Morgunblaðið - 16.05.2013, Page 7

Morgunblaðið - 16.05.2013, Page 7
„Þær komu hérna fjórar í gærmorgun og bara hlunkuðu sér niður á hvalbakinn. Þar steinsváfu þær fram á kvöld og voru greinilega örþreyttar. Það komst loks hreyfing á þær er leið á kvöldið og hafa sennilega tekið flugið aftur und- ir miðnætti.“ Þannig lýsir Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE, heimsókn þriggja heiðagæsa, sem hvíldu sig um borð í skipinu við landhelgislínuna á Reykjaneshrygg í fyrradag. Þær hafa væntanlega verið á leið á varpstöðvarnar, en heiðagæs verpir á Íslandi, Grænlandi og á Svalbarða. Hún hefur aðallega vetursetu á Bretlandi, en einnig í Hollandi og á Jótlandi. Gæsir virðast vera þungar á flugi og þær eiga erfitt með að hækka flugið. Þrátt fyrir það fljúga þær nokkuð hátt og fara hratt yfir. Þær eru mjög þolnar og geta flogið mörg hundruð kílómetra í einu, segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Bara hlunkuðu sér niður á hvalbakinn“ SYFJAÐAR OG ÞREYTTAR HEIÐAGÆSIR Í HEIMSÓKN FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta gengur ljómandi vel og mun betur en í fyrra,“ sagði Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE í samtali í gær. Skipið var þá við karfaveiðar við landhelgislínuna á Reykjaneshrygg ásamt tólf öðrum íslenskum frystiskipum. Þar voru líka fjölmargir erlendir togarar frá Rússlandi, Spáni, Portúgal, Noregi og Færeyjum. Gætum eflaust fengið meira Kristinn sagði umferðina við lín- una ganga vel og engir árekstrar væru í samskiptum skipanna á karfamiðunum. „Við erum núna um 300 faðma innan við línuna, en út- lendingarnir eru rétt utan við,“ sagði Kristinn. „Við fáum nóg í vinnsluna og gætum eflaust fengið meira ef því væri að skipta. Vinnslugeta skipanna er 45-55 tonn á sólarhring og við höfum verið að fá þetta 4-6 tonn á klukkutímann. Við drögum 6-8 tíma í einu og reyn- um að skammta okkur þannig að ekki séu meira en 30-35 tonn í hali. Það er þægilegur skammtur til að ráða við að taka inn fyrir og fer vel með fiskinn.“ Alltaf ein og ein slök vertíð inn á milli Auk Þerneyjar voru á miðunum í gær Arnar, Þór, Málmey, Örfirisey, Venus, Mánaberg, Gnúpur, Snæfell, Kleifaberg, Vigri, Barði og Helga María. Kristinn segir að Granda- skipin fjögur sem eru á karfanum megi veiða 650 tonn hvert og séu þeir á Þerney tæplega hálfnaðir með þann kvóta. „Heimildirnar hafa minnkað með hverju árinu, en það er ekki að sjá í ár að minna sé af karfanum. Það hefur líka verið þannig frá því að þessar úthafsveiðar byrjuðu á karfa að inn á milli hefur alltaf komið ein og ein slök vertíð. Í fyrra voru afla- brögðin döpur og þá var það í raun bara ein vika sem gaf eitthvað og þó ekkert í líkingu við það sem hef- ur verið í ár,“ sagði Kristinn. Rússar ekki aðilar Úthafskarfaveiðar íslenskra skipa máttu hefjast 10. maí og strax á miðnætti fóru troll tólf ís- lenskra skipa í sjóinn. Í gildi er samkomulag milli strandríkjanna, Íslands, Færeyja og Grænlands, ásamt Evrópusambandinu og Nor- egi, um stjórnun veiða á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg og gildir það út árið 2014. Leyfilegur há- marksafli er 26 þúsund tonn í ár og kemur rúmlega 31% í hlut Íslands og er aflamark íslenskra skipa um átta þúsund tonn árið 2013. Rússar hafa mótmælt sam- komulaginu og telja ástand úthafs- karfa mun betra en ICES telur. Jafnframt eru þeir ósáttir við skipt- ingu heildar-aflamarks á milli aðila samkomulagsins. Með tilliti til þessa hafa Rússar ákveðið sér ein- hliða aflamark, 29.500 tonn. Mokveiða karfa á Reykjaneshrygg  Mörg skip frá mörgum þjóðum við landhelgislínuna og umferðin gengur vel  Mun betri gangur heldur en í fyrra, segir Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney  Kvótinn minnkar með hverju árinu Ljósmynd/Björn Hjálmarsson Þreyttar Gæsirnar létu skarkið um borð ekki hafa áhrif á sig heldur sváfu daglangt áður en þær tóku flugið á ný. Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Borgarferð til Frankfurt Myndavél 63.900 kr. 89.900 kr. Pizzuveisla 7.400 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.