Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 36

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Gisting Málarar Málarar Tökum að okkur alla málningar- vinnu. Tilboð eða tímavinna. Aðeins faglærðir málarar Upplýsingar í síma 696 2748 Draugasetrið Stokkseyri, www.veislusalur.is, veislusalurinn@gmail.com Bílaþjónusta Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum, hreinsa veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Margrét Guðjónsdóttir í Dals- mynni var einstök kona. Hún var náttúrubarn og undi hvergi bet- ur hag sínum en í sveitinni við búsýslu og gróðurstörf. Það var ævintýri að heimsækja hana í garðinn. Þessi garður kom á óvart fyrir það fyrsta að manni var ekki alveg ljóst í fyrstu að um garð væri að ræða. Þar ægði öllu saman en samt var einhvers konar skipulag á honum. Skipu- lag sem var á vissan hátt hrífandi því það bar svo ótvírætt merki kappsfullrar hugsjónakonu. Það sem manni virtist hafa fokið inn í garðinn hvort heldur það var nú stóll eða þilplata hafði hún komið vandlega fyrir í því skyni að skýla viðkvæmum plöntum. Í nú- tímanum væri eflaust talað um að garður þessi hefði verið ein- hvers konar tegund af gjörningi. Bak við allt var djúp umhyggja fyrir plöntunum og lífríkinu öllu. Það var ógleymanlegt að rölta með henni um gróðurreitina sem hún sýndi manni stolt á svip. Nýtti hvert skref, reytti frá þess- ari jurtinni, hagræddi annarri, fór skyndilega í vasa sinn og dreifði áburðarkornum. Stakk skóflu í fötu og dreifði taði. Greip slöngu í miðri setningu og vökv- aði álútar plöntur. Kippti plöntu upp og skellti í fangið á manni og bað mann að taka hana í fóstur. Eða hún lagðist skyndilega á fjóra fætur og fór að róta í mold- inni án þess að tapa þræði í margliðaðri ræðu sinni. Stóð upp samlit grundinni og blés ekki úr nös enda þótt aldin væri orðin. Þótt stormur blési svo hrikti í öllu því sem skjól átti að veita eða þeytti því upp á efstu brún Hafursfells gafst hún aldrei upp. Allt var gert áreynslulaust sem væri hún að draga andann með gróðri jarðar. Ræktunin var um- fangsmikil og á stundum jafnvel meiri en hún komst yfir. En hún lét það ekki angra sig enda ætíð létt í lund og var fráleitt smá- munasöm. Margrét var hispurs- laus í orði og verki. Lífsglöð kona og sívinnandi. Hún var kona gróðurs og jarðar og gaf öðrum óspart blóm og trjáplöntur. Allt komst til þroska. Frá henni streymdu bakkar af forræktuðu grænmeti og virtist ekki skipta hana máli hvort greitt væri fyrir eða ekki. Ræktunarkrafturinn í henni var smitandi enda fór hún lengi fyrir skógræktarfólki á sunnanverðu Snæfellsnesi af kappi og festu. Og það er gott að horfa á ýmsar plöntur hér í gróð- urreit okkar hjóna sem komnar eru frá ræktunarkonunni Mar- Margrét Guðjónsdóttir ✝ Margrét Guð-jónsdóttir fæddist í Ytri- Skógum, Kolbeins- staðahreppi, 3. mars 1923. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi, Brákarhlíð, 2. maí 2013. Útför Margrétar fór fram frá Borg- arneskirkju 10. maí 2013. gréti í Dalsmynni. Það var ákaflega gaman að spjalla við Margréti. Hún hafði margt á orði í senn og stundum var erf- itt að henda reiður á um hvað hún var að tala því svo mikill var hugurinn hverju sinni. Stundum var sagt að hún gæti talað um þrennt í einu. Ekkert mannlegt var henni óviðkomandi enda þótt sveitin og ræktunin ættu stærstan sess í huga hennar. Eflaust væri hún á bekk frumkvöðla ef ung væri nú á dögum. Menntun hennar var utan við alla formlega skóla- göngu en hún var eðlisgreind kona og lestrarhestur mikill. Vinur gróðurs, manna og mál- leysingja sem maður bar mikla virðingu fyrir og lærði margt af. Það var lærdómsríkt að kynn- ast Margréti og eiga vináttu hennar. Blessuð veri minning Mar- grétar í Dalsmynni. Hreinn S. Hákonarson, Sigríður Pétursdóttir. Einhverjar mestu sælustundir lífs míns á ég að þakka Margréti í Dalsmynni, Guðmundi og börn- unum þeirra, þökk sé langömmu minni, Margréti Magnúsdóttur, sem sumarið 1965 hafði sagst ætla að sækja þau hjónin aftur heim að ári, með mig í för, en entist ekki aldur til. Því var það, til að orð skyldu standa, að ég fékk að fara í sveitina næsta sumar til þessara stórbænda, sjö ára gömul. Og þar var sko fútt og fjör. Allir þessir hestar sem þau merkishjónin áttu, óteljandi, eins og kýrnar, kindurnar og hæn- urnar, voru óendanlegt gleðiefni, að ógleymdum börnunum öllum, tólf talsins, Tý – fjárhundinum góða og Bobba – sem ólíkt bróð- ur sínum þótti til einskis annars nýtur en að sækja spýtur, og svönunum í tjörninni, rétt fyrir utan bæjardyrnar. Hvílík para- dís! Og hvílík forréttindi! Að fá að leika sér úti í guðsgrænni náttúrunni með hundi og heim- alningi og læra að elska fjöllin og túnin, lækjarniðinn og lambakór- inn, mjólkurspenann og hrossa- skítinn; sveitina. Mér var reyndar ekki treyst til stórra verka, eins og þeirra að reka kýrnar – sem mér þótti mikil móðgun. Maturinn var mér framandi og endaði stundum í rassvasanum, handa honum Bobba mínum. En allt um það þá hef ég sjaldan verið sælli en þarna, ýmist undir pilsfeldi Mar- grétar – henni, sem aldrei féll verk úr hendi, örugglega til mik- illa trafala, eða í fanginu á hon- um Guðmundi – sem svona róleg- ur og fámáll, var eins og klettur í hafi. Og hvað ég var græn af öf- und, man ég, út í hana Sigrúnu, dóttur þeirra og jafnaldra minn, sem þá er ég þuldi bænirnar hennar langömmu á kvöldin fór með þetta ljóð, sem hún sagði sinn pabba hafa ort til sín: „Sofðu mín, Sigrún, sofðu nú rótt!“ Löngu seinna, þegar ég heim- sótti Margréti í sveitasæluna, með mitt barn í fanginu, komst ég að raun um hvílíkt kjarnak- vendi hún var. Búkona hin mesta. Hagyrðingur mikill. Stór- huga og sterk, vitur og opinská, æðrulaus og örlát. En umfram allt góð manneskja. Það er með virðingu og þakk- læti sem ég kveð Margréti Guð- jónsdóttur frá Dalsmynni. Guð blessi minningu hennar og börn- in hennar öll, barnabörn og barnabarnabörn. Aldís Schram. Í þarsíðasta skiptið sem ég hitti Möggu á dvalarheimilinu fyrir nokkrum misserum spurði ég hana fregna af Skarphéðni syni hennar, sem var mér fyr- irmynd í strákapörum í bernsku, en hefur búið áratugum saman á Nýja-Sjálandi. Svarið lýsti svo vel þessu hjartahreina náttúru- barni sem Margrét var: „Hann er alltaf í burtu, hann kemur ekkert aftur,“ sagði hún og bætti svo við hugsi: „Það er allt í lagi. Maður elskar börnin sín ekkert minna þótt þau séu ekki hjá manni. Alveg eins og með fugla himinsins, maður elskar þá ekk- ert síður og dáist ekkert síður að þeim þótt þeir séu ekki hjá manni heldur fljúgi frjálsir um himininn.“ Æðruleysi, hlýja, atorka og fordómaleysi einkenndi allt við- horf Margrétar til lífsins. For- eldrar mínir fluttu í Söðulsholt, næsta bæ við Dalsmynni, fyrir meira en hálfri öld og þá hófst vinátta sem hefur staðið allt til þessa dags. Við systkinin áttum því láni að fagna að kynnast Möggu og Munda og njóta þeirr- ar sjaldgæfu hlýju og umhyggju sem einkenndi allt þeirra viðmót í garð barna. Minningin um þessi höfðingshjón mun lifa með okkur sem vorum svo gæfusöm að kynnast þeim, svo lengi sem fuglarnir flögra um himininn. Árni Páll Árnason. Um þá sem planta trjám er hægt að segja að þeir þjóni æðri tilgangi. Ræktunarstarf þeirra miðlar vináttu yfir til komandi kynslóða er njóta skjóls í sköp- unarverki þeirra. Fjöldi fólks sem það fékk aldrei augum litið mun minnast starfs þeirra með þakklæti. Þessi orð eiga vel við á kveðjustund Margrétar Guðjóns- dóttur frá Dalsmynni, sem helg- aði skógrækt krafta sína á sunn- anverðu Snæfellsnesi. Helsta talskona félags okkar og aðal- driffjöður, meðan kraftar hennar leyfðu. Þegar hún hóf að leggja skóg- ræktarstarfi lið var ekki mikil trú á að skógur fengi þrifist í hennar heimahéraði, því harðir vindar og umhleypingar börðu heiðar og skjóllitla úthaga. Hún tók sér til fyrirmyndar hið staka tré sem stendur eitt og vex af hlutskipti sínu hvernig sem viðr- ar. Í dag slævist vindur í trjálund- um víða um Nesið í ört vaxandi skógarreitum er Margrét ásamt gömlum félögum sínum og spor- göngufólki, gróðursettu á liðnum árum, svo prýði er að. Fyrir nærri aldarfjórðungi hafði hún forystu um að spilda í landi Hrossholts, í austanverðum Eyja- og Miklaholtshreppi var girt af og tekin til skógræktar. Næstu ár á eftir gróðursetti hún ásamt hópi ungra sveitunga, þús- undir plantna er nú heiðra starf og minningu hennar með vexti sínum, svo á komandi árum verð- ur þar eitt fegursta útivistar- svæði á Vesturlandi í Margrétarlundi, eins og skógur- inn nefnist. Hressileg og hispurslaus framkoma Margrétar opnuðu skógræktarfélagi fámennrar sveitar margar dyr og margan greiðann og styrki til starfsins innheimti hún út á velvildina sem hún hafði aflað sér í hvívetna. Hennar förunautar voru já- kvæðni og gamansemi. Og hafi Margrét í Dalsmynni verið mik- ilvirk í skógræktinni þá verður ekki hægt að ljúka kveðjuorðum um hana án þess að minnast á mannræktina, því þar var hún ekki síður gæfumanneskja, er kveður eitthundrað afkomendur. Árið 2005 hélt Skógræktar- félag Íslands upp á sjötíu og fimm ára afmæli sitt í umdæmi Heiðsynninga, ekki síst vegna Margrétar og þess álits og virð- ingar er hún naut á meðal sam- takanna að ákveðið var að halda afmælisfund og árshátíð félags- ins að Lýsuhóli í Staðarsveit. Af því tilefni fékk hagmælska Mar- grétar notið sín, sem oft áður við svipuð tilefni. Mér finnst ég vorsins fögnuð finni fyllist hjartað ljúfri þrá. Ef við geymum sól í sinni sorg og kvíði víkja frá. Við skulum tengjast bræðrabandi breyta urð í vænan skóg, græna vin á gráum sandi af gróðurleysi er meira en nóg. Sterk og frjáls við stöndum saman styðjum lífsins undramátt. Að planta trjám er gleði og gaman – gerum slíkt að þjóðarsátt. Margrét flutti oft á tíðum stefnumál sín bundin í stuðla, er hún var um árabil fulltrúi okkar Heiðsynninga á aðalfundum Skógræktarfélagsins, hvort held- ur hún vildi mæra nytsemi lúp- ínunnar eða annarra plantna er hún taldi skógræktinni til heilla. Við leiðarlok vottum við að- standendum hennar samúðar, en gleðjumst með þökk því leiðar- ljósi sem hún skildi eftir fyrir áhugafólk um skógrækt í sam- félagslega þágu. Blessuð sé minning Möggu í Dalsmynni. Með kveðju frá Skógræktar- félagi Heiðsynninga, Ástþór Jóhannsson. Það var lífsreynsla fyrir tíu ára strákling úr Reykjavík að fá að vistast í sveit hjá þeim sæmd- arhjónum Guðmundi og Mar- gréti í Dalsmynni sumarið 1969. Sumrin áttu eftir að verða fjögur og þau skilja eftir góðar minn- ingar um gott atlæti hjá fjöl- skyldunni í Dalsmynni og hús- móður minni, henni Margréti, sem hér er kvödd hinztu kveðju. Margrét var einstök á nánast allan hátt, hún var frjó í hugsun, fylgdist vel með framvindu mála á heimsvísu sem heimaslóðum og hafði ákveðnar og sjálfstæðar skoðanir á nánast öllu milli him- ins og jarðar. Hún fór heldur ekkert dult með þær, enda var hún vel máli farin, hagyrt og varð aldrei orða vant. Henni var listilega gefið að rökræða og kryfja málin til mergjar þannig að alltaf hafði hún betur, enda var henni lagið að geta talað hratt, mikið, og jafnvel svo að varla þurfti andrúm milli setn- inga. Í Dalsmynni hjálpuðum við krakkarnir til við bústörfin og svo auðvitað garðræktina, sem átti hug hennar allan. Þar átti Margrét til að söngla með sér dægurlögin úr útvarpinu, um „kaupakonuna hans Gísla í Gröf“, eða hún ræddi heimspeki eða heimsfréttirnar við okkur meðan hópurinn ataðist með henni í garðvinnunni. Á öllu hafði hún skoðanir, hvort sem var menningarbyltingunni hans Maós austur í Kína, sem þessi sumur var í algleymingi í frétt- um, eða hrísgrjónaræktuninni þar eystra, meðan beðin hennar Margrétar voru pæld upp hér norður á Íslandi. Margrét í Dalsmynni auðgaði svo sannarlega líf okkar sem kynntumst henni og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Fjölskyldu og aðstandendum Margrétar sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Andersen. Guðrún Ágústa Steinþórsdóttir ✝ Höfundar: Steinþór Grétar Hafsteinsson, Dagný Helga Hafsteinsdóttir, Jón Haukur Haf- steinsson og Sunna Björg Haf- steinsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Elsku hjartans amma mín. Nú ert þú komin í faðm Donna bróður þíns og allra hinna engla Guðs. Þú talaðir alltaf svo fallega um Donna og ég veit að þú sakn- aðir hans mikið og því hafa þetta verið fagnaðarfundir. Nú sitjið þið saman, tvíburasystkinin, og vakið yfir og varðveitið okkur hin. Ég elska þig svo mikið, amma mín, og sakna þín svo sárt. Þú ert og verður alltaf svo stór hluti af mínu lífi. Samband þitt við einka- dóttur þína, mömmu mína, var einstakt. Ástin og hlýjan sem ein- kenndi samband ykkar er ólýsan- leg og í raun ekki til nógu sterkt orð yfir það hversu nánar þið vor- uð. Mamma gaf mér nafnið Helga, í höfuðið á þér, og ég ber það nafn með stolti. Allar yndislegu minn- ingarnar sem ég á af Espigrund- inni með þér og afa eru mér ómet- anlegar. Ég er þakklát fyrir þær og mun geyma þær í hjarta mér um ókomin ár. Þú ert einstök kona, amma mín, og hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd. Samband ykkar afa var svo kærleiksríkt og upp- fullt af gagnkvæmri virðingu. Það var gaman að fara með ykkur til Spánar og sjá ykkur leiðast hönd í hönd á ströndinni. Ég vildi óska þess að þú hefðir haft betri heilsu örlítið lengur og getað farið með okkur oftar til Spánar. Ég er svo þakklát að Margrét litla hafi feng- ið að kynnast þér, lang-ömmu Helgu. Ég mun segja henni betur frá þér þegar hún er orðin örlítið eldri. Margrét litla á líka einstaka ömmu og ég veit að þeirra sam- band verður jafn einstakt og sam- band mitt við þig. Ég elska þig af öllu hjarta, elsku amma mín, og ég vona að þér líði vel. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi það sem eftir lifir og ég veit að þú vak- ir yfir mér. Þó ég fái ekki að snerta þig, veit ég samt að þú ert hér. Ó ég veit að þú munt elska mig, geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. Ég elska þig, amma mín. Þín nafna og ömmustelpa, Helga. Helga Sigurbjörnsdóttir ✝ Helga Sigur-björnsdóttir fæddist á Akranesi 3. október 1933. Hún andaðist á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Höfða 2. maí 2013. Útför Helgu fór fram frá Akra- neskirkju 10. maí 2013. Sígarettan í ösku- bakkanum, hneggj- andi hlátur og grá dragt. Helga frænka á Skaganum. Sú sem var svo miklu meira en móðursystir, sú sem við litum á sem ömmu okkar í raun. Þegar mamma missti móður sína 13 ára gömul flutti hún til Helgu og Gauja sem tóku hana að sér og önnuðust hana sem sína eigin dóttur og þar hefur mamma alltaf átt skjól. Það hefur nú ekki verið auðvelt fyrir ung hjón sem voru að hefja bú- skap og með eitt barn að fá ung- ling á mótþróaskeiði inn á heimilið en svona voru Helga og Gaui, allt- af til staðar og tilbúin að vera öll- um innan handar. Einhvern veg- inn talar maður alltaf um Helgu og Gauja saman, því þau voru allt- af – og verða eitt í okkar huga. Í flestum fríum var brunað á Skagann við mikinn fögnuð okkar systra. Það var alltaf svo gaman að koma á Laugarbrautina, hitta Helgu og Gauja og Möggu, Sigga og Snorra. Á Laugarbrautinni var alltaf fjör og þar fengum við meira að segja skyr með púðursykri. Alltaf, hvort sem það var á Laug- arbrautinni eða Espigrundinni bar Helga í okkur alls kyns kökur og kræsingar og það var sko ekki vel liðið ef við borðuðum ekki það sem á borðum var. Þær voru líka ófáar flíkurnar sem Helga frænka saumaði á okkur systur; ljósbláu pokabuxurnar og jakki í stíl, allar systurnar eins, nú eða köflóttu pilsin. Það var alltaf eins og Helga frænka væri með helmingi fleiri stundir í sólarhringnum en við hin því þrátt fyrir afköst í bakstri og saumaskap vann hún alltaf utan heimilis. Hún var bara svo góð og hlý, hún Helga frænka á Skaganum, og þannig minnumst við hennar. Hugur okkar er hjá ykkur, elsku Gaui, Magga, Siggi, Snorri og fjölskyldur, sem hafið misst svo mikið. Berglind, Hildigunnur og Anna Margrét. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.