Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Bækur Bréf til Láru Bréf til Láru. 1. útgáfa tölusett og árituð. Innbundin með umslaginu. Glæsibók Upplýsingar í síma 898 9475. Húsnæði óskast Húsnæði óskast í Reykjanesbæ 32 ára karlmann vantar húsnæði, helst í Njarðvík, Keflavík eða Höfnum, allt getur þó komið til greina, langtímaleiga. S. 615 0628, Róbert Már. Sumarhús Til sölu flott heilsárshús í smíðum í Vaðlaheiði við Akureyri. Nánar inni á: orlofshus.is - Leó, sími 897 5300. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Tilboð 25 % afslátur á handslípuðum kristal ljósakrónum frá Bohemia og Swarovski í nokkra daga. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar Auk gullhringa eigum við m.a. tita- nium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Málarar Tökum að okkur alla málningar- vinnu. Tilboð eða tímavinna. Aðeins faglærðir málarar Upplýsingar í síma 696 2748 Ýmislegt Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur NÝTT - NÝTT - NÝTT - GLÆSILEGIR LITIR Teg. 81103 - Léttfylltur í 70-85B og 75-90C á kr. 5.800. Buxur á kr. 1.995. Teg. 23451 - Mjúkur og yndislegur í 80-90 C,D,E. Buxur við á kr. 1.995. Teg. 11718 - Þunnur og glæsilegur í 75-95C,D skálum á kr. 5.800. Buxur í stíl á kr. 1.995. Bátar Bílaþjónusta Húsbílar FORD-TRANSIT 2005. Til sölu Ford Transit 2005, ekinn 69 þús., á tvöföldu að aftan. Einn með öllu. Uppl. í s. 893-8075 og 561-2003. Kerra með allt að 750 kg burðargetu til sölu Nánari upplýsingar gefur Júlíus í síma 892 9263. Smáauglýsingar Hann Kalli frændi minn er nú horfinn á braut eftir erfið veikindi, sem hann tókst á við með miklu æðru- leysi og hafði það alltaf „bara fínt“ þegar maður hitti hann. Hann Kalli var skemmtilegur karakter og mikill töffari í augum unga frænda, þegar ég var að alast upp. Hann átti flotta bíla og alltaf tilbúinn að bjóða á rúntinn og seinna að lána mér bílinn, en Bensinn var auðvitað alltaf best- ur. Kalli reyndist mér líka ein- staklega vel, þegar ég á unglings- árum fór að læra smíðar og bauð mér húsaskjól. Meðan hann bjó þar líka vaknaði maður stundum við bassann í græjunum eftir böll, þegar Fats Domino var settur á fóninn og Kalli í essinu sínu að steikja egg og beikon, alltaf kátur og hress. Kalli var mikill dýravin- ur og þegar ég þurfti að velja á milli tveggja hvolpa tók hann auðvitað bara hinn að sér. Já hún Bella lifði sannkölluðu kónga- Karl Ketill Arason ✝ Karl Ketill Ara-son fæddist á Akureyri 11. febr- úar 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl 2013. Útför Karls fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 7. maí 2013. hundalífi með hús- bónda sínum og voru þau miklir mátar. Þegar Kalli flutti aftur á Akur bauð hann okkur hjónaleysunum að búa áfram í húsinu sínu á Holtsgötunni endurgjaldslaust og var það ómetanlegt fyrir unga náms- menn. Kanaríeyjar áttu hug og hjarta Kalla og hvergi eins gott að koma, algjör- lega ómissandi á hverju ári með- an heilsan leyfði og óþarfi að flækja það eitthvað frekar. Eins átti hann fallegt kot á Þingvöllum og auðvitað voru allir velkomnir þangað. Pabbi minn, Einar Þór Arason, og Kalli bróðir hans voru alla tíð nánir og miklir vinir og hafa eflaust orðið fagnaðarfundir með þeim núna og ástvinum sem á undan eru gengnir. Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum Kalla, Ásu Hrönn, Þor- steini og Hlöðveri og fjölskyldum þeirra, systkinum hans Fríðu og Jonna og öllum sem þótti vænt um hann. Minning hans lifir og glaðværð hans geymum við sömuleiðis í hjörtum okkar. Takk fyrir mig og mína, elsku Kalli minn. Þinn frændi, Stefán G. Einarsson og fjölskylda. Atvinnuleysi kreppuáranna gjörbreyttist þegar Ísland var hernumið og mikil vinna fylgdi hernámsliðum Breta og síðar Bandaríkjamanna. Vísitala hækkaði hratt á árunum 1940- 1942 og mikið kapphlaup var milli launa og verðlags. Þjóð- stjórnin setti á gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þar var kveðið á um að allar kjarabreytingar ætti að leggja undir gerðardóminn, verkalýðs- félögin voru svipt verkfallsvopn- inu, að viðlögðum stórsektum. Þessu var svarað með svokölluð- um „skæruhernaði“ árið 1942. Framarlega í þessari baráttu var Félag íslenskra rafvirkja, en það varð til þess að áður en tókst að brjóta lögin á bak aftur, var búið að dæma eignalaust félagið í stórsekt. Herinn réði hvern sem var til allra starfa, skipti þar engu hvort hann væri iðnaðar- maður eða ekki. Þetta hvort tveggja varð til þess að Raf- virkjafélagið nánast lagðist af á stríðsárunum og var svipur hjá sjón í stríðslok. Á stríðsárum taka nokkrir raf- virkjanemar sig saman og fara fyrir hópi nema sem stofna Iðn- nemasambandið, laun nema á stríðsárunum guldu harkalega fyrir að engir formlegir kjara- samningar voru til. Að loknum sveinsprófum tekur þessi nema- hópur sig saman og yfirtekur FÍR á aðalfundi 1947. Á þessum tíma voru verkföll tíð, en þeim tekst í markvissri baráttu að ná fram miklum umbótum. Þarna var ætíð framarlega í flokki hin nýja stjórn FÍR. Þessi stjórn tók við 50 manna félagi árið 1947 og tekst að fjölga félagsmönnum á Þorsteinn Sveinsson ✝ ÞorsteinnSveinsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1923. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 25. apríl 2013. Útför Þorsteins fór fram frá Graf- arvogskirkju 7. maí 2013. einum áratug í tæp- lega 500. Sem dæmi um stórhug þessa hóps sætti hann sig ekki við að aðstaða fé- lagsins væri ein skrifborðsskúffa í litlu leiguherbergi uppi í risi í Eddu- húsinu við Skugga- sund og stjórn FÍR, þá um 100 manna eignalítils félags, fer og festir kaup á 4 hæða húsi í byggingu við Freyjugötu 27. Húsið hafði verið teiknað og samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Þáverandi lög kváðu á um að bannað væri að breyta íbúðarhúsnæði í skrif- stofuhúsnæði. Þetta vafðist ekki fyrir stjórnarmönnum FÍR, þeir vinda sér niður á Alþingi og fá Hannibal Valdimarsson þáver- andi ráðherra til þess að koma í gegnum þingið lögum sem kveða á um að mætti breyta þessu eina húsi. Þessi hópur kom á stofn lífeyr- issjóði rafiðnaðarmanna 1968 og stóð að stofnun Rafiðnaðarsam- bands Íslands árið 1970. Fyrir þessum hópi fór Óskar Hall- grímsson, en einn hans helsti samstarfsmaður var Þorsteinn Sveinsson. Þorsteinn var í stjórn- um FÍR á þessum árum auk þess að sinna margskonar öðrum trúnaðarstörfum fyrir samtök rafvirkja allt fram til ársins 1985. Ég kynntist Þorsteini þegar ég fór að sækja fundi hjá FÍR kringum 1970, þar fór maður með ákveðnar skoðanir, íhugull og fylginn sér. Viðræðugóður og ávallt tilbúinn til þess að segja nýliðum til í félagsstarfinu. Við rafiðnaðarmenn, og reyndar launamenn almennt, erum í mik- illi þakkarskuld við baráttu- og hugsjónarmenn eins og Þorstein. Þeir lögðu með mikilli og óeig- ingjarnri baráttu grunninn að því samfélagi sem við þekkjum í dag. Rafiðnaðarmenn þakka honum hið mikla starf og senda fjöl- skyldu Þorsteins hugheilar sam- úðaróskir. Guðmundur Gunnarsson fyrrv. form. FÍR og RSÍ. Elsku Systa mín, þú ert farin og ég náði ekki að kveðja þig. Þú lékst stórt hlutverk í mínu lífi en við höfum þekkst og verið vin- konur síðan ég var tveggja ára og áttum heima á Háteigsvegi 19. Þú varst alltaf að líta eftir mér þar sem ég var tveimur árum yngri og þú hættir því hlutverki í rauninni aldrei og þegar ég flutt- ist út til London hafðir þú áhyggjur af hvernig litla stelpan kæmist af. Við fórum saman í sveit tíu og tólf ára gamlar, sigld- um með Esjunni til Reyðarfjarð- ar og vorum í Hjarðarhaga á Jök- uldal sem var okkur báðum góð lífsreynsla og síðan þegar þú varst á Móum á Kjalarnesi og ég á Mosfelli í Mosfellsdal fékk ég að vera hjá þér yfir nótt og þetta var allt svo yndislega gaman. Seinna þegar við vorum táningar Sigríður Ágústsdóttir ✝ SigríðurÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 19. apríl 1941. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 12. apríl 2013. Útför Sigríðar Ágústsdóttur fór fram frá Graf- arvogskirkju 24. apríl 2013. lánaðir þú mér Grím til að dansa við mig í „Seldu brúðinni“ í Þjóðleikhúsinu því það vantaði karl- menn og þakka ég þér fyrir það. Ég man eftir útilegunni sem við Gavin fórum með ykkur í þegar þú gleymdir öllum mat nema ávaxta- súpum og þá voru ekki búðir á hverju horni. Þið komuð oft til okkar í London og síðustu árin komuð þið tvisvar og fóruð meðal annars með okkur til Wales, sem ég veit að þú varst hrifin af. Myndin sem er okkur efst í huga núna er af ykkur sitj- andi uppi í garðinum okkar með glas í hendi í sól og góðu veðri og njótið fuglasöngs og dýralífs sem þið bæði kunnuð að meta. Elsku vinkona mín, ég sakna þín mikið, ég ætlaði að hitta þig í júlí en það fór á annan veg. Við munum sjá Grím eins oft og við getum og ég veit að börnin ykkar munu hugsa vel um hann því hann hefur tapað stórum hluta af sér. Vertu sæl að sinni en við hitt- umst aftur þegar tími er til kom- inn. Þín æskuvinkona, Stella. Nú hefur föður- afi okkar systkina þegið sína hvíld, hinn fyrsta sumardag í mildu og tæru veðri. Við af- komendur hans eigum mörg því láni að fagna að hafa heimsótt æskustöðvar hans á Látrum í Aðalvík, umhverfinu sem mót- aði manninn. Þar geta veðra- brigðin skilið á milli feigs og ófeigs, kjarkur og skarp- skyggni mikilvægt veganesti á svo harðbýlum stað en einnig það að geta glaðst þegar vel gengur og veðrið er gott. Þann- ig munum við hann; glaðsinna á mannamótum en með blik í auga og athugulan. Það er gaman að hitta gamla félaga og vini afa úr Þorlákshöfn, honum er ætíð borin vel sagan, „hvað er að frétta af hershöfðingj- anum?“ spyrja gamlir vinir. Ákveðinn, en glettinn og hlýr í huga barnabarna sinna. Þær eru góðar og hlýjar minning- arnar úr Econoline-bílnum sem amma og afi ferðuðust á um landið. Þá var afi sannarlega hershöfðingi; hann varðist árásum kríunnar í einni ferð- inni svo lítilli stúlku þótti afinn bæði hugrakkastur og úrræða- bestur allra. Hann var hagur og handlaginn, skar úr tré margan góðan grip þegar ald- urinn færðist yfir og starfsæv- inni lauk. Iðjusemi og snyrti- mennska var honum í blóð borin. Hann var ætíð vel til hafður og alltaf að drífa sig, stoppaði helst ekki lengi á hverjum stað og þótti afkom- endunum stundum nóg um. Við þökkum af einlægni liðnar stundir og gengin spor. Guðjón Helgi, Ari Már, Anna Margrét, makar og börn. Árni Stefán Helgi Hermannsson ✝ Árni StefánHelgi Her- mannsson fæddist 28. júlí 1929. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 25. apríl 2013. Árni var jarð- sunginn frá Þor- lákskirkju 4. maí 2013. Á vordögum 1963 hefst faðir minn handa við húsbyggingu í B- götu 19 í Þorláks- höfn. Að hausti flyst þar inn níu manna fjölskylda okkar og þar með hefjast kynni okk- ar af stórri fjöl- skyldu sem átti sitt hreiður við hlið okkar eða nr. 17. Fyrir þeim hópi fór stór og sköruleg- ur maður, sá er við hér kveðj- um. Mikil samskipti urðu þegar millum fjölskyldnanna, enda börn á svipuðum aldri. Reynd- ar var öll byggðin, þá aðeins þrjár götur, sem ein samheldin fjölskylda. Árni starfaði hjá Meitlinum, sem allsherjar reddari útgerðarinnar, enda títt nefndur Dönnits flotafor- ingi. Árni var allra hugljúfi, hjálpsamur og skemmtilegur, maður með sterkan karakter og framkomu hershöfðingjans. Hann var alls staðar allt í öllu. Vinmargur og greiðvikinn. Um áramót voru neyðarblys bátanna endurnýjuð og féllu þau gömlu þá gjarnan í hlut Árna, sem á gamlárskvöld tók að sér að farga þeim með mikl- um tilþrifum. Eitt skiptið bar svo við að skot geigaði, þannig að Árni læðir því í ruslatunn- una, en ég sá þar til án hans vitundar. Ég sótti blysið og hóf á því rannsókn uppi á herbergi mínu daginn eftir. En algjör- lega óvart kviknaði í því með tilheyrandi sýningu sem fór framhjá fáum þorpsbúum. Árni benti mér góðlátlega á að alls ekki mætti fikta með svona lagað innanhúss. Það var gott að vera ná- granni þessarar fjölskyldu og er ég forsjóninni þakklátur fyr- ir það. Árni var sannkallaður flotaforingi og mega niðjar hans minnast hans með stolti. Þeim votta ég samúð mína og virðingu. Magnús Víkingur Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.