Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Þjónusta og síur
fyrir allar tegundir
af loftpressum
ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ
LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR
idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700
Gott ú
rval á
lager
ÞÝSKAR GÆÐA
PRESSUR
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert uppfullur af hugmyndum um
bætta aðstöðu á vinnustað þínum núna.
Hafðu samt í huga að margar hendur vinna
létt verk.
20. apríl - 20. maí
Naut Farðu sérlega varlega í umferðinni í dag
hvort sem þú ert gangandi eða akandi.
Leyfðu trúnni að hafa áhrif á hugsanir þínar.
Þú hefur þörf fyrir fegurð í kringum þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Allt virðist vera á ferð og flugi og
því erfitt að henda reiður á einstökum hlut-
um. En veistu, að líðan þín mun batna eftir fá-
eina daga, jafnvel þótt ekkert breytist.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt þú hafir áhuga á félagsmálum
þarftu að gefa þér tíma til að vera einn með
sjálfum þér. Ekki þreyta vinnufélagana með
endalausum sögum af einkahögum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Lífið hefur sent þér stuðningsmann!
Þessi styður þig í hvívetna, hvort sem hann
er sammála eður ei. En hvort þú átt að tala
um það sem þú sérð eða ekki, er önnur saga.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þið þurfið að koma lagi á fjármálin og
þurfið því að beita ykkur aga og sleppa öllu
sem kallar á óþarfa eyðslu. Ef þú virkjar skap-
andi hluta af lífi þínu blómstrar ástin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti dagurinn til þess að vera opn-
ari og gaumgæfa hvort tvær ólíkar skoðanir
geta lifað hlið við hlið í þinni veröld. Hugs-
anlegt er að óljósar efasemdir læðist að þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert einstaklega kærulaus í
dag og ættir því alls ekki að ræða sameig-
inlegar eignir eða skyldur. Hlustaðu samt
vandlega á það sem sagt er þannig að þú
misskiljir ekki neitt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinátta og heiðarleiki skipta
miklu máli í umgengni við aðra. Taktu vel á
móti velgjörðamanni þínum og mundu eftir
þeim sem lögðu hönd á plóginn með þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Deildu velgengni þinni með þeim
sem standa þér næst. Láttu umheiminn eiga
sig – það kemur dagur eftir þennan dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er eitt og annað sem þú hefur
látið sitja á hakanum, en nú skaltu bretta upp
ermarnar og hefjast handa. Biddu vini um
hjálp og leyfðu þeim í alvöru að hjálpa þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lærðu að gera málamiðlanir þegar þú
ræðir gildismat við aðra. Ekkert er sárara en
þegar lausmælgi annarra opinberar innstu
tilfinningar og leyndarmál.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ALLT Í LAGI, OSTBORGARA FYRIR ÞIG,
EN FYRIR LITLA FRÍKIÐ HÉRNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þér í hjartastað.
MÉR LÍÐUR EINS OG ÉG
SÉ FÖST ... Í UMFERÐ.
ÞEGAR ÞÚ MÆTIR ÖFLUGUM
ÓVINI SEM ÓGNAR ÞÉR ...
... SKALTU EKKI
STEYTA HNEFA AÐ
HONUM Í REIÐI!
STEYTTU
FREKAR FÆTI ...
... ÞAÐ KEMUR
ÞEIM ALLTAF ÚR
JAFNVÆGI.
GÓÐAR FRÉTTIR,
GRETTIR!
ÉG ER AÐ SEMJA
POLKA-ÓPERU!
ÞAÐ ER EKKI TIL NÓGU
MIKIL BÓMULL Í HEIMINUM.Aðdráttarafl Íslands fyrir erlendaferðamenn fer vaxandi. Annars
staðar í hinni þaulskipulögðu Evrópu
hefur nánast hver einasti skiki verið
rúðustrikaður. Það getur kostað íbúa
stórborgar talsverða fyrirhöfn að
komast út í ósnortna náttúru. Á Ís-
landi tekur enga stund að komast út
fyrir mannabyggðir og það er
kannski þess vegna sem þetta strjál-
býla land virkar framandi í augum út-
lendingsins. Það sem okkur finnst
sjálfsagt eru náttúruundur í augum
aðkomumannsins.
x x x
Fyrir nokkrum misserum fór Vík-verji með útlendingi um Suður-
land og ákvað að sýna honum Skóga-
foss. Þegar þeir komu að fossinum
féll á þá léttur úði og dynur drundi í
eyrum. Útlendingurinn var fámáll, en
þegar þeir gengu í burtu sagði hann
snortinn: „Þetta er í fyrsta skipti á
ævinni sem ég sé foss.“
x x x
Víkverja finnst ekki tiltökumál aðsjá foss og varð nokkuð undrandi
í fyrstu en áttaði sig svo á því að
þarna var kominn lykillinn að að-
dráttarafli landsins. Á Íslandi gefst
ferðamanninum tækifæri til að sjá
hluti í fyrsta skipti, hvort sem það eru
fossar, norðurljós, jöklar eða þúfur,
kostur á að sjá eitthvað annað en
mannanna verk.
x x x
Málið er hins vegar að eftir því semfleiri ferðamenn koma til lands-
ins mun krafan um að skipuleggja
helstu viðkomustaði þeirra verða há-
værari. Auðvitað væri hægt að mal-
bika hálendið og setja glerveggi við
Gullfoss, en við það er auðvitað hætt
við að framandleikinn hverfi.
x x x
Hins ber þó að gæta að stórborg-arbúarnir eru ekki vanir því að
standa berskjaldaðir frammi fyrir
náttúruöflunum og verða jafnvel
skelkaðir við þær kringumstæður –
finnst jörðin hverfa undan fótum sér
þegar þeir missa símasamband.
Háskinn heillar og vekur ugg í senn,
en hverfi hann er hætt við að
galdurinn hverfi líka. víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætl-
anir sem ég hef í hyggju með yður, seg-
ir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en
ekki til óhamingju, að veita yður von-
arríka framtíð. (Jeremía 29:11)
Kristján Bersi Ólafsson, góðvin-ur Vísnahornsins, er fallinn
frá. Guðmundur B. Guðmundsson
skrifaði minningarorð um hann á
Leirinn, póstlista hagyrðinga, en
þeir voru nær daglega farþegar í
Landleiðastrætó. „Fljótlega fórum
við að setjast saman og spjalla, –
kynnast. Með okkur tókst fljótt mik-
il vinátta sem aldrei bar skugga á. Í
Hafnarfirði var lítið eða ekkert fé-
lagslíf okkur að skapi og við sóttum
mjög til Reykjavíkur á kvöldin. Oft-
ast sátum við á kaffihúsum, Gilda-
skálanum í Aðalstræti eða Lauga-
vegi 11, og ræddum menningarmál
heimsins við gáfumannaelítu höf-
uðborgarinnar.
Stundum var komið við á Hreyfli
við Kalkofnsveg og keypt hálfflaska
af spíra eða íslensku brennivíni og
kaffið drýgt og bætt, andinn hresst-
ur. Það var mikið orkt á þessum ár-
um og um skeið ræddum við ekki
saman nema í bundnu máli. Aldrei
var orðsnilldin fest á blað og er nú
öll gleymskunni falin eins og reynd-
ar ætlunin var. Einu sinni tókum við
upp þéringar og ég held að við höf-
um ekki þúast í ein tvö ár.
Þetta var ógleymanlegur tími.“
Síðar í sama pósti skrifar hann:
„Bersi var óþrjótandi fróðleiks-
brunnur á mörgum sviðum, maður
kom aldrei að tómum kofunum hjá
honum. Sumir töldu hann tíma-
skekkju, hann væri í raun 17. eða
18. aldar maður. Hann lærði aldrei
á bíl, fór allra sinna ferða í almenn-
ingsvögnum eða gangandi. Tók
óhemju mikið í nefið … Ég sakna
góðs vinar sem ég gæti sagt ótal
sögur af. Friður sé með honum.“
Þegar umsjónarmaður leitaði til
Guðmundar eftir sýnishorni af
kveðskap þeirra svaraði hann: „Vin-
ur okkar Bersa úr Firðinum var
Sigurður Nikulásson, seinna banka-
útibússtjóri. Eftir Verslunarskóla-
próf varð hann gjaldkeri Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar og hóf að
þiggja laun. Við Bersi vorum áfram
blankir eins og kirkjurottur. Einu
sinni vorum við staddir í Banka-
stræti þegar Bersi segir við mig:
Suðrí bráðum förum Fjörð
fjandi ráðagóðir.
Sláum fjáðan fleina njörð
og förum á það bróðir.
Góðar hugmyndir bíða sér ekki til
bóta.
Tvær eftirfarandi vísur urðu ein-
hvern veginn til hjá okkur í samein-
ingu:
Þau eru erfið þessi líf,
þau eru hverful líka.
Plógur og herfi, SÍS og SÍF
sama gerfi flíka.
Og:
Á í belti eina ég
þótt aðrar svelti bullur.
Konur elti út um veg
enda veltifullur.
Fleira kemur ekki upp í hugann
að sinni.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Kristjáni Bersa og vináttu