Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 20

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Síðastliðnar vikur hafa fréttir af miklu og langvarandi fannfergi á Norðurlandi verið áberandi í fjöl- miðlum. Bændur glíma við hey- skort og velta vöngum yfir hugs- anlegu kali og skemmdum á túnum. Myndir frá bæjum á þessu svæði sýna að fréttirnar eru ekki ýktar eða gripnar úr lausu lofti og ljóst er að bændur á Norðurlandi eru margir hverjir orðnir langeygir eftir betri tíð með blóm í haga. Sauðburður stendur nú sem hæst víða um land en margir sauð- fjárbændur eiga þó ekki kost á að leyfa hinum nýbornu lömbum að hreyfa sig utandyra. Meðfylgjandi mynd sýnir að Ís- lendingar hafa vissulega fengið að upplifa meira fannfergi en þetta ár- ið. Myndin er tekin við vesturbrún Vaðlaheiðar snjóárið mikla 1951. Hún sýnir ástandið eins og það var hinn 23. maí það ár. Á myndinni má sjá tólf metra djúpan snjóskafl og virðast full- orðnu mennirnir tveir sem standa ofarlega í skaflinum afar smáir í samanburði við fannfergið. larahalla@mbl.is Ljósmynd/Jón J. Víðis/Vegagerðin Tólf metra djúpur skafl var í Vaðlaheiðinni í maí 1951 Fannfergi í maí er ekkert nýmæli á Íslandi Útlit er fyrir ágætis veður á landinu yfir hvítasunnuhelgina. Hlýjast verður á Norðurlandi og ættu ferða- menn, útivistarfólk og aðrir því að geta nýtt fríið vel. Heldur hlýrra verður á Norðurlandi en hefur verið undanfarnar vikur og mánuði og ætti sólin því að vinna nokkuð á fannferg- inu. Samkvæmt upplýsingum frá veð- urfræðingi á Veðurstofu Íslands verður hlýtt og gott veður um helgina, en síðan gæti kólnað nokkuð um miðja næstu viku. Kuldinn verð- ur þó ekki langvarandi. Hiti gæti farið upp í allt að 13 til 15 stig á Norð-Austurlandi um helgina. Hitanum fylgir lítilsháttar væta, suðlæg átt og 8 til 13 metrar á sek- úndu. Heldur kaldara verður á höf- uðborgarsvæðinu, meiri rigning en á Norðurlandi en minni vindur. Frost- ið virðist vera úr sögunni í bili, gróð- urinn ætti að fá fína vætu um helgina og hann mun þá væntanlega taka vel við sér. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni að hæsti hiti sem mælst hefur það sem af er ári hafi mælst á Dalatanga 1. mars síð- astliðinn, 15,7 stig. „Í fyrra var hæsti marshitinn 20,7 stig og mátti bíða til 23. maí eftir hærri hita,“ segir Trausti. „Nú biðjum við bara um 16 stig.“ Miðað við spá helgarinnar gæti hæsti hiti ársins mælst um helgina og yrði það þá að öllum líkindum á Norðurlandi. Kaldasti dagur ársins hingað til var 5. mars, en þá komst hiti hvergi upp fyrir frostmark á landinu. larahalla@mbl.is Landsmenn eiga von á hlýindum  Hlýjast verður á Norðurlandi Morgunblaðið/Ómar Betri tíð Íbúar Norðurlands eiga von á hlýrra veðri en verið hefur. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Í slitsterku áklæði! Verð áður 89.000 Alklæddur nautsleðri! Verð áður 139.000 Þú sparar 20.000 Þú sparar 40.000 Tilboðsverð 99.000 út maímánuð! RISAÚTSALA! Okkar besti hægindastóll á verði sem hefur ekki sést á Íslandi í mörg ár! Rubelli 9332 H með svifruggu, snúning, gormasæti og frábærum bakstuðningi 3 leðurlitir 6 taulitir Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is Þekking • Þjónusta Tilboðsverð 69.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.