Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 „Ég græt svona mikið af því að ég elskaði ömmu svo mikið,“ sagði Úlfar, 6 ára, við andlát ömmu sinnar og fangaði þá ansi vel líðan okkar allra við fráfall okkar yndislegu Ástu. Þegar börnin ræða ömmu sína þá koma fljótt fram margar fallegar minningar. Úlfar sagðist viss um að Jök- ull, hundurinn okkar sem er líka farinn, taki vel á móti henni og þakki henni fyrir allar kæfusam- lokurnar sem hún smurði ofan í hann. Úlfar rifjaði það upp að amma var alltaf að kyssa á koll eins og hún kallaði það. Hera, 8 ára, bætti við upplifun bróður síns: „Hún var alltaf brosandi og skemmtileg, hún faðmaði mig alltaf svo mikið, var svo góð við mig og huggaði. Mér þótti svo vænt um hana, við spiluðum sam- Ástbjörg Halldórsdóttir ✝ Ástbjörg Hall-dórsdóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1930. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 3. maí 2013. Útför Ástbjargar fór fram frá Kópa- vogskirkju 10. maí 2013. an og hún gaf okkur alltaf nammi þegar við komum til henn- ar.“ Þegar Hera var spurð hvað hún hefði helst viljað segja við ömmu sína þá var þakklæti henni ofarlega í huga: „Takk fyrir að vera svona góð, amma mín.“ Þór litli, 8 mánaða, hefði örugglega sagt margt fallegt um ömmu kynni hann að tala. Ætli breitt bros hans, skríkir og inni- legur hlátur í návist hennar verði ekki að túlkast sem mikil vænt- umþykja. Ég tek undir upplifun barna okkar Halla, ég elskaði tengda- móður mína óskaplega heitt. Ég upplifði mig velkomna í fjölskyld- una strax frá upphafi þrátt fyrir að tengdamóðir mín elskuleg gæti lengi vel ómögulega munað nafn mitt. Það var nú dásamlega einkennandi fyrir Ástu að þrátt fyrir að muna ótrúlegustu hluti þá gat hún ruglast á ýmsum nöfnum með svo skemmtilegum hætti að mikið var hlegið. Í heim- sóknum spurði hún ávallt, „er ekkert að frétta“ þegar henni fannst við hjónin stundum eitt- hvað helst til of fámál. Ég er Ástu þakklát fyrir svo margt. Gildin hennar voru gömul og góð, sterk skilaboð í talanda, t.d. um mikilvægi þess að gefa ungum börnum okkar kjarngóðan mat. Þá var gjarnan sagt fyrir hönd barnsins: „Ég vil mat og engar refjar.“ Hefðirnar voru sterkar og þær gáfu svo mikið, t.d. rjú- putartalettur í hádeginu á annan í jólum. Ásta var ávallt til staðar, reiðubúin að aðstoða og gefa af sér. Það var þó fyrst og fremst þetta fallega hversdagslega sem gaf svo mikið, dillandi hlátur, ein- lægur áhugi á barnabörnunum og hlý faðmlög. Hafðu þökk fyrir allt elskulega tengdamóðir mín. Ég kveð þig með orðum barnanna, þú verður án efa fallegasti engillinn á himn- inum. Þín Ylfa. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Þegar ég skrifa þetta þá kemur mér svo margt skemmti- legt í hug. Ég mun sakna þess að geta ekki rætt við þig um daginn og veginn, þú varst nefnilega allt- af svo góður og traustur vinur. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var svona fjögurra ára og þið afi bjugguð í Gullsmár- anum. Einhvern veginn náði ég að sannfæra þig um að koma í löggu og bófa, að sjálfsögðu byrj- aðir þú á að vera bófinn. Þú leyfðir mér fljótlega að hand- sama þig og þá var að sjálfsögðu komið að því að setja þig í „stein- inn“. Þú andmæltir því ekki og gekkst beint inn í þvottaherberg- ið. Það sem þú vissir hins vegar ekki var að ég hafði laumast til þess að ná í lykilinn að hurðinni og ákvað að læsa þig inni í gluggalausa „fangaklefanum“ á áttundu hæð. Þetta var þó allt gert með góðum vilja og ég ætl- aði alltaf að opna fyrir þér strax, svo kom bara á daginn að ég var allt of lítill til þess að meðhöndla lykla og náði ekkert að opna hurðina. Margur hefði orðið reiður út í mig en þú varst voða róleg og yfirveguð og knúsaðir mig bara þegar þú komst loksins út á reynslulausn. Þegar ég hugsa útí það núna þá held ég að þú hafir bara aldrei orðið reið við mig, samt þótti mér voða gaman að gera prakkarastrik svona við og við þegar ég var yngri. Svona varst þú, svo indæl og góð mann- eskja. Mér þótti líka mjög gaman þegar þið afi buðuð mér með til Færeyja og til Spánar. Það var t.d. rosaleg upplifun að sjá grind- hvaladrápið í Færeyjum og rauði sjórinn mun seint gleymast. Ég verð nú að viðurkenna að þarna varð ég frekar smeykur en þegar þú sást það þá varstu fljót að róa mig. Ég mun líka seint gleyma ferðinni okkar til Spánar, svona eftir á að hyggja hefði maður haldið að fjórtán ára stráki myndi leiðast með ykkur í La Marínunni en svo var alls ekki raunin. Reyndar held ég satt best að segja að þetta hafi verið einhver sú skemmtilegasta út- landaferð sem ég hef upplifað. Það var margt skemmtilegt sem við gerðum saman, hver hefði t.d. trúað því að það væri gaman á markaði, fyrir hádegi á laugar- degi? Eitthvað segir mér að ég hafi ekki verið æstur í að koma með en þér tókst að þó draga mig á fætur og ég skemmti mér kon- unglega. Í þessari ferð lærði ég líka margt af ykkur afa, þið vor- uð líka rosalega dugleg að láta hluti eftir mér. Það var t.d. ósjaldan komið við í gokartinu í nágrenninu og þið fjárfestuð meira að segja í rafmagns pizzu- ofni fyrir mig eða „pisu ofni“ eins og þó varst vön að segja. Ég mun líka sakna þess innilega hversu gaman það var að heyra í þér kvarta í umferðinni, það skipti litlu þótt við værum undir há- markshraða, alltaf með reglulegu millibili heyrist „Teitur. Ég er að fara á tauginni“ eða eitthvað álíka. Amma mín, þín verður sárt saknað, þú hefur kennt mér margt og mótað mig sem einstakling. Elsku afi, þinn miss- ir er mikill, þið amma voruð alltaf óaðskiljanleg og bættuð hvort annað upp. Ef einhver myndi spyrja mig hvernig hjónaband ætti að vera þá myndi ég segja „eins og hjá afa Teiti og ömmu Ástu“. Bjarki Þór Haraldsson. Elsku amma. Þú náðir að vera amma í nákvæmlega 40 ár. Ég er afar þakklátur og glaður að hafa átt þig að öll þessi 40 ár. Mér fannst alltaf eins og Holtagerðið væri mitt annað heimili þegar ég var yngri. Ég leitaði þangað og leitaði eftir því að vera í návist þinni. Líka uppi í sumó, bæði í Ástukoti og síðan í Leyni. Þú varst alltaf nálæg og ég treysti á þig. Þið afi komuð stundum með í utanlands- ferðir fjölskyldunnar þegar ég var barn og unglingur og það var svo skemmtilegt að hafa ykkur nálægt. Það er svo margt sem ég er þakklátur fyrir. Þú huggaðir þegar mér fannst eitthvað að, sýndir mér athygli og skilning þegar ég þurfti þess. Þú meira að segja hjálpaðir mér að eignast minn fyrsta alvörubíl (eftir að ég klessti þann fyrsta eftir stutt kynni). Þú varst fyrsta manneskjan í fjölskyldunni sem verðandi eig- inkona mín, þá sautján ára kær- astan mín, hitti. Og það hjálpaði til máttu vita. Dóru minni þótti strax vænt um þig, eins og mér. Eftir að við Dóra eignuðumst börnin okkar varstu frábær langamma og þú varst vinsæl hjá þeim. Fjölskyldan var í fyrsta sæti hjá þér, það fundum við öll, líka langömmubörnin. Þau fögn- uðu heimsóknum til þín og munu sakna þín eins og ég og við öll. Elsku amma. Takk fyrir mig. Teitur Jónasson jr. ✝ Stefanía Run-ólfsdóttir fæddist á Öndverð- arnesi í Neshreppi á Snæfellsnesi 6. júní 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 8. maí 2013. Stefanía var dóttir Runólfs J. Dagssonar sjó- manns frá Fornu Fróðá, f. 3.9. 1896, d. 16. maí 1953 og Guðrúnar Sigurð- ardóttur frá Traðarbúð á Snæ- fellsnesi, f. 16. september 1890, d. 21. janúar 1972. Stefanía var næstelst sex systkina: Unnur Kristbjörg, f. 1920, d. 2007, Elín, f. 1926, d. 1997, Sigurður, f. 1928, Aðalheiður, f. 1928, d. 2012 og Hulda Aðalbjörg, f. 1932, d. 1935. Stefanía giftist Halli Sím- f. 1978, Hallur Símon, f. 1987, Apríl Sól, f. 1988. 6) Hulda Guð- rún, f. 1960. Stefanía kom til Reykjavíkur þrettán ára gömul og réðst í vist að Bollagörðum og Vesturgötu 46 ári síðar. Fyrstu árin bjuggu Hallur og Stefanía að Vest- urgötu 34 en fluttu inn í Sörla- skjól og þaðan á Bústaðaveg 59 sumarið 1962. Stefanía var atorkumikil kona, bakaði flat- kökur fyrir kaupmenn og strekkti stórísa. Hún vann um tíma í Sænska frystihúsinu en gerðist veitingakona árið 1965 á veitingastaðnum Austurstræti 4. Hún réðst til starfa í kaffiter- íu Hótel Loftleiða skömmu eftir að það opnaði. Þar undi hún hag sínum vel og lét af störfum þeg- ar hún varð sjötug. Stefanía og Hallur höfðu mikið yndi af ferðalögum og fóru víða. Eftir að Stefanía hafði látið af störf- um varð hún virk í félagsstarfi aldraða við Hæðargarð, einkum og sér í lagi postulínsmálun og perlusaum. Útför Stefaníu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. maí 2013, kl. 15. onarsyni blaða- manni 24.12. 1947. Hallur lést 21. mars 2001. Börn þeirra eru: 1) Símon, f. 1946, maki Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður. Börn: Eyjólfur, f. 1965, Hallur, f. 1967, Guðrún, f. 1971. 2) Valgarður Ómar, f. 1948, maki Lori Hallsson. Börn Ómars Sig- rún Heba, f. 1972, Stefanía, f. 1976, Ómar Björgvin, f. 1978, Hilmir Þór, f. 1985, Björn Ró- bert, f. 1979, Freyr, f. 1987. 3) Hallur, f. 1951, börn Arnar, f. 1972, Hallur Már, f. 1978. 4) Ásta Ingibjörg, f. 1953, maki Benedikt Ólafsson, börn Hug- borg Erla, f. 1981, Ólafur, f. 1984, Anna Lísa, f. 1990. 5) Heba, f. 1958, börn Hulda Soffía, Þar sem jökulinn ber við loft og landið hættir að vera jarð- neskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum fæddist móðir mín, Stefanía Runólfsdóttir á Önd- verðarnesi þann 6. júní 1923 á bæ móðurbróður síns, Jóns landa Sigurðssonar vitavarðar, þjóðsagnapersónu á Snæfells- nesi. Jón landi sá mönnum fyrir eldvatni úr Brugghelli þar sem gengið er inn í hamrastál hinna ógurlega Svörtulofta og Atlants- hafið byltir sér í grjótinu fyrir neðan. Yfirvaldið fór margar ár- angurslausar ferðir út á Önd- verðarnes í leit að hellinum það- an sem eldvatnið kom. Þó var Jón landi nappaður áratug síðar. Spegillinn stakk upp á því að vitavörðurinn fengi umbun enda í góðri trú líkt og skáldið sem orti: Brennið þið vitar – lýsið hverjum landa. Móðir mín sumsé var af sjálf- stæðu fólki undir Jökli en ekki hjá vondu fólki, líkt og skáldið. Foreldrar hennar voru Runólfur J. Dagsson, bóndi og sjómaður, og Guðrún Sigurðardóttir. Þau bjuggu um tíma á Öxl þar sem hinn ógurlegi Axlar-Björn hafði dysjað 18 manns í mýrinni rúm- um þremur öldum áður. Run- ólfur var landpóstur og lífsbar- áttan hörð. Eitt sinn á leið frá Hellnum að Búðum í fárviðri ör- magnaðist afi en tíkin sótti ömmu heim á Öxl. Saman fóru þær út í storminn, amma og tík- in, og björguðu afa sem þó náði aldrei fullri heilsu. Alþýðuviti þessa magnaða fólks undir Jökli var ekki fisjað saman. Þegar móðir mín barn- ung datt á sax svo nefið hékk á miðsnesinu, tók Guðrún amma hnefa fullan af sykri, bar í sárið og setti nefið á sinn stað svo vart varð greint að stúlkan hafði það næstum misst. Fjórtán ára gömul reimaði mamma á sig sauðskinnskóna og hélt til Reykjavíkur. Hún var ljónynja, gullfalleg og greind. Kjörin í kreppunni miklu voru kröpp en alþýðustúlkan frá Jökli var fær í flestan sjó. Hún var á Vesturgötu 46 í vist hjá góðu fólki. Björgvin Finnsson læknir á Laufásvegi og fjölskylda reyndust henni vel. Gott fólk laðaðist að stúlkunni. Þar kom að faðir minn, Hall- ur Símonarson, og mamma felldu hugi saman. Við börnin erum sex; Símon, Ómar, Hallur, Ásta, Heba og Hulda. Fyrstu árin bjuggu foreldrar mínir í húsi ömmu Ástu að Vesturgötu 34 þar sem ég er fæddur. Brátt lá leiðin í Sörlaskjól og þaðan inn á Bústaðaveg. Mömmu féll aldrei verk úr hendi. Enn man ég lyktina í Sörlaskjóli af flat- bökunum sem seldar voru til kaupmanna. Stórísarnir sem hún strekkti fyrir fólk víða af landinu settu svip á stofuna. Hún vann í Sænska frystihúsinu en brátt lá leiðin í veitingageir- ann og kökur hennar í Fjarkan- um í Austurstræti voru annálað- ar. Hótel Loftleiðir opnuðu með glæsibrag og þangað hélt mamma og vann allt þar til hún hætti störfum, sjötug að aldri. Hún hafði mikið yndi af ferða- lögum; fór víða með systrum mínum og auðvitað pabba. Eftir að mamma komst á eftirlaun hóf hún að venja komur sínar í fé- lagsmiðstöðina við Hæðargarð. Þar undi hún sér við postulíns- málun og perlusaum. Hún var völundur, listamaður sem skóp marga fallega gripi sem varð- veittir eru á heimilum barna og barnabarna. Blessuð sé minning Stefaníu Runólfsdóttur. Hallur Hallsson. Í dag verður elskuleg móðir mín, Stefanía Runólfsdóttir, bor- in til grafar í Dómkirkjunni. Stefanía var ein af þessum kjarnakonum sem Ísland hefur alið sem vílaði ekkert fyrir sér og féll aldrei verk úr hendi, hún var alþýðukona frá Snæfellsnesi. Fæddist á Öndverðarnesi og bjó víða á Nesinu, oft heyrðum við sögurnar um þar sem farið var á hestum yfir. 14 ára gömul fór Stefanía suður til Reykjavíkur í vist, fyrst að Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi. Hún var einnig í vist á Vesturgötu 46. Á Vest- urgötu 34 bjó pabbi, Hallur Sím- onarson, kynntust þau og féllu hugi saman. Þau áttu saman sex börn Símon, Ómar, Hall, Ástu, Hebu og Huldu. Stefanía vann í Sænska frysti- húsinu og var alltaf hæst í bón- us. Hún var vön að segja að ef þú gerir ekki hlutina vel þá get- urðu alveg eins sleppt þeim. Hún vann í veitingastofunni Austurstræti 4 og var fræg fyrir kökur sínar og bakkelsi. Þegar ég var 5 ára gömul fór ég í strætó til hennar. Mamma byrj- aði að vinna á Hótel Loftleiðum árið 1966 og vann þar í ýmsum deildum í 25 ár, lengst af í kaffi- teríunni. Það var oft gantast með það að hún hefði fylgt með á teikningunum. Hún var mikill gleðigjafi og stríddi kokkunum endalaust. Þar var mikil sam- heldni, eins og ein stór fjöl- skylda. Við unnum þar saman í 9 ár og var oft glatt á hjalla. Starfsmenn fengu svokallaða frí- miða í fluginu og var farið í verslunarferðir jafnvel með dags fyrirvara. Við fórum í eina slíka til Glasgow þegar ég átti að fara að fermast. Við vorum í einni unglingabúðinni, ég, mamma og Heba systir. Við stelpurnar tók- um fötin af slánum eins og eng- inn væri morgundagurinn og fengum því fylgdarkonu með eins og ríka og fína fólkið og mamma bara brosti og borgaði. Þau hjónin ferðuðust um allan heim. Mamma kom líka til mín til Parísar 2001 nokkrum mán- uðum eftir að pabbi lést. Hún ferðaðist ein frá Kaupmanna- höfn til Parísar og við áttum yndislegan tíma saman, gengum borgina á enda og hún blés ekki úr nös. Árið 1972 tók hún bíl- próf. Pabba fannst það nú bara vitleysa, það væri alveg hægt að nota strætó, en mamma lét ekki segjast. Hún var driffjöðrin, seinna fylgdi hann henni inn í nútímann. Þegar mamma hætti að vinna hjálpaði Anna mágkona henni að fara í félagsstarf eldri borgara. Þar kynntist hún góð- um konum, þar á meðal var Laufey sem kenndi bæði postu- línsmálun og perlusaum. Þær urðu miklar vinkonur. Mamma var mikil listakona mjög vand- virk og tók þetta alveg með trompi eins og allt sem hún gerði. Meira að segja keyrði hún á níræðisaldri alla leið út á Álftanes í postulínsmálun. Það lýsir henni. Undir það síðasta var hún komin á hjúkrunarheim- ilið Skjól og var hvers manns hugljúfi þar. Þegar ég kom í heimsókn þá sagði hún: Ég ætla að koma með þér og við fórum í bíltúr eða heimsóknir. Það var engin lognmolla í kringum hana. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði. Þú varst mín besta vinkona og minning þín lifir, takk fyrir allt sem þú gafst mér yndið mitt. Hulda Guðrún Hallsdóttir. Amma mín fæddist og ólst upp á Snæfellsnesi. Það er sagt að frá Snæfellsjökli streymi dul- magnaður kraftur sem efli mönnum dáð og dug. Það er al- veg víst að hún amma mín bjó yfir gríðarlegum krafti og óbil- andi orku. Þvílíkur dugnaðar- forkur sem hún amma var. Hún ól upp sex börn, var útivinnandi langt fram eftir aldri og bjó manni sínum og börnum fallegt heimili. Eftir að amma hætti störfum tók hún virkan þátt í fé- lagsstarfi aldraðra á Hæðar- garði. Hún var iðin við perlu- saum og postulínsmálun, og þar fékk sköpunargleðin svo sann- arlega að njóta sín. Eftir hana liggja ótal fallegir munir, dýr- gripir sem börn, barnabörn og barnabarnabörn munu varðveita um ókomna tíð. Amma var glæsileg kona, hafði gaman af því að klæða sig upp og fylgdist vel með tískunni. Hún átti ógrynni af skóm og gekk oftar en ekki um á him- inháum hælum. Ég minnist þess að hafa átt að skrifa lýsingu um ömmur þegar ég var á fyrsta stigi grunnskólans. Sú lýsing er svohljóðandi: „Ömmur eru góð- ar, það er hlýtt og notalegt hjá þeim. Þær eru litlar í rósóttum kjólum og lakkskóm.“ Litla stúlkan teiknaði auk þess mynd af ömmu sinni í rós- ótta kjólnum og lakkskónum og færði henni innrammaða. Stoltið skein úr augunum þegar ramm- inn var hengdur upp á vegg og hékk þar æ síðan. Amma var sterkur persónu- leiki. Hún hafði hlýtt viðmót og var einstaklega ljúf, en einnig var hún ákveðin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún hafði gaman af lífinu, var hress og skemmtileg. Amma var ofsalega glettin og gat sagt ansi lúmska brandara án þess oft að fólkið sem þeir beindust að tæki eftir þeim. Svo blikkaði hún til mín glettin á svip og við hlógum dátt saman. Amma var einkar áræðin og framtakssöm kona. Komin hátt á fimmtugsaldur dreif hún sig í ökunám og það meira að segja á undan afa. Að því loknu keypti hún sinn fyrsta bíl en hún var með algjöra bíladellu og eign- aðist þá nokkra um ævina. Á seinni árum ók amma um bæinn á rauðu Hondunni sinni sem alltaf var stífbónuð og glansandi. Það var ósjaldan sem við kom- um að ömmu úti á bílaplani þar sem hún var í óða önn að bóna bílinn sinn. Amma hafði líka sér- lega gaman af því að ferðast og voru þau afi dugleg að ferðast saman víðsvegar um heiminn. Eftir að afi lést hélt amma ferðalögunum áfram og var órög við að ferðast til barna og barnabarna erlendis. Amma var líka dugleg að ferðast um landið með börnum sínum. Alltaf var Snæfellsnesið ömmu svo kært og fyrir fáeinum árum fórum við fjölskyldan þangað saman. Við áttum þar dásamlegar stundir og gengum m.a. á milli Arn- arstapa og Hellna í himnesku veðri. Amma var ekki í vand- ræðum með gönguna, með App- elsín í hönd og Fóstra sinn í augsýn var hún alsæl. Ég er þakklát fyrir allar þær yndislegu minningar sem ég á um hana ömmu mína og varð- veiti þær í hjarta mínu. Guð geymi elsku ömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Anna Lísa Benediktsdóttir. Stefanía Runólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.