Morgunblaðið - 16.05.2013, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Það geta allir notað golfkortið Til eru tvær gerðir af golfkortinu, einstaklingskort og fjölskyldukort. Einstaklingskort kostar kr. 9.000 Fjölskyldukort kostar kr. 14.000 og gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn 16 ára og yngri. 30 Golfvellir 1 kort Golfkortið veitir fría spilun á 28 golfvelli víðsvegar um landið. Að auki gildir kortið 2 fyrir 1 á nokkra velli. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.golfkortid.is www.golfkortid.is www.golfkortid.is Veðrið lék við þátttakendur í barnavagnagöngu í gær í Elliða- árdalnum, en Barnavagnavika Ferðafélags Íslands hófst sl. mánudag. Gengið verður áfram út vikuna og í dag verður lagt upp frá Nauthól en á morgun frá Húsdýragarðinum. Brottför er kl. 12 og fararstjóri er Auður Kjartansdóttir. Barnavagna- ganga er hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur, með léttum æfingum, teygjum og slökun og tekur ekki nema rétt rúma klukkustund. Að ganga með barnavagna og kerrur hefur lagst vel í borgarbúa og mæting verið góð. Morgunblaðið/Ómar Pabbar, mömmur, afar og ömmur gengu fylktu liði með barnavagna niður Elliðaárdalinn Mikil og góð þátttaka í Barnavagnaviku Ferðafélags Íslands Maðurinn sem var handtekinn í síð- ustu viku í tengslum við mannslát á Egilsstöðum hefur hvorki neitað né játað að hafa ráðið manninum bana. Ekki náðist í Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjón á Eskifirði, sem fer með rannsókn málsins, en í fréttum RÚV var haft eftir honum að rannsóknin væri í góðu ferli. Heimildir RÚV hermdu að búið væri að senda sýni til Svíþjóðar í DNA-rannsókn. Niðurstaða lægi fyrir á næstu vikum. Hefur hvorki játað né neitað sök Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborg Reykjavíkur voru kynntar á opnum fundi í gær en bæði aðilar ferðaþjónustunnar og verslunarrekendur hafa lýst áhyggjum af lokun gatna í sumar. Klapparstígur neðan Hverfisgötu og hlutar Hverfisgötu og Frakka- stígs verða lokaðir í sumar meðan á framkvæmdum þar stendur. „Það gera sér allir grein fyrir að menn fara ekki í svona fram- kvæmdir án þess að það valdi rösk- un. Þetta hefur tímabundin áhrif á ferðaþjónustuna en vonandi fáum við fallegri borg sem heilsársdval- arstað fyrir vikið. Framkvæmdirnar eru til þess gerðar að gera miðborg- ina betri fyrir íbúa, rekstraraðila og gesti,“ segir Einar Bárðarson, for- stöðumaður Höfuðborgarstofu. Að sögn Gunnars Vals Sveins- sonar, verkefnastjóra hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, áttu fulltrúar samtakanna fund með borgaryfirvöldum á mánudag til að ræða framkvæmdirnar. „Borgin ætlar að gera sitt besta til þess að umferð gangi eðlilega fyrir sig með- an á framkvæmdunum stendur. Við vonumst til þess að borgin verði við því að flýta framkvæmdum svo þetta verði ekki langur tími, þar sem Klapparstígur og Hverfisgata frá Klapparstíg til Frakkastígs eru lokuð á sama tíma. Þeir eru meðvit- aðir um það hjá borginni,“ segir Gunnar. Fjöldi gistirýma er við Hverfis- götu og Laugaveg við Klapparstíg og því mikilvægt að hópferðabílar komist þar að. Að öðrum kosti segir Gunnar að bílarnir þurfi að leggja við Arnarhól og gestir að ganga þaðan. „Við erum ánægð með að hafa fengið þennan fund og að borg- in sýni þessu skilning. Við trúum því og treystum að það verði þann- ig.“ Treysta á að framkvæmdum í borginni í sumar verði flýtt  Nokkrar götur í miðborginni lokaðar  Áhyggjur ferðaþjónustu af aðgengi Morgunblaðið/Kristinn Miðborg Miklar endurbætur hafa þegar verið gerðar á Klapparstíg. Annir voru hjá lögreglu og björg- unarsveitum á Austurlandi í gær vegna ófærðar á heiðum. Var björgunarsveitin Hérað m.a. kölluð út frá Egilsstöðum til að aðstoða ökumann bifreiðar sem festist í fannfergi á Breiðdalsheiði. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum lentu margir ökumenn á fólksbílum á sumardekkjum í vand- ræðum þegar bæta tók í vind í gær. Við það hefði snjór fokið til og heið- arnar fljótt orðið ófærar. Gekk veðrið niður með deginum. Ófært á heiðum á Austurlandi Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. maí að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Hann var hand- tekinn á þriðjudag og er talinn hafa numið á brott stúlku á ellefta ári og brotið kynferðislega gegn henni. Foreldrar stúlkunnar tilkynntu lögreglu brotið síðdegis á þriðju- dag en þá var hún nýkomin heim til sín í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var stúlkan á leið heim úr skóla á þriðja tímanum eftir há- degi þegar ókunnugur maður tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreiðar sem hann ók. Því næst ók hann með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og þar er maðurinn talinn hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Að því loknu keyrði maðurinn stúlkuna aftur í Vesturbæinn þar sem hann hleypti henni út, en þó fjarri heimili hennar. Þaðan gekk stúlkan heim til sín. Á meðan mað- urinn hélt henni nauðugri hafði hann í grófum hótunum við hana. Komið við sögu lögreglu áður Eftir að lögreglu hafði verið til- kynnt málið var stúlkan flutt á sjúkrahús til skoðunar og var fulltrúi barnaverndaryfirvalda kall- aður til. Í kjölfarið var hafin um- fangsmikil leit að manninum og ökutæki hans. Bíllinn fannst skömmu síðar við heimili mannsins í austurborginni og var hann heima þegar lögreglu bar að garði. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Í tilkynningu lögreglu vegna málsins segir að þakka megi stúlk- unni sjálfri það að maðurinn hafi verið handtekinn. Hún hafi getað gefið greinargóða lýsingu á mann- inum, bílnum og leiðinni sem hann ók. Hann mun hafa komið áður við sögu lögreglu, þó ekki vegna brota af þessu tagi. Óskaði lögregla eftir gæsluvarðhaldi yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki er ljóst hvort maðurinn hyggst áfrýja úrskurði héraðs- dóms. Braut gegn tíu ára telpu  Nam telpuna á brott í Vesturbæ Reykjavíkur og beitti hana kynferðisofbeldi  Settur í gæsluvarðhald til 29. maí Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.