Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Tillaga að nýju deiliskipulagi Vestur-
bugtar við Reykjavíkurhöfn og
breyttu deiliskipulagi Nýlendureits
verður kynnt á
opnum fundi í sjó-
minjasafninu Vík-
inni klukkan 17 í
dag. Á fundinum
verður jafnframt
kynnt tillaga að
breytingu á aðal-
skipulagi Mýrar-
götu.
„Breytingar á
Nýlendureit eru
aðallega vegna
þess að nú er ekki lengur áformað að
færa Mýrargötuna norður fyrir
Slippfélagshúsið og ekki er lengur
gert ráð fyrir að setja hana í stokk.
Við það breytast m.a. mörk reitsins.
Þá breytist lega Seljavegar frá sam-
þykktu deiliskipulagi og Bræðra-
borgarstígur verður göngustígur, en
ekki akvegur,“ segir í svari Mar-
grétar Þormar, arkitekts skipulags-
stjóra Reykjavíkurborgar, við fyrir-
spurn Morgunblaðsins um tillögu að
breytingum á deiluskipulagi Ný-
lendureits.
Ekki miklar breytingar
Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars-
sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, er með þessum tillögum
verið að endurskoða gildandi deili-
skipulag frá árinu 2007 en hann seg-
ist sjálfur hafa átt frumkvæðið að því
að þetta endurskoðunarferli var hafið
þegar hann var stjórnarformaður
Faxaflóahafna á síðasta kjörtímabili.
„Það var vegna þess að það skipu-
lag sem þar hafði verið samþykkt var
að mínu mati, og margra annarra, of
stórgert. Þannig að við stóðum fyrir
samkeppni um rammaskipulag á
svæðinu, og reyndar á allri gömlu
höfninni, og þetta er síðan framhald
af því,“ segir Júlíus Vífill en hann
bætir við að hann hafi jafnframt á
þessum tíma tekið talsverðan slag
fyrir því að starfsemi yrði komið fyrir
í grænu verbúðunum við gömlu höfn-
ina.
Aðspurður hvort til standi að gera
miklar breytingar á reitunum tveim-
ur, Vesturbugt og Nýlendureit, segir
hann svo ekki vera. „Þetta er léttari
byggð á gamla slippasvæðinu en gert
er ráð fyrir í núverandi skipulagi og
síðan eru litlar breytingar á
Nýlendureitnum en það verður að
taka hann fyrir í leiðinni því skipu-
lagssvæði þessara tveggja reita skar-
ast,“ segir Júlíus Vífill og bætir við að
t.d. sé áfram gert ráð fyrir kirkju fyr-
ir réttrúnaðarsöfnuðinn á Nýlendu-
reitnum.
Aðspurður hvað gert verði við
Geirsgötuna í ljósi þess að hún verð-
ur ekki sett í stokk eins og áður hafði
verið áætlað segir hann að lega göt-
unnar breytist ekki en líklegt sé þó
að einhverjar breytingar verði á göt-
unni sjálfri.
„Aðalatriðið við þessar breytingar
núna er að staðfest verður það skipu-
lag sem þarna var áður að því leytinu
til að íbúðarbyggð verður á þeim
hluta slippasvæðisins sem hætt hefur
starfsemi sinni,“ segir Júlíus Vífill.
Spurður hvort breytingarnar feli í
sér að slippurinn verði áfram á sínum
stað segir Júlíus Vífill það hafa verið
skilið eftir opið í hinum nýju tillögum.
„Okkur finnst náttúrlega spennandi
ef hægt er að halda áfram þessari
iðnaðarstarfsemi og þessari sterku
tengingu við hafið og hafnsækna
starfsemi,“ segir Júlíus Vífill en
bendir þó á að öllum sé ljóst að sam-
búð íbúðarbyggðar og slipps sé af
margvíslegum ástæðum ekki auð-
veld.
Verður áfram í einhvern tíma
„Bæði er þarna lykt og reykur. Svo
er náttúrlega verið að mála þarna og
það berst mjög víða. Það þekkja þeir
sem búa nálægt slippnum að menn
geta orðið fyrir svona drífu af máln-
ingu,“ segir Júlíus Vífill. Hann bætir
við að engu að síður verði slippurinn
áfram á sínum stað í einhvern tíma en
hins vegar sé það ekkert launungar-
mál að rekstraraðilar slippsins hafi
talað um að þeir sjái sína framtíð
annars staðar en á þessum stað.
„Þá er auðvitað gert ráð fyrir því
að þarna rísi áframhaldandi byggð
sem nær frá Sjóminjasafninu og eig-
inlega út að Ægisgarði,“ segir Júlíus
Vífill. Auk þess bendir hann á að mik-
ilvægt sé að hafa þarna lifandi starf-
semi allt í kring enda muni slík starf-
semi gefa þessu svæði gildi.
Breytt deiliskipulag við Vesturbugt
Tillögurnar verða kynntar á opnum fundi í Sjóminjasafninu í dag Júlíus Vífill Ingvarsson segir ekki
um miklar breytingar að ræða Segir áætlað að hafa íbúðarbyggð á hluta slippasvæðisins við höfnina
Morgunblaðið/Golli
Daníelsslippur Að sögn Júlíusar Vífils stendur til að íbúðabyggð verði á þessum hluta slippasvæðisins.
Júlíus Vífill
Ingvarsson
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er
Fáðu frekari upplýsingar á www.borgun.is eða í síma 560 1600
Sundföt 14.990 kr.
Loksins virka
debetkort á netinu
Það eru álíka mörg debet- og kreditkort í umferð á Íslandi.
Tekur þín vefverslun við öllum kortum?