Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Mbl. birti 8. maí grein eftir Jón Krist- jánsson, „kaupmann í Reykjavík og áhuga- mann um flugmál“, undir fyrirsögninni „Flug í Reykjavík“. Þar velur höfundur að beina til mín sam- tals 13 spurningum um ýmsa flugtengda þætti, og sem mér væri í reynd almennt ljúft að svara ítarlega. Ég hef hins vegar enga trú á því að ritstjórar blaðs- ins samþykki að ráðstafa mörgum síðum þess til að svara spurn- ingum, sem flestum er hægt að fá svarað í heimsókn á netið, t.d. á vefsíður þeirra þriggja stofnana innanríkisráðuneytis, sem með þessi mála fara. Hjá þeim eru samtals 876 starfsmenn, sem eru eflaust fúsir að veita slíkar upp- lýsingar. Til að byrja með vil ég því vekja athygli Jóns á vefsíðu Flugmála- stjórnar Íslands (www.caa.is), sem er ætlað að framfylgja lögum og reglum um flugmál, gefa m.a. út starfsleyfi til flugvalla og flugrek- enda, og annast eftirlit með þeim. Isavia ohf. (www.isavia.is) „annast rekstur og uppbyggingu allra flug- valla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð á íslenska flugstjórn- arsvæðinu“. Að lokum er Rann- sóknarnefnd flugslysa (www.rnf.is), sem „annast rann- sókn flugslysa, flugatvika og flug- umferðaratvika“ og hefur birt um- fangsmiklar upplýsingar um þau. Það þarf hins vegar engin geim- vísindi til þess að átta sig á þeim rauða þræði, sem tengir saman allar spurningar Jóns, og sem leiðir til þess að í reynd mætti stytta málið í eina kjarnaspurn- ingu: „Þarf áfram að vera tiltæk norður/suður flugbraut á Reykja- víkurflugvelli?“ Sem íbúi á Sól- eyjargötu, við hlið skrifstofu for- seta Íslands, á hann rétt á að fá svar við slíkri spurningu. Áður en hugað er að því, væri þó við hæfi að líta tæp 14 ár aftur í tímann. Þann 23. nóv. 1999 birti Mbl. frétt undir fyrirsögninni „Flug- völlurinn verði ein flugbraut“, og byggð- ist á viðtali við þáver- andi forseta borg- arstjórnar Reykjavíkur, sem þremur dögum síðar birti eigin grein í DV undir fyrirsögninni „Flugbraut í stað flugvallar?“. Þar kom fram það álit hans, að þar sem á Akureyri, Egilsstöðum og Ísa- firði væru flugvellir með aðeins eina flugbraut, væri ástæðulaust að hafa þær fleiri í Reykjavík. Af þessu tilefni ritaði ég grein undir fyrirsögninni „Hvað ræður ákvörðun um fjölda flugbrauta?“, sem Mbl. birti 27. nóv. 1999. Þar voru rakin þau al- þjóða ákvæði, sem almennt gilda um hönnun flugvalla, og skýrð sú lykilþýðing, sem svonefnd vindrós hvers staðar hefur varðandi nauð- synlegan fjölda flugbrauta svo nægjanleg nýting náist með hlið- sjón af hliðarvindsþoli flugvéla. Vindrós flugvalla í fjörðum eða dölum mótast af því umhverfi, og skýrir hvers vegna Akureyri, Eg- ilsstaðir og Ísafjörður komast af með eina flugbraut. Með stuðningi þáverandi R-lista í borgarstjórn náði hugmyndin um „flugbraut í stað flugvallar“ alla leið inn í aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, og þar lagt til að frá og með árinu 2016 verði aðeins ein flugbraut á Reykjavíkurflugvelli. Rétt er að minna á, að slíkt skipu- lag tekur fyrst gildi eftir að um- hverfisráðherra hefur samþykkt það og áritað. Með áritun ráð- herra, dags. 20. des. 2002, fylgdi eftirfarandi fyrirvari: „Uppbygg- ing í Vatnsmýri og tímasetning hennar er háð flutningi flug- starfsemi af svæðinu.“ Allir ráð- herrar, sem síðan hafa farið með samgöngumál, hafa lýst eindregn- um stuðningi sínum við áfram- haldandi rekstur Reykjavík- urflugvallar í Vatnsmýri, og sama gildir um samgönguáætlanir, sem Alþingi hefur samþykkt. Ákvæðið um lokun norður/suður flugbraut- arinnar er því markleysa. Flugstarfsemi í Vatnsmýrinni hófst haustið 1919 með starfsemi Flugfélags Íslands (nr. 1), og frumkvöðla þess minnst með virð- ingu, m.a. afa Jóns, sem var stjórnarformaður félagsins. Með bréfi atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytis til bæjarstjórnar Reykjavíkur, dags. 11. okt. 1937, var lagt til að í Vatnsmýri yrði byggður flugvöllur samkvæmt uppdrætti Gústafs E. Pálssonar verkfræðings. Það var þó fyrst 5. mars 1940 sem skipulagsnefnd Reykjavíkur samþykkti að mæla með erindinu, og þá eftir umfjöll- un sjö annarra kosta. Var tillagan síðan samþykkt á fundi bæjarráðs 9. mars 1940, tveimur mánuðum fyrir hernám Íslands 10. maí 1940. Reykjavíkurflugvöllur með að- eins eina flugbraut yrði með öllu óbrúklegur fyrir reglubundið áætl- unarflug, þannig að lokun norður/ suður flugbrautar þýddi sjálfkrafa að það legðist af. Þann 19. apríl s.l. undirrituðu borgarstjóri og innanríkisráðherra „Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli“. Einn þáttur þess er fyrhuguð bygging nýrrar flugstöðvar fyrir allt áætl- unarflugið á svæði Flugfélags Ís- lands, og fyrirhugað að hún verði tilbúin árið 2015. Undir þeim lið er eftirfarandi sérstaklega árétt- að: „Að gerð verði viðskiptaáætlun fyrir nýja flugstöð sem miðar að sjálfbærni hennar.“ Í því felst m.a. að fjárfesting í slíku mannvirki myndi fá eðlilegan afskriftartíma. Um allan heim er kunnugt um íbúa, sem velja sér búsetu í næsta nágrenni flugvallar, og krefjast síðan að honum verði lokað. Hér í Reykjavík, eins og annars staðar, verða minni hagsmunir að víkja fyrir meiri. Svar til Jóns Kristjánssonar Eftir Leif Magnússon »Um allan heim er kunnugt um íbúa, sem velja sér búsetu í næsta nágrenni flug- vallar, og krefjast síðan að honum verði lokað. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.