Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 18
VIÐTAL Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Þeir hafa mikla þörf fyrir að komast yfir auðlindir til þess að geta fóðrað efnahagslíf sitt og ef Bandaríkin leggja ekki næga áherslu á að styrkja tengslin við ríki eins og Ís- land í gegnum vinsamleg samskipti og fjárfestingar þá munu Kínverjar gera það. Og það þjónar til lengri tíma litið hvorki hagsmunum Banda- ríkjanna né Íslands.“ Þetta segir Richard S. Williamson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, í samtali við Morgunblaðið en hann var staddur hér á landi um síðustu helgi. Williamson á að baki langa reynslu úr bandarísku utanríkis- þjónustunni og hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi tveggja forseta Bandaríkjanna í utanríkismálum, þeirra Ronalds Reagans og George Bush eldri. Farið of langt í hina áttina Williamson gagnrýnir Barack Obama, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir að hafa ekki gætt hagsmuna Bandaríkjanna í utanríkismálum. Hann hafi enda aldrei haft mikinn áhuga á þeim málum. Hann segir að George W. Bush hafi í forsetatíð sinni færst of mikið í fang en Obama hafi hins vegar farið of langt í hina áttina. Áhugi hans sé á innanlands- málum og þá einkum velferðarmál- um. Þá hafi erfitt efnahagsástand heima fyrir dregið athygli hans frá hagsmunum Bandaríkjanna erlendis auk þess sem þreyta sé til staðar vegna langvarandi hernaðaraðgerða í Afganistan og Írak. „Ég tel að forsetinn hafi sýnt af sér kæruleysi með því að sinna ekki skyldum sínum í þessum efnum, hunsa þær og gefa eftir hagsmuni Bandaríkjanna á alþjóðavísu,“ segir Williamson. Hann segist þeirrar skoðunar að Obama hafi ekki skiling á stöðu Bandaríkjanna í heiminum, hagsmunum þeirra út á við og mik- ilvægi þess að standa vörð um vest- ræn gildi sem þau deili með ríkjum eins og til að mynda Íslandi og grundvallist á óafsalanlegum mann- réttindum. Obama telji þau gildi góð en það sama eigi hins vegar líka við um önnur gildi. Skammast sín fyrir mistökin „Ég held að hann skammist sín fyrir það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft í heiminum og sum af þeim mistökum sem við höf- um gert. Bandaríkin hafa vitanlega gert mistök en við gegndum einnig lykilhlutverki í að sigrast á nasism- anum, fasismanum, kommúnisman- um og alræðishyggjunni og við að halda kyndli frelsisins á lofti.“ Williamson segir afleiðingarnar af stefnu Obama sjást vel í tengslum við borgarastríðið í Sýrlandi þar sem Bandaríkjamenn hafi haldið að sér höndum í stað þess að taka af skarið á meðan 70-80 þúsundir manna hafi verið drepnar og hundruð þúsunda manna séu á vergangi í flóttamanna- búðum í nágrannaríkjunum. Þannig séu 600 þúsund flóttamenn í Jórd- aníu og 250-300 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn sæki einnig í miklum mæli til Íraks og Líbanons. Þær að- stæður grafi undan stöðugleika á svæðinu. Íran hagnast á ástandinu „Síðan stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að það ríki sem hagnast mest á þessu ástandi er Ír- an. Ríki sem er helsti stuðningsaðili hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Þeir eru að sigra í þessari baráttu vegna þess að við erum ekki að veita þeim mótspyrnu. Og Rússland og Kína hagnast einnig á þessu ástandi. Þetta grefur undan stöðu og hags- munum Evrópu, Bandaríkjanna og vestrænna ríkja og þeim grunngild- um sem þau byggja á.“ Sýrland sé þannig gott dæmi um það sem gerist þegar Bandaríkin neiti að veita forystu á alþjóðavett- vangi. Það sé hvorki Bandaríkjunum sjálfum né vinaþjóðum þeirra, sem deila sömu gildum, arfleifð og sögu, í hag. Það sjáist líka í sókn Kínverja víða um heim og ekki síst á norð- urhveli jarðar. Öfgamenn hafa fyllt tómarúmið „Ef Bandaríkin taka ekki að sér að veita slíka forystu þá verður það tómarúm sem skapast við það fyllt af einhverjum öðrum. Við höfum orðið vitni að því hvernig öfgaöfl hafa fyllt það tómarúm sem skapaðist í Sýr- landi vegna þess að við neituðum að aðstoða uppreisnarmennina fyrir tveimur árum síðan. Þessi öfgaöfl hafa náð þeim árangri sem þau hafa náð að hluta til vegna þess að við gerðum þeim það kleift með því að láta ástandið afskipta- laust,“ segir Willi- amson. „Erum ekki að veita mótspyrnu“  Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ segir ástandið í Sýrlandi til marks um það sem gerist þegar Bandaríkjamenn haldi að sér höndum  Gagnrýnir harðlega utanríkisstefnu Baracks Obama AFP Utanríkismál Richard S. Williamson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, segist telja að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að gæta hagsmuna Bandaríkjamanna á alþjóðavísu. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Á aðalfundi Mývatnsstofu, sem haldinn var í vikunni, var samþykkt ályktun þar sem lýst er áhyggjum af litlum fjármunum til uppbygg- ingar á ferðamannastöðum. Úrbæt- ur séu víða brýnar til að koma í veg fyrir óafturkræf náttúruspjöll. „Aðalfundur Mývatnsstofu lýsir áhyggjum af þeim farvegi sem þessi mál virðast vera að fara inn í, þar sem einstakir landeigendur hyggjast selja ferðamönnum að- gang að náttúruperlum. Aðalfundurinn skorar því á Sam- tök ferðaþjónustunnar og stjórn- völd að hefja nú þegar gjaldtöku af ferðamönnum sem staðið geti undir nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri á ferðamannastöðum á næstu árum, sem verði öllum til hagsbóta,“ segir í ályktuninni. Við Mývatn Lambfé á beit í sólinni. Gjald verði tekið af ferðamönnum Vinnuhópur Sameinuðu þjóð- anna um mis- munun gagnvart konum í lögum og framkvæmd mun dvelja á Ís- landi frá 16.-23. maí til að meta hvernig tekist hefur til að ná fram jafnrétti kynjanna sem og vernda og efla réttindi kvenna hér á landi. „Vinnuhópurinn hefur sérstakan áhuga á að skoða lög, lagaumbætur og stefnumál sem ríkisstjórnin kom í framkvæmd til að efla réttindi kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Kamala Chand- rakirana, sem fer fyrir hópnum. Reynt verður að leggja mat á hvaða áhrif fjármálahrunið árið 2008 hafði á réttindi kvenna og til hvaða aðgerða var gripið í því skyni að áhrifin yrðu sem minnst. Meðan á heimsókninni stendur mun hópurinn hitta embættismenn og fulltrúa ýmissa samtaka, auk sérfræðinga og fræðimanna. Hann mun heimsækja Reykjavík, Ak- ureyri og Dalvík og verður blaða- mannafundur haldinn 23. maí. Hópurinn mun skila af sér skýrslu með helstu niðurstöðum í júní 2014. Vinnuhópur metur jafnrétti á Íslandi Höfuðstöðvar SÞ í New York. STUTT Richard S. Williamson gegndi embætti sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð George W. Bush en áð- ur hafði hann meðal annars verið ráðgjafi tveggja Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, Ronalds Reag- ans og George Bush eldri. Williamson var ennfremur ráð- gjafi Mitts Romneys, sem atti kappi við Barack Obama í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári, í utanríkismálum. Sem sendifulltrúi Bandaríkjanna tók hann þátt í að binda enda á átök- in í Darfur-héraði í Súdan. Williamson er lögfræðingur að mennt og er meðal annars pró- fessor í alþjóðasamskiptum við Northwestern Uni- versity í Illinois-ríki í Bandaríkjunum og ráð- gjafi við Alþjóða- miðstöð mannréttinda- mála við DePaul University í Chicago- borg. Ráðgjafi tveggja forseta RICHARD S. WILLIAMSON Sölustaðir: Apótek Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Árbæjarapótek, Austurbæjarapótek, Femin.is, Garðsapótek, Heimkaup.is, Lyfja, Lyfjaval, Rimaapótek og Urðarapótek Þú færð silkimjúka fætur eftir aðeins eitt skipti Richard S. Williamson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.