Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Horn, hraunflæði, Sýningin Handverk og Hönnun hefst í Ráðhúsinu í dag og hér getur að líta brota- brot af þeim hönnuðum sem þar koma saman. En á sýningunni mun m.a. gefa að líta verk leirlistarfólks, fatahönnuða, innanhúshönnuða og skartgripasmiða. Í dag hefst sýning/kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur á handverki, hönnun og listiðnaði. Sjálfseignarstofnunin Handverk og hönnun stendur fyrir sýningunni sem lýkur 20. maí en á heimasíðu þeirra, handverkoghonn- un.is, má finna frekari upplýsingar um þátttakendur og vörur þeirra. Hátt á fjórða tug listamanna mun þar sýna saman og kynna verk sín sem eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Á heimasíðu stofnunarinnar má einnig finna ýmsan fróðleik sem við kemur handverki og hönnun. Þar er hægt að finna upplýsingar um við- burði og sýningar auk þess sem hægt er að glugga í stóran gagnabanka listamanna og fá þar að kynnast verkum þeirra. Auk þess er hægt að finna þar gott safn bóka um hand- verks- og listiðnað og fá þær sendar heim. Vefsíðan www.handverkoghonnun.is Morgunblaðið/Ómar Tröllkarlar Á sýningunni í fyrra var hægt að finna allt frá tröllkörlum til hatta. Allt um handverkssýninguna Að loknu Eurovision í kvöld geta tón- listarþyrstir haldið á Bunk Bar til að hlýða á kjötsmiðinn Stafrænan Há- kon. Herlegheitin hefjast klukkan 22 og var hugmyndin að heiðra gesti sem þrá vorið eitt með melódískum og kraftmiklum tónum. Stafrænn Hákon gaf út plötuna Pramma í takmörkuðu upplagi rétt fyrir jólin og var hluti af plötunni tek- inn upp með höfuðið staðsett inni hanskahólfi á Pajero-jepplingi. Áhugasamir um óvenjulegar tónlist- arupptökur ættu því ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Að- gangur er frír. Endilega … … fagnaðu vor- inu á Bunk Bar Tónlistarmaðurinn Ólafur Jóseps- son kallar sig Stafrænan Hákon. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 16.-18. maí verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri, kjötborð ............ 2.798 3.398 2.798 kr. kg Lambafille m/fitu, kjötborð......... 3.698 4.098 3.698 kr. kg FK svínahnakki, kryddaður.......... 1.398 1.729 1.398 kr. kg FK svínakótelettur, kryddaðar ...... 1.398 1.850 1.398 kr. kg Fjallalambs fjallalæri.................. 1.398 1.598 1.398 kr. kg KS lambabógur, heill, frosinn...... 898 1.149 898 kr. kg Appelsínur ................................ 188 198 188 kr. kg Iceberg salat ............................. 298 428 298 kr. kg Bökunarkartöflur........................ 168 218 168 kr. kg Hagkaup Gildir 17.-20. maí verð nú áður mælie. verð Hagkaup grill lambalæri ............. 1.819 2.598 1.819 kr. kg Holta bbq vængir, 800 g ............ 418 697 418 kr. pk. Holta buffalóvængir, 800 g ......... 418 697 418 kr. pk. SS. kryddl. grísakótelettur........... 1.874 2.498 1874 kr. kg Veronabrauð ............................. 299 449 99 kr. stk. Brezel-saltkringlur ...................... 169 229 169 kr. stk. Sérbökuð vínarbrauð.................. 159 249 159 kr. stk. Kjarval Gildir 16.-19. maí verð nú áður mælie. verð SS kryddl. lambatvírifjur ............. 2.498 3.139 2.498 kr. kg SS kryddl. lærissneiðar .............. 2.878 3.598 2.878 kr. kg Holta kjúklingabringur ................ 2.398 2.898 2.398 kr. kg Sætar kartöflur .......................... 289 389 2.89 kr. kg Pepsi eða Pepsi Max, 2 l............. 198 295 99 kr. ltr Weetos heilhveitihringir, 350 g .... 467 549 467 kr. pk. Emmess Lurkar, bláberja ............ 399 498 399 kr. pk. Krónan Gildir 16.-19. maí verð nú áður mælie. verð Lambalæri ................................ 1.398 1.498 1.398 kr. kg Lambalæri, krydduð................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Lambafille m/fiturönd................ 3.868 4.298 3.868 kr. kg Ungnauta Roast Beef ................. 2.168 2.898 2.168 kr.kg Ungnauta Entrecote, erlent ......... 2.989 4.598 2.989 kr. kg Grísahnakki úrb., erlendur .......... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Krónu kjúklingur, ferskur ............. 798 859 798 kr. kg Nóatún Gildir 17.-19. maí verð nú áður mælie. verð Lambalærissneiðar, kjötborð....... 1.898 2.198 1.898 kr. kg Lambalæri, kjötbroð................... 1.498 1.698 1.498 kr. kg Ungnautahamborg. 120 g, kjötb. 229 289 229 kr. stk. Grísalundir m/sælkeraf., kjötb. ... 2.398 2.998 2.398 kr. kg ÍM kjúklingabringur .................... 2.099 2.469 2.099 kr. kg Mjólka hindberja skyrterta, 600 g 998 1.198 998 kr. stk. Trópí appelsínusafi ..................... 254 299 254 kr. stk. Þín verslun Gildir 16.-19. maí verð nú áður mælie. verð Fjallalambs lambafillé, kjötborð .. 3.798 4.998 3.798 kr. kg Ísfugl Tex Mex vængir ................. 540 675 540 kr. kg Ísfugl kalkúnagrillsneiðar ............ 1.679 2.098 1.679 kr. kg Hunt’s BBQ sósa original, 612 g . 298 425 487 kr. kg Sprite ....................................... 198 249 198 kr. l Egils Mix Öpp, 0,5 l.................... 129 179 258 kr. l Lays snakk, 175 g ..................... 349 399 1.995 kr. kg McCain Super franskar, 650 g .... 659 819 1.014 kr. kg Lambi WC pappír, 12 rúllur ......... 989 1.298 989 kr. pk. Lambi eldhúsrúllur, 3 stk. ........... 398 515 398 kr. pk. Helgartilboð Morgunblaðið/Golli T il bo ði n gi ld a 15 .- 20 .m aí 20 13 eð a m eð an bi rg ði r en d as t. Dásamlegt dekur Jasmine & Bergamot gjafakassi Eau de Toilette 75 ml, sturtugel 175 ml og húðmjólk 175 ml. Einnig til í Magnolia & Mûre, Thé Vert & Bigarade og Vanille & Narcisse. Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com 10.500 kr. Andvirði 14.490 kr. Guðmundur Örn Ólafsson er Suð-urnesjamað uppruna en hefurbúið norðan heiða síðastliðin ár, nánar tiltekið í Hrafnagilshverfi í Eyja- firði. Þar er Guðmundur Örn með vinnu- stofu í Grasrót-Iðngörðum við Hjalt- eyrargötu en þar er fjöldi listamanna samankominn í gömlum skrifstofum og trésmiðju Slippsins á Akureyri. Guðmundur Örn hefur lengi fengist við að smíða og haft sérstakan áhuga á því að búa eitthvað til og smíða úr hornum. „Ég byrjaði á því að smíða drykkjarhorn, hálsmen, ýmislegt slíkt. Síðan færðist ég meira yfir í hnífasmíðina og þá langaði mig að smíða þá alveg frá a til ö. Það varð til þess að ég fór að eldsmíða og smíða blöðin sjálfur fyrst úr stáli, síðan þarf að herða og slípa og loks handsauma ég slíðrið utan um. Ég hef verið duglegur að fikta mig áfram í gegnum tíðina og er nú í hópi eld- smiða hér á landi sem ákváðu að taka upp þessa gömlu aðferð sem var nánast að hverfa. Höldum við árlegaÍslandsmót á byggðasafninu á Akranesi og er gaman að sjá þetta gamla handverk lifna við,“ segir Guðmundur Örn sem hannar undir því tvíræða nafni Horny Viking. „Fólk verður stundum kindarlegt þegar ég segi því nafnið en þetta er nú bara tilkomið af því að ég smíða sköftin á hnífunum úr hornum,“ segir Guð- mundur Örn. Hann má heimsækja á vinnustofuna og einnig skoða vörunar á Facebooksíðu hans undir Horny Viking.Eldsmíði Guðmundur Örn að störfum í smiðju. Hnífasmíði Hnífasmíði Blöðin eru smíðuð úr stáli, hert og slípuð. Birna Kristín Friðriks-dóttir hannar og fram-leiðir peysur og húfur undir nafninu Volcap. Birna segir gosið í Eyjafjallajökli hafa kynt undir sköpunarþörf sinni og myndir af hraunrennslinu hafi veitt henni innblástur til að endurskapa það í ullinni. „Ég prófaði að búa til eins og hraunrennsli í ullina með því að setja lausa ull í svarta prjóna- voð sem tókst býsna vel. Ég byrjaði á því að framleiða húf- ur en byrjaði síðan í fyrra að framleiða peysur bæði á full- orðna og börn. Einnig geri ég værðarvoðir með sömu tækni þar sem ég nota þæfingarnál til að festa ullina og geri mynstrin þannig. Innblásturinn sæki ég ætíð í náttúr- una og reyni að ná fram því sem ég sé en ég hef líka mikið gert af mosamynstri og nota þá liti sem finnast úti í náttúrunni. Ég er mikið náttúrubarn og sameina þarna áhuga minn á náttúru Ís- lands og hönnun,“ segir Birna. Hún er menntaður handavinnukennari og nam einnig textílhönnun í Dan- mörku í eitt ár en auk þess hefur hún starfað sem leiðsögumaður. Birna hefur í mörg ár saumað á fjölskylduna en ætlar nú að láta á það reyna hvort hún geti fram- fleytt sér með hönnuninni. Hönn- un Birnu fæst t.a.m. í Álafossbúð- inni, Sögusetri og Kistunni í Hofi á Akureyri. Nánari upplýsingar um Volcap má nálgast á Facebook undir Volcap Iceland. Þá mun opna sýning Birnu og Hel- enu Óladóttur, áhugaljósmyndara, á Skörinni þann 24. maí næstkomandi. Volcap Hraun í ull. Innblásin af Eyjafjallajökli Hönnuður Birna Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.