Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 27

Morgunblaðið - 16.05.2013, Side 27
UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Ég man ekki alveg hvenær Hafnar- fjarðarkirkja, Þjóð- kirkjan í Hafnarfirði eins og hún er kölluð af Hafnfirðingum í dag- legu tali, gerði ofan- greinda setningu að kjörorði sínu. Mig minnir að ég hafi komið hugmyndinni að þessu kjörorði kirkjunnar á framfæri við sóknar- nefnd og sóknarprest skömmu eftir að ég hóf þar störf árið 1996. Alla vega þótti okkur sem þar störfuðum á þeim tíma kjörorðið eiga vel við: Hafnarfjarðarkirkja og þjóðkirkjan í heild sinni vildi vera öllum opin, vildi vera tilbúin að þjóna þeim sem til hennar leituðu óháð því hvort við- komandi væri í þjóðkirkjunni. Enda var meirihluti þjóðarinnar í þjóð- kirkjunni – kirkju sem vildi starfa í „þína þágu“, þágu allra. Og þannig vill hún vissulega enn þjóna þjóðinni. Á liðnum vetri hef ég þjónað sem kirkjuhirðir í sænsku kirkjunni í árs- leyfi frá störfum mínum í Hafnarfirði. Í Svíþjóð hef ég átt þess kost að fylgj- ast vel með þeirri miklu breytingu sem er að verða á stöðu kirkjunnar þar í landi sem á Norðurlöndunum öllum. Árið 1996 þegar kjörorðið góða var tekið upp í Hafnarfjarðarkirkju var sænska kirkjan enn tengd rík- isvaldinu nánum böndum rétt eins og sú íslenska. Árið 2000 var slitið á milli í Svíþjóð og síðan hefur fækkað í sænsku kirkjunni um 1% á ári, eða ein 12% á þeim 12 árum sem liðin eru. Sama þróun hefur átt sér stað í Finn- landi, bæði hvað varðar aðskilnað kirkju og ríkis og fækkun. Staða þjóð- kirkna Íslands og Noregs hefur einn- ig breyst með tilheyrandi fækkun. Aðeins danska „Folkekirken“ heldur sínu striki sem ríkiskirkja, sett undir kirkjumálaráðherra. Í öllum norrænu Þjóðkirkjunum fækkar – nema ef til vill í Færeyjum. Ástæðurnar eru margar. Fjölgun innan annarra trúfélaga og fjölgun trúfélaga almennt er ein skýringin, aukið trúleysi og afhelgun samfélags- ins önnur. Fækkun meðlima leiðir af sér tekjuskerðingu sem þarf að bregðast við. Kirkjur eru lagðar nið- ur og seldar. Starfsfólki er fækkað. Þjónusta minnkuð. Sóknum og prestaköllum og prófastsdæmum fækkað. Hægt og bítandi er hert að sultarólinni. Um leið er fólk hvatt til að halda áfram að vera í þjóðkirkjunum með því meðal annars að benda á þá þjón- ustu sem kirkjurnar veita – að kirkj- urnar veiti „þjónustu í þágu almenn- ings“ og þess vegna sé það einhvers virði að vera þar áfram innanborðs. Minna er talað um trú, hvort fólk sé kristið eða ekki. Þvert á móti eru rök færð fyrir því að það sé sjálfsagt að vera áfram í kirkjunni þó maður sé trúlaus – til að njóta þjónustu hennar og styðja við menning- ararfinn eins og það gjarnan er orðað. Nú hafa vaknað mikl- ar efasemdir um þennan málflutning innan sænsku og finnsku þjóð- kirknanna sérstaklega. Þar er því haldið fram af mörgum að kirkjurnar séu í afneitun, þær horfist ekki í augu við stöðuna eins og hún er. Þróunin muni verða sú að fólki fækki í þjóð- kirkjunum. Sama hversu góða þjón- ustu kirkjurnar veiti. Kirkjurnar verði að horfast í augu við að tekist sé á um öll Vesturlönd um hug- myndafræði, trú, guðleysi og nýja heimssýn. Og því sé það ekki lengur nóg að bjóða bara fram þjónustu sína eins og ekkert hafi í skorist. Kirkj- urnar á Norðurlöndum verði að líta í eigin barm, spyrja sig hvað það sé að vera þjóðkirkja þegar stór hluti þjóð- arinnar sé ekki lengur í kirkjunni. Og um leið að spyrja sig að því hvað það sé að vera kristinn og trúaður. En það er kannski stóra spurn- ingin sem hinar þjónustumiðuðu þjóðkirkjur hafi svo allt of lengi forð- ast að takast á við. Og fleira þarf að gera að mati þeirra sem vilja sjá breytingar. Að stækka þjónustueiningar kirkjunnar er ein af þeim leiðum sem farnar hafa verið til þess að mæta fækkun og þyngri rekstri. En þó þjónustan batni er hætta á að hið persónulega sam- band hverfi algerlega. Hið persónu- lega samband sem aðeins verður til þar sem tveir eða þrír koma saman í Jesú nafni. Kirkjan þurfi því að snúa aftur til hins einfalda, til hins smáa. Ég byrjaði þessa vangavelti á því að rifja upp kjörorðið okkar í Hafn- arfjarðarkirkju – „Þjóðkirkja í þína þágu“. Þjóðkirkjan vill þjóna öllum þannig að kjörorðið á enn vel við þó það sé komið til ára sinna. En á umbrotatímum þegar allt er á hverfanda hveli er hollt fyrir alla sem unna kirkju og kristni að staldra við og íhuga kjarnann, ræturnar og horfa þaðan til framtíðar í Jesú nafni. Þjóðkirkja í þína þágu Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson »Kirkjurnar á Norð- urlöndum verði að líta í eigin barm, spyrja hvað það sé að vera þjóðkirkja þegar stór hluti þjóðarinnar er ekki lengur í kirkjunni. Höfundur er sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Einu sinni var hagfræðingur sem hét John M. Keynes, hann var há- skólakennari í London. Að lokinni fyrri heimsstyrjöld var mikið atvinnu- leysi í Bretlandi, orsök atvinnu- leysisins var, að Bretar vildu hafa sama gengi á pundinu og hafði verið fyrir ófrið- inn. Útkoman var sú að þeirra framleiðsla var of dýr fyrir heims- markaðinn. Keynes kom með það ráð, að grafa niður búnt af punds- seðlum og láta atvinnulausa menn grafa þau upp, og þeir eignuðust peningana fyrir vinnuna. Pening- arnir rynnu til þeirra, sem seldu þessum fyrrverandi atvinnulausu, vörur eða þjónustu. Bretar fóru ekki að ráðum Keynes, það gerðu Þjóðverjar sem lögðu hraðbrautir landshorna á milli. Fleiri fram- kvæmdir var farið í. Atvinnuleys- ingjarnir fyrrverandi keyptu sér fisk í matinn, sem hækkaði verð á fiski og íslenskir togarar seldu fyrir ofurverð í Cux og Bremerhaven. Annar heimsófriður hófst 1. sept- ember 1939, það tók Breta ekki nema nokkra daga að komast í þann slag. Íslendingar skulduðu mikla peninga í London og fengu leyfi Breta til að landa í Þýskalandi til áramóta. Leyfið var háð því skilyrði að siglt yrði um Eyrarsund og Kílarskurð. Spurn eftir hergögnum jókst, at- vinnuleysi í Bandaríkjunum var 17% haustið 1939, vorið 1940 var það komið niður í 2%. Það eina sem gerðist var að einhverjir menn fóru að skjóta og prentvél seðlabanka Bandaríkjanna var sett í gang, at- vinnuleysið gufaði upp. Hern- aðarbröltið náði til Íslands og hér hrúguðust upp dollarar og pund. At- vinnuleysi virðist því vera skipu- lagsatriði fremur en óumflýjanlegt náttúrulögmál. Við eigum fiskveiði- lögsögu sem er sex sinnum stærri en Ísland, á sjöunda áratug seinustu aldar áttum við heimsins öflugasta síldveiðiflota. Sá var settur í að veiða loðnu, þegar síldin hvarf, en loðna er aðalfæða þorsks sem lengi var undirstaða okkar útflutnings. Með minnkandi loðnuveiðum stækk- ar þorskurinn og því óhætt að auka kvóta um 7% á ári þar til aflinn er kominn í ca. 350.000 tonn eins og hann var áður fyrr. Markaðirnir munu tæpast taka eftir svo lítilli aukningu á framboði. Keynes kom með þá kenningu, að hreppsnefndir og ráðsstjórnir ættu að leggja fyrir fé í góðæri, nota svo sjóðinn þegar samdráttur herjaði á einkageirann. Nú nýlega voru Sel- tirningar að kvarta yfir því að til stæði að draga úr umferð um Mýr- ar- og Geirsgötu. Nesbúarnir telja þetta flóttaleið. Það þurfa fleiri flóttaleiðir. Suð- urgatan í Reykjavík stefnir beint á Keili, gatan er tvíbreið og hefir greinilega verið ætlað annað hlut- verk, en vera umferðaræð fyrir nokkur hús í Skerjafirði. Ef Suð- urgatan er lögð beint yfir fjörðinn, kemur hún að landi á Bessa- staðanesi þar sem ýmsir hafa viljað gera flugvöll fyrir höfuðborgar- svæðið. Nesið er marflatt, að því undanskildu, að þunnur berggangur gengur gegnum það mitt. Sundur- sprengdur og niðurmulinn gæti gangurinn notast í malbik á stórum flugvelli. Hvar á að fá peninga fyrir þessu? kann einhver að spyrja. Við eigum okkar eigin Seðlabanka sem getur lánað fyrir þessu þar til betur árar. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Atvinnuleysi Frá Gesti Gunnarssyni Gestur Gunnarsson Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.