Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Jón Jónatansson jarðyrkjumað-ur fæddist að Litlu-Þúfu íMiklaholtshreppi á Snæfells- nesi 14.5. 1874, Hann var sonur Jón- atans Þorleifssonar, vinnumanns að Litlu-Þúfu, og k.h., Önnu Filippíu Jónsdóttur húsfreyju. Kona Jóns var Kristjana Bene- diktsdóttir, rjómabústýra og hús- freyja, en foreldrar hennar voru Benedikt Bjarnason og k.h., Borg- hildur Ingibjörg Sigurðardóttir. Jón og Kristjana eignuðust níu börn, Önnu, f. 1906; Bjarna, f. 1907; Sólveigu, f. 1909; Benedikt, f. (1910; Borghildi, f. 1912; Huldu, f. 1914; Kristján Ragnar, f. 1915; Huldu, f. 1917, og Sverri, f. 1920. Jón lauk búfræðiprófi frá Ólafs- dalsskóla, búnaðarskóla Torfa Bjarnasonar 1896, stundaði bú- fræðinám á Jaðri í Noregi 1899-1901 og dvaldi síðan um skeið í Danmörku við nám í landmælingum og landa- skiptum. Jón vann við jarðyrkju á Vest- fjörðum og á Suðurlandi og stundaði mælingar á landi Reykjavíkur á ár- unum 1896-99. Hann dró síðan upp kort af Reykjavíkurkaupstað sam- kvæmt mælinunum. Jón fór til Svíþjóðar 1908 til þess að fá sláttuvélar lagaðar eftir ís- lensku landi. Hann var bústjóri í Brautarholti á Kjalarnesi 1901-1908 hjá Sturlu Jónssyni kaupmanni, var bóndi á Ásgautsstöðum í Flóa á ár- unum 1909-18, var jafnframt ráðu- nautur Búnaðarsambands Suður- lands og kenndi bændum plægingar og notkun sláttuvéla. Jón var síðan verkstjóri hjá Landsverslun í Reykjavík frá 1918 og til æviloka. Hann var í hópi þeirra fjölmörgu búfræðinga sem höfðu þá hugsjón að bæta almenna búskap- arhætti hér á landi um og upp úr aldamótunum. Hann var alþm. fyrir Árnessýslu 1911-13, sat á Bún- aðarþingi, sat í stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands, var ritari Verk- stjórafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Alþýðusambands Íslands. Þá var hann ritstjóri Suðurlands um skeið. Jón lést 25.8. 1925. Merkir Íslendingar Jón Jónatansson 95 ára Karl Sigurðsson 85 ára Ásta M. Einarsdóttir María K. Helgadóttir 80 ára Alvar Óskarsson Erla Jónsdóttir Guðmundur Steinarr Gunnarsson Haukur Haraldsson Stefán J. Kristinsson Theódór Snorri Ólafsson 75 ára Björgvin Daníelsson Brynjar Þór Halldórsson Helga Tómasdóttir Hulda Jónasdóttir Jóhann Borg Jónsson Stefán Björn Ólafsson 70 ára Berglind Bragadóttir Birgir Bjarndal Jónsson Helgi Hörður Jónsson Matthildur Guðmundsdóttir Robert Eugene Benitez Svana Þorgeirsdóttir Valgarður Sigurðsson 60 ára Auðbjörg Steinbach Ingólfur Örn Guðmundsson Jóhannes Sigfússon Jóhann Þórir Gunnarsson Lech Wesolowski Margrét Þorvarðardóttir Skúli Jóhann Björnsson 50 ára Bára Margrét Baldvinsdóttir Einar Þór Óttarsson Elínborg Árnadóttir Guðrún Agnes Einarsdóttir Hanna Björk Ragnarsdóttir Hreiðar Örn Gestsson Hugrún Alda Kristmundsdóttir Rósa Kristín Þorvaldsdóttir Sigþór Þórarinsson 40 ára Ásgeir Friðriksson Birna Gunnarsdóttir Guðrún Ragna Einarsdóttir Heiðrún Björnsdóttir Herdís Halldórsdóttir Ingibjörg Jensdóttir Ingvi Jónasson Jón Heiðar Hauksson Kristján Karl Kolbeinsson Sigurður Svavar Erlingsson Vilborg Hreinsdóttir Zofia Cymkowska 30 ára Ásgerður Kr Sigurðardóttir Birna Ýr Skúladóttir Einar Gíslason Elvar Berg Kristjánsson Guðbjörn Már Kristinsson Lárus Þórhallsson Lilja Ösp Daníelsdóttir María Hrund Stefánsdóttir María Kristbjörg Lúðvíksdóttir Steinunn Vigdís Steindórsdóttir Vala Sigríður Guðmundsd. Yates Til hamingju með daginn 30 ára Tryggvi ólst upp í Danmörku, á Suðurlandi og í Reykjavík frá því um fermingaraldur og er nú kerfisfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Kærasta: Sigrún Erla Karlsdóttir, f. 1987, sem var að ljúka myndlistanámi. Foreldrar: Ásta Krist- bergsdóttir, f. 1954, arki- tekt, og Níels Ólafsson, f. 1953, d. 2009, verkfræð- ingur. Tryggvi Níelsson 40 ára Stefán ólst upp í Hveragerði, er húsa- smíðameistari og er að ljúka námi í bygginga- tæknifræði við HR. Maki: Tinna Rut Torfa- dóttir, f. 1981, kennari og nemi í sálfræði við HA. Börn: Írena Rut, f. 1999; Lúkas Aron, f. 2006, og Baltasar Smári, f. 2009. Foreldrar: Valgarð Stef- ánsson, f. 1951, húsasm., og Kristín Gísladóttir, f. 1950, viðskiptafr.. Stefán Short 30 ára Haraldur ólst upp í Kópavogi, lauk prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar við fjárstýringu í MP banka. Maki: Ingibjörg Anna Sig- urðardóttir, f. 1983, kenn- ari og starfar við bókhald hjá Uppgjöri. Foreldrar: Pétur Arn- arsson, f. 1956, flugstjóri, og Magnea Lilja Haralds- dóttir, f. 1958, starfs- maður við bókhald hjá ÁTVR. Haraldur F. Pétursson 1980-2000; „The Icelandic Multilevel Coalition System“; Miðstöð stjórn- kerfisins, sjö ritgerðir; Global Pro- spects: Human Needs and the Earth’s Resources, 1981. Þá var hann ritstjóri ritraðarinnar Íslensk þjóð- félagsfræði. Einnig hefur birst eftir hann fjöldi ritgerða í erlendum tíma- ritum og safnritum um stjórnmála- fræði, íslenska stjórnkerfið og af- vopnunarmál. Ólafur Ragnar hefur tekið á móti ýmsum erlendum viðurkenningum, s.s. The Operation Dismantle Peace Award, 1984; The Josephine Pomer- ance Award, 1986; The Indira Gandhi Peace Award 1987 og tók á móti The Better World Society Disarmament Award, 1986, f.h. Parliamentarians for Global Action; The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007; og Jawaharlal Nehru Award for International Understanding frá forseta Indlands 2007. Þá er Ólafur Ragnar heiðursfélagi Rússneska landfræðifélagsins frá 2010. Hann var kjörinn heiðursdoktor frá háskól- anum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, og Ríkisháskóla Ohio 2009. Fjölskylda Ólafur Ragnar kvæntist 1974 Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998, forsetafrú, fram- kvæmdastjóra og fyrrum bæjarfull- trúa á Seltjarnarnesi. Foreldrar Guð- rúnar Katrínar voru Þorbergur Friðriksson, f. 10.12. 1899, d. 2.12. 1941, skipstjóri og hafnsögumaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Sím- onardóttir Bech, f. 11.6. 1904, d. 2.5.1991, húsfreyja. Tvíburadætur Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar eru Guðrún Tinna, f. 30.8. 1975, viðskiptafræð- ingur og Svanhildur Dalla, f. 30.8. 1975, stjórnmálafræðingur og lög- fræðingur. Dætur Guðrúnar Katrínar og stjúpdætur Ólafs Ragnars eru Erla Þórarinsdóttir, f. 22.9. 1955, mynd- listarmaður og Þóra Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1960, kennari. Síðari eiginkona Ólafs Ragnars er Dorrit Moussaieff, f. 12.1. 1950, skartgripahönnuður. Hún er dóttir Shlomo Moussaieff frá Jerúsalem og Alísu, f. Sommernitz, frá Vínarborg. Foreldrar Ólafs Ragnars voru Grímur Kristgeirsson, f. 29.9. 1897, d. 19.4. 1971, hárskeri og bæjarfulltrúi, og k.h., Svanhildur Ólafsdóttir Hjart- ar, f. 20.11. 1914, d. 4.5. 1966, hús- freyja. Úr frændgarði Ólafs Ragnars Grímssonar Ólafur Ragnar Grímsson Steinunn Guðlaugsdóttir húsfr. á Gerðhömrum Ólafur Ragnar Hjartar járnsmiður á Þingeyri Sigríður Kristín Egilsdóttir húsfr. á Þingeyri Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar húsfr. á Ísafirði Sigríður Bergsdóttir húsfr. á Bakka Egill Jónsson b. á Bakka í Dýrafirði Sesselja Halldóra Guðmundsdóttir húsfr. í Hlíðarhúsum Ólafur Guðlaugsson skipstj. í Hlíðarhúsum í Rvík Guðný Ólafsdóttir húsfr. í Gilstreymi Grímur Kristgeirsson hárskeri og bæjarfulltr. á Ísafirði Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Heiðarbæ Þórður Ólafsson pr. á Söndum Vilborg B. Þórðard. húsfr. í Rvík Sverrir Valdimarss. prentari í Rvík Þórður Sverriss. forstjóri Nýherja Sesselja Þórðard. húsfr. í Rvík Gunnar Óskarsson skrifstofum. í Rvík Gunnar Örn Gunnarss. listmálari Hjörtur Hjartar forstöðum. skipadeildar SÍS Sigríður K. Hjartar fyrrv. form. Garð- yrkjufélags Íslands Friðrik Hjartar skólastjóri á Akranesi Sigríður Hjartar húsfr. á Akranesi Friðrik Guðni Þórleifsson skáld og kennari Hjörtur Bjarnason b. á Gerðhömrum Ragnhildur Bjarnadóttir húsfr. í Bolungarvík María Bjargey Einarsdóttir húsfr. á Kirkjubóli Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Alþingis Kristjana Einarsd. húsfr. á Patreksfirði Ágúst H. Péturss. skrifstofum. á Patreksfirði Helgi Ágústsson sendiherra Ólína Bjarnad. húsfr. á Þingeyri Ágúst Jónsson, sjóm. á Þingeyri Ágústa Ágústsdóttir söngkona á Selfossi Þorvaldur Egilsson fiskmatsmaður í Rvík Sigurður Þorvaldss. lýtalæknir Kristgeir Jónsson b. í Gilstreymi í Lundareykjardal Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur Jón Grímsson b. í Heiðarbæ í Þingvallasveit, af Nesjavallaætt Eiríkur Grímsson b. á Gjábakka Ásmundur Eiríkss. b. á Apavatni efra Kristjón Ásmundss. b. í Útey Kristjón Kristjónss. frkvstj. í Rvík Bragi Kristjónss. bóksali Jóhanna Kristjónsd. rithöfundur Illugi Jökulss. Hrafn Jökulss. Elísabet Jökulsd. Guðjónsína Andrésd. húsfr. í Hafnarfirði Andrés Guðjónss. skólameistari Vélskóla Íslands Jón Andrésson vélstj. í Hafnarf. Inga Halldóra Jónsdóttir, húsfr. í Hafnarfirði Magnús Jón Árnason bæjarstjóri í Hafnarf. Helga Grímsd. húsfr. í Hafnarfirði Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.