Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Æðsti yfirmaður rússnesku Rétt- trúnaðarkirkjunnar, Kirill patrí- arki, á leið inn í guðshús í Sjanghæ í Kína í gær til að syngja messu. Lið- in var meira en hálf öld frá síðustu guðsþjónustu í kirkjunni. Söfnuður- inn vonast til þess að kommúnistar láti hann aftur fá bygginguna í sín- ar hendur. AFP Kirill syngur messu í Sjanghæ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórnvöld í Búrma hyggjast flytja yf- ir 160.000 íbúa á láglendi í grennd við hafið til öruggari svæða vegna felli- byljarins Mahasen sem stefnir til lands af Indlandshafi. Búist er við að hann komi að landi á föstudag við borgina Chittagong. Yfir átta milljón- ir íbúa í strandhéruðum Indlands, Bangladess og Búrma eru í hættu vegna óveðursins. Talin var hætta á allt að tveggja metra hárri flóðbylgju. Að sögn tals- manna Sameinuðu þjóðanna virtist þó heldur vera að draga úr styrk bylj- arins síðdegis í gær þegar hann stefndi í norðaustur í átt að Bengal- flóa. Múslímar tortryggja stjórnvöld „Við gætum dáið hérna, við getum ekki farið neitt,“ sagði Yu Suit Taw, múslími sem býr í flóttamannabúðum á jaðri borgarinnar Sittwe í Búrma. Um 140 þúsund flóttamenn úr röðum Rohingya-múslíma hafa búið í bráða- birgðaskýlum á strönd Búrma eftir hörð átök við búddista í fyrra sem kostuðu um 200 manns lífið. Heil borgarhverfi brunnu þá til ösku. Flestir Búrmamenn eru búddatrúar. Embættismenn með gjallarhorn reyndu að vara flóttamenn við hætt- unni. En tortryggni ríkir meðal músl- ímanna garð stjórnvalda. Hafa marg- ir neitað að yfirgefa svæðið og fréttaritarar AFP, sem heimsóttu tvennar búðir sögðust ekki sjá merki um að verið væri að undirbúa neyð- arflutninga. Enn er 58 múslíma frá Búrma saknað eftir að bát þeirra hvolfdi á mánudag er þeir voru að reyna að komast á öruggara svæði. Óttast fellibyl við Bengalflóa  Milljónir manna taldar vera í hættu Átök trúarhópa » Auk múslímanna í Búrma búa um 300.000 flóttamenn í grannríkinu Bangladess. Þar búa nær eingöngu múslímar. » Um 30 milljónir af alls um 160 milljónum manna í Bangla- dess, sem er nokkru stærra en Ísland, búa í strandhéruðum. » Ráðamenn í Búrma hafa ver- ið sakaðir um að hafa ekki beitt sér nógu mikið til að verja múslíma í fyrra. Rússar og Bandaríkjamenn virtust í gær reyna að draga úr núningi í kjölfar þess að Ryan C. Fogle, starfsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Moskvu var sagður hafa verið staðinn að tilraun til að fá embætt- ismenn til að njósna fyrir sig. Hann var í haldi yfir nótt en síðan sleppt og sagt að yfirgefa landið. Þrátt fyrir nokkurn sáttatón var framferði Fogle mótmælt formlega. Og ráðgjafi Vladímírs Pútíns for- seta, Júrí Úsjakov, sagði að Rússar furðuðu sig á þessari „einstaklega frumstæðu og klaufalegu“ tilraun til að ráða njósnara. Fogle er sagður hafa verið dulbú- inn, með ljósa hárkollu, verið með mikið fé á sér, einnig ýmsan hefð- bundinn njósnabúnað. Rússneska blaðið Kommersant segir að Fogle hafi viljað upplýsingar um Kákas- ussvæði Rússa, sennilega vegna til- ræðisins í Boston nýverið. Tilræð- ismennirnir tveir voru ættaðir frá Kákasus. kjon@mbl.is „Frumstæðar og klaufalegar“ njósnir  Sáttfýsi í Moskvu þrátt fyrir mál Fogle AFP Gripinn Mynd leyniþjónustumanna af handtöku Ryans Fogle. Læknar á Vest- urlöndum og þá ekki síst í Banda- ríkjunum hafa ár- um saman hvatt fólk til að draga mjög úr neyslu á salti. En í nýrri skýrslu sérfræð- inga á vegum Institute of Me- dicine, sem heyr- ir undir Vísindaakademíuna, er sett stórt spurningarmerki við þessa stefnu, að sögn New York Times. Hvatt hefur verið til þess að fólk neyti í mesta lagi 1.500 milligramma af salti daglega eða rúmlega einnar teskeiðar. Þannig væri hægt að minnka hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli hjá fólki í áhættuhóp- um, s.s. öllum yfir 50 ára aldri, blökkufólki og þeim sem þjást af há- þrýstingi, sykursýki eða nýrnabilun. Nýja sérfræðinganefndin hafði ekki það hlutverk að mæla með til- tekinni saltneyslu, hámarki eða lág- marki. En hún segir engin rök mæla með því að nokkur maður reyni að minnka dagskammtinn niður fyrir 2.300 milligrömm. Gögn sýni að mjög lítil neysla geti verið varasöm. „Þegar farið er niður fyrir 2.300 milligrömm eru ekki fyrir hendi gögn um gagnsemina og menn fara að giska á tjónið sem neyslan geti valdið í ákveðnum, afmörkuðum hópum,“ segir Brian L. Strom, pró- fessor í almenningsheilbrigði við Pennsylvaníu-háskóla. kjon@mbl.is Gagnslaust að borða minna salt?  Mjög lítil neysla sögð vera varasöm Salt Hvar er sjálft meðalhófið? Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2013, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. maí 2013 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2013, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2013 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.