Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Klifurköttur Unnur Björk Berndsen var heldur betur hugrökk þegar hún klifraði alla leið upp í klifurturni á uppskeru- og útihátíð lífsstílshópa Rimaskóla í Gufunesbæ í Grafarvogi í gær. Eggert Stundum er því sleg- ið fram í hálfkæringi að það skipti ekki máli hverjir stjórna. Mitt svar er að það hafi bein áhrif á lífsgæði borg- arbúa hvernig staðið er að rekstri borgarinnar. Margt er hægt að benda á þessu til stuðnings og eftir því sem líður á kjörtímabil Besta flokksins og Samfylking- arinnar verða skilin á milli verka þeirra og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins skýrari. Og ef einhver skyldi nú trúa því í alvöru að það skipti ekki máli hverjir stjórna þá hafa tvö mikilvæg gögn verið til umræðu í borgarstjórn þar sem lagt er hlut- laust mat á árangur þeirra sem með völdin fara. Annars vegar er það ársreikningurinn fyrir árið 2012 og hins vegar er það skýrsla úttekt- arnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykja- víkurborgar. Skýrslu úttektarnefndar um stjórnkerfi og stjórnsýslu borg- arinnar unnu hlutlausir sérfræð- ingar og samstaða var innan borg- arstjórnar að láta gera slíka úttekt. Hún var lögð fram í síðustu viku og í þessari viku fór fram umræða um ársreikninginn fyrir árið 2012. Ef- laust hafa meirihlutaflokkarnir ekki haft mikinn áhuga á því að þessar tvær heimildir um störf þeirra væru lagðar fram samtímis og hlið við hlið enda draga þær upp óskemmti- lega mynd af árangrinum. Niður- staðan er að ómarkviss stjórnsýsla leiðir af sér slaka þjónustu og óvið- unandi fjármálastjórn. Pólitískar ráðningar Í skýrslu sinni gagnrýnir úttekt- arnefndin losarabrag í stjórnsýslu borgar- innar sem hefur leitt til þess að óvissa ríkir um það hvar valdið liggur í borgarkerfinu og hvar ákvarðanir eru teknar. Sér- staklega er gagnrýnt vinnulag borgarstjór- ans sem hefur valið sér að sinna ekki hlut- verki sínu sem fram- kvæmdastjóri sveitar- félagsins eins og samþykktir Reykjavíkurborgar kveða á um. Slík staða hefur auðvit- að afleiðingar og skilur mörg mál eftir í lausu lofti. Það kemur niður á öllum ákvörðunum. Til dæmis stendur í skýrslunni: „Að mati út- tektarnefndarinnar er ósamræmi varðandi hvaða aðili ber ábyrgð á ráðningu tiltekinna starfsmanna í stjórnsýslunni og það ber þess merki að pólitísk sjónarmið komi til álita við ráðningu þessara starfs- manna“. Núverandi meirihluta hef- ur tekist að færa stjórnmálin marga áratugi aftur í tímann. Úttektarnefndin gagnrýnir líka að stjórnkerfisbreytingar, sem þeg- ar eru orðnar fjórar á þessu kjör- tímabili, hafi ekki skilað þeim ár- angri sem að var stefnt. Slíkur hræringur í stjórnkerfinu án sjáan- legs tilgangs hefur valdið óvissu hjá starfsfólki og borgarbúum sem leita eftir þjónustu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa bent á að sumar þessara breytinga hafa bein- línis verið gerðar til þess að lengja bilið á milli borgarstjóra og borgar- búa. Þannig þarf skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar nú eftir stjórn- kerfisbreytingar Besta flokksins og Samfylkingarinnar að fara í gegn- um tvö til þrjú ný stjórnsýslustig áður en hann kemst að borgarstjór- anum sem hann hafði beintengingu við áður. Ekki mun það auka á skil- virkni í skipulagsmálum. Rekstrarhagnaður breyttist í rekstrartap Ársreikningurinn sýnir afleið- ingar lausataka í stjórn borgarinnar í tölum. Besti flokkurinn og Sam- fylkingin hafa haft tvö heil ár, 2011 og 2012, til þess að sanna getu sína í fjármálastjórn. Einkunnin getur ekki verið há. Bæði árin er borgar- sjóður (A hluti) rekinn með tapi sem samanlagt er upp á 2,8 milljarða króna þrátt fyrir miklar skattahækk- anir. Til samanburðar var borgar- sjóður rekinn með rekstrarafgangi allt síðasta kjörtímabil. Afgangurinn frá rekstrinum síðustu tvö ár þess tímabils, 2009 og 2010, var samanlagt 4,8 milljarðar króna. Það skiptir máli hverjir stjórna fjármálunum. Og til frekari samanburðar á mis- munandi vinnubrögðum þá er í skýrslu úttektarnefndar fjallað um viðbrögð borgaryfirvalda í kjölfar falls bankanna á haustmánuðum árið 2008. Nefndin segir að það verklag að virkja almenna starfsmenn hafi skil- að góðum árangri. Skipaður var starfshópur með fulltrúum meiri- og minnihluta í borgarstjórn. Um hann segir: „Meginmarkmiðið með skipan hans var að móta pólitískar megin- áherslur í fjárhagsáætlunargerð borgarinnar fyrir næstu tvö ár þar sem staðinn yrði vörður um ábyrga fjármálastjórn samhliða traustri grunnþjónustu. Að mati úttektar- nefndarinnar er þverpólitísk sam- staða eitt af lykilatriðum í því að ná fram markvissum árangri við slíkar aðstæður.“ Á þessum tíma voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur í meirihlutasamstarfi í borg- arstjórn og stýrðu aðgerðum til að lágmarka skaðann með svo farsæl- um hætti að vakið hefur athygli út fyrir landsteinana. Skýrsla úttektarnefndarinnar og niðurstöður ársreiknings Reykjavík- urborgar senda skýr skilaboð. Stjórnarháttum í ráðhúsinu þarf að breyta. Þar skortir forystu og að- hald. Miklar kröfur hafa verið gerð- ar til borgarbúa á þessu kjörtímabili með óhóflegum hækkunum á skött- um og gjaldskrám. Sams konar kröf- ur hefur meirihlutinn ekki gert til sjálfs sín. Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson » Sérstaklega er gagn- rýnt að borgarstjór- inn sinnir ekki því hlut- verki að vera framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er borgarfulltrúi. Það skiptir máli hverjir stjórna Morgunblaðið/Golli „Það hefur bein áhrif á lífsgæði borgarbúa hvernig staðið er að rekstri borgarinnar,“ segir greinarhöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.