Morgunblaðið - 16.05.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 16.05.2013, Síða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Af norðlensku veðri er lítið annað að frétta en að síðustu daga hefur verið skítkalt! En svo langt er þó lið- ið á sumar – og það hefur verið til- tölulega snjólétt í byggð enn sem komið er – að flestir eru búnir að taka nagladekkin undan bílnum.    Kostnaður við rekstur Sjúkra- hússins á Akureyri hefur lækkað að raungildi um rúmar 800 milljónir króna frá árinu 2008 eða um 16%. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru frá efnahagshruninu hefur samt tekist að halda úti þjónustu við sjúk- linga án verulegrar skerðingar, sagði Bjarni Jónasson forstjóri á ársfundi FSA í gær.    Bjarni sagði árangur FSA í rekstri og þjónustu við sjúklinga hafa verið mjög góðan í fyrra þrátt fyrir niðurskurð. Sjúklingum fjölg- aði um rúm 6%, fæðingum um 20% og komur á slysa- og bráðamóttöku voru um 7% fleiri. Skurðaðgerðum og rannsóknum fjölgaði og dag- og göngudeildarstarfsemi jókst á milli ára, sagði hann.    Forstjórinn vonar að þar sem fjárveitingar fyrir 2013 voru ekki skertar frá fyrra ári sjái fyrir end- ann á niðurskurðartímabilinu. „Að auki fékkst viðbótarfjármagn til tækjakaupa og eflingar geðheil- brigðisþjónustu. Þrátt fyrir þetta vantar nokkuð upp á að starfsemin komist yfir sársaukamörk þannig að unnt verði að veita nauðsynlega þjónustu án þess að óhóflegt vinnu- álag skapist,“ sagði forstjórinn.    Í framtíðarsýn Sjúkrahússins á Akureyri er gert ráð fyrir að árið 2017 hafi sjúkrahótel, líknardeild og ný legudeildarálma verið tekin í notkun. „Mikilvægt er að þau áform um þróun starfseminnar verði að veruleika,“ sagði hann.    Bjarni skoraði á þá sem senn taka við stjórn landsmála að standa við það sem sagt var í kosningabar- áttunni, um að heilbrigðisþjón- ustuna verði að efla og stjórnvöld sjái til þess að Sjúkrahúsið á Ak- ureyri fái aukið fjármagn svo það geti haldið áfram að sinna „því hlut- verki sínu að vera miðstöð sér- fræðiþjónustu utan höfuðborg- arsvæðisins og varasjúkrahús landsins“.    Nýverið var settur á laggirnar nýr KEA-sjóður og eru allir stofn- félagar starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga. Vissulega óvenjulegt í ljósi sögunnar, en KEA stendur í þessu tilfelli fyrir körfuendurnýj- unarsjóður Akureyrar. Stofn- framlag var 500 krónur.    Það var í hófi að loknu árlegu körfuboltamóti Þórs í íþróttahöllinni á dögunum sem lið Molduxa úr Skagafirði tilkynnti stofnun sjóðsins og kvaðst talsmaður þeirra vonast til þess að í fyllingu tímans myndi sjóð- urinn eiga þátt í því að hægt yrði að kaupa nýjar körfur á hliðarveggi hallarinnar. Sagði ekki veita af.    Fregnir herma að í hófi að loknu móti Molduxa sjálfra á Sauðárkróki á dögunum hafi þeir tvöfaldað eigið fé sjóðsins …    Málverkasýning Hjördísar Frí- mann, Spor í áttina – áfangastaður ókunnur, verður opnuð í Ketilhúsinu á laugardaginn. „Formin eiga hug hennar og hjarta um þessar mundir og litagleðin vísar veginn. Farið er í allar áttir enda formgerðin af marg- víslegum toga og blindgöturnar margar. Sjálf segist Hjördís breyta um stíl oft á dag!“ segir í tilkynn- ingu.    Svo því sé haldið til haga þá var veitingastaður Hamborgarafabrikk- unnar á Akureyri opnaður í gær. Forstjóri FSA brýnir stjórnvöld Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sumar Kalt hefur verið í veðri á Akureyri flesta daga upp á síðkastið. En ef gróðurinn grænkar ekki er a.m.k. hægt að mála húsin sumargræn! Sumar Löngu á að vera búið að kippa nagladekkjum undan bílnum en nú viðrar loksins til þess. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.