Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Starfsmenn Alþingis hafa fært ljósmyndir og aðra muni úr gula herberginu svonefnda yfir í græna herbergið, herbergi Framsóknar- flokksins á Alþingi til áratuga. Eru munirnir geymdir í kassa og bíða þess að þingflokk- urinn skreyti veggina með þessum myndum af fv. formönnum Framsóknarflokksins eða öðr- um myndum og málverkum en þingflokkarnir ráða því sjálfir hvað er á veggjum þingflokks- herbergjanna. Húsgögn eru hins vegar á sín- um stað og eru í umsjón skrifstofu þingsins. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofu- stjóra Alþingis, er að mörgu að hyggja eftir kosningar. T.d. er ritið Háttvirtur þingmaður, handbók þingmanna, uppfært og það afhent nýjum þingmönnum. Er þar m.a. að finna leið- beiningar um starfshætti á þingi. Þá er unnið að uppfærslu alþingisvefjarins og verða upp- lýsingar um nýja þingmenn aðgengilegar inn- an tíðar. Kynning fyrir nýja þingmenn eftir helgi Kynningarfundur fyrir nýja þingmenn um þinghaldið verður haldinn eftir hvítasunnu- helgina. Reikna má með því að Alþingi komi saman stuttu eftir að ný ríkisstjórn hefur ver- ið mynduð. Er þá kosinn forseti þingsins, kos- ið í allar nefndir og stefnuræða forsætisráð- herra flutt. Að öðru leyti verður þinghaldið eins og venja er en óvíst er hvenær sum- arþingi lýkur. Nýtt þing verður svo sett í haust, þriðjudaginn 10. sept. Annir fyrir nýtt þing Morgunblaðið/Ómar Í græna herberginu Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins á Alþingi í fyrradag. Viðhalds- framkvæmdir á þaki bílageymslu í Seljahverfi ollu mengun í set- tjörn í Mjódd og Kópavogslæk. Þetta er mat Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur sem telur að mengunin hafi borist í umhverfið þegar verið var að að gera við plan, sem einnig er þak á bílageymslu. Planið var háþrýstiþvegið og blanda af við- gerðarefni, fíngerðu dufti og vatni, var borin á flötinn. Árvökull borgarbúi benti heil- brigðiseftirlitinu á að þegar rigndi síðastliðinn föstudag hafi vatn, sem skolaðist af planinu, verið mjólkur- litað. Vatnið skilaði sér síðan í sett- jörn sem tekur við ofanvatni og síð- an áfram í Kópavogslæk. Þakframkvæmdir ollu menguninni í Kópavogslæknum Kópavogslækur var hvítur um hríð. MP banki hefur gert tilboð í allt hlutafé í Íslenskum verðbréfum hf. og hefur tilskilinn meirihluti eig- enda félagsins gengið að tilboðinu. Áformað er að efla þjónustu MP banka á Akureyri og opna þar útibú. Kaupverðið er greitt með hluta- bréfum í MP banka og eftir samein- inguna verða félögin í hópi þriggja stærstu fyrirtækja á Íslandi á sviði eignastýringar með um 190 millj- arða eignir í stýringu. Í lok síðasta árs nam eigið fé Íslenskra verð- bréfa 453 milljónum og hagnaður fyrir skatta nam 217 milljónum. MP banki kaupir Íslensk verðbréf Ljósmynd/MP banki Handsal MP kaupir Íslensk verðbréf. Vinnuhópur Sameinuðu þjóð- anna um mis- munun gagnvart konum í lögum og framkvæmd mun dvelja hér á landi frá 16.-23. maí til að meta hvernig tekist hefur til að ná fram jafnrétti kynjanna og reynt verður að leggja mat á hvaða áhrif fjármálahrunið árið 2008 hafði á réttindi kvenna Hópurinn mun hitta embættis- menn og fulltrúa ýmissa samtaka og verða niðurstöðurnar kunn- gjörðar í skýrslu í júní 2014. SÞ meta stöðu jafn- réttis á Íslandi Staða jafnréttis verður könnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.