Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Tölt nefnist listasýning sem opnuð verður í dag í Felleshus, sendiráði Norðurlandanna í Berlín og er hún helguð íslenska hestinum. Um sýn- inguna segir í tilkynningu að hún sé upptaktur fyrir heimsmeistaramót ís- lenska hestsins sem mun fara fram í Berlín í ágúst á þessu ári. Íslenska hestinum eru gerð skil á sýningunni í ólíkum listformum og má þar nefna ljósmyndun, skúlptúr, myndbandsverk, hreyfimyndir, hönn- un og tísku. Íslenskum samtíma- listamönnum og hönnuðum var gef- inn laus taumur, eins og það er orðað með viðeigandi hætti í tilkynning- unni, „til að skapa og sýna listaverk sem innblásin eru af íslenska hest- inum; fegurð hans og þokka; litum og örlögum“. Sýnendur eru Hrafnkell Birgisson, Gígja Einarsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Una Loren- zen, Rut Sigurðardóttir, Spessi, Benni Valsson, Andersen & Lauth, Erna Einarsdóttir, Jör by Guð- mundur Jörundsson og Mundi. Þá verða einnig á sýningunni hestaport- rett eftir myndlistarmanninn Birgi Andrésson sem lést árið 2007. Sýningarstjóri Tölts er Ragna Fróðadóttir, fata- og textílhönnuður, sem búsett er í Berlín. Felleshus er í Rauchstraße 1 í Berlín og verður sýn- ingin opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 11-16. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Jim Smart Hestaportrett Verk eftir Birgi Andrésson verða á sýningunni. Óður til íslenska hests- ins á sýningu í Berlín Erla Sigurðar- dóttir opnar í dag kl. 17 vatns- litasýninguna Fjörugull og fá- ein blóm í Her- berginu í versl- uninni Kirsu- berjatrénu, Vesturgötu 4 í Reykjavík. Hún sýnir 30 vatns- litamyndir af íslenskum gróðri frá fjöru til fjalls og beinir sjónum að því smáa sem er í kringum okkur í náttúrunni, hlutum sem við sjáum en tökum ekki alltaf eftir, eins og því er lýst í tilkynningu. Erla hefur myndskreytt barnabækur og unnið að myndlist á áratugalöngum ferli og auk þess kennt vatnslitamálun. Fjörugull og fáein blóm Erla Sigurðardóttir Ja Ja Ja Festival nefnist ný, nor- ræn tónlistarhátíð sem haldin verður í fyrsta sinn í Lundúnum 8.-9. nóvember nk. en stjórnandi hennar er Anna Hildur Hildibrands- dóttir, fram- kvæmdastjóri norrænu tónlistarskrifstofunnar NO- MEX sem stendur að hátíðinni. Hug- myndin að henni er fengin frá Ja Ja Ja klúbbakvöldinu, samnorrænu verkefni sem hóf göngu sína í Lund- únum fyrir fjórum árum. Hátíðin er unnin í samstarfi við menningarhúsið Roundhouse í hverfinu Camden og mun hún fara þar fram. Hátíðin var kynnt í gærkvöldi í Roundhouse og flutti íslenski kvennakórinn Lyrika þar nýja útgáfu af lagi dönsku hljómsveitarinnar Mew sem gefið verður út í september. Mew mun koma fram á hátíðinni í haust og hef- ur íslenska hljómsveitin múm einnig staðfest komu sína. Heimildarmynda- hátíðin í Kaupmannahöfn, Copen- hagen Documentary Festival, verður samstarfsaðili hátíðarinnar og mun sjá um að velja heimildarmyndir sem sýndar verða á henni. Þema mynd- anna verður tónlist. Þá verður nor- ræn matargerð einnig kynnt. Anna Hildur segir að hátíðin sé gott tæki- færi til að ýta undir þann áhuga sem Bretar sýni Norðurlöndum og nor- rænni menningu. „Það er líka gaman að fá tækifæri til að tengja saman ólíka menningarþætti, tónlist, kvik- myndir og matargerð, þannig að gestir fái að smakka, hlusta og horfa á það sem kemur frá Norðurlöndum á einum og sama stað,“ segir Anna. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á jajajamusic.com. Anna stýrir Ja Ja Ja Anna Hildur Hildibrandsdóttir Ný breiðskífa með franska tvíeykinu Daft Punk, ’Random Access Memories, verður gefin út 20. maí nk. og hefur eitt laga hennar, „Get Lucky“, notið mikilla vin- sælda í Bretlandi og setið þar í efsta sæti listans yf- ir mest seldu smáskíf- urnar í þrjár vikur. Yfir hundrað þúsund eintök hafa selst af smáskífunni í hverri viku frá útgáfu. Meðal þeirra sem leggja Daft Punk lið á plötunni eru Pharrell, Julian Casablancas, Chilly Gonzales og Giorgio Moroder. Platan hefur hlotið nær einróma lof gagnrýnenda, eins og sjá má á vefn- um Metacritic sem tekur saman gagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla. Þar hlýtur hún meðaltalseinkunnina 90/100 og ljóst að aðdáendur Daft Punk verða ekki sviknir. Plata Daft Punk hlýtur mikið lof Píanóleikarinn Saleem Abboud Ashkar verður einleik- ari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld sem hefjast kl. 19.30. Ashkar hélt sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall þegar hann var 22 ára og hefur unnið með merkum hljómsveitum og stjórnendum víða um heim. Ashkar mun í kvöld leika Píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn, þann sama og hann lék á BBC Proms- hátíðinni í Lundúnum árið 2009 en sama ár lék hann Keisarakonsertinn eftir Beethoven með SÍ. Einnig verð- ur flutt tónaljóðið Dóttir norðursins eftir Sibelius og sin- fónía nr. 6 eftir Tsjækovskíj. Finnski hljómsveitarstjór- inn Pietari Inkinen stjórnar tónleikunum en hann stýrði SÍ síðast í maí í fyrra. Ashkar einleikari á tónleikum SÍ Saleem Abboud Ashkar GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 :40 - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 16 STAR TREK 3D Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40(P) MAMA Sýnd kl. 8 - 10:10 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 8 - 10:40 LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 6 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi -Empire -Hollywood Reporter KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS FRÁ SEM FÆRÐU OKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.