Morgunblaðið - 16.05.2013, Síða 48

Morgunblaðið - 16.05.2013, Síða 48
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Vildi láta fjarlægja mynd af mbl.is 2. Vandræðalegt fyrir Sigmund 3. Skynsamari en Steingrímur telur 4. Tók 10 ára stúlku með valdi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin og listamannaþríeyk- ið Steed Lord sat fyrir í myndatöku fyrir vorlínu sænska fatamerkisins WeSC á dögunum. Meðlimir Steed Lord hafa verið fyrirsætur merkisins allt frá árinu 2007. Ljósmyndirnar fyrir vorlínuna tók Geoff Moore en Svala Björgvins, söngkona og einn liðsmanna Steed Lord, gegndi hlut- verki stílista. Steed Lord fyrirsæt- ur í vorlínu WeSC  Riding the Extremes er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Laugar- neskirkju 23. maí nk. kl. 20 en á þeim munu koma fram margir af fram- sæknustu tónlistarmönnum landsins í dag og úr heldur ólíkum áttum. Ítalski tilraunatónlistarmaðurinn Luca Brembilla stendur fyrir tónleik- unum en hann hefur verið við meist- aranám hér á landi og rannsakað í því íslenska tilraunatónlist. Brem- billa hefur m.a. unnið með Mugison og koma þeir fram á tónleikunum ásamt Björgvini Gíslasyni, Jóhanni Eiríkssyni, Úlfari Inga Haraldssyni, Ríkharði H. Friðrikssyni, Alexöndru Chernyshovu og Saleta Losada Rod- riguez. Ný verk verða flutt á tónleik- unum, verk sem voru sér- staklega samin fyrir þá og eru þau m.a. eftir Hafdísi Bjarnadótt- ur, Úlfar Inga Haraldsson, Árna Berg Zoëga og Corneliu Zam- bila. Riding the Extremes í Laugarneskirkju Á föstudag Norðlæg átt, 5-13 m/s við N- og NA-ströndina, annars hægari vindur. Dálítil rigning eða slydda á N-verðu landinu. Á laugardag Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast við V- ströndina. Léttskýjað N- og A-lands, Hiti víða 6 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15, léttskýjað á S-verðu landinu og skýjað með köflum V-lands. Rigning eða slydda annars staðar, VEÐUR Bjóst ekki við að komast svo langt Ejub Purisevic og Zoran Daníel Ljubi- cic hafa verið Íslendingar í hálfan annan áratug en fyrir rúmum 20 ár- um komu þeir saman til Íslands til að spila fótbolta og forða sér úr stríðinu sem geisaði í Júgóslavíu. Í kvöld mætast þeir í fyrsta skipti sem þjálf- arar í efstu deild. Heil um- ferð er leikin í Pepsi-deild karla í kvöld og ítar- lega er fjallað um hana í íþrótta- blaðinu. »2-3 Endurfundir hjá þjálf- urum í Ólafsvík í kvöld Serbinn Branislav Ivanovic var hetja Chelsea þegar liðið vann sigur í Evr- ópudeild UEFA í knattspyrnu í fyrsta sinn í gærkvöldi með því að leggja Benfica að velli í úrslitaleik á Amster- dam Arena. Á ögurstundu tryggði varnarmaðurinn öflugi sínum mönn- um sigurinn með skallamarki eftir hornspyrnu. Nokkrum andartökum síðar var flautað til leiksloka. »1 Chelsea vann Evrópu- bikarinn eftir dramatík ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Marsibil Clausen annamarsy@monitor.is Í vetur hefur námsgreinin lífsstíll verið kennd í vali fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk Rimaskóla í Reykjavík. Skipulögð kennsla af þessu tagi mun vera ný af nálinni í grunnskólum Íslands og er ætlað að efla heilsuvitund íslenskra ung- menna. Námsgreinin hefur mælst vel fyr- ir meðal nemenda sem komu saman ásamt kennurum og foreldrum í Gufunesbæ í Grafarvogi í gær á uppskeruhátíð lífsstílshópanna. Áslaug Traustadóttir og Eyrún Ragnarsdóttir kenna námsgreinina sem Áslaug segir ganga út á að kenna börnum að taka ábyrgð á eig- in lífsstíl. „Við viljum að þau þekki og kunni að raða saman réttu mataræði fyrir sig og fái að kynnast sem flestum formum á hreyfingu.“ Hún bætir við að mikið sé um brottfall úr íþróttum í efstu stigum grunnskóla en hún tel- ur það orsakast af því að unga fólkið geri sér ekki grein fyrir þeirri fjöl- breyttu hreyfingu sem því stendur til boða. „Það er til hreyfing fyrir alla og krakkarnir fá að finna það. Þau fara líka í verklega matreiðslu, næringarfræði, virka slökun og svefnfræðslu.“ 110 prósent mæting Innt eftir viðbrögðum unga fólks- ins við námsefninu segir Áslaug þau hafa verið stórkostleg. „Við erum með 110 prósent mætingu. Valið fylltist og nemendur sem ekki kom- ust að hafa samt mætt í hvern ein- asta tíma og beðið um að fá að vera með. Það eru meira að segja skóla- liðar í Rimaskóla sem hafa reynt að mæta þegar þeim gefst kostur á.“ Nemendurnir virðast duglegir við að nýta sér námið í hversdagslífinu því báðar hafa Áslaug og Eyrún heyrt til nemenda sinna fræða for- eldra sína um næringargildi vara í matvöruverslunum. „Maður er meira að segja kallaður til stundum. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Ás- laug, kampakát með árangurinn. Fengu styrk frá landlækni Lífsstíll verður aftur í boði sem valfag í Rimaskóla í haust. Verk- efnið er styrkt af Landlæknisemb- ættinu og hluta styrksins verður varið til kynningar á námsgreininni. „Okkar markmið er auðvitað að kveikja áhuga í hinum grunnskól- unum og þeir geta nálgast kennslu- efnið og leiðbeiningar með því hjá okkur,“ segir Áslaug. „Draumurinn er að sjálfsögðu að fara með þetta niður í mennta- og menningar- málaráðuneyti og að lífsstíll taki við því hlutverki sem íþróttir og heim- ilisfræði hafa gegnt,“ bætir hún við. „Lífsstíll er sérstök námsgrein að því leyti að hún á við á öllum greind- arsviðum svo að allir geti notið sín,“ segir Áslaug sem er vongóð um bætt heilsufar Íslendinga í höndum upp- lýstra ungmenna. „Það er til hreyfing fyrir alla“  Kennsla í lífsstíl naut gríðarlegra vinsælda í Rimaskóla í vetur Morgunblaðið/Eggert Uppskeruhátíð Gleðin var við völd í veislunni. F.v Áslaug Traustadóttir grunnskólakennari og Eyrún Ragnarsdóttir einkaþjálfari, ásamt krökkunum. 1 dl gróft haframjöl 3 dl kalt vatn 2 tsk. kanilduft (ekki sykur) 2 msk. blanda af hörfræjum og chia sem hafa legið í bleyti 1 stappaður banani ¼ epli Aðferð: Mælið haframjöl, vatn og kanil í pott og kveikið undir á meðalhita. Látið suðuna koma upp og látið malla í 1-2 mínútur meðan þið hrærið í. Takið pott- inn af hitanum. Stappið banana og hrærið saman við grautinn. Skerið eplið í mjög litla bita og bætið út í grautinn ásamt fræj- unum. Borðið með mjólk. Meistara- grautur MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löw- en, átti ekki von á því að hans mönnum tækist að komast í lokabaráttuna um sigurinn í EHF-keppninni en um helgina verður leikið til úrslita í henni í Nantes í Frakklandi. »2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.