Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 ✝ Trausti Magn-ússon fæddist á Bóndastöðum á Seyðisfirði 28. ágúst 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 8. maí 2013. Foreldrar hans voru hjóninn Vig- fúsína Bjarnheiður Bjarnadóttir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, f. 16. október 1908, d. 27. júlí 1989 og Magnús Jóns- son frá Austdal í Seyðisfirði, f. 6. október 1900, d. 20. október 1953. Systkini Trausta eru 1) Jón Magnússon, f. 1930, 2) Bjarni Magnússon, f. 1932, d. 1934, 3) Guðrún Magnúsdóttir, f. 1936 og 4) Bjarni Magnússon, f. 1942. Trausti kvæntist Þórdísi Jónu Óskarsdóttur, f. 23. júlí 1934, frá Sólheimum á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurjón Finnsson, f. 20. maí 1901, d. 4. október 1951 og Sig- rún Guðjónsdóttir, f. 24. maí 1907, d. 12. október 1997. Börn Trausta og Þórdísar Jónu eru: 1) Ósk Traustadóttir, f. 1955, eiginmaður hennar er Jóhann býlismaður hennar er Guð- mundur Þór Valsson, f. 1983, sonur þeirra er Valur Elí Guð- mundsson, f. 2007, b) Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, f. 1989, sambýlismaður hennar er Há- kon U. Seljan Jóhannsson, f. 1986, c) Ísak Örn Guðmundsson, f. 1991, unnusta hans er Berg- rós Arna Sævarsdóttir, f. 1994, d) Esjar Már Guðmundsson, f. 1996. 4) Hafrún Traustadóttir, f. 1965, gift Kristjáni Birgi Skaftasyni, f. 1965, börn þeirra eru a) Andrea Sól Kristjánds- dóttir, f. 1990, sambýlismaður hennar er Kristján Smári Guð- jónsson, f. 1992, b) Hildur Krist- ín Kristjánsdóttir, f. 1996 og c) Hafþór Óskar Kristjánsson, f. 2004. 5) Vignir Traustason, f. 1967, kvæntur Aldísi Maríu Karlsdóttur, f. 1962 og börn þeirra eru: a) Guðmundur Ragnar F. Vignisson, f. 1992, b) Valdís Frímann Vignisdóttir, f. 1993 og c) Hafþór Már Vign- isson, f. 1999. 6) Guðrún María Traustadóttir, f. 1971, eig- inmaður hennar er Eymundur Björnsson, f. 1971, börn þeirra eru: a) Koldís María Eymunds- dóttir, f. 2001, b) Hrafn Alex Ey- mundsson, f. 2006 og c) Þórdís Tinna Eymundsdóttir, f. 2010. Útför Trausta fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 16. maí 2013, kl. 14. Viðar Jóhannsson, f. 1955, börn þeirra eru: a) Trausti Þór Jó- hannsson, f. 1974, kona hans er Elsa Þóra Eggerts- dóttir, f. 1973. Dætur þeirra eru Ósk Traustadóttir, f. 2005 og Íris Rós Traustadóttir, f. 2007, b) Ævar Smári Jóhannsson, f. 1977, kvæntur Lindu Pálínu Sigurðar- dóttur, f. 1976, börn þeirra eru Andri Fannar Ævarsson, f. 2002 og Soffía Huld Ævarsdóttir, f. 2007, c) Bóel Björk Jóhanns- dóttir, f. 1985, sambýlismaður hennar er Guðjón Grétar Að- alsteinsson, f. 1975. 2) Magnús Traustason, f. 1954, kvæntur Hrafnhildi Ingu Ólafsdóttur, f. 1960, börn þeirra eru: a) Bryn- dís Rán Magnúsdóttir, f. 1985, gift Gunnari Loga Arnarssyni, f. 1990, b) Ólafur Jóhann Magn- ússon, f. 1992 og c) Vigdís Arna Magnúsdóttir, f. 1994. 3) Sigrún Traustadóttir, f. 1964, gift Guð- mundi Gylfasyni, f. 1962, börn þeirra eru: a) Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, f. 1985, sam- Elsku pabbi okkar, þá ert þú búinn að fá hvíldina eftir erfið undanfarin ár. Það átti aldrei við þig að vera inni á stofnun og enn þá síður að vera rúmliggjandi og geta þig lítið hreyft. Við systkinin eigum okkur svo ótal, ótal minningar um þig og getum endalaust skemmt okkur við að rifja þær upp. Spenning- urinn var alltaf mikill þegar þú varst að koma í land og við drif- um okkur öll í bílinn til að fara með mömmu út á bryggju og sækja þig. Þá fengum við að príla um borð en það var ekki vel séð ef menn voru að fikta í tækjum og tólum. Ekki má gleyma þeim tímum þegar þú varst væntanlegur heim úr siglingum og hafðir keypt föt, skó og allskonar dót handa öllu stóðinu að ógleymdum jólagjöf- unum og öllu namminu. Útilegurnar á sumrin voru alltaf skemmtilegar og þú ætíð tilbúinn að spila fótbolta eða bad- minton við okkur á meðan mamma græjaði fiskibollur úr dós. En þvílíka vesenið að pakka öllu dótinu í Skátinn, þetta varð allt að passa eins og flís við rass, engu mátti gleyma og alls ekki veiðigræjunum. Þegar Guðrún María sem er yngst af okkur fæddist á Neskaupstað þá varst þú heima með okkur fimm. Eitt- hvað var eldamennskan ekki upp á marga fiska og við munum vel eftir brennda lambakjötinu sem þú varst að reyna að fá okkur til að borða meðan við skældum of- an í diskana. Eins var með grillið, betra var að hafa einhvern fjöl- skyldumeðlim þar og þig í hæfi- legri fjarlægð. Sjálfur sagðir þú hlæjandi frá því þegar þú ráðalítill stóðst við fjölskyldubílinn sem var eitthvað bilaður og horfðir ofan í húddið þegar eitt okkar kom og sagði „Pabbi minn, getur þú bara allt“. Flest munum við eftir því þeg- ar þú komst heim af vertíð og hafðir keypt sjónvarp sem við dáðumst mikið að þó að útsend- ingar hefðu ekki hafist fyrr en mörgum mánuðum seinna. Þó þú værir mikið á sjónum meðan við vorum að alast upp þá voru farn- ar ófáar ferðirnar upp í Egils- staðaskóg þar sem byrjað var á að fara í Söluskálann, keypt gos og kex handa mannskapnum. Við systkinin og fjölskyldur okkar munum í framtíðinni ekki horfa á myndina Mamma Mía öðruvísi en að minningin um þig vakni. Elsku pabbi, nú ert þú örugg- lega staddur einhvers staðar þar sem þú sérð vel út á sjóinn og getur fylgst með því hvort bát- arnir séu að fiska, kaffibolli með mjólk og góðum skammti af sykri út í er ekki langt undan. Í útvarp- inu hljómar eitthvað gamalt og gott með Hauk Mortens, þú slærð taktinn í borðið með fingr- unum og raular með. Viljum við systkinin fyrir hönd fjölskyldunnar skila innilegu þakklæti til starfsfólks Sjúkra- húss Seyðisfjarðar. F.h. systkinanna frá Árstíg 7, Sigrún Traustadóttir. Elsku besti afi. Fyrir um sex árum greindist þú með banvæn- an sjúkdóm, alzheimer-sjúkdóm, sem við vissum öll að færi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir það var það svo sárt að frétta að þú hefðir lotið í lægra haldi því síðast þegar við hittumst sögðumst við ætla að sjást aftur í sumar. Við höfum alltaf verið svo góðir vinir enda hafa heimsóknirnar austur á Seyðisfjörð til ykkar ömmu verið ófáar í gegnum árin. Ég var alltaf svo spennt að komast austur í heimsókn til ykkar því á Árstíg 7 fannst mér best að vera. Búrið fullt af nammi, frystirinn fullur af sunlolly ís, fataherbergið ykkar þar sem ég og Þórdís gátum leik- ið okkur allan daginn með fallegu töskunum og perlunum hennar ömmu, slá-í-bolta úti í garði, bíl- túrarnir á jeppanum þínum sem enduðu yfirleitt þannig að ég var komin með í magann af of miklu bingókúluáti og svo margar aðrar góðar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Síðustu þrjú ár hef ég átt meira heimangengt á Seyðisfjörð en áður og því kom ég oft í heim- sókn til þín upp á sjúkrahús en þar var hugsað svo vel um þig og þar leið þér vel. Við horfðum ým- ist á Mamma Mia eða James Bond, borðuðum konfekt og harðfisk og kyngdum því svo nið- ur með appelsíni, ekki fannst þér það nú leiðinlegt. Við spjölluðum líka mikið og oftar en ekki fannst þér þú vera staddur í Færeyjum eða Grimsby þar sem þú eyddir svo miklum tíma hér áður. Ég spilaði bara með og spurði þig hvernig veðrið væri þar, þá átt- aðirðu þig á því að þú værir bara á Seyðisfirði en þér fannst það bara fyndið og hlóst en mamma hafði einmitt orð á því síðasta sumar að það næðu fáir jafn vel til þín og ég. Ég kveð afa með miklum sökn- uði en fyrst og fremst þakklæti fyrir skemmtilegar og góðar minningar sem munu fylgja mér alla tíð. Elsku amma mín, nú hefur stórt skarð verið höggvið í þína tilveru, en þú berð höfuðið hátt eins og alltaf. Andrea Sól Kristjánsdóttir. Elsku besti afi minn. Ég er svo rík að eiga um þig heilan hafsjó minninga. En ég hef alltaf sótt svo sterkt í návist þína alveg síðan að ég man eftir mér. Aldrei þreyttist þú á að eyða tíma með mér elsku afi. Við eigum að baki óteljandi feluleiki, ísrúnta, krikketstundir, ferðalög, veiði- ferðir og spilagaldrakennslu. Að ógleymdum íþróttaæfingum og þegar þú kenndir mér að heilsa að hermannasið. Það sem þú gast hlegið að mér, enda hefur iðulega þótt spaugilegt að sjá mig í ein- hvers konar íþróttaiðkun. Ekki má heldur gleyma hver kenndi mér að keyra bíl, ég var nú ekki há í loftinu þegar ég fékk að sitja í kjöltu þinni og stýra Bronco- jeppanum þínum inn Árstíginn. Alla leið heim í hlað þar sem amma tók alltaf brosandi á móti okkur. „Koma afi og Gúlla“, afi og Gúlla, það vorum við, bestu og mestu mátar frá því að við hitt- umst fyrst. Ef ég loka augunum get ég ennþá heyrt hlátur þinn. Það var svo gaman að heyra þig hlæja og ég held að ég hafi verið ansi lunk- in við að kitla hláturtaugar þínar. Við áttum okkar eigin brandara sem enginn skildi nema við tvö, það þurfti stundum ekki nema eitt augntillit og við vorum bæði farin að skella upp úr. Ekki þótti mér leiðinlegt að heyra það þegar þú kallaðir mig mikinn og góðan húmorista. Þú hafðir alltaf svo mikla trú á mér og hvíslaðir ekki ósjaldan að mér að það væri nú bara til ein Gúlla. Það var ekki að ástæðulausu að ég hringdi í Svæðisútvarp Austurlands fyrir mörgum árum til þess að kjósa þig mann ársins. Og fyrir hvað? Nú fyrir að vera besti afi í heimi. Elsku afi minn. Það er mér svo erfitt að kveðja þig. Ég er og verð alltaf svo mikil afastelpa. Þú átt stórt sæti í hjarta mínu og ég hef nú þegar kennt Val Elí langaf- astrák að heilsa að hermannasið, þér til heiðurs. Þín, Guðrún Veiga Guðmunds- dóttir (Gúlla). Nú þegar minn elskulegur afi er fallinn frá eru allar minningar um hann mér afar kærkomnar. Hvort sem það eru minningar um hann syngjandi með barnabörn- unum „Gekk ég yfir sjó og land“ eða „Adam átti syni sjö“, Spán- arferðin sem við Andrea frænka vorum svo heppnar að fá, Reykjavíkurferðirnar á Landcru- isernum með hefðbundnu stoppi í Staðarskála eða jafnvel bara allar þær minningar sitjandi við eld- húsborðið á Árstígnum við hlið afa að spila á spil. Sjómennskan var hans ævi- starf og minnist ég þeirra ýmsu barnalegu sagna sem ég sagði öðrum börnum um hann afa minn. Afi Trausti sem sigldi um höfin blá og keypti allskonar nammi og útlenskt tyggjó. Í sög- um mínum var hann einnig millj- ónamæringur sem átti risastórt hús og sko líka hús á Spáni. Ég minnist allra ferðanna yfir fjöllin og hve spennt við systkinin vorum þegar rennt var inn í Seyðisfjörð því við vorum alveg að fara að sjá húsið hjá ömmu og afa. Oft mátti nú sjást glitta í ömmu í glugganum eða afa í sæt- inu sínu við gluggann. Þegar svo inn var komið beið okkur kær- kominn rúntur með afa. Það voru yfirleitt tveir rúntar í boði, annar var út á gamla flugvöll og hinn upp í Vestdal. Þá kveikti afi sér í einni og á meðan opnaði ég boxið á milli sætanna og nældi mér í fulla lúku af kúlum því ekki brást það að sælkerinn hann afi minn ætti ekki eitthvað gotterí upp á að bjóða. Ég er svo þakklát fyrir okkar síðustu stundir núna um páskana. Ég fékk að kyssa og knúsa þig bless elsku afi og er það mér algjörlega ómetanlegt. Þó fundir okkar verði ekki fleiri mun minning þín lifa með okkur. Standið ekki við gröf mína og tárfellið, ég er ekki þar, ég sef ekki. Ég er þúsund vindar sem blása, ég er glitrandi demantur á snjó, ég er sólskinið á þroskuðu korni, ég er haustregnið. Þegar þú vaknar í morgunkyrrðinni er ég hinn frái þytur hljóðlátra fugla á ferli sem lauk þar sem hann hófst, ég er dauft stjörnuskin næturinnar. Standið ekki við gröf mína og grátið, ég er ekki þar, ég dó ekki, ég lifi áfram einhversstaðar, ég lifi í hjörtum ykkar allra. (Þýð. Halldór Reynisson) Með hinstu kveðju, „nafna þín“, Þórdís Jóna Guðmundsdóttir. Trausti Magnússon ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JAFET ELÍASSON netagerðarmeistari, Hátúni 47, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deilda H1 DAS-Laugarási, B-7 og B-4 Landspítalanum í Fossvogi. Jóna Ágústa Viktorsdóttir, Sigurður Gunnar Ólafsson, Lilja Björk Sigurðardóttir, Elías Viktor Ólafsson, Fennece Ackema, Friðrik Ólafsson, Maria Muller, Ólína Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNAR SKAGFJÖRÐ SÆMUNDSSON, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 17. maí kl. 15.00. William S. Gunnarsson, Sigrún G. Jónsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson, Inga Ásgeirsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Halldór Kjartansson, Gunnar S. Gunnarsson, Guðrún Jóhanna Rafnsdóttir, Anna S. Gunnarsdóttir, Sigurður Daníel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA TRYGGVADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 13. maí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 24. maí kl. 13.00. Ragnheiður Bragadóttir, Guðmundur Bragason, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Dagur Bragason, Unnur Bragadóttir, Ingvar Stefánsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir. ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI GARÐAR GUÐLAUGSSON, Bæjarási, Hveragerði, lést mánudaginn 13. maí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, Reykjavík föstudaginn 17. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Bjarnadóttir, Lárus Daníel Stefánsson, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir mín og amma, LAILA ANDRÉSSON, lést sunnudaginn 5. maí. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Mörkinni, 2. hæð suður fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Eiríkur Styrkársson, Alexandra Inga Alfreðsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, systir og amma, INGIBJÖRG ÓLÖF ANDRÉSDÓTTIR, Inga Lóa, hjúkrunarfræðingur, Birkiási 13, Garðabæ, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Logadóttir, Hallgrímur Þór Sigurðsson, Andrés Már Logason, Kristín Magnúsdóttir, Örn Andrésson, Guðbjörg Erla Andrésdóttir, Magnús Andrésson, Hrafn, Lóa og Már Hallgrímsbörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR FANNHVÍTAR ÞORGEIRSDÓTTUR frá Lambastöðum Garði, áður til heimilis Háaleiti 3 c, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Garðvangs Garði fyrir hlýju og alúð. Helga Jónína Walsh, Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson, Walter Leslie, Esther Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.