Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  113. tölublað  101. árgangur  STJÖRNUFANS Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í CANNES DREGUR FRAM KJARNA MÁLSINS EYÞÓR INGI TEKUR EINN DAG Í EINU VIÐSKIPTABLAÐ EUROVISION 42ÍSLENSK STUTTMYND Í ÚRSLIT 45 Höfuðborgarbúar og nærsveitamenn flykktust á ylströndina í Nauthólsvík í gær, fyrsta daginn sem opið er í sumar. Gestir ylstrandarinnar fögnuðu opnuninni með ýmsum hætti, sumir léku blak eða aðra boltaleiki, aðrir nutu þess einfaldlega að skafl, en þar um slóðir eru háir skaflar og hafa sumir sauðfjárbændur ekki haft tök á að setja fé sitt út. Óvíst er hvernig túnin koma út úr svo miklu og langvarandi fannfergi og hvort á þeim verða kalskemmdir. »12 og 20 Sums staðar er sumar og sól, annars staðar snjór og skaflar Ljósmynd/Stefanía Hjördís Leifsdóttir vera í góðra vina hópi, eins og stúlkurnar á myndinni. Dálítið öðruvísi var um að litast víða norðanlands, til dæmis í Skíða- dal og í Skagafirði. Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúna- stöðum í Fljótum í Skagafirði, stendur hér við mikinn snjó- Morgunblaðið/RAX Misjafnlega viðrar á landsmenn þessa dagana – þrátt fyrir að kominn sé miður maí eru háir snjóskaflar víða nyrðra  Leita á allra leiða til að koma upplýsingum til þeirra sem bera krabbameinsvaldandi gen. Þetta segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. Eftir að fregnir bárust um að leik- konan Angelina Jolie hefði látið fjarlægja brjóst sín hefur mikið verið spurt um erfðaráðgjöf. »4 Margir spyrjast fyrir um erfðaráðgjöfina Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er auðvitað búið að vinna heil- mikið í stjórnarsáttmálanum og það er kominn heilmikill texti. Að því leytinu til er hann langt kominn. Það er búið að fara yfir alla málaflokka en auðvitað getur eitthvað komið upp á þegar málaflokkum er lokað. Ég veit ekki hversu stór þau mál geta orðið. Maður veit því ekki hversu langur tími er eftir í þeirri vinnu. Þegar henni er lokið fer stjórnarsamstarfið fyrir stofnanir flokkanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, um stöðu stjórnar- myndunarviðræðna í gærkvöldi. Lendingin í skuldamálum væri í samræmi við stefnu Framsóknar. Funduðu á Suðurnesjum Sigmundur Davíð og Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, funduðu einir á Suðurnesj- um í gær. Aðstoðarmenn fengu frí og fóru yfir drög að sáttmála. Bjarni sagði viðræður ganga vel. „Við erum að verða búnir með alla helstu málaflokka og erum farnir að líta upp úr málaflokkum og skoða sviðið breitt. Við viljum ljúka þessu sem allra fyrst en ætlum á sama tíma að vanda okkur. Það verður hins vegar ekki beðið með að bera nið- urstöðuna undir flokksráð þegar það er orðið tímabært,“ sagði Bjarni sem tók aðspurður fram að skuldamál heimilanna yrðu augljóslega í for- gangi hjá komandi ríkisstjórn. „Ég tel að okkur muni auðnast að landa því máli á milli okkar,“ sagði Bjarni sem kvaðst sáttur við þann farveg sem tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir væru komnar í. Sigmundur Davíð segir að þótt menn hafi náð saman um stefnuna og jafnvel útfærslu hennar eigi eftir að klára málefnin hvert fyrir sig. Heilbrigðisráðherra í skoðun „Svo eru það hagnýtu atriðin sem hafa verið rædd í dag [í gær] og í gær [í fyrradag] og þau snúast að miklu leyti um ráðuneytin. Við höfum skoð- að verkefni ráðuneytanna og hvernig þau hafa þróast á undanförnum ár- um. Við höfum rætt hvaða verkefna- skipting milli ráðuneyta sé vænleg- ust við núverandi aðstæður, fremur en að við höfum rætt um skiptingu ráðuneyta milli flokka,“ sagði Sig- mundur Davíð sem taldi aðspurður líklegt að byrjað yrði að ræða skipt- inguna í dag. Það hefði komið fram í máli Bjarna að hann teldi vert að skoða hvort hafa ætti sérstakan heil- brigðisráðherra. Stjórnarsáttmálinn verður lagður fyrir miðstjórn Framsóknar og flokksráð Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarsáttmáli er langt kominn  Formennirnir hafa náð lendingu í skuldamálum heimila Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson Færeyingar munu ekki hvika frá áformum um að veiða upp í stór- aukinn síldarkvóta, þrátt fyrir hót- anir Evrópusambandsins um refsi- aðgerðir verði af veiðunum. Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið og boðar að lokið verði við að úthluta síldar- kvótanum öðrum hvorum megin við helgi. Þá rifjar ráðherrann upp að síldin sé orðið í færeyskri landhelgi nánast allt árið. Þar sé á ferð fær- eysk síld, ekki norsk eða íslensk. „Við vitum að sambandið er að undirbúa viðbrögð, eins og til dæmis refsiaðgerðir gegn okkur, en við vit- um á þessu stigi ekki meira um hvað það ætlar sér,“ segir Vestergaard um hótanir ESB. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórshöfn Frá höfuðstað Færeyja. Óttast ekki ESB  Ráðherra boðar stórauknar síldveiðar –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.