Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka til kvöldsins, en annars er ég bara býsna rólegur yfir þessu öllu saman,“ segir Eyþór Ingi sem syng- ur lagið „Ég á líf“ eftir Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára í seinni undankeppni Eurovision- söngvakeppninnar sem fram fer í Malmö í kvöld, en alls taka 17 lönd þátt. Þegar blaðamaður náði tali af Eyþóri Inga í gær var hann að und- irbúa sig fyrir tvö búningarennsli samdægurs, en seinna rennslið er svokallað dómararennsli þar sem dómnefndir landanna fylgjast með og gefa stig sem gilda til jafns á móti niðurstöðum símakosningarinnar. Þriðja og síðasta búningarennsli fer síðan fram í dag. Aðspurður við- urkennir Eyþór Ingi að stærðin á keppninni hafi komið honum á óvart. Eins þyki honum ótrúlegt að upplifa hversu umfangsmikið verkefnið sé þegar haft sé í huga að lagið sjálft sé aðeins þrjár mínútur í flutningi. „En það er frábært hvað allt gengur smurt, enda miklir fagmenn hér að verki,“ segir Eyþór Ingi. Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í Malmö svarar Eyþór Ingi því játandi. „Ég vissi í raun ekk- ert út í hvað ég væri að fara og því er vissulega margt sem kemur á óvart,“ segir Eyþór Ingi og nefnir í því sam- hengi fjölmiðlafárið og ýmsar uppá- komur á rauða dreglinum. „Þetta hefur hins vegar verið mjög lær- dómsríkt og heilt námskeið í sjálfu sér,“ segir Eyþór Ingi. Aðspurður hvernig hann búi sig undir stóru stundina svarar Eyþór Ingi: „Ég verð sennilega með [tónlist Jeffs] Buckley í eyrunum, loka aug- unum, anda djúpt og hugsa um fjöl- skylduna mína. Þannig tekst mér að koma mér í réttu stemninguna fyrir flutninginn.“ Spurður hvort hann geri sér góðar vonir um að komast áfram í kvöld segist Eyþór Ingi að- eins einbeita sér að einu verkefni í einu og sé því ekki farinn að leiða hugann að úrslitakvöldinu nk. laug- ardag. „Mér finnst mikilvægast að taka bara einn dag í einu og reyna að njóta þess að vera í þessu ferðalagi sem þessi keppni er. Ég vil heldur ekki eyða of mikilli orku í að velta fyrir mér hvað gerist. Komist ég í úr- slit þá er það hreinn bónus,“ segir Eyþór Ingi að lokum. Mest reynt á hláturvöðvana „Æfingar hafa gengið vel, en milli þeirra nýtur maður þess bara að vera í Malmö. Við erum mjög spenntir fyrir kvöldinu, en ekkert kvíðnir. Þetta verður bara rosa gaman og við hlökkum til,“ segir Örlygur Smári annar tveggja höfunda lagsins sem er framlag Íslands í Eurovision í ár. Hann var mjög afslappaður þegar blaðamaður náði tali af honum og benti á að það hjálpaði sennilega að þetta væri fjórða Eurovision- keppnin sem hann tæki þátt í, en hann fór utan sem lagahöfundur með „Je ne sais quoi“ árið 2010, „This is my life“ 2008 og „Tell me“ 2000. Bendir hann á að Pétur Örn sé að taka þátt í Eurovision í sjötta sinn, en raunar í fyrsta sinn sem lagahöf- undur. „Það er gott að búa að þessari reynslu. Við erum t.d. að hitta margt af sama fólkinu sem við höfum hitt áður og kunn- um svolítið á þetta. Við reynum þannig að nýta þá þekkingu vel til að koma Eyþóri Inga og laginu al- mennilega á framfæri,“ segir Örlyg- ur og bætir við: „Við vitum nú orðið hvað maður á að leggja áherslu á, hvenær maður á að segja nei og hve- nær já, hvar maður á að taka lagið og hvar ekki, hvenær maður á að slaka á og hvíla sig og hvenær maður á að eyða orkunni. Margir þeirra sem eru að koma hingað í fyrsta skiptið eru oft alveg búnir á því þegar kemur að því að fara upp á svið á sjálfu keppn- iskvöldinu vegna þess þeir hafa verið eins og útspýtt hundskinn úti um allt að kynna sig.“ Með í för þetta árið eru Bergþór Smári sem syngur í bakröddum, en hann er yngri bróðir Örlygs Smára. Spurður hvort legið hafi beint við að velja bróður sinn til verksins, enda vel þekkt að ber sé hver að baki nema sér bróður eigi, svarar Örlygur Smári því játandi. „Bergþór er hok- inn af reynslu, þó hún sé ekki á sviði Eurovision, því hann hefur spilað blús bæði heima og erlendis sl. 15 ár. Íslenski hópurinn er samsettur af vinum okkar, sem eiga það allir sam- eiginlegt að vera tónvissir og örugg- ir, en það er fyrir mestu. Svo spillir ekki fyrir hversu skemmtilegir þeir eru. Það hefur því mest reynt á hlát- urvöðvana hingað til.“ Ljósmynd/Sander Hesterman Jakkinn Eyþór Ingi mun ekki keppa í hvíta jakkanum heldur svörtum, en sá þótti koma betur út í mynd. „Ég hlakka til kvöldsins“  Eyþór Ingi flytur „Ég á líf“ á sviðinu í Malmö í kvöld  Hlustar á Jeff Buckley til að koma sér í rétta gírinn Örlygur Smári  Framlag Makedóníu í ár syngja þau Esma og Lozano, sem fullu nafni heita Esma Redzepova Teodosievska og Vlatko Lozan- oski. Esma, sem verður sjötug síðar á árinu, á að baki langan og farsælan fer- il. Hún átti ekki auðvelda skóla- göngu þar sem hún var sígauni og því vildu skólafélagar hennar ekki tala við hana. Þegar hún var fjór- tán ára gömul bað skólastjórinn hana um að vera fulltrúi skólans í vinsælli hæfileikakeppni í útvarp- inu og gerði hún sér lítið fyrir og vann keppnina. Í framhaldinu bauð tónlistarmaðurinn og tón- skáldið Stevo Teodosievski henni að gerast nemandi hjá sér, en ári síðar sendi hún frá sér sína fyrstu plötu.  Krista Siegfrids sem keppir fyrir hönd Finna þyk- ir mjög lit- ríkur kar- akter. Hún er óhrædd við að vekja at- hygli jafnt með klæðaburði sem og fram- komu. Að hennar sögn var hún að- eins fimm ára þegar hún heillaðist af laginu „Fångad av en Storm- vind“ sem Carola söng fyrir hönd Svía í Eurovision árið 1991. Krista Siegfrids söng lagið í tíma og ótíma, en hugföngnust var hún þó af vindvélinni og líkti eftir henni með hárblásaranum sínum. Hún lofar því áhorfendum vindvél í finnska atriðinu í kvöld.  Framlag Svisslendinga þetta ár- ið er flutt af hljómsveitinni Takasa. Í hljómsveitinni eru sex meðlimir sem allir eiga það sameiginlegt að vera í Hjálpræðishernum og hafa keppendurnir látið hafa eftir sér að keppnin sé afbragðs tækifæri til að vekja athygli á Hjálpræðis- hernum. Líklega eru vandfundnar hljómsveitir þar sem jafn mikið aldursbil er á meðlimum, sá yngsti er hin 21 árs gamla Sarah Breiter en sá elsti er hinn 95 ára gamli Emil Ramsauer. Þess má geta að Ramsauer brýtur blað í sögu Jú- róvisjón í kvöld því hann verður elsti keppandinn í sögu keppn- innar til að stíga á svið. Seinni undankeppni 16. maí - listi yfir keppendur SÖNGVAKEPPNI MALMÖ 2013 Land Flytjandi Lag 01 Lettland PeR Here We Go 02 San Marínó Valentina Monetta Crisalide (Vola) 03 Makedónía Esma & Lozano Pred Da Se Razdeni 04 Aserbaídsjan Farid Mammadov Hold Me 05 Finnland Krista Siegfrids Marry Me 06 Malta Gianluca Tomorrow 07 Búlgaría Elitsa Todorova, Stoyan Yankulov Samo Shampioni 08 Ísland Eyþór Ingi Ég á líf 09 Grikkland KozaMostra feat.Agathon Iakovidis Alcohol Is Free 10 Ísrael Moran Mazor Rak Bishvilo 11 Armenía Dorians Lonely Planet 12 Ungverjaland ByeAlex Kedvesem (Z. Remix) 13 Noregur Margaret Berger I Feed You My Love 14 Albanía Adrian Lulgjuraj & Bledar Sejko Identitet 15 Georgía Nodi Tatishvili & Sophie Gelovani Waterfall 16 Sviss Takasa You And Me 17 Rúmenía Cezar It’s My Life Aldursmetið slegið og vindvélin á fullt Eurovision 2013 STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.