Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 19

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Sæmundarskóli í Grafarholti í Reykjavík hefur gert samning um að taka í notkun sextíu Galaxy Note-spjaldtölvur frá Samsung til að þróa og efla skólastarf á öllum skólastigum. Ætlunin er að nýta spjaldtölvur eftir því sem við á í sem flestum fögum á öllum skóla- stigum. Til að byrja með mun áherslan verða lögð á nám á ungl- ingastigi þar sem ætlunin er að hafa spjaldtölvur til láns fyrir nemendur á skólatíma. Miðla þekkingu Stofnuð hefur verið verkefna- stjórn í skólanum sem mun halda utan um verkefnið, afla upplýsinga um notkun spjaldtölva og miðla þeim í skólasamfélaginu. Eftir forathugun kennara og skólastjórnenda var ákveðið að velja Android-spjaldtölvur frá Sam- sung og ganga til samstarfs við TVR, sem dreifingar- og þjón- ustuaðila Samsung mobile á Íslandi, og Samsungsetrið sem söluaðila. Samstarfið mun m.a. fela í sér að auka meðvitund og þekkingu skóla- fólks á Íslandi á kostum og mögu- leikum Android-stýrikerfisins í tengslum við skólastarf. Aðilar munu í sameiningu safna og miðla þekkingu og reynslu af notkun spjaldtölva í skólastarfi bæði til starfsfólks Sæmundarskóla sem og til kennara, skólastjórnenda og al- mennings á Íslandi. Komið verður á fót nýrri vefsíðu sem verður opinn vettvangur til þess að miðla reynslu og þekkingu af notkun spjaldtölva í skólastarfi til allra sem láta sig skólastarf varða. Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri Sæmundarskóla, segist binda mikl- ar vonir við verkefnið og að mikil eftirvænting sé meðal starfsfólks. „Við munum ekki að láta nægja að lesa rafbækur og horfa áYoutube. Þessi tækni býður upp á svo miklu meira en það. Við ætlum okkur að leyfa sköpunargleði og frumkvæði nemenda að njóta sín.“ Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri TVR, segist afar ánægður með samstarfið við Sæ- mundarskóla. Hvetjandi sé að fylgj- ast með drifkraftinum sem þar rík- ir. Val Sæmundarskóla á Android sýni skilning á styrkleikum opins hugbúnaðar auk þess sem haldið er í heiðri mikilvægi íslenskrar tungu. Skólastarf Krakkarnir í Sæmundarskóla hafa verið duglegir að safna til góðra málefna. Nú munu þau fá spjaldtölvur til afnota í skólanum. Straumhvörf í starfi Sæmundarskóla  Sextíu spjaldtölvur teknar í notkun Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 9 6 0 www.postur.is Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is. Omnis stækkaði pakkann og treystir nú á morgundreifingu Póstsins Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. Tólf erlendrar netverslanir eða þjónustufyrirtæki sem selja efni sem hlaðið er niður á netinu skil- uðu virðisaukaskatti til íslenska ríkisins á síðasta ári vegna kaup- enda hér á landi. Árið 2011 skiluðu hins vegar aðeins tíu slíkar verslanir og fyr- irtæki virðisaukaskatti til rík- isins. Þetta segir Óskar Alberts- son, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, í samtali við blaðamann. Að sögn Óskars skiluðu þessir aðilar samtals 53,5 milljónum króna til íslenska ríkisins árið 2012. „Þetta voru eitthvað í kringum 8,2 milljónir árið 2011 en þá voru bara eitt eða tvö tímabil sem þar var um að ræða,“ segir Óskar. skulih@mbl.is Tólf netverslanir skiluðu inn skatti ferðamála og Andrew Halcro, for- stjóri viðskiptaráðs fylkisins. Þau funduðu með aðilum úr íslenskri stjórnsýslu og viðskiptalífi og flugu síðan til síns heima í gær með Ice- landair í þessu fyrsta beina flugi. Beint áætlunarflug milli Íslands og Alaska hófst í gær þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug frá Kefla- víkurflugvelli til Anchorage. Flogið verður samkvæmt áætlun tvisvar í viku til 15. september. „Töluverður straumur flug- farþega er á milli Evrópu og Alaska, bæði vegna öflugs atvinnu- lífs, sem m.a. byggir á fiskveiðum og olíu og gasvinnslu, og vegna ferðaþjónustu, en Alaska er mikil náttúru- og útivistarparadís. Þessir farþegar þurfa að millilenda í Bandaríkjunum á leið sinni. Með því að millilenda á Íslandi í staðinn geta þeir stytt ferðatíma sinn um nokkrar klukkustundir og í því felst sérstaða Icelandair á þessum markaði,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Ice- landair. Hér á landi var stödd viðskipta- sendinefnd frá Alaska í tilefni af fyrsta fluginu. Í henni voru Susan Bell, viðskiptaráðherra fylkisins, Steve Hatter, aðstoðarráðherra samgöngumála, Rick Rogers, for- stjóri auðlindaþróunarstofnunar, Julie Saupe, forstjóri markaðstofu Flug Klippt á borða í Leifsstöð í gær af fulltrúum Icelandair og Isavia, auk viðskiptaráðherra Alaska og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Fyrsta flugið til Alaska  Icelandair flýg- ur tvisvar í viku fram í september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.