Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þriðjungur af þeirri síld sem Fær- eyingar veiddu í fyrra og hitteð- fyrra var seldur til landa innan Evrópusambandsins. Er því ljóst að bann á sölu síldar til ESB myndi hafa veruleg áhrif og erfiðleika í för með sér fyrir Færeyinga á mörk- uðum. Refsiaðgerðirnar eru vegna áforma Færeyinga um stórauknar síldveiðar í sumar, en gætu einnig haft áhrif á makrílveiðar þar sem þessar tegundir veiðast gjarnan saman. Leggist gegn umsókn ESB Haft er eftir Edmund Joensen, þingmanni Sambandsflokksins, að Færeyingar eigi að leggjast gegn umsókn Evrópusambandsins um áheyrnaraðild að Norðurskauts- ráðinu á fundi þess í Kiruna í vik- unni nema hótanir um viðskipta- þvinganir verði dregnar til baka. Þetta sé raunhæf leið til að vekja athygli umheimsins á stöðunni varðandi uppsjávartegundir í Norð- ur-Atlantshafi. Samkvæmt upplýsingum frá Færeyjum hefur ákvörðun Jacob Vestergaards, sjávarútvegsráð- herra, um stóraukinn síldarkvóta ekki eingöngu verið fagnað heima fyrir. Hann hefur einnig mátt sæta gagnrýni á Lögþinginu og í atvinnulífinu. Bent hefur verið á að lax frá Færeyjum fari að mestu til Evrópusambandsins og gætu erfið samskipti við ESB komið niður á útflutningsgreinum. Vildu ekki hrófla við skiptingu Samningurinn sem byggt er á varðandi skiptingu síldarkvótans er frá árinu 2007. Samkvæmt honum er hlutur Norðmanna 61%, Íslands 14,51%, Rússlands 12,82%, Evrópu- sambandsins 6,51% og hlutdeild Færeyinga var upp á 5,16%. Samkvæmt nýjasta mati á stærð hrygningarstofns norsk-íslensku vorgotssíldarinnar var hann í fyrra rúmar sex milljónir tonna, sem er tæpri milljón tonnum minna en matið árið á undan. Aflamark árið 2013 var ákveðið 619 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að hrygningar- stofninn muni minnka enn frekar á næstu árum. Færeyingar hafa greint frá auk- inni síldargengd í færeyskri lög- sögu stóran hluta ársins og krafist stærri hlutar í pottinum. Hinar þjóðirnar voru ekki tilbúnar til að hrófla við fyrrnefndri skiptingu og ákváðu Færeyingar því einhliða að taka sér 17% af ráðlögðum kvóta eða um 105 þúsund tonn. Þetta gera þeir á sama tíma og aðrar þjóðir draga úr afla sínum í samræmi við tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins. Harðlega mótmælt Þessari ákvörðun Færeyinga var harðlega mótmælt af Evrópusam- bandinu og Noregi og í framhaldinu var greint frá harkalegum refsiað- gerðum ESB gegn þeim í byrjun vikunnar. Þær aðgerðir fara nú í formlegt ferli og minnki Færeying- ar ekki síldarkvótann koma þær væntanlega til framkvæmda í sum- ar. Meðal þeirra sem lýstu áhyggjum af ákvörðun Færeyinga var Stein- grímur J. Sigfússon, atvinnuvega- ráðherra, en í bréfi til Jacob Vest- ergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í lok mars lýsti Stein- grímur alvarlegum áhyggjum af þróun mála. „Þessi ákvörðun Fær- eyinga veldur verulegum áhyggjum. Hún setur samkomulagið frá 2007 í uppnám, sem er sérstaklega alvar- legt í ljósi þess að stofninn hefur minnkað um meira en helming síð- ustu fjögur ár, nýliðun hefur verið mjög slök og veiðin byggst á þrem- ur sterkum árgöngum sem hverfa úr veiðistofninum innan tíðar,“ seg- ir á heimasíðu ráðuneytisins. Þvinganir ESB hefðu veruleg áhrif í Færeyjum  Hafa selt þriðjung af síldinni til ESB  Ekki einhugur um svo mikinn kvóta Morgunblaðið/Sigurður Bogi. Færeyjar Frá höfuðstaðnum Þórs- höfn, sem er fjölmennasti bærinn. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við munum fylgja óbreyttri stefnu og halda veiðum okkar á makríl og síld áfram og sjá svo til hvað Evr- ópusambandið gerir í framhaldinu. Við höfum enn ekkert heyrt frá ESB. Við vitum að sambandið er að undirbúa við- brögð, eins og til dæmis refsi- aðgerðir gegn okkur, en við vit- um á þessu stigi ekki meira um það hvað það ætl- ar sér,“ segir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, að- spurður um viðbrögð landsins við hótunum ESB um refsiaðgerðir í kjölfar þess að Færeyingar juku síldarkvótann. Er sú saga rakin hér til hliðar. „Við höfum gefið út makríl- og síldarkvóta fyrir þetta fiskveiðiár. Úthlutun kvóta ætti að ljúka öðrum hvorum megin við helgina.“ Munu ræða við strandríkin – Afstaða ESB hefur því ekki áhrif á úthlutun síldarkvótans? „Nei. Alls ekki. Við munum auð- vitað ræða við nágrannaþjóðir okkar um það hvernig við getum komist að samkomulagi fyrir næsta ár, bæði hvað varðar makrílinn og síldina.“ – Hvaða tímaramma er horft til? „Fulltrúar strandríkjanna munu hittast í haust. Það verður svo að koma í ljós hvort okkur tekst að ná samkomulagi. Við munum alltaf verða reiðubúnir að gera samkomu- lag,“ segir Vestergaard og rifjar upp að ákvörðunin um að auka síld- arkvótann sé tekin með hliðsjón af því að síld sé nú í færeyskri land- helgi nánast allt árið. Sú síld sé fær- eysk síld, ekki norsk eða íslensk. Spurður út í þau ummæli Stein- gríms J. Sigfússonar, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, að hótanir ESB komi ekki á óvart, enda hafi hann sjálfur sent Færeyingum að- vörunarbréf vegna aukins síldar- kvóta, segir Vestergaard að strand- ríkin taki ákvarðanir um síld og makríl á eigin forsendum. Hann von- ist eftir góðu sambandi við Ísland. Hótanir ESB setja ekki strik í fyrirhugaðar veiðar  Sjávarútvegsráðherra Færeyja boðar úthlutun kvóta Jacob Vestergaard Morgunblaðið/Kristján Síld Færeyingar ætla ekki að hvika frá áformum um að auka veiðarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.