Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Listsköpun er eitt mikilvægasta svið hvers samfélags. Það er ekki síst í gegnum listaverk og listrænar athafnir sem þjóðirnar birtast og finna end- urnýjunarkraft sinn. Úr listaheiminum liggja fínir þræðir um allan þjóðarlíkamann, þess vegna má jafnan lesa heilsufar samfélagsins á sjón- himnu listalífsins. Þegar kreppudoði eða krampakennt bjartsýnispepp, sem brýst fram í reiðiþrungnu rök- leysishjali, er ríkjandi í listaheim- inum er eins víst að sama sé uppi á teningnum í öðrum kimum sam- félagins. Ef tekst að losa um doðann og virkja kraftinn í rökleysis ofstop- anum í jákvæðri uppbyggingu er samfélagið á batavegi. En það vita þeir sem til þekkja að bati hvort sem er í sjúkum einstaklingi eða samfélagi er ekki snurðulaus sam- fella í átt til ljóssins; eitt jákvætt skref fram á við getur leitt til tíma- bundins falls um tvö eða fleiri skref aftur á bak. Ágreiningur, jafnvel átök um list- rænar áherslur er hverju samfélagi mikilvægt. Áherslumunur getur skapast vegna mismunandi uppruna og bakgrunns einstaklinga, stund- um ná menn ekki saman vegna skorts á nauðsynlegum upplýs- ingum, innsæi eða hugmyndaauðgi. Listsköpun er flókið og erfitt starf. Flestir sem byrja á listabrautinni eru knúnir til að leggja árar í bát og hverfa til annarrar iðju meirihlut- ann af sínum vökutíma. Eru ekki listamenn nema að nafninu til, þótt þeir geti átt góða spretti í löngum fríum. Það hefur aldrei gefist vel að bæta upp skort með reiðilestrum svo ekki sé talað um á opinberum vettvangi. Þetta gerðist þó nýverið á síðum þessa ágæta blaðs þegar listamaðurinn Kristinn Hrafnsson lét hnútasvipu reiðiþrunginna brigslyrða dynja á góðu fólki; fyrst Fríðu Björk Ingvarsdóttur, nýráðn- um rektor Listaháskóla Íslands, og síðan var meiðyrðunum látið rigna yfir Ásmund Ásmundsson myndlist- armann fyrir það eitt að koma Fríðu til varnar í málefnalegum grein- arstúfi. Listaháskóli Íslands er afar mikil- væg stofnun og starfsvettvangur fyrir skapandi fólk og listamenn sem vilja helga kennslustörfum krafta sína í lengri eða skemmri tíma. En Listaháskóli Íslands og listaháskólar yfirleitt eru fyrst og fremst starfsvettvangur ungra listamanna sem vilja rækta hæfileika sína, styrkja eigið atgervi í sköpunarstarfinu og auðga um leið sam- félagið og gefa því nýja vonarneista. Góður listaskóli verður að vera opinn og skemmti- legur um leið og hann er djarfur, gagnrýninn og þrunginn sprengikrafti. Listamaðurinn Kristinn Hrafns- son hefur á fyrri árum komið nokk- uð að uppbyggingu Listaháskóla Ís- lands og ætti þess vegna að vita að margt hefði betur mátt fara í stefnumótun og stundum hafa verið framkvæmdir vafasamir gerningar í ráðningu starfsmanna. Engu að síð- ur hefur skólinn sótt jafnt og þétt í sig veðrið. Í kreppunni hafa fáir tíma eða krafta aflögu til að hræra svo mjög í brotakenndri fortíð nema þar sé að finna skemmtilega neista til upp- byggingar. Eineltistilburðir innan listaheimsins beinast alltaf gegn framsæknum listamönnum og mið- ast að því að uppræta áhrif þeirra. Ef rammt kveður að eineltinu getur þetta á tímabilum dregið töluverðan brodd úr listnemum og listamönn- um yfirleitt. Ég hvet því Kristinn Hrafnsson til að taka upp léttara hjal, blása í glæðurnar og hafa hem- il á svartagaldri neikvæðninnar. Fá- ir nenna að sökkva sér ofan í orma- gryfju úreltra flokkadrátta og valdabaráttu þar sem allar listræn- ar hugsjónir virðast löngu gleymd- ar. Ungir listamenn og listnemar hafa fyrst og fremst áhuga á því að finna sjálfum sér farveg á ögrandi og óvæntan hátt og læra vonandi fyrr en seinna réttu brögðin til að halda í halann á myrkraöflunum hvort sem myrkurlampinn logar innan veggja Listaháskóla Íslands eða utan. Að halda í halann á myrkraöflunum Eftir Hannes Lárusson Hannes Lárusson » Þetta gerðist þó nýverið á síðum þessa ágæta blaðs þegar listamaðurinn Kristinn Hrafnsson lét hnútasvipu reiði- þrunginna brigslyrða dynja á góðu fólki. Höfundur er myndlistarmaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Íslendingar standa frammi fyrir krefjandi verkefnum. Áríðandi er að fjölga störfum og bæta kaupmátt almenn- ings. Standa þarf vel að menntun og hækkandi meðalaldur þjóðarinnar mun kalla á styrka vel- ferðarþjónustu. Til að þjóðin geti tekist á við þessar áskoranir er mikilvægt að leita nýrra leiða og hugsa hlutina upp á nýtt. Mikil orka hefur farið í um- ræður um þau efnahagslegu við- fangsefni sem við glímum við, en áskoranir okkar snúa ekki síður að hugarfari. Hugarfari gagnvart breyt- ingum og uppbyggilegri, opinni sam- ræðu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld er tilraun til þess að takast á við hvort tveggja, efnahagslegar áskoranir og hugarfarsbreytingar. Þetta er einlæg tilraun. Við getum gert betur Verkefnisstjórn Samráðsvett- vangsins kynnti í liðinni viku tillögur um leiðir til aukinnar hagsældar á Ís- landi fyrir meðlimum vettvangsins og verða þær í kjölfarið teknar til frekari umfjöllunar í Samráðsvettvanginum. Óhætt er að segja að þarna séu lagð- ar fram hugmyndir að ýmsum um- fangsmiklum breytingum. Tillög- urnar snerta alla geira hagkerfisins og mikil áhersla var lögð á heildar- hagsmuni og breiða skírskotun við mótun þeirra. Almennt hefur tillögum verkefn- isstjórnar verið tekið vel og þær hafa strax fengið góða og málefnalega um- ræðu. En eins og við er að búast þeg- ar tillögur um miklar breytingar eru lagðar fram hefur komið fram gagn- rýni á tiltekna þætti. Uppbyggilegri og lausnamiðaðri gagnrýni ber að fagna. Það sem ber aftur á móti að varast er flótti frá umræðu um tæki- færi til umbóta. Við getum gert betur á fjölmörgum sviðum og þau tækifæri eigum við að færa okkur í nyt. Því er vert að nefna sérstaklega tvær hug- myndir verkefn- isstjórnar. Þetta eru tækifæri til samþætt- ingar ýmissar opinberr- ar þjónustu og mögu- leikar til umbóta í menntamálum. Þessir málaflokkar eiga það sameiginlegt að erfitt hefur reynst að eiga markvissa og upp- byggilega umræðu um þau tækifæri sem við höfum til að gera betur. Betri stofnanir og sterkari sveitarfélög Ísland er fámennt og strjálbýlt land. Við leggjum metnað í að veita íbúum landsins góða opinbera þjón- ustu um allt land. Með tímanum aukast kröfur um þjónustu og að- gang. En því eru ákveðin takmörk sett hve lengi er hægt að biðja starfs- menn um að hlaupa hraðar eða vinna lengur. Því verður að gera hlutina á nýjan hátt. Í tillögum verkefnisstjórnar er bent á þau tækifæri sem felast í sam- einingu ýmissa stofnana. Með því er hægt að hámarka það fé sem fer í kjarnaþjónustu. Mikilvægt er að gera greinarmun á starfsstöð og stofnun þegar horft er til sameininga stofnana. Markmið sameiningar er fyrst og fremst að lágmarka stjórnunarkostnað, auka sérhæfingu og bæta þjónustu. Sem dæmi um vel heppnaða aðgerð af þessu tagi má benda á sameiningu skattaembætta. Þar tókst að efla þjónustu, sérhæfa starfsstöðvar úti um allt land og nýta fjármuni mála- flokksins mun betur. Rafræn þjón- usta og dreifðar starfsstöðvar tryggðu að þjónustuaðgengi hélst óbreytt, óháð því hvort búið væri í þéttbýli eða strjálli byggð. Aðspurð eru um 98% starfsmanna ánægð með þessar breytingar. Þessi hug- myndafræði er lögð til grundvallar í tillögum að styrkingu lögregluemb- ætta, heilbrigðis- og menntastofnana. Hugmyndir að sameiningu sveitar- félaga eru af sama meiði. Með því að efla sveitarfélög, draga úr stjórn- unarkostnaði þeirra og opna fyrir meiri sérhæfingu má nýta fjármagn betur og auka þjónustu. Þetta gerir sveitarfélögum samhliða kleift að taka stærri verkefni á sínar herðar sem eykur nærþjónustu í strjálli byggðum. Betra skólakerfi Í menntamálum er ekki um það deilt að kjör kennara mættu vera betri. Frammistaða Íslendinga stend- ur nágrannaþjóðum að baki á ýmsum mælikvörðum. Umsóknum í kenn- aranám hefur fækkað um helming á síðastliðnum sex árum. Frammistaða grunnskólanema í PISA-prófum er undir meðaltali Norðurlandanna, kennsluhlutfall grunnskólakennara er lágt, lestrarkunnáttu nemenda er áfátt, brottfall á framhaldsskólastigi er hátt og nemendur útskrifast seint úr háskólum. Í tillögum verkefnisstjórnar eru lagðar fram ýmsar hugmyndir til um- bóta í menntamálum. Efling skólaein- inga er meðal þessara tillagna. Sú að- gerð miðar ekki að því að draga úr faglegu sjálfstæði skóla, heldur auk- innar samnýtingar með samrekstri í stjórnun og stoðþjónustu. Með því mætti bæta starfsumhverfi kennara, því skólarnir hefðu aukið svigrúm til að einbeita sér að faglega hluta rekstrarins – kennslunni sjálfri. Þessar hugmyndir eru hvorki nýj- ar af nálinni né töfralausnir og þær má bæta enn frekar með nánari og betri útfærslu. Við megum aftur á móti ekki neita að horfast í augu við staðreyndir og láta þau tækifæri sem við höfum til að gera betur framhjá okkur fara. Breytt viðhorf Margar af þeim breytingum sem skila mestum árangri krefjast hug- rekkis, úthalds og víðsýni. Til að ná sátt um lausn á þeim áskorunum sem fjallað er um í hagvaxtartillögum verkefnisstjórnarinnar þarf opið samtal og vilja til nýrrar nálgunar á hlutina. Ef við ætlum að gera getur og auka hagsæld á Íslandi er því grundvallaratriði að við temjum okk- ur breytt viðhorf til breytinga. Breytt viðhorf til breytinga Eftir Friðrik Má Baldursson » Íslendingar standa frammi fyrir krefj- andi verkefnum og því er mikilvægt að leita nýrra leiða og hugsa hlutina upp á nýtt. Friðrik Már Baldursson Höfundur er formaður verkefnis- stjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. - með morgunkaffinu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Við léttum þér lífið F A S TU S _H _0 5. 01 .1 3 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 WWW.FASTUS.IS Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.