Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.05.2013, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Nú er orðið tíma- bært að ákveða mark- mið, leiðir og lausnir á snjóhengjunni og gjaldeyrishöftunum. Eitt grundvall- armarkmiðið hlýtur að vera að Rík- issjóður Íslands standi að minnsta kosti jafn vel og hann stóð fyrir hrun bank- anna. Þann 10. des- ember 2012 settu Bandaríkin, Bret- land og svo síðar Evrópusambandið fram reglur um hvernig þessi lönd myndu framvegis standa að lausn bankahruns. Í samræmi við þessi viðmið ætti ríkissjóður fái greidda 1.480 milljarða til að borga uppsafn- aðan kostnað vegna bankahrunsins. Í fyrsta lagi setji Alþingi lög um skilaskyldu allra gjaldeyriseigna þrotabúa gömlu bankanna. Skil verði á öllum nýjum gjaldeyri sem þeir afli, Seðlabanki Íslands greiði þeim með íslenskum gjaldeyri. SÍ fór fram á þessa heimild við Alþingi í mars 2012 en fékk hana ekki þá. Innlendur gjaldeyrir eru íslenskar krónur sem SÍ hefur sett takmark- anir á og er ekki hægt að nota í al- mennum viðskiptum á Íslandi, með- al þeirra eru gömlu jöklabréfin og íslenskar krónur sem stafa af hruni bankanna. Í öðru lagi setji SÍ 100% bindi- skyldu á allt laust fé gömlu bank- anna í innlendum og erlendum gjaldeyri, ásamt 100% bindiskyldu á öllum öðrum innlendum gjaldeyri svo sem jöklabréfum. Með þessu fái SÍ forræði yfir öllu lausafé gömlu bankanna í gjaldeyri og innheimtur í framtíðinni. Samtals verða þetta á milli 2.000 og 2.500 milljarðar í er- lendum gjaldeyri og milli 800 og 1200 milljarðar í innlendum gjald- eyri, endanlegar upphæðir ráðast af því hve vel tekst til með innheimtu þrotabúanna og söluverðmæti nýju bankanna. Í þriðja lagi verði Bretum og Hollendingum greiddar 586 ma.kr. eftirstöðvar IceSave í innlendum gjaldeyri. Fram til þessa hefur þeim verið greitt í erlendum gjald- eyri. Í fjórða lagi verði afnumin heimild gömlu bankanna til að fara með eignarhald nýju bankanna. Við að missa þessa heimild verða gömlu bank- arnir að selja nýju bankana strax. Sam- kvæmt bankalögum eru slitastjórnir ekki hæfir eigendur. Í fimmta lagi verði þrotabúum gömlu bankanna gert skylt að borga öll sömu gjöld og skatta og nýju bankarnir, fram til þetta hafa gömlu bank- arnir verið undanþegnir ýmsum gjöldum og sköttum. Í sjötta lagi verði settur á sér- stakur einskiptis banka skattur á alla viðskiptabanka, nýju og gömlu bankana að upphæð 10% af heild- areignum þeirra. Þetta ætti að skila ríkissjóði 600 til 650 millj- örðum í tekjur. Frá nýju bönk- unum kæmu 300 milljarðar og þeim gömlu 300 til 350 milljarðar. Með þessu verði viðskiptabank- arnir búnir að borga sanngjarnt gjald til ríkisins vegna hruns bankanna. Jákvæð áhrif þessarar aðgerðar verða að nýju bankarnir lækka í verði og verða því auðseljanlegri. Í sjöunda lagi þarf ríkissjóður að losa bæði allt hlutafé og öll lán sem hann veitti til nýju bankanna. Nýju bankarnir geta sótt nýtt eig- ið fé til hlutabréfamarkaðarins. Í áttunda lagi byði ríkisstjórn Íslands þrotabúum bankanna sam- komulag um nauðasamninga sem þrotabúin myndu bera undir at- kvæði kröfuhafa. Samkomulagið myndi felast í að gömlu bankarnir seldu allan erlendan gjaldeyri til SÍ á 152 kr. á evru, fyrir greiðslu í innlendum gjaldeyri. Þrotabúin myndu svo gera upp við kröfuhafa í innlendum gjaldeyri. SÍ mundi síðan bjóða öllum eigendum inn- lends gjaldeyris að skipta yfir í venjulegar íslenskar krónur með 40% afföllum. SÍ mundi svo bjóða þessum sömu aðilum að skipa ný- fengnum krónum í gjaldeyri á 152 kr. á evru vilji þeir frekar erlend- an gjaldeyri. Kröfuhafarnir, jökla- bréfseigendur og aðrir eigendur innlends gjaldeyris gætu farið strax út með eignir sínar. Fari svo að frumvarp um nauða- samninga væri fellt myndi SÍ binda bæði erlendar eignir þrotabúanna og allan innlendan gjaldeyri til 20 ára, eða þar til það væri ljóst að fjármálastöðugleika væri ekki ógnað og óhætt væri að losa þessa reikninga. Þessir bundnu reikningar væru á 5% nei- kvæðum vöxtum á meðan gömlu bankarnir væru áfram í umsjá slitastjórna næstu árin. Í níunda lagi, takist samningar við kröfuhafa, myndu viðskipta- bankarnir, eftir að þeir væru seld- ir, kaupa lánasöfn þrotabúanna með innlendum gjaldeyri þannig að hægt væri að gera upp við og loka þrotabúunum. Kostur þess að gera samninga fyrir íslenska ríkið væri að slíkir samningar væru gerðir eftir lögum um einkarétt og ætti að koma í veg fyrir eftirmála. Sumar heimildir í þessari grein eru úr nýrri mjög góðri skýrslu SÍ um fjármálastöðugleika. Rétt er að nota tækifærið og þakka samstarf og aðstoð þessara 10 greina um snjóhengjuna frá prófessorum og kennurum í hag- fræði, starfsmönnum Seðlabanka, viðskiptabankanna og þrotabúum gömlu bankanna, félagasamtökum, stjórnmálamönnum úr og ekki síst stjórnarmönnum úr InDefence og Advice-hópunum. Það er kominn tími til að takast á við þetta vandamál og leysa það. Ekki falla í þá gryfju að gera bara smávegis, þá verður mjög erfitt að leysa það sem eftir stendur. Gott dæmi um það er að hafa ekki leyst skuldavanda heimilanna almenni- lega strax eftir hrun þegar það var hægt að gera það í einu lagi. Snjóhengjan og lausn hennar Eftir Holberg Másson »Nú er orðið tíma- bært að ákveða markmið, leiðir og lausnir á snjóhengjunni og gjaldeyrishöftunum. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Það er gjarnan ánægjuefni að fá hugguleg sendibréf, en það verður að teljast býsna óalgengt að fá slíkt sem opið bréf í fjölmiðlum – og það sérstaklega án þess að nokkur samskipti hafi átt sér stað með öðrum hætti. Halldór Jónsson sendir opið bréf til for- seta ÍSÍ á þessum vettvangi með til- teknum fyrirspurnum sem hann beinir til mín – og lætur þess getið að hlutverk sem forseti Evrópska körfu- knattleikssambandsins, sem starf- andi lögmaður og sem fyrrverandi formaður KKÍ, hafi þar gildi. Ekki kann ég sérstaklega deili á bréfritara og mig rekur í sjálfu sér ekki minni til þess að leiðir okkar hafi legið saman. Ég þakka honum raunar áhugann á skipulagi íþróttamála, og mér er í sjálfu sér ánægja að veita honum allar þær upplýsingar sem eru á mínu verksviði, og hefði án efa gert það í beinum og milliliðalausum samskiptum ef eftir því hefði verið leitað, líkt og með fjölmörg erindi sem berast inn á mitt borð í tilvís- uðum hlutverkum. Körfuknattleikssamband Íslands er sjálfstætt sérsamband, sem vissu- lega er sambandsaðili innan vébanda Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands, og hefur sem slíkt forræði á skipulagi síns mótahalds. Atbeini ÍSÍ lýtur ekki að því að hafa sérstaka skoðun eða for- ræði á þeim málaflokki. Ef reglur eru settar sem kunna að brjóta í bága við lagaramma íþrótta- hreyfingarinnar, lands- lög eða alþjóðlegar skuldbindingar þá er að finna skilgreindan far- veg fyrir úrlausn slíkra deilumála innan dóm- stólakerfis íþróttahreyfingarinnar, eða eftir atvikum innan hins almenna réttarkerfis. Það er ekki hlutverk forseta ÍSÍ, fyrrverandi formanns KKÍ eða ann- arra stjórnunareininga að veita bréf- ritara lögfræðileg álit á þessu við- fangsefni – og enn síður tel ég viðeigandi að lýsa fyrir honum per- sónulegum eða pólitískum skoðunum mínum á opinberum vettvangi á lýð- ræðislega teknum ákvörðunum sér- sambands innan vébanda ÍSÍ. Ég trúi því að bréfritari hafi skilning á þeirri afstöðu. Tilvísun til forystuhlutverks í Evrópska körfuknattleikssamband- inu (FIBA Europe) á hér ekki heldur við þar sem þau samtök annast al- þjóðlegt mótahald, og hlutgeng- isreglur þurfa þar ekki að vera í fullu samræmi við landskeppni einstakra aðildarríkja. Vert er að hafa í huga að það við- fangsefni, sem hér er til umfjöllunar, þ.e. hlutgengisreglur erlendra leik- manna, er víða í Evrópu til tals- verðrar umfjöllunar og hefur verið býsna mikið til umfjöllunar frá því að dómur féll í Bosman-málinu svo- nefnda fyrir dómstóli Evrópusam- bandsins árið 1995. Þetta er viðfangs- efni sem skiptar skoðanir geta verið á, og gott dæmi um málaflokk þar sem lausnir felast sjaldnast í að mála hlutina í svörtu eða hvítu. Ég hvet bréfritara eindregið til þess að hafa samband við forystu- sveit Körfuknattleikssambands Ís- lands og leita sér nánari upplýsinga um málið – en mér virðist í bréfinu koma fram rangtúlkanir eða staðhæf- ingar sem kunna að vera byggðar á misskilningi eða skorti á réttum upp- lýsingum. Úr því hlýtur að vera unnt að bæta með skilvirkari hætti en opn- um bréfaskrifum við forseta ÍSÍ á síð- um fjölmiðla. Ég óska bréfritara alls hins besta. Opið svar forseta ÍSÍ Eftir Ólaf E. Rafnsson Ólafur E. Rafnsson »Körfuknattleiks- samband Íslands er sjálfstætt sérsamband, sem vissulega er sam- bandsaðili innan vé- banda Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands. Höfundur er forseti ÍSÍ. MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Nýjar sendingar frá Lang- yarns og Filcolana SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. júní. Í blaðinu verður fjallað um tískuna sumarið 2013 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku & förðun föstudaginn 7. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.