Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ákoma á þrjá stærstu jökla landsins í vetur var yfirleitt minni en í meðalári, með þeirri undantekningu að meiri snjór féll á austanverðan Vatnajökul en að meðaltali. Mælingaleiðöngrum á stærstu jökl- ana þrjá, Vatnajökul, Langjökul og Hofsjökul, er nýlokið og verið er að vinna úr gögnunum. Landsvirkjun fylgist vel með afkomu jöklanna, enda skiptir hún verulegu máli fyrir vatnabúskap virkjana. Þar á bæ er beðið eftir lokaniðurstöðum áður en áhrifin eru metin. Bergur Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, stýrði mælingum á Hofsjökli sem stóðu frá 29. apríl til 6. maí. Hann segir að veðr- ið hafi verið óvenju slæmt og hálfgert vetrarástand verið á jöklinum; leysing tæpast hafin og lækir og flæður utan jökuls á kafi í ís og snjó. Þótt ekki sé búið að taka saman heildarniðurstöður mælinganna sé ljóst að heldur minni snjór hafi fallið á Hofsjökul í vetur en í meðalári. Sums staðar muni 20%, annars staðar 5- 10%. Á toppi Hofsjökuls mælist til dæmis 15% minni snjóþykkt en að meðaltali fyrir árin 1991 til 2012. Verið sé að vinna úr mælingunum og nið- urstöður ættu að liggja fyrir innan nokkurra daga. Mikill snjór á austurhluta Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Landsvirkjun vinna sameiginlega að mælingum á afkomu Langjökuls og Vatnajökuls. Vetrarafkoma Langjök- uls var mæld í lok apríl en leiðangri á Vatnajökul lauk í síðustu viku. Finnur Pálsson, verkfræðingur og verkefnastjóri jöklamælinga hjá Jarð- vísindastofnun, segir að ákoma á Langjökul og vesturhluta Vatnajökuls hafi verið í minna lagi en á hinn bóginn hafi ákoma á austurhluta Vatnajökuls verið með mesta móti. Leysingavatn frá jöklum skiptir miklu máli fyrir vatnabúskap Lands- virkjunar. Ákoma að vetri segir þó ekki endilega til um hvernig búskap- urinn verður því úrkoma að sumri, hitastig og skýjahula skipta einnig miklu máli. Sömuleiðis skiptir máli hversu mikill snjór féll utan jöklanna. Finnur bendir á að eftir því sem vetrarsnjórinn sé þykkari, þeim mun hægar bráðni jökullinn. Sólgeislun er stærsta orsök leysingar að sumri. Snjór er hvítur vegna þess að hann endurvarpar að mestu geislum sól- arinnar, jökulís dregur hins vegar í sig sólgeislun, og orkan úr geislunum bræðir ísinn. Ryk eða aska á yfirborði eykur enn á ísog sólgeislunar og ís og snjór bráðnar fyrir vikið hraðar. Ef vetrarsnjór er þykkur á jökul- sporðum er ísinn lengur að koma í ljós og heildarleysing því minni. Mikil ákoma að vetri er því ekki endilega góð fyrir vatnabúskap Landsvirkj- unar til skemmri tíma litið þótt hún sé jákvæð til lengri tíma. Rétt er að taka fram að það er ekki aðeins leysingavatn frá jöklunum sem knýr virkjanirnar því snjór sem fellur utan virkjana nýtist líka og vatnasvið virkjana er oft afar víð- feðmt. Það er þó ljóst að staðan í vatnabú- skap Landsvirkjunar gæti verið betri. Í liðinni viku varð Lands- virkjun að óska eftir því við Alcoa- Fjarðaál að draga tímabundið úr orkunotkun sökum lágrar vatns- hæðar í Hálslóni. Vatnshæðin var þá 576,23 metrar yfir sjávarmáli en hafði áður verið lægst 580,85 metrar. Ljósmynd/Finnur Pálsson Borað Jöklamælingamenn notuðu snjóbíl til að fara um Vatnajökul. Ákoman var mæld á 60 stöðum. Ákoma á jöklana var yfirleitt slök  Minni á Langjökul og Hofsjökul  Misjafnt á Vatnajökli Ljósmynd/Finnur Pálsson Lúxus Snjóbíllinn dregur á eftir sér hús á hjólum sem er aðsetur jöklamæl- ingamanna meðan á ferðinni stendur. Einnig er farið um á vélsleðum. Mælingarnar fara þannig fram að borað er með snjókjarnabor í tilteknum mælipunktum á jökl- unum, sem eru hinir sömu ár eft- ir ár. Mæld er uppsöfnuð snjó- þykkt frá seinasta hausti. Jarðvísindastofnun Háskólans sér um mælingar í 25 punktum á Langjökli og um 60 punktum á Vatnajökli. Veðurstofan mælir á 26-30 stöðum á Hofsjökli og átta stöðum á Drangajökli og báðar sameinast stofnanirnar um mælingar í nokkrum punkt- um á Mýrdalsjökli með aðstoð félaga í Jöklarannsóknafélaginu. Mæld er snjóþykkt og eðl- isþyngd, sem gerir kleift að reikna vatnsgildi vetrarlagsins. Að hausti er mælt hversu mik- ið hefur bráðnað. Þá má reikna út hver ársafkoma jökulsins var. Bora á sömu stöðunum ÞYKKT OG EÐLISÞYNGD Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.