Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Norðurskautsráðið var ekkibeinlíns heimsþekktstofnun fyrir nokkrumárum en nú er orðin breyting þar á. Fjöldi ríkja bankar á dyrnar og vill fá áheyrn og helst að- ild. Vonir um að siglingaleiðir opnist þegar ísinn minnkar og spár vísinda- manna um að miklar olíu- og gas- lindir séu á hafsbotni á svæðinu auka áhugann. Einnig námur á Grænlandi en þar er vitað að geysimikið er af ýmsum verðmætum jarðefnum. Ríki með fulla aðild að ráðinu eru átta og eiga öll land norðan heim- skautsbaugs. Ísland er í þeim hópi (enda hálf Grímsey norðan heim- skautsbaugs). Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins var haldinn í Kiruna í Norður-Svíþjóð í gær, und- irritaður var m.a. samningur um gagnkvæma aðstoð ríkjanna vegna olíumengunar í hafi. John Kerry, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði þessum áfanga enda hefðu Bandaríkjamenn komist að því þegar olíuslys varð á Mexíkóflóa hve brýnt væri að eiga samstarf við aðra um slík mál. Öll ríkin átta hafa nú gegnt for- mennsku frá stofnun ráðsins 1996 og var samþykkt sameiginleg yfirlýsing um framtíðaráherslur í tilefni þess. Þar segir að gríðarmikil tækifæri fel- ist í efnahagslegri þróun norðurslóða og samstarf á því sviði verði for- gangsmál. Styrkja þurfi samstarf norðurskautsríkjanna enn frekar á sviði umhverfismála og öryggis. Danir gæta hagsmuna Grænlend- inga enda fara þeir með utanríkis- og varnarmál þeirra. En fram til þessa hafa bæði Grænlendingur og Fær- eyingur, fulltrúar tveggja af þrem ríkiseiningum danska konungsríkis- ins auk móðurlandsins, setið við hlið danska fulltrúans. Svíar fækka fulltrúum danska konungsríkisins í einn Ekki lengur. Svíar, sem gegnt hafa forystu í ráðinu frá 2011, neit- uðu að samþykkja kröfu jafnaðar- mannsins Alequ Hammond, nýs for- sætisráðherra Grænlands, um að Grænlendingurinn fengi áfram stöðu sem fulltrúi sjálfstæðs ríkis á ráð- herrafundi ráðsins í gær. Ákvað Hammond þá að hunsa fundinn. Harka hennar sýnir vafalaust auk- ið sjálfstraust Grænlendinga sem hver þjóðin á fætur annarri reynir nú að vingast við í von um að fá að nýta auðlindir landsins. Ráðherrann segir í viðtali við grænlenska dagblaðið Sermistiaq að áður hafi Danir haft þrjú sæti í ráðinu en þegar Svíar hafi tekið við hafi danska konungsríkið einungis fengið eitt sæti úthlutað á ráðherrafundi samtakanna. Hún ótt- ast að nú þegar Kanadamenn taki við stjórnarformennskunni í kjölfar Svía verði staðan sú sama og núna. „Samvinnan í Norðurskautsráðinu er ákaflega mikilvæg í augum naal- akkersuisut (grænlensku heima- stjórnarinnar) og því er það afar slæmt að nauðsynlegt skuli hafa reynst að taka þessa ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Hammond á þriðjudag. Hún segir þar að strax verði hafnar viðræður við Kanada til að tryggja viðunandi lausn. Athygli vakti að talsmenn samstarfsflokka jafnaðarmanna, Atassut og Partii Inuit, sögðu aðgerð Hammond hafa komið á óvart. Færeyski forsætisráðherrann, Kaj Leo Holm Johannesen, er ósammála Hammond. „Það er mikilvægara að geta talað beint við þá sem taka ákvarðanirnar og haft áhrif á þá en að láta í ljós óánægju sína,“ segir Jo- hannesen í samtali við færeyska út- varpið. Krefjast sætis í Norðurskautsráði AFP Mætt John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og öldungadeildar- þingmaðurinn Lisa Murkowski á fundinum í Kiruna í Norður-Svíþjóð. 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þótt ekki hafienn veriðmynduð ný ríkisstjórn í kjölfar kosninga í apríllok fer ekki á milli mála að stjórnarandstaðan hef- ur þegar tekið til starfa, þótt hún flytji mál sitt enn úr ráð- herrastólunum. Umræðan um raunverulega stöðu ríkissjóðs á dögunum endurspeglaði það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að nýjar upplýsingar, sem hann hafði óskað eftir vegna viðræðna um stjórnarmyndun, sýni mun lak- ari stöðu landsjóðsins en haldið var á lofti vikurnar fyrir kosn- ingar. Upplýsingarnar sem Sig- mundur vitnar til hafa ekki ver- ið birtar opinberlega svo ekki eru efni til að leggja dóm á þær. En flestum er væntanlega í fersku minni að eftir að fjár- lög höfðu verið afgreidd í lok síðasta árs fóru ráðherrar frá- farandi stjórnar á flug og lof- uðu upp í ermina á sér út og suður. Slík loforð eru fæst bindandi fyrir ríkissjóð. En þar til stjórnarskipti hafa orðið rík- ir nokkur óvissa um þau atriði. En því fyrr sem slíku óvissu- ástandi linnir því betra. Starfsstjórnin, sem situr þar til ný stjórn hefur tekið við, hefur áfram stjórnskipulegar skyldur, þótt pólitískt umboð hafi fallið brott með bresti. Hún fer með opinbert forsvar fyrir landið inn á við sem við útlönd. Ríkisstjórnin verður því að upplýsa með hvaða hætti hún beitti sér vegna fundar Norður- heimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð. Hlutur Grænlend- inga hefur upp á síð- kastið verið gerður lakari á þeim vettvangi en áður var. Það varð til þess að þeir ákváðu að mæta ekki á fund ráðsins í Kir- una. Svíar hafa neitað að sam- þykkja Grænland sem aðild- arþjóð að ráðinu á sama tíma og þjóðir sem næsta lítilla hags- muna hafa að gæta, jafnvel án samanburðar við hagsmuni Grænlendinga, fá aukna að- komu að því. Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hefur sagt, í viðtali við græn- lenska dagblaðið Sermistiaq, að áður en Svíar tóku við for- mennsku í Norðurheimskauts- ráðinu árið 2011 hafi Danir haft þrjú sæti þar fyrir hönd Dan- merkur, Færeyja og Græn- lands, en fái síðan aðeins eitt sæti. Því fái Grænlendingar og Færeyingar ekki sæti við aðildarborðið. Hammond óttast að ekki verði úr þessu bætt er Kanada tekur við stjórnarfor- mennskunni. Ekki hefur verið upplýst á hvern veg Ísland hafi brugðist við í þessari stöðu og hvort það hafi lagt sitt lóð á skál Grænlands og Færeyja eða alls ekki hreyft neinum at- hugasemdum gagnvart fram- göngu Svía. Nauðsynlegt er að íslensk yfirvöld geri hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta mál varðar. Núverandi starfs- stjórn hefur upplýs- ingaskyldu gagnvart almenningi} Upplýsingaskylda í millibilsástandi Segja má að núfyrst sé farið að glitta almenni- lega í sumarið víð- ast hvar um landið og brúnin tekin að léttast hjá mann- fólkinu, líka hjá þeim sem hafa búið við háa snjóskafla mán- uðum saman. Á næstu dögum og um næstu helgi mun sjást til sólar víða um land, sem er sér- stakt ánægjuefni þar sem fram- undan er ein mesta ferðahelgi ársins. Hverjir af öðrum stíga lands- menn upp í bifreiðar sínar og renna upp í sveit – eða gera sér ef til vill bæjarferð, þeir sem búa í sveitum landsins. Íslendingar hafa sem von er almennt ánægju af að ferðast um landið sitt. Hvarvetna er fagurt um að litast og fjöl- breytnin ævintýralega mikil. En þó að sólin muni sennilega skína víða um land um helgina er einn skuggi sem fylgir ferða- löngunum og þeir losna ekki undan. Þar er ekki um að ræða þeirra eigin skugga, held- ur skugga þeirrar ríkisstjórnar sem senn hrökklast út úr stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin hefur gert ferðalög landsmanna um eigið land miklum mun erfiðari en þau þyrftu að vera og voru áður en skattahækkanir hennar dundu á. Eldsneyti og bifreiðar bera skatta og gjöld langt um- fram það sem áður hefur þekkst sem verður til þess að ánægju- legt helgarfríið verður dýrara en ástæða er til eða hægt er að réttlæta. Landsmenn láta ríkis- stjórnina ekki stöðva sig í að ferðast um landið, en augljóst er að þeir geta ekki ferðast jafnmikið og væri skattlagn- ingin hófleg og sanngjörn. Þetta er eitt af ótal málum sem næsta ríkisstjórn þarf að endurskoða og vinda ofan af eft- ir fráfarandi ríkisstjórn. Ferðamenn líkt og aðrir líða fyrir skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar} Dýrari ferðalög Þ að var ófagurt um að litast á sam- félagsmiðlunum daginn eftir kosningarnar. Úti um allt mátti sjá fólk býsnast yfir samlöndum sínum, þeir væru nú meiri fíflin, skoðanir þeirra væru á einhvern hátt órétt- mætari en hinna og verst væri að atkvæði þessara fífla, ekki síst ef það bjó á lands- byggðinni, giltu líka. Á stuðningsmönnum frá- farandi ríkisstjórnar mátti helst skilja að þetta væri allt einn stór misskilningur, fólk hefði bara ekki kunnað að meta allt það frá- bæra sem stjórnin hefði gert. Þessi vafasama söguskýring, að mesta tap sitjandi ríkis- stjórnar í Vestur-Evrópu frá stríðslokum megi útskýra með misskilningi, virðist nú meira að segja hafa ratað á síður dagblaða er- lendis. Berin hafa sjaldan verið jafnsúr og nú. Þar sem gremjunni sleppti byrjaði svo spuninn á ný og allir flokkar urðu, svo sem þeirra er siður, sigurvegarar kosninganna og gjaldgengir í ríkisstjórn. Svona eins og Manchester City var móralskur meistari þegar þeir fóru halloka síðast fyrir nágrönnunum, einu sinni sem oftar. Gremjan fann sér ýmsan farveg. Sumir fóru að opna heimasíður í nafni Sjálfstæðisflokksins og dreifa þar óhróðri um væntanlegan samstarfsflokk, aðrir tóku upp gamla siði frá því þeir voru „starfsmenn á plani“ og fóru að blogga á nóttunni. Einum þingmanninum tókst á inn- an við viku að telja það fyrst í lagi þó að Sigmundur og Bjarni fengju rúman tíma til að mynda stjórn á sinn eig- in hátt og síðan að kvarta yfir seinaganginum og vinnubrögðunum. Í þessu samhengi var forvitnilegt að sjá fundinn sem formaður Framsóknarflokksins hélt, þar sem boðskapurinn var sá að staða ríkisfjármálanna hefði verið fegruð í aðdrag- anda kosninganna. Þeim sem þar spurðu for- manninn spjörunum úr tókst að forðast með nákvæmni, sem stýriflaugar Bandaríkjahers yrðu stoltar af, að velta því upp hvað slíkar fréttir, ef réttar væru, segðu um þá sem hald- ið hafa utan um málin síðustu fjögur árin. Allt púðrið fór í að spyrja hvað þetta þýddi fyrir loforðin og hvort að þetta þýddi ekki að skatt- ar yrðu alveg örugglega ekki lækkaðir. Fáir veltu fyrir sér hvort árangur fráfarandi ríkis- stjórnar hefði kannski ekki verið sá sem aug- lýstur var í aðdraganda kosninga og hampað mjög síðan. Einn af fjölmörgum óþokkum sem uppi voru á 20. öld sagði að ef maður endurtæki lygi nógu oft færi fólk að trúa henni. Fulltrúar og stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar hafa hér endurtekið hvað eftir annað að nú sé land- ið að rísa, atvinnuleysi fari minnkandi og allt sé frábært þökk sé ríkisstjórninni. Það virðist hafa skilað því einu að þeir sem héldu þessu fram fóru sjálfir að trúa en kjós- endur gerðu það ekki. Þegar menn hafa blekkt sjálfa sig með þeim hætti er ekki nema von að þegar loks er bragð- að á berjunum, reynist þau súr. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Berin eru súr STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Samþykkt var á fundi Norður- skautsráðsins í gær að veita Kína áheyrnaraðild að ráðinu en einnig Indlandi, S-Kóreu, Ítalíu, Japan og Singapúr. Financial Times sagði að endanlegri af- greiðslu umsóknar Evrópusam- bandsins hefði hins vegar verið frestað að kröfu Kanadamanna. Þeir eru ósáttir við bann sam- bandsins á innflutningi á sela- afurðum. Einnig hyggst ESB setja hömlur við innflutningi á olíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada. Umhverfissinnar segja olíuvinnsluna ógna náttúrunni. Kanadamenn stöðva ESB ÁHEYRNARAÐILD Skinn Kanadamenn vilja m.a. fá að selja selaafurðir á mörkuðum ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.