Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 B jörn R. Einarsson hljómsveitarstjóri fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Grjóta- þorpinu. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og er hárskurðarmeistari. Björn lærði á píanó á æskuár- unum, lærði á básúnu hjá Albert Klan og Vilhelm Lansky-Otto og var í Tónlistarskólanu í Reykjavík. Björn lék á harmoniku á unglings- árunum, lék með breskum og banda- rískum hljóðfæraleikurum á stríðs- árunum og lærði þá djasstakta hjá bandarískum hermönnum, s.s. Rex Downing básúnuleikara. Í stríðslok stofnaði Björn hljóm- sveit sína sem fyrst lék í Lista- mannaskálanum en hana skipuðu upphaflega þeir Gunnar Egilsson klarinettuleikari, Haraldur Guð- mundsson trompetleikari, Árni Ís- leifsson píanóleikari, Axel Krist- jánsson gítarleikari, Guðmundur R. Einarsson, bróðir Björns, trommu- leikari og Jón Sigurðsson bassi. Meðal annarra tónlistarmanna sem léku með Birni má nefna Gunn- ar Ormslev og píanóleikarana Krist- ján Magnússon, Árna Elvar, Magn- ús Pétursson og Guðjón Pálsson. Björn starfrækti síðan hljómsveit sína með hléum fram yfir 1970. Hún lék í Listamannaskálanum, í Breið- firðingabúð, Sjálfstæðishúsinu og var húshljómsveit á Hótel Borg, og lék inn plötur á vegum RÚV. Björn og Bjarni Böðvarsson hjóm- sveitarstjóri slógu samaní stórsveit sem fór um landið til að leika fyrir dansi og spila djass. Björn var básúnuleikari í Hljóm- sveit ríkisútvarpsins og síðan fyrsti básúnuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun sveitarinnar, Björn R. Einarsson hljómsveitarstjóri – 90 ára Flottir Hljómsveit Björns R. Einarssonar í Gyllta salnum á Borginni um 1950. Frá vinstri: Vilhjálmur Guðjónsson klarinettu-og saxófónleikari; Erwin Koeppen bassaleikari; Guðmundur R. Einarsson trommu-og básúnuleikari; Björn R. Einarsson hljómsveitarstjóri; Viðar Alfreðsson horn-og trompetleikari, og Guðjón Pálsson píanóleikari. Brautryðjandi í tónlist Í Gróttu Björn með sonardóttur, Helgu og langafasonum, Ásbirni Thor og Högna Gunnari. Ég veit það ekki. Mér fannst þetta eiginlega ekki vera stór-afmæli þannig að ég ætlaði bara að hafa eina köku og sjáhvort nánustu frænkur mínar vilja koma í köku og kaffi eða skreppa á kaffihús,“ segir Ragnheiður Elín Clausen, fv. sjónvarps- þula, spurð hvað hún hyggist gera í tilefni dagsins en hún fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. Að sögn Ragnheiðar hefur ávallt verið mikil stemning innan fjölskyldunnar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sérstaklega eftir að mágur hennar og systir áttu lag í keppninni árið 2011. „Það eiginlega setur allt í uppnám,“ segir Ragn- heiður létt í bragði og bætir við að það megi ekki missa af stemmning- unni þegar íslenska lagið er flutt á sviði. Spurð að því hvort hún eigi von á einhverjum gjöfum segir Ragn- heiður svo ekki vera og segist hún raunar ekki vera neitt sérstaklega mikið fyrir afmælisgjafir. Hún segist hafa átt marga eftirminnilega afmælisdaga en einn standi þó upp úr. Þannig hafi hún farið, þegar hún starfaði sem flugfreyja, í fylgd með flugmanni í gegnum Rauða- hverfið, Herbertstraße, í Hamborg. „Það var mjög athyglisvert að hafa ákveðið að eyða hluta kvöldsins þarna og skoða þessar vinnuað- stæður kvenna sem margar voru í háskólanámi,“ segir Ragnheiður og bætir við að hún hafi rætt við nokkrar af konunum og spurt þær út í ástæður þess að þær leiddust út í vændi. skulih@mbl.is Ragnheiður Elín Clausen er 45 ára í dag Þingvellir Ragnheiður Elín Clausen fagnar 45 ára afmæli sínu í dag en hér sést hún ásamt Hauki systursyni sínum við Þingvallavatn. Evróvisjón setur allt í uppnám Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Elín Rós fæddist 13. september kl. 7.05. Hún vó 3.880 gr og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín Valgerður Ellertsdóttir og Róbert Þórir Sigurðsson. Nýir borgarar Reykjavík Hilmir Andri fæddist 19. september kl. 1.19. Hann vó 3.200 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Edda Rannveig Brynjólfsdóttir og Haukur Guðmundsson. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 14 26 www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Útskriftarstjarnan er komin. Glæsileg útskriftargjöf. Okkar hönnun og smíði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.