Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 45

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA THEGREATGATSBY2DFORSÝND KL.10:10 THEGREATGATSBYVIP FORSÝND KL.10:45 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5:10 - 8 - 10:45 STARTREKINTODARKNESS 2D KL.7:20-10:30 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 -8 BURT WONDERSTONE KL. 5:10 KRINGLUNNI THEGREATGATSBY2DFORSÝNING KL.10:40 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 BURT WONDERSTONE KL. 8 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS 2D KL.4:40-7:30-10:20 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 7:30 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:10 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 8 AKUREYRI STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 PLACE BEYOND THE PINES KL. 10:40 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvíði, álag eða orkuleysi? Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk- blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir www.annarosa.is Burnirótin er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu. 24 stunda kremið þykir einstaklega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Inniheldur andox- unarefni og náttúrulega sólarvörn. Stúlknakórinn Graduale Futuri heldur tónleika í Langholtskirkju í dag kl. 18. Kórinn skipa 14 stúlkur á aldrinum 10-12 og stjórnandi hans er Rósa Jóhannesdóttir. Kór- inn er hluti af Kórskóla Langholts- kirkju, tónlistarskóla innan kirkj- unnar sem stýrt er af Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra. Kórinn er nýkominn af kóramótinu Norbusang í Fredriksstad í Noregi þar sem fjöldi barnakóra af Norð- urlöndunum kom saman, m.a. sex íslenskir barna- og stúlknakórar. Ókeypis er á tónleikana í Lang- holtskirkju í kvöld. Kæti Rósa Jóhannesdóttir með stúlkum úr Graduale Futuri. Graduale Futuri í Langholtskirkju AF CANNES Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tók í höndina á Leonardo diCaprio, kom af blaðamanna-fundi með Baz Luhrmann og gekk í fangið á Steven Spielberg og Nicole Kidman. Þetta er Cannes, kvikmyndahátíð kvikmyndahátíð- anna. Hingað koma stjörnurnar og manni finnst einsog manns lélega líf og misheppnaða tilraun til að vera eitthvað hafi náð nýjum hæð- um hérna inná milli stjarnanna. Vá, þær eru allar hérna og kannski nær endurkast ljóssins sem beinist að þeim að koma smá birtu í líf mitt. Eiginlega ekki. En samt gaman að vera hérna. „Leo, Leo, look here!“ kölluðu ljósmyndararnir þegar Leonardo di Caprio gekk framhjá þeim. Ljós- myndarar og blaðamenn voru búnir að hrúga sér upp að gangveginum þar sem stórstjörnurnar gengu framhjá á leið sinni inn á blaða- mannafundinn. Með minn stjörnu- passa á hátíðinni gat ég síðan smeygt mér þangað inn til að ná handtaki við meistara di Caprio. Hafði samt frekar vonast eftir handtaki við Nicole Kidman, ást unglingsára minna. Hafði jafnvel hugsað með mér að fyrst hún væri komin til Frans að gæti verið að hún gæfi mér meginlandsfaðmlag með tveimur kossum á sitthvora kinnina. Ég held ég hefði ekki farið í bað það sem eftir væri vikunnar ef ég hefði verið svo heppinn en því miður þá er hún ekki búin að vera nógu lengi á meginlandi Evrópu til að taka upp þann sið og svo reynd- ust hinir blaðamennirnir verri grúppíur en ég og tróðu sér fram- fyrir mig. „If I could choose from an in- timate interview with Saddam Hussein and Michael Jackson, I wo- uld choose Michael Jackson,“ sagði Larry King, bandarískur konungur viðtalanna. Hann myndi alltaf velja Jackson fram yfir Hussein í viðtal. Alltaf skemmtanaiðnaðinn framyfir pólitíkina. Ég hitti reyndar Saddam Hussein en ég hitti aldrei Michael Jackson, bömmer. Ansans bömmer, ég er aldrei alveg með þetta. Nema hérna í Cannes, hingað koma stjörnurnar.    Íslendingar eru með sitt fram-lag á hátíðinni. Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri gerði sér lítið fyrir og komst í úr- slitakeppnina hér í Cannes með stuttmyndina sína Hvalfjörður. 3500 myndir voru í forvalinu, myndir frá 132 löndum og það kom- ust aðeins 3 stuttmyndir frá Evrópu í úrslitin, myndin hans Guðmundar var ein þeirra. Hvalfjörður er eina myndin frá Skandinavíu sem komst í úrslitin. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem íslenskri stuttmynd hlotn- ast sá heiður að komast í úrslit. Rúnari Rúnarssyni, einum með- framleiðenda myndarinnar, hlotn- aðist þessi heiður fyrir stuttmynd- ina sína Smáfuglar árið 2008 en þar á undan var það stuttmynd Ingu Lísu Middleton sem komst í úrslitin árið 1993. Þess ber að geta að eftir að stuttmyndin hans Rúnars var hér á hátíðinni kom hann síðan með fyrstu bíómyndina sína inná hátíð- ina. Cannes virtist vera hátíðin sem uppgötvaði Rúnar Rúnarsson sem snilldarinnar kvikmyndaleikstjóra. Víkingar er önnur íslensk stuttmynd á hátíðinni, eftir Magali Magistry, en framleidd og tekin upp á Íslandi með íslenskum leik- urum. Chris Jagger, einn framleið- enda Svartur á leik fylgir þeirri mynd eftir.    Það er gaman að sjá árangurÍslendinga hér í Cannes. En langskemmtilegast er að vera á meðal stjarnanna. Því handtak við Íslending er svo venjulegt en hand- tak við Leonardo di Caprio er eins- og að hafa snert hálfguð. Maður er orðinn eitthvað, skiptir máli í sagn- fræðinni, þegar horft verður á feril hans verður litið til þessa móments. Cannes er staðurinn þangað sem guðir og hálfguðir koma til okkar mannanna og snerta okkur. Enginn verður sami maður né sami guðinn á eftir. Hann tók í höndina á mér Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Fingurkoss Leikkonan Nicole Kidman situr í dómnefnd Cannes, hér með Steven Spielberg, kvikmyndaleikstjóranum kunna, formanni hennar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Rólegur Leonardo di Caprio hélt ró sinni í Cannes í gær, hér með Tobey Maguire og Amitabh Bachchan. Blaðamanni tókst að taka í spaða á Caprio. » Því handtak viðÍslending er svo venjulegt en handtak við Leonardo di Cap- rio er einsog að hafa snert hálfguð. Í Cannes Guðmundur Arnar Guð- mundsson, leikstjóri Hvalfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.