Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd Samningur um lagningu og rekstur ljósleiðara á Skagaströnd var ný- lega undirritaður milli Mílu ehf. og Sveitarfélagsins Skagastrand- ar.Tímamót eru framundan í fjar- skiptamálum á Skagaströnd þegar öll hús í bænum verða kominn með ljósleiðaratenginu. Með samn- ingnum yfirtekur Míla ehf. ákvæði í samningi milli RARIK og sveitar- félgsins þar sem samið var um að ljósleiðari yrði lagður samhliða hitaveitu um bæinn en lagningin mun fara fram nú í sumar. Áætlað er að fyrstu húsin í bænum verði síðan tengd ljósleiðaranum í byrjun næsta árs. Það voru þeir Ingvar Hjaltalín Jóhannesson, forstöðumaður hjá Mílu ehf., og Adolf H. Berndsen, oddviti á Skagaströnd, sem undir- rituðu samninginn fyrir hönd um- bjóðenda sinna. Þar sem hér er um mikið framfara- og framtíðarskref að ræða, sem fá sveitarfélög geta státað af ennþá, þótti við hæfi að undirrita samninginn í elsta húsinu á Skagaströnd. Húsið, sem heitir Árnes, var byggt 1899 en tekið í gegn og endurbyggt 2009. Húsið er nú safn þar sem sjá má heimili eins og þau voru í upphafi 20. ald- arinnar. Að sögn Ingvars Hjaltalín mun Míla ehf. sjá um og reka ljósleiðara sem mun tengjast í öll þau hús á Skagaströnd, sem fá inntak frá væntanlegri hitaveitu. Míla ehf. mun síðan selja þjónustuveitum að- gang að leiðaranum. Skagstrendingar fá langþráðan ljósleiðara Samningur undirritaður milli Mílu ehf. og Sveitarfélagsins Skagastrandar © www.mats.is Skagaströnd Lagning ljósleiðarins verður mikið framfaraspor. LEIÐRÉTT 17 ára og yngri fá vinnu Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að allir 16 og yngri fengju sum- arvinnu hjá Hafnarfjarðarbæ. Hið rétta er að allir 17 ára og yngri fá vinnu í sumar. RaftækjaúRval 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15 ÞvottahúsBaðherbergi Sérsmíði Pottaskápar Allar útfærslur friform.is ElDHúSDaGaR 25%afSlÁttURafÖllUMElDHúS- INNRÉttINGUMÍMaÍ vIð HÖNNUMoGtEIkNUM fyRIR þIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. þItt ERvalIð Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. fjÖlbREyttúRvalafHURðUM,fRaMHlIðUM,klæðNINGUMoGEININGUM, GEfaþÉRENDalaUSaMÖGUlEIkaÁaðSEtjaSaMaNþIttEIGIðRýMI. 25%afSlÁttURÍMaÍ Jón Gunnlaugs ST-444 frá Þorláks- höfn fékk í gær leyfi til að veiða 26 tonn af túnfiski á línu. Tveir sóttu um leyfið og var dregið hjá sýslu- manni á milli Jóns Gunnlaugs og Stafness KE, sem hafði leyfið á síð- asta ári. Fjórar umsóknir bárust um leyfi til að veiða tvö tonn af túnfiski á stöng eða um 15 fiska, eftir því hvað hver þeirra reynist þungur. Þrjú leyfi voru gefin út í gær, en máli vegna fjórðu umsóknarinnar er ekki lokið, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Leyfi til túnfiskveiða með sjóstöng fengu: Ísbjörg ÍS 69, Arnar SH 157 og Arnar II SH 557. Ljósmynd/Jóhann Afli Skipverji á Stafnesi KE við tún- fisk sem veiddist á síðustu vertíð. Fékk tún- fiskleyfi eftir útdrátt Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur skipað Elvar Jónsson í embætti skólameistara Verk- menntaskóla Austurlands til fimm ára. Elvar hefur BA gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið kennslurétt- indanámi á meistarastigi frá Há- skólanum á Akureyri. Hann hefur kennt við skólann frá 2010. Elvar skólameistari á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.