Morgunblaðið - 16.05.2013, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
✝ Ólafur ÞórðurSæmundsson
fæddist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 22. mars
1940. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 8.
maí 2013.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Elías Ólafsson, f. 7.
apríl 1899, d. 24.
júlí 1983, frá Vindheimum, Ölf-
usi, stýrimaður og seinna for-
stjóri kexverksmiðjunnar Esju
og Vigdís Þórðardóttir hús-
freyja, f. 5. október 1902, d. 28.
febrúar 2000, frá Vogsósum,
Selvogi. Systkini hans eru Ólaf-
ur Sæmundsson, f. 26. febrúar
1925, d. 13. febrúar 1935, Guð-
rún Guðmunda Sæmundsdóttir,
f. 21. júlí 1932 og Erna Sæ-
mundsdóttir, f. 4. október 1942,
d. 16. apríl 1992.
Ólafur Þórður kvæntist Jón-
ínu Sigurðardóttur 29. mars
1975, f. í Klöpp í Grindavík 1.
október 1942. Foreldrar hennar
eru Sigurður Hallgrímur Guð-
mundsson, f. 27. janúar 1915, d.
2. september 1990 og Eiríka
Guðrún Bjarnadóttir, f. 15. maí
1906, d. 24. júní 1990. Börn
Ólafs Þórðar og Jónínu eru
Sigurður Hallgrímur, f. 19.
nóvember 1971, sambýliskona
hans er Guðfinna
Hákonardóttir, f. 9.
september 1968,
börn þeirra eru
Ólafur Þórður, f. 3.
nóvember 2000,
Jónína, f. 12. júlí
2002 og Víkingur
Týr, f. 25. mars
2011. Fyrir átti
Guðfinna, Hákon
Hrafn Sigurðarson
Gröndal, f. 28. júní
1988. Hafdís, f. 1. desember
1974, eiginmaður hennar er
Guðmundur Már Ragnarsson, f.
9. júní 1973, dætur þeirra eru
Ragna Hlín, f. 20. júní 2007 og
Guðrún Klara 15. október 2008.
Dóttir Ólafs Þórðar fyrir hjóna-
band er Vigdís Sjöfn, f. 12.
september 1968, börn hennar
eru Tinna Þuríður Tóm-
asardóttir, f. 3. apríl 1999,
Hans Ottó Tómasarson, f. 4.
desember 2000 og Snædís
Hekla Tómasardóttir, f. 8. febr-
úar 2007.
Ólafur Þórður ólst upp á
Sjafnargötu 2 í Reykjavík og
eftir gagnfræðapróf lærði hann
rafvirkjun og starfaði við það
upp frá því hjá ýmsum fyr-
irtækjum en lengst af hjá Olíu-
félaginu Skeljungi.
Útför Ólafs Þórðar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 16. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Í dag er borinn til grafar
elskulegur faðir minn, Ólafur
Þórður Sæmundsson. Mig lang-
ar til að minnast hans í örfáum
orðum. Pabbi var fæddur 22.
mars 1940 og var því 73 ára
þegar hann lést, sem telst ekki
hár aldur á nútímavísu. Hann
var orðinn heilsuveill síðustu ár-
in og bjó við skert lífsgæði af
þeim sökum. Pabbi ólst upp á
Sjafnargötu 2, í húsi sem amma
og afi byggðu við kröpp kjör í
kreppunni miklu á þriðja ára-
tugnum. Þar var alltaf líf og
fjör, mikil gestrisni einkenndi
húsráðendur og því var þar
margt um manninn og mikið um
að vera. Pabba leið vel í þessu
umhverfi og fór því seint að
heiman. Ég minnist piparsveina-
herbergis hans í kjallaranum
þar sem loftið var reykmettað
og alltaf til Sinalco. Þar sátu fé-
lagarnir ósjaldan og ræddu mál-
in yfir smók og hlustuðu á Pres-
ley, Frank Sinatra og fleiri
góðar kempur. Pabbi ólst upp
með tveimur systrum, þeim
Guðrúnu Guðmundu og Ernu,
einnig áttu þau eldri bróður,
Óla, sem dó úr barnaveiki á tí-
unda aldursári. Pabbi var
skírður í höfuðið á honum en
amma bætti við nafninu Þórður,
sem var nafn föður hennar,
barninu til verndar.
Þó ég hafi ekki alist upp hjá
pabba þá átti ég gott samband
við hann sem einkenndist af
gagnkvæmri ást og virðingu. Við
áttum okkar föstu samveru-
stundir, m.a. sótti hann mig allt-
af á aðfangadag og við áttum
góða stund saman ásamt Jónu,
Sigga og Hafdísi á heimili
þeirra. Síðan var farið heim til
ömmu á Sjafnargötuna og haldið
í kirkjugarðinn þar sem látinna
ástvina var minnst. Pabbi var
hæglátur og góður maður sem
var ekki mikið fyrir að trana sér
fram. Hann sá að ég ólst upp við
gott atlæti og hefur eflaust ekki
viljað trufla það jafnvægi. En
alltaf var hann til taks ef á
reyndi og ósjaldan kom hann á
heimili mitt eftir að ég fullorðn-
aðist og aðstoðaði við rafmagn
og þess háttar. Hann var traust-
ur maður sem stóð eins og klett-
ur við hlið ömmu eftir að hún
var orðin ekkja og lasburða.
Hann gerði allt fyrir hana,
verslaði í matinn, borgaði reikn-
inga og sá til þess að hún gæti
búið á heimili sínu til 97 ára ald-
urs.
Pabbi var vel lesinn og fróður
enda með stálminni eins og for-
eldrar hans. Hann hafði mikinn
áhuga á ferðalögum og var vel
að sér í landafræði bæði innan-
lands sem utan. Einnig var hann
áhugasamur um ættfræði og var
auðvelt að fletta upp í honum
varðandi ætt okkar því allt
mundi hann.
Ég kveð þig, elsku pabbi
minn, með ljóðinu sem ömmu
Vigdísi, mömmu þinni, þótti svo
vænt um. Elsku Jóna, Siggi,
Hafdís og aðrir aðstandendur,
við getum huggað okkur við það
að nú líður honum betur og von-
andi hittumst við eftir þetta líf á
nýjum og betri stað.
Minningin um góðan og
traustan mann lifir.
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum sig.
Nú opnar fóstran fangið góða
og faðmar þreytta barnið sitt
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða,
og blessað lokað augað þitt.
(Þorsteinn Erlingsson)
Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir.
Ólafur Þórður
Sæmundsson
Ástkær móðir mín er dáin.
Hún sem einnig var besti vinur
minn lést á hjúkrunardeildinni í
Sunnuhlíð 5. maí. Þar kom ég við
á heimleiðinni, bæði meðan hún
bjó á eigin heimili og líka eftir að
hún kom að Sunnuhlíð. Mörg ár
bjó ég í kjallaraíbúð hjá pabba
og henni, einnig eftir að pabbi
dó. Þá urðu tengslin kannski
ennþá nánari.
Mamma var alltaf æðrulaus,
traust og örugg höfn þegar eitt-
hvað bjátaði á. Alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd, hvort heldur
það var vegna okkar systkininna
eða annarra vina og vanda-
manna. Ekki sjaldan skaut hún
skjólshúsi yfir systkini sín, þegar
Sigríður
Alexandersdóttir
✝ Sigríður Alex-andersdóttir
fæddist í Reykjavík
17. mars 1919. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 5. maí 2013.
Útför Sigríðar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 10. maí
2013.
þau voru á hrakhól-
um. Hún var gest-
risin og ávallt
reiðubúin að bera
fram kaffi og mat,
líka þegar pabbi
kom óvænt heim
með vinnufélaga.
Mamma var vönd
að virðingu sinni og
bjó okkur fallegt
heimili, þó ekki
væri af miklum efn-
um að taka.
Síðustu árin átti hún við auk-
inn heilsubrest að stríða, einkum
eftir að hún greindist með
brjóstakrabbamein fyrir nokkr-
um árum. Þau mein leiddu að
lokum til banalegu hennar, en
hún naut þá hlýju og umhyggju
starfsfólks og læknis í Sunnu-
hlíð. Þau önnuðust hana með
natni og gættu þess vel að síð-
ustu dagar hennar væru eins
kvalalitlir og kostur var.
Á sama tíma og sorgin býr um
sig í brjóstinu, er líka feginleiki
og léttir yfir því að erfiðri og
langri sjúkralegu er lokið. Nú
hvílir hún í friði, og ég veit að við
munum hittast aftur þegar kem-
ur að leiðarlokum mínum. Ég
þakka af alhug fyrir fylgdina öll
mín æviár og fel hana góðum
Guði á vald. Þakklátur fyrir allt
það sem hún var mér og systrum
mínum. Minningarnar um hana
og allar góðu stundirngar okkar
munu veita hlýju og yl það sem
eftir er ævinnar.
Þorgrímur Björn Björnsson.
Okkar ástkæra mamma,
tengdamamma, amma, og
langamma er látin. Eftir standa
minningar um sjálfstæða, sjálf-
bjarga konu, sem mætti því sem
að höndum bar með æðruleysi og
reisn. Aldrei heyrðist hún
kvarta, þó svo að vissulega skipt-
ust á skin og skúrir á lífsleiðinni.
Hún bjó sér og sínum fallegt
heimili, sem ávallt stóð opið þeim
sem þurftu á því að halda. Hún
studdi okkur öll til dáða og sjálf-
stæðis, hvort heldur var við nám
eða vinnu.
Síðustu æviárin dvaldi hún á
hjúkrunardeild að Sunnuhlið í
Kópavogi, og þar fengum við öll
tækifæri til að hitta hana og
kveðja hana. Hún vissi að lífs-
leiðin styttist og var þess meðvit-
andi við kveðjustundirnar.
Þegar Svanur fæddist á
sjúkrahúsi í Noregi, var mikill
fengur er amma hans kom til að
hjálpa fyrstu vikurnar og bera
hann til skírnar. Hann naut þess
líka er hún kom út til að vera við
fermingu fyrsta barns hans. Er
við bjuggum í Hveragerði hafði
Hilmar ánægju af að heimsækja
ömmu sína í Reykjavík. Reytti
þar arfa og tíndi rifsber í garð-
inum og fékk pönnukökur að
launum. Hann og fjölskylda hans
nutu hennar ekki bara sem
ömmu hans, heldur sem ömmu
allrar fjölskyldunnar. Hún var
súperlangamma fyrir dætur
hans, bæði á góðum tímum og
þegar á móti blés. Með lífi sínu
kenndi hún, að það væri auðveld-
ara að lifa lífinu með gleði og
brosi á vör en sem sorgmæddur
og bitur. Íris og Tinna fengu að
njóta þess er hún bjargaði þeim
frá veru á skóladagheimili í Nor-
egi. Það var á þeim tíma er
mamma þeirra var í skóla, og
pabbi bundinn við vinnu. Þá kom
hún og annaðist þær þar í eitt og
hálft ár. Öll fengum við að kynn-
ast hjálpsemi og ósérhlífni henn-
ar er eitthvert okkar mætti mót-
læti á lífsleiðinni. Við munum
sakna þessarar kjarnakonu, en
erum á sama tíma þakklát, að
langdreginni sjúkra- og bana-
legu er nú lokið og hún hvílir í
friði. Við þökkum góðum Guði
fyrir allt sem hún hefur verið
okkur öllum alla tíð.
Klara og Sævar; Svanur,
Merete og börn; Hilmar,
Elvira og börn; Íris, Thomas
og börn; Tinna og Tine.
Elsku vinkona.
Það eru engin
orð nógu sterk til að
lýsa þér, elsku Hera, því þú varst
Ingunn Hera
Ármannsdóttir
✝ Ingunn HeraÁrmannsdóttir
fæddist 12. mars
1966. Hún lést á
Landspítalanum
26. apríl 2013.
Útför Heru fór
fram frá Digra-
neskirkju 4. maí
2013.
engri lík, því er svo
ótrúlega erfitt að
kveðja þig, söknuð-
urinn er mikill.
Þau orð sem
koma upp í huga
mér þegar ég hugsa
um þig eru: þakk-
læti, hugrekki, bar-
átta, húmor, góður
vinur, frú Stalín,
keppnis allt, ekkert
væl, blak, gleði, fyr-
irmynd, ósérhlífni,
óeigingirni, hetja. Svona gæti ég
haldið áfram endalaust því þú
varst ótrúleg manneskja og ég er
óendanlega þakklát fyrir að hafa
verið vinur þinn, þú gafst mér
svo mikið og varst mikil fyrir-
mynd.
Það sem ekki verður tekið frá
okkur eru minningar og þær
munu ylja mér um ókomna tíð.
Allt í kringum blakið, æfingar,
keppnir, uppbygging og strand-
blaksævintýrið okkar sem varð
að veruleika. Barcelona-ferðin
þar sem Jón kom okkur heldur
betur á óvart sem þessi mikli
tungumála- og leiðsögusérfræð-
ingur (með hjálp Google Earth),
við lærðum allt um gítara eða 5P
og drápum næstum Tjörva úr
lofthræðslu. Hlátur, gleði og
gaman eru minningar sem ég á
um okkar samveru.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku Jón Grétar, Irma, Siggi
og Lúkas Nói, mínar innilegustu
samúðarkveðjur, megi guð gefa
ykkur styrk og frið.
Kristbjörg.
Einstakur er orð
sem notað er þegar lýsa á því
sem er engu öðru líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
Einstakur lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
Einstakur á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
Einstakur er orð
sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Við erum svo lánsöm að hafa átt
vináttu Nonna og Berglindar sem
aldrei hefur borið skugga á. Við
eigum ógleymanlegar minningar
um einstakan mann sem allar lýsa
af gleði, hlýju og góðvild hans.
Uppgjöf var ekki til í hans orða-
forða heldur tókst hann á við veik-
indin af fullkomnu æðruleysi og
dugnaði og hélt húmornum fram á
síðasta dag. Góðs vinar er sárt
saknað og minning hans verður
ætíð í hjörtum okkar.
Sigbjörn, Kristín, Birkir
Fannar og Hjörtur Ívan.
Já, nú ertu farinn elsku vinur
minn, alltof fljótt. Hann Nonni
Loga eins og hann var jafnan kall-
aður þessi öðlings drengur. Mér
Jón Snædal
Logason
✝ Jón SnædalLogason skip-
stjóri fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1971. Hann lést á
sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum
6. maí 2013.
Útför Jóns var
gerð frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 11.
maí 2013.
finnst svo stutt síðan
við sátum hérna við
eldhúsborðið í Asp-
arhvarfinu eftir eina
leiðindaútkomu frá
læknunum og þú
varst svo ákveðinn í
að láta þessi veikindi
ekki sigra þig enda
keppnismaður mik-
ill. En svo bregðast
krosstré sem önnur
tré. Leiðir okkar
lágu fyrst saman er við hófum
nám í Stýrimannaskólanum í
Vestmannaeyjum árið 1991. Allar
götur síðan höfum við ræktað
þennan vinskap og á ég margar
góðar minningar sem aldrei
gleymast, bæði um þig og yndis-
lega fjölskyldu þína. Ég var svo
lánsamur að fá að róa með þér síð-
asta árið sem þú varst skipstjóri á
Smáey VE og er ég óendanlega
þakklátur fyrir þann tíma sem við
áttum saman, sem var alltof stutt-
ur. Síðastliðið haust áttum við
yndislegar stundir saman á Te-
nerife ásamt eiginkonum okkar og
öðrum mjög góðum vinum. Þar
rifjuðum við upp tímann á náms-
árunum og nokkur ár eftir það og
var mikið hlegið. Það var gaman
þegar Nonni var að segja frá, það
var ekkert dregið undan og vorum
við komin með harðsperrur af
hlátri eftir eitt kvöldið okkar úti.
Vildi óska þess að við gætum átt
fleiri svona góðar ferðir saman í
sólina. En elsku Nonni minn, þú
verður ávallt í huga mér.
Elsku Berglind, Halla Björk,
Logi Snædal, Sæþór Páll og aðrir
aðstendendur, ykkur viljum við
votta okkar dýpstu samúð og megi
Guð almáttugur veita ykkur öllum
styrk í þessari miklu sorg.
Ykkar vinir,
Ingólfur H. Kristjánsson
og Sigrún Hildur.
✝ Baldur Dan Al-freðsson fædd-
ist á Seyðisfirði 10.
janúar 1935. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Horn-
brekku í Ólafsfirði
18. apríl 2013.
Foreldrar hans
eru Alfreð Dan Sig-
urbjörnsson, kaup-
maður á Seyðisfirði
og skrifstofumaður í
Reykjavík, og Þóra B. Brynjólfs-
dóttir, kaupkona og starfsmaður
Landssímans á Seyðisfirði og síðar
í Reykjavík. Þóra lauk starfsferli
sínum hjá Rarik í Reykjavík.
Sonur Baldurs er Þórir Dan en
kjörforeldrar hans eru Viðar Ósk-
arsson og Sigríður Friðþjófsdóttir.
Á yngri árum lagði Baldur
stund á frjálsar íþróttir og setti
þar meðal annars nokkur met í
millivegalengdum og var vel lið-
tækur í körfuknattleik. Baldur ólst
upp hjá afa sínum Brynjólfi Eiríks-
syni og eiginkonu hans Pálínu á
Seyðisfirði. Þau fluttust til Reykja-
víkur þegar Baldur var á fjórða
ári en Brynjólfur tók við umsjón
Landsímahússins í
Reykjavík. Hjá afa
sínum Brynjólfi og
Pálínu dvaldist
Baldur þangað til
hann fór til náms við
Menntaskólann á
Laugarvatni. Baldur
lauk stúdentsprófi
frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík þá tuttugu og
tveggja ára að aldri.
Á menntaskólaárunum í Reykja-
vík bjó Baldur hjá móður sinni
Þóru að Vesturgötu 14, þar sem
hún starfrækti konfektgerðina
Aladín og síðan bjuggu þau í
Skeiðarvogi. Baldur lauk loft-
skeytaprófi árið 1963 en bjó þá í
Hlíðardal við Kringlumýrarveg
en þar naut hann ætíð sérstakrar
umhyggju og hjálpsemi Guð-
rúnar og Sigfúsar og annars
heimilisfólks þar. Að loknu prófi
starfaði hann sem loftskeyta-
maður. Síðustu árin dvaldi Bald-
ur að hjúkrunarheimilinu Horn-
brekku í Ólafsfirði.
Útför Baldurs fór fram frá
Kópavogskirkju 27. apríl 2013.
Svo hljótt þaut mín jörð yfir himinsins
nafnlausu vegi
að hjarta mitt fann ekki mismun á
nóttu og degi,
í feiminni þrá, sem endalaust bíður og
bíður.
Hann blekkti mig, tíminn, ég vissi ekki,
hvernig hann líður.
Og svo flaug hann á burt með mitt vor
yfir heiðar og hlíðar,
með höll mína, tign mína og ríki, ég
vissi það síðar,
með hið fegursta og besta, sem aðeins
af afspurn ég þekki
– og ég átti það, átti það allt, en ég
vissi það ekki.
Nú undrast ég það, þar sem einn ég í
skugganum vaki
að mín æska er liðin, er horfin, og langt
mér að baki,
á einfaldan hátt, eins og auðfarinn
spölur á vegi,
og þó undrast ég mest, að ég gekk þar,
og vissi það eigi.
(Guðmundur Böðvarsson)
Hvíl í friði.
Þórir Dan og Stella Baldvins.
Baldur Dan
Alfreðsson