Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Það eru enn himinháir skaflar og sumstaðar er búið að grafa djúpar rásir og göng í kringum húsin,“ segir Jón Þórarinsson, sauðfjárbóndi á bænum Hnjúki í Skíðadal. Síðustu daga hafa geislar sólarinnar náð að bræða dálítinn snjó yfir daginn, en það virðist þó duga skammt. „Snjór- inn hefur sigið og breyst dálítið,“ segir Jón. „Hann hefur ekki minnkað mikið.“ Sér ekki í auðan blett Sauðburður stendur víða sem hæst en sumir bændur hafa þó ekki tök á að hleypa nýbornum lömbum út, leyfa þeim að líta dagsins ljós og hreyfa sig. „Það er enn svo slæmt á sumum bæjum að það sér hvergi í auðan blett,“ segir Jón. „Það er enn víða þannig að það er rúmlega metra þykkur snjór yfir öllum túnum.“ Sjálfur fékk Jón aðstoð frá manni sem gróf með gröfu út úr stórum snjóskafli við húsin. „Það kom upp sú hugmynd að Dalvíkurbær geti að- stoðað bændur með því að hreinsa snjó frá útihúsum svo bændur komi lambfé út úr húsum,“ segir Jón, en hann fór ásamt Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknideild- ar Dalvíkurbyggðar, í gær og kann- aði stöðuna á bæjunum í kring. Þetta eru náttúruhamfarir Aðspurður segist Jón ekki vita hvernig túnin komi út úr þessu mikla og langvarandi fannfergi. „Það getur enginn látið sér detta það í hug ennþá,“ segir hann. Í samtali við Morgunblaðið í lok apríl vonaðist hann til að geta sett lambféð út eftir hálfan mánuð. „Það hefur enn ekki tekist að setja það út í rétt,“ segir Jón núna, rúmum hálfum mánuði síð- ar. Hann segir bændur í sveitinni binda vonir við fyrirhugaðar aðgerðir Dalvíkurbyggðar um mokstur við bæina. „Þessir blettir gætu þá þorn- að á tveimur til þremur dögum,“ seg- ir Jón. „Það er góð spá fyrir næstu helgi og þá er möguleiki á að menn geti komið kindunum inn á þessa auðu bletti.“ Nokkur heyskortur hefur verið hjá bændum á Norðurlandi. „Enn er ver- ið að keyra hey frá Suðurlandinu,“ segir Jón. „Það er gríðarlega mikið magn sem búið er að flytja hingað.“ Hann segir að enn hafi ekki borist svör frá Bjargráðasjóði um mögu- legar bætur til bænda vegna þessa langa veturs. „Þetta er sambærilegt því sem gekk yfir í haust. Þetta eru náttúruhamfarir.“ Hafa ekki tækjakost Nýlega voru send út dreifibréf til sauðfjárbænda í Dalvíkurbyggð þar sem bændur voru beðnir að hafa samband við sveitarfélagið ef þeir teldu sig þurfa á aðstoð að halda vegna fannfergis. „Eftir það fengum við viðbrögð frá þeim sem töldu sig þurfa á aðstoð að halda,“ segir Börk- ur Þór. Málið verður tekið fyrir í byggðarráði Dalvíkurbyggðar í dag og verður þá tekin ákvörðun um að- stoð til bændanna. Að sögn Barkar eru þetta fimm til sex bæir sem um ræðir og eru þeir allir í Svarfaðar- og Skíðadal. „Þessir bændur hafa ekki tækjakost til að koma sauðfénu úr húsi,“ segir Börkur Aðstoðin snýst í meginatriðum um að hjálpa bændum að moka frá hús- unum þannig að hægt sé að koma kindunum út. „Það er ekki verið að tala um að moka heilu túnin,“ bætir hann við. Börkur segir enn mikinn snjó á þessu svæði. „Þetta minnkar auðvit- að með hverjum deginum en það skiptir bændurna sérstaklega miklu máli að koma kindunum út núna,“ segir hann. „Við munum reyna að aðstoða þá sem óskuðu eftir því.“ „Þetta eru náttúruhamfarir“  Snjórinn hefur ekki minnkað að verulegu leyti  Bændur eiga erfitt með að hleypa út nýbornu fé  Dalvíkurbyggð aðstoði bændur við mokstur frá húsum  Hafa fengið talsvert hey frá Suðurlandi Ljósmynd/Jón Þórarinsson Bítur hægt á Svona var staðan á bænum Hnjúki í Skíðadal í Dalvíkurbyggð í gær, miðvikudaginn 15. maí. Snjórinn hefur ekki minnkað að verulegu leyti síðasta hálfa mánuðinn og hafa sumir sauðfjárbændur ekki tök á að setja fé út. Hús á kafi Lítið hefur breyst á Hnjúki í Skíðadal síðan í lok apríl. Þá höfðu þó ekki verið grafin göng milli íbúðar- og fjárhúss líkt og í dag. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Ís- lands, kannaði stöðu mála á Norðurlandi í byrjun maí. „Það er búið að fara vel yfir þetta,“ segir hann. „Menn þurfa að sjá hvernig vorinu vindur fram.“ Aðspurður segir Sigurgeir að bændur eigi rétt á styrk úr Bjargráðasjóði vegna kals og girðinga. Vasar sjóðsins eru þó ekki djúpir og að sögn Sigur- geirs hrekkur fé hans ekki til þegar náttúran grípur inn í með svo öfgakenndum hætti. „Ég tel, að ef illa fer þurfi að tryggja sjóðnum aukna fjármuni,“ segir hann. Sigurgeir sagði lausnir í þessu máli þó að einhverju leyti á ís á meðan stjórnarmynd- unarviðræður ættu sér stað. Eiga rétt á styrk SJÓÐURINN DUGAR EKKI Vesturhraun 5 Garðabæ Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2000 Bíldshöfði 16 Reykjavík Mán.–fim.: 08:00–18:00 Föstudaga: 08:00–17:00 Laugardag: 10:00–14:00 Sími: 530 2002 Smiðjuvegi 11e, gul gata Kópavogi Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2028 Freyjunes 4 Akureyri Mán.–fös.: 08:00–12:00 13:00–17:00 Sími: 461 4800 VIÐ ERUM WÜRTH www.wurth.is Viðar Arason Söluráðgjafi Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru af- hent í 18. sinn í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráð- herra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti verðlaunin. Sveitadagar að vori í Varmahlíð- arskóla hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2013. Markmiðið með verkefninu er að nemendur kynnist störfum í sveit og læri þannig að þekkja mikilvægi land- búnaðar í heimahéraði. „Verkefnið tekur vel á tengslum grunnskólans við nærsamfélagið og með því nær skólinn að tileinka sér tengsl og þekkingu á sinni heimabyggð sem eru eitt af einkennum skólastarfs- ins. Verkefnið sýnir þá hugvitssemi og elju sem foreldrar og starfsfólk skólans hafa,“ sagði Brian D. Mar- shall, formaður dómnefndar. Hvatningarverðlaun 2013 hlaut Barnabær – verkefni sem starfrækt er á Stokkseyri og Eyrarbakka. Sérstaka viðurkenningu fengu samtökin SAMFOK, Samtök for- eldra og barna í Reykjavík, sem fagna þrjátíu ára afmæli í ár. Verðlaun Fulltrúar Varmahlíðarskóla, sem fengu Foreldraverðlaunin, ásamt menntamálaráðherra og formanni Heimilis og skóla. Varmahlíðarskóli verðlaunaður  Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.