Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 ✝ Valdimar Agn-ar Ásgeirsson fæddist 26. nóv- ember 1928 að Kvíabryggju í Grundarfirði. Hann lést á Landspítal- anum 5. maí 2013. Foreldar hans voru Ásgeir Krist- mundsson vega- verkstjóri, f. 23. júní 1905 í Tungu við Bolungarvík, d. 23. ágúst 1969, og Elísabet Halldóra Helgadóttir, f. 8. september 1908 í Reykjavík, d. 22. apríl 2002. Systkini Valdimars eru: Frið- rikka Margrét. f. 2. febrúar 1931, d. 17. mars 2010, Anna. f. 5. júlí 1933, d. júní 2004, Helga, f. 26. nóvember 1936, d. 20. október 2004, Óskar f. 12. sept- ember 1941, Elísabet Ásgerður, 15. september 1942, d. 14. nóv- ember 1944, Aðalsteinn, f. 27. febrúar 1946. marsdóttir f. 31. mars 1962, d. 8. mars 2013, börn Sara Sigur- jónsdóttir, f. 27. ágúst 1987, Sindri Sigurjónsson, f. 4. febr- úar 1989, og Sölvi Sigurjónsson, f. 15. apríl 1994. Barna- barnabarn er eitt. Kristrún Valdimarsdóttir, f. 3. júní 1963, d. 19. ágúst 1963, Kristján Gunnar Valdimarsson, f. 1. októ- ber 1964. Börn Kolbrún f. 3. júní 1981, Valdimar Bersi f. 6. sept- ember 1994, Katla f. 31. janúar 2001. Valdimar Agnar Valdi- marsson, f. 21. janúar 1975, maki Helga Rúna Péturs, f. 21. febrúar 1973, dóttir þeirra er Tinna Björt, f. 5. maí 2010. Valdimar var í foreldra- húsum að Kvíabryggju í Grund- arfirði fyrstu 16 ár ævi sinnar en þá flutti hann til Reykjavík- ur. Hann starfaði sem sjómaður í strandsiglingum við Ísland og síðar í millilandasiglingum hjá Eimskipafélagi Íslands til 1960. Frá þeim tíma starfaði Valdi- mar sem málari í Reykjavík. Hann hóf nám í málaraiðn hjá Camillusi W Bjarnasyni mál- aramaeistara og lauk sveins- prófi 1979. Útför Valdimars fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 16. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Árið 1950 giftist Valdimar Gyðu Svavarsdóttur, f. 2. febrúar 1932, þau skildu. Börn þeirra Sigurborg Valdi- marsdóttir, f. 14. desember 1949, maki Jón Ólafsson, f. 11. apríl 1948, börn þeirra eru Þorgeir, f. 12. ágúst 1969, Ólafur, f. 8. júní 1973, og Geirlaug Eva, f. 28. mars 1980. Barna- barnabörnin eru fimm. Barna- barnabarnabarn er eitt. Ásgeir Valdimarsson, f. 19. apríl 1954, maki Hulda Jeremíasdóttir, f. 31. júlí 1950, börn þeirra eru Lísa, f. 15. september 1975, Val- dís, f. 16. október 1979, Valdi- mar, f. 29. júní 1987. Barna- barnabörnin fjögur. 29. september 1962 giftist Valdimar Kolbrúnu J. Kristjáns- dóttur, f. 18. apríl 1942 (skildu). Börn þeirra: Berglind Valdi- Pabbi minn, Valdimar Agnar Ásgeirsson, vinur og félagi, er látinn. Hver þekkir það ekki að það er sama hvað aðdragandinn að því óumflýjanlega er langur, eða hvað aldurinn á þeim sem maður elskar og þykir vænt um er hár, þá spyr maður sig alltaf, af hverju fékk hann ekki að lifa aðeins lengur? Manni finnst tíminn aldrei kominn. Þó að pabbi hafi lært mál- araiðn og starfaði við það lung- ann af sinni starfsævi þá var honum veiði- og sjómennskan alltaf ofarlega í huga. Ég minn- ist alltaf orða Soffaníasar Cecilssonar útgerðarmanns frá Grundarfirði þegar hann sagði við mig einu sinni, að hann hefði haft mikla trú á að pabbi hefði orðið mikill aflaskipstjóri, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það var rétt mat hjá Soffa því veiði og sjómennska var hans líf og yndi. Ég keypti mér bát haustið 1985 og ætlaði að fara á skak sem ég og gerði, pabba leist ekkert á það að ég færi út á sjó einn blautur á bakvið bæði eyr- un og kynni ekki neitt eins og hann orðaði það, ég var reyndar búinn að vera talsvert mikið á sjó, nema hvað hann kom vestur og við rérum saman um vet- urinn, það var mjög gott og gaman að hafa hann með. Hann var útsjónarsamur og glöggur en hjá pabba var sjaldan nógu vont veður til að fara í land eða of vont til að fara ekki út á sjó. Eitt sinn þegar við vorum á leið í land með bátinn alveg fullan og rúmlega það þá þurftum við að stoppa á miðjum Grundar- firðinum og bæta olíu á tankinn. Við það að stoppa seig báturinn það mikið að það var rétt við það að flæða inn í hann. Þá sagði pabbi: við verðum að vera fljótir að hífa upp úr bátnum þegar við komum að bryggju því þar er miklu minni selta og hann sekkur sennilega þegar þú slærð af. Við gerðum því allt klárt til að vera fljótir að hífa upp, það stóð heima við urðum að landa uppá líf og dauða, það rétt slapp. Pabbi var einstaklega orð- heppinn og var oft fljótur að kippa móralnum í lag, það var alltaf stutt í grínið hjá honum. Eitt sinn þegar hann var að fara að veiða með stöng í ónefndu vatni sem var vægast sagt á gráu svæði, þá sagði hann að það væri allt í lagi, hann þættist bara vera heyrnarlaus og ekk- ert skilja ef einhver kæmi. Svona óþarfa reglur, boð og bönn voru ekkert endilega að þvælast mikið fyrir honum. Pabbi var mjög fiskinn og hafði gaman af því að veiða. Við vor- um að veiða saman eitt sinn upp í Þverá, það var mjög treg veiði en pabba tókst alltaf að fá fisk. Í hvert sinn sem við komum upp í veiðihús þá var einn veiði- maður sem spurði pabba alltaf að því hvernig hann færi að þessu, gamli var farinn að þreytast eitthvað á þessu og bað því manninn að koma með sér út í bíl, hann skyldi sýna honum trikkið. Maðurinn ljómaði allur því nú fengi hann að vita leynd- ardóminn, pabbi tók veiðistöng- ina sína úr bílnum og sagði, sérðu svona á að gera þetta, þú þræðir maðkinn á öngulinn, sérðu, og svo tekur þú stöngina svona og svo hendir þú maðk- inum sem er kominn á öngulinn út í ána, það get ég sagt þér að það eru talsvert meiri líkur á að fá fisk þar heldur en inni í bíln- um, maðurinn spurði aldrei aft- ur. Það eru mörg og skemmti- leg atvik og sögur sem maður geymir í minningunni sem við munum eflaust fara yfir og rifja upp þegar við hittumst aftur. Það er vont að þurfa að kyngja því að komið sé að hinstu kveðjustund, þín er og verður sárt saknað elsku pabbi minn, en við erum öll þakklát fyrir allar þær ánægju- og gleðistundir sem við áttum sam- an. Guð blessi þig og varðveiti. Ásgeir Valdimarsson og fjölskylda. Þá ertu farinn pabbi minn. Þú kenndir mér m.a. að vinna og að veiða. Ég minnist ótelj- andi veiðiferða þegar ég var krakki og oftar en ekki var farið eftir vinnu. Á heimleið eftir slíka túra var það mitt hlutverk að sjá til þess að þú lokaðir ekki augunum við aksturinn eftir langan dag. Það var verðugt verkefni. Nú hefur þú lokað augunum í hinsta sinn. Það var kominn tími og þú saddur líf- daga. Eitt sinn sagðir þú: „Ég er fæddur til að lifa, elska og njóta“. Óhætt er að segja að það hafi tekist. Guð blessi þig og þakka þér fyrir tímann sem við áttum. Þinn sonur, Valdimar Agnar. Elsku Valdi. Nú ertu farinn frá okkur. Þú varst afar ósáttur við veikindi þín þessa tvo síðustu mánuði lífs þíns og alls sem þú þurftir að þola. Það var ekki oft sem ég heyrði þig kvarta, ekki vegna eigin vandamála. Þú hafðir hins vegar sterkar skoðanir og viðr- aðir þær oftast, alltaf þó þannig að allir höfðu einstaklega gaman af. Þú varst einstaklega orð- heppinn og fyndinn og það var ávallt gaman í kringum þig. Svo varstu líka blíður, góður og göf- ugur. Þegar dóttir mín Tinna Björt fæddist þá naustu þín í afahlutverkinu. Hún var litli sól- argeislinn þinn. Það er því kannski viðeigandi að þú hafir yfirgefið þennan jarðneska heim á afmælisdegi hennar. Þessi dagur mun halda áfram að vera gleðidagur, dagurinn sem Tinna Björt fæddist og dagurinn sem við minnumst þín. Hún hefði ekki getað átt betri afa en þig, sem var stoltur, ljúfur og gjaf- mildur. Ég mun aldrei gleyma því hversu góður afi þú varst henni og hversu góður tengda- faðir þú varst mér. Ég gladdist alltaf þegar þú varst nálægt, hvort sem það var á gleði- eða sorgarstundu, þú fékkst mig alltaf til að brosa. Það var ein- stakur kostur í þínu fari og ég veit að sagðar verða margar skemmtisögur um þig. Þú náðir að gleðja fólkið í kringum þig með gullkornum og gleðisögum síðustu daga lífs þíns, þó afar veikur værir. Ég mun minnast hversu ævintýralegu lífi þú lifðir og hversu einstakur sögumaður þú varst. Alltaf hlógum við jafn mikið, bæði þú og við hin sem á hlustuðum. Við munum halda því áfram. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Helga Rúna Péturs. Pabbi kvaddi þennan heim rétt tveimur mánuðum á eftir Berglindi systur. Það var sér- kennileg tilfinning að standa á torgi í útlenskri borg og fá sím- tal um að pabbi væri dáinn. Tíminn stendur í stað og minn- ingar hrannast upp. Í gegnum klíku fékk ég vinnu hjá pabba í skólafríum við að mála. Hvað gat verið betra en vera í útivinnu á sumrin þegar ekki var hægt að vinna nema í góðu veðri og fá frí í rigningu. Pabbi var mjög duglegur til vinnu og ósérhlífinn. Hann hafði gott verksvit og gerði kröfur til þeirra sem unnu hjá honum. Fyrir mörgum árum lét hann smíða lyftu eftir eigin hugmynd- um sem notuð var við að mála blokkir og reyndist afar vel. Sum verk voru erfiðari en önnur en honum fannst lítið mál að hlaupa um bröttustu þökin á húsunum í Reykjavík og skildi ekkert í yngri mönnunum sem voru ef til vill ekki jafn kaldir. Hann var mjög skemmtileg- ur, mikill húmoristi og átti alltaf góð samskipti við viðskiptavini. Sem dæmi um húmor pabba var þegar bíllinn hans, sem var kyrrstæður og mannlaus, var gjöreyðilagður af ökufanti, en ekki var vitað hver sá var. Kom viðtal í sjónvarpsfréttum við pabba, sem var þá orðinn ellilíf- eyrisþegi, og hann spurður hvernig væri að missa bílinn sinn svona. Hann svaraði því til að þetta væri eins og að missa hest eða góða konu. Þetta er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í huga fólks en eftir að það er sagt blasir þetta auðvitað við. Hann sagði skemmtilega frá og gaman var að hlusta þegar hann sagði frá ævintýrum sín- um í siglingunum þegar hann var að koma til Evrópu rétt eft- ir að seinni heimsstyrjöld lauk. Verslað var tóbak í einni höfn sem notað var til að greiða fyrir áfengi í næstu sem notað var sem gjaldmiðill í þarnæstu. Og ekki fékkst allt á Íslandi þessi ár og reynt var að koma til móts við þarfir landans. Menn skemmtu sér á öldurhúsum – sungu Louis Armstrong og slóg- ust stundum við heimamenn. Þá var leyft og æft alvöru box á Ís- landi. Þetta var í gamla daga. Pabbi var góður maður og mátti ekkert aumt sjá – hann reyndist mér afar vel og studdi mig heilshugar í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Fyrir það er ég afar þakklátur. Ég trúi því að allt hafi tilgang í lífinu. Pabbi hafi lokið sínu verki hér. Við sem eftir lifum minnumst hans og vera hans hér mun hafa áhrif á okkur alla okkar daga. Öllu er afmörkuð stund – að fæðast og deyja hefur sinn tíma – að hlæja og gráta hefur sinn tíma. Það er erfiður tími að kveðja föður sinn – þann sem maður hefur treyst á alla sína ævi – þann sem maður gat alltaf leitað til og gaf manni ráð og var stoð og stytta. Nú er hann farinn héðan. Minnst er orða Jesú: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Þótt hin jarðneska tjald- búð pabba hafi verið rifin niður þá hefur hann hús frá Guði, ei- líft hús á himnum. Megi Guð gefa styrk í sorg okkar. Kristján Gunnar Valdimarsson. Sumir njóta þeirrar gæfu að vera alltaf kátir, hressir og kraftmiklir. Valdi, fyrrverandi tengdapabbi minn, var einn af þeim. Hann talaði hátt, var opin- skár og hafði skoðanir á öllu. Hann blótaði hressilega þegar það átti við, hló mikið og hátt og sá oftast broslegu hliðina á hlut- unum. Valdi elskaði að segja frá og hann gerði það mjög skemmti- lega og með tilþrifum. Hann sagði mér oft frá því þegar hann sigldi með afa mínum Guðmundi á Súðinni og óteljandi sögur af Fossunum. Valdi og pabbi áttu þetta sameiginlegt, eins og svo margt annað, og gátu skemmt sér vel yfir sögunum hans. Hann hjálpaði okkur mikið, allt frá því að mála heilu íbúð- irnar og að passa Valdimar Bersa í að færa okkur kartöflur úr Kolaportinu. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa. Valdi „kíkti“ oft í heimsókn. Hann vildi ekki láta hafa fyrir sér, fékk sér kaffi og spjallaði um heima og geima, pólitík og alla vitleysingana á þingi, veiði- ferðir, box eða sagði sögur af gamlingjunum í kringum hann. Þetta voru góðar stundir. Við kveðjustund leiðir maður hugann að því hve mismunandi fótspor fólk skilur eftir sig. Við- horf, athafnir og eiginleikar móta minningarnar. Minning- arnar sem við eigum um Valda eru margar og góðar og við virðum þær og varðveitum. Ásta Valdimarsdóttir. Valdimar Agnar Ásgeirsson ✝ Erna Stefaníafæddist í Sel- koti undir Austur- Eyjafjöllum 11. febrúar 1941. Hún lést 30. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Gróa Sveinsdóttir frá Selkoti og Gissur Gissurarson frá Drangshlíð. Systkinin voru alls sex, hin eru: Anna Valgerður, Svein- borg Svanhvít, Guðfinna, Kol- beinn Gissur og Þóra Hjördís. Erna giftist Matthíasi Guð- mundssyni frá Skipagerði í Vest- ur-Landeyjum 17. ágúst 1963. Þau eiga eina dóttur, Birnu, og tvö barnabörn, Ernu Karídad og Birtu Klöru. Maður Birnu er Jorge Fernandes. Útför Ernu fór fram 8. apríl 2013. Mig langar að minnast ást- kærrar systur minnar, hennar Ernu Stefaníu. Erna upplifði hefðbundna æsku í sveitinni okk- ar fögru undir Austur-Eyjafjöll- um. Frá barnæsku þar til hún flutti til Reykjavíkur með sínum heittelskaða manni vann Erna við öll venjuleg sveitastörf og gátu vinnudagarnir orðið talsvert lang- ir fyrir unga stúlku. Við Erna vor- um miklir leikfélagar, enda stutt á milli okkar. Hún var eldri og réð því miklu, eða frekar öllu, um hvað við tókum okkur fyrir hend- ur. Helstu leikir í þá daga voru hlutverkaleikir, þar sem hlaðnir voru upp bóndabæir og útihús sem Kolbeinn bróðir okkar sá um smíðina á. Síðan voru kjálkar og kögglar notaðir sem skepnur. Í þessum leikjum undum við okkur dögum saman, þ.e. þegar við vor- um ekki í skóla eða í vinnu á bæn- um okkar Selkoti. Erna hafði mik- ið dálæti á hestum og hafði sérstakt lag á þeim, sérstaklega einum sem engum tókst að ná nema henni. Einn leikur okkar fólst einmitt í því að við vorum að leika hesta á beit, en til þeirrar iðju notuðum við dósir til að bíta grasið. Ég reyndar öfundaði Ernu einhver ósköp, því henni hafði áskotnast forláta dós úr kopar, á meðan ég þurfti að sætta mig við dós undan skósvertu. Öll leikföng voru í þá daga heimatilbúin, nokk- uð sem krökkum í dag þætti ef- laust lítið til koma. Erna var mikið náttúrubarn sem undi hag sínum hvergi betur en úti í guðsgrænni náttúrunni. Eitt sinn sem oftar þegar við Erna vorum að ganga til kinda var ákveðið að komast upp að Guðnasteini á Eyjafjallajökli, sem þætti nú ekkert stórmál, nema fyrir þær sakir að við vorum ekki nema níu og ellefu ára. Þessi ferð var mín fyrsta og örugglega síðasta ferð á jökulinn. Allt það sem skiptir máli er já- kvætt hugarfar, hlý hönd og vin- arþel, en það sýndu þau hjón Erna og Matti mér og minni fjöl- skyldu, þegar eldgosið í Vest- mannaeyjum brast á, en þá stóð þeirra heimili okkur opið. Allan þann tíma sem við dvöldum hjá þeim fann maður ekki annað en allt væri guðvelkomið og sjálf- sagt. Maðurinn minn, Steini „stóri“, kynntist þeim hjónum mjög vel á þessum tíma og hafði hann oft á orði hversu gott og göf- ugt fólk þetta var. Ég skrifa þessar línur í tals- verðri sorg en Steini eiginmaður minn lést tveimur vikum áður en Erna systir hvarf á vit forfeðr- anna og þótti mér það aðeins of stór skammtur, en það er bara einn sem ræður. Ég sakna Ernu innilega. Elsku Matti, Birna, Jorge Fernandes, Erna Karídad og Birta Klara, Guð styrki ykkur í sorginni. Þóra Gissurardóttir og synir. Elsku Erna mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég man svo vel þegar þú fæddist, þá var ég 10 ára, amma okkar tók á móti þér, á meðan hún kláraði að sinna mömmu lagði hún þig í rúm- ið mitt í baðstofunni heima. Ég var svo uppnumin og mér fannst þú svo falleg, ég lagðist á hnén og umvafði þetta undur fallega barn með stóru bláu augun. Erna gekk í hjónaband með Matthíasi Guðmundssyni 12. ágúst 1963. Hún sagði alltaf að það hefði verið hennar stóra gæfuspor í lífinu þegar hún giftist honum Matta sínum eins og hann var alltaf kallaður. Saman eiga þau eina dóttur, Birnu, sem er í sambúð með Jórhe Fernando. Þau eiga tvær dætur, sannkallað- ir augasteinar ömmu sinnar. Elsku Erna, ég minnist áranna sem við Gústi bjuggum í Löngu- brekku, þá var oft glatt á hjalla. Þið hjónin og fleiri góðir vinir söfnuðust saman og fögnuðu nýju ári með okkur. Þetta voru góðir tímar sem ég minnist með gleði og söknuði. Seinna urðum við ná- grannar í Skólagerði, eða um 20 ár, aldrei bar skugga á þá vináttu. Ég man að þú hringdir oft yfir til okkar þegar við vorum komin heim úr vinnu og spurðir hvort okkur langaði ekki að kíkja í búð- ir. Við höfðum öll dálítið gaman af því, minn maður var einstaklega lipur við okkur systurnar, að snú- ast með okkur. Elsku Erna mín, nú sakna ég þess að fá ekki frá þér símhring- ingar, það eru 17 ár síðan við flutt- um úr Skólagerði og við töluðum saman í símann nánast daglega. Traustari vin og orðvarari mann- eskju þekki ég ekki. Erna var mikill dýravinur, hún átti kisur og það sem hún var um- hyggjusöm við þær. Hún fór til dæmis ekki að sofa fyrr en þær voru komnar í hús á kvöldin. Mað- ur fylltist aðdáun að fylgjast með þessu. Elsku Erna, þú ferð alltof fljótt frá okkur. Þú varst næstyngst af okkur sex systkinum. Ég á minn- ingu um góða systur. Kveðja, þín systir Svanhvít. Erna Stefanía Gissurardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.