þátttakenda í könnun á vefsíðu Íhaldsflokksins hafi lýst yfir stuðn- ingi við úrsögn úr ESB. Þá hafi 72% yfirlýstra stuðningsmanna Íhalds- flokksins lýst yfir sömu afstöðu sem birt var í dagblaðinu Guardian. Sú afstaða nái því langt út fyrir raðir þeirra sem séu virkir í grasrótinni. Talar fyrir meirihlutann Sjálfstæðisflokkur Bretlands, UKIP, vann stórsigur í sveitar- stjórnarkosningum í byrjun maí. Úrslitin ollu pólitískum jarðskjálfta, enda fór UKIP nærri því að ná jafn- stöðu við Íhaldsflokkinn. Er úrsögn úr ESB lykilstefnumál flokksins. Spurður um ástæður velgengni UKIP að undanförnu svarar Hann- an því til að leiðtogi flokksins, Nigel Farage, hafi uppskorið svo ríkulega vegna þess að hann tali fyrir hönd meirihluta breskra kjósenda í Evrópumálum. Sjálfstæðisflokkur Bretlands hafi nýtt sér eyðu sem sé tilkomin vegna þeirra takmarkana sem stjórnarsamstarfið við Frjáls- lynda demókrata setji Íhalds- flokknum. Stuðningsmenn Íhalds- flokksins taki undir þær áherslur Farage og félaga að lækka skuli skatta, að færa skuli sveitarfélög- unum aukin völd og ganga úr ESB. „Sá er munurinn að sá sem stend- ur utan ríkisstjórnar þarf ekki að gera neinar málamiðlanir. Í stefnu- skrá UKIP segir að tvöfalda beri framlög til hersins sem og fjölda fangarýma, að lækka skuli skatta á alla og ná jafnvægi í fjárlögum rík- isins. Allir virkir félagar í Íhalds- flokknum myndu samþykkja þetta fernt en af því að við erum í sam- bandsstjórn getum við ekki náð þessu öllu í gegn í einu. David Cameron hefur sagt að hann vilji annan samning við Evr- ópusambandið og að hann muni setja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef breskir kjósendur kæra sig ekki um samninginn muni Bretar fara úr ESB. Við vitum ekki hvort Cameron verður endurkjörinn og hvort hann verði því í stöðu til að efna loforðið,“ segir Hannan og heldur áfram. Fjarri hinum almenna borgara „Ef Cameron verður það held ég að það skapi áhugaverðan valkost með því að sýna hversu miklar til- slakanir slíkur samningur þyrfti að fela í sér til að breskir kjósendur yrðu ánægðir. Hingað til hafa dipló- matar og stjórnmálamenn ákveðið fyrir Breta hvort við eigum að vera í ESB. Grundvallarafstaða þeirra er óravegu frá afstöðu hins almenna borgara. Eigi þjóðin að samþykkja annars konar samning um samband Bretlands við Evrópusambandið þarf hann að fela í sér mun minni tengsl við ESB, tengsl sem byggðu á viðskiptum fremur en stjórnmála- legum samruna,“ segir Hannan. Meirihluti íhalds- manna vill úr ESB  Þingmaður segir Breta myndu kjósa úrsögn úr ESB í dag Morgunblaðið/Rósa Braga Íslandsvinur Hannan sagðist vera hér í heimsókn í 6. eða 7. skiptið. Hannan segir aðspurður að meirihluti þingmanna á Evr- ópuþinginu séu fylgjandi frekari samruna ríkjanna. „Þetta er mjög vinsæl afstaða á Evrópuþinginu. Þau okkar sem eru því andvíg eru mikill minnihluti á þinginu. Það var sláandi að hlýða á ummæli Josés Manuels Barrosos [forseta framkvæmdastjórnar ESB] á þriðju- daginn var en þar talaði hann skýrt um að aðgerðir til samræmingar í efnahags- og gjaldmiðlamálum væru ekki aðeins fyrir evrusvæðið heldur öll ESB-ríkin 27 Það er því ekki vörn [gegn þessari samræmingu] að hafa staðið utan við ESB. Við vitum hvað fram- kvæmdastjórnin ætlar sér. Það er ekki leyndarmál. Hún hefur ákveðið að til að leysa evrukreppuna þurfi að hafa sameiginlega efnahagsstefnu. Það þýðir sameiginlega útgáfu skuldabréfa, samræmda skattastefnu og það sem kallað er eitt evrópskt fjármálaráðuneyti. Það er erfitt að sjá hvernig lönd eins og Bretland, Svíþjóð eða Danmörk kæmust hjá því að dragast inn í stóran hluta þessarar umgjarðar,“ segir Hannan en ríkin þrjú standa utan evrunnar. Hannan telur þessa samræmingu hluta af þeirri áratuga gömlu áætlun stofnfeðra Evrópusam- bandsins að stíga hægt og bítandi skref í átt til myndunar stórríkis. „Hefði ferlið einhvern tímann verið lýðræðislegt værum við ekki þar sem við erum núna. Sé upphafið skoðað og hvað Robert Schuman og Jean Mon- net og aðrir stofnfeður ESB sögðu kemur í ljós að þeir skildu að svo metnaðarfullt verkefni, að samræma öll fornu konungs- ríkin og þjóðríkin í Evrópu í eitt ríki, myndi aldrei takast ef bera þyrfti sérhvera tilfærslu á valdi frá höfuðborgum þjóðríkjanna til Brussel undir kjósendur til staðfest- ingar. Það var því með ráðnum hug sem völdin voru færð til ókjörinna fulltrúa í framkvæmdastjórninni sem þurftu ekki að hafa áhyggjur af almenningsálitinu,“ segir Hannan. Þrýst á sameiginlega efnahagsstjórn AFSTAÐA FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB TIL EVRUKREPPUNNAR José Manuel Barroso

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.