Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Frá Uxahrygg á Rangárvöll-
um er fegursta fjallasýn. Eyja-
fjallajökull í austri, síðan Þrí-
hyrningur, Tindfjöll og
drottningin Hekla og fjólublátt
Búrfell. Í suðri blasa við Vest-
mannaeyjar. Víðáttan er engu
lík. Hér er gjöfulasta graslendi,
næg beit í mýrum árið um kring,
meðan ekki eru jarðbönn.
Þegar Guðmundur afi og
Hólmfríður amma fluttu að Ux-
ahrygg á fjórða áratug síðustu
aldar var búskapur þar erfiður.
Markarfljót hljóp um allar sveit-
ir, ruddist yfir farveg Þverár og
flæddi um allt. Hús fyrir menn
og skepnur voru byggð á hólum
og stundum illfært milli þeirra.
Vatnið fraus og börnin á Uxa-
hrygg lærðu að hlaupa á skaut-
um. Bændur hlóðu fyrir fljótið
að vestanverðu á árunum 1930
til 1950 og á sjötta áratugnum
var mikið grafið í Landeyjum.
Land þornaði, mýrin varð eins
Magnús
Guðmundsson
✝ Magnús Guð-mundsson
fæddist á Uxa-
hrygg 30. júní
1936. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 1. maí 2013.
Útför Magnúsar
var gerð frá Odda-
kirkju á Rangár-
völlum 10. maí
2013.
og hún er nú. Hey-
skapur færðist af
engjum á tún.
Bændur vélvædd-
ust og búskapur tók
stakkaskiptum.
Magnús frændi
minn var fæddur
1936. Hann fór
snemma að búverk-
um, en vann framan
af ýmsa vinnu aðra.
Uppúr 1970 tók
hann smám saman við búskapn-
um. Afi og amma féllu frá á ní-
unda áratugnum. Þau áttu þá
fjölda barnabarna. Á meðal
þeirra yngstu voru börn Magn-
úsar sem eignaðist ekki börn
fyrr en eftir fertugt. Þau Krist-
jana ólu upp fjögur börn sem
bera foreldrum sínum gott vitni.
Hestar voru yndi Magnúsar
frænda míns og hann var í
fremstu röð hestamanna á Suð-
urlandi í meira en tvo áratugi.
Nítján ára sigraði hann á Þráni
frá Uxahrygg í góðhestakeppni
og 250 metra skeiði á Fjórðungs-
móti sunnlenskra hestamanna á
Hellu. Þetta kom á óvart, keppi-
nautarnir þrautreyndir og strák-
ur hafði sjálfur tamið og þjálfað
sinn hest. Þeir Þráinn gerðu það
gott næstu ár. En gæðingurinn
féll úr hrossasótt haustið 1959
og var eiganda sínum mikill
harmdauði. Út af Þráni er eitt-
hvað af hrossum, en mikill bogi
af föður hans, ættföðurnum
Sleipni frá Uxahrygg. Maggi
þjálfaði áfram og keppti og þar
kom tæpum 20 árum síðar að
hann átti á ný bestu gæðinga
Geysis.
Við Maggi urðum snemma
vinir, báðir fæddir á Uxahrygg
og áhugamenn um hesta. Ég var
á Uxahrygg öll sumur í meira en
áratug. Frændi minn kenndi
mér eitt og annað. Baráttan við
óþurrka og að ná heyi þurru er
eftirminnileg, langir sólarhring-
ar og heljarmennið hann frændi
minn. Við höfum margt spjallað
þá og síðan. Þó stundum liði á
milli, var alltaf eins og við hefð-
um síðast talað saman í gær. Við
Maggi áttum góða stund saman
á Borgarspítalanum nú í apríl.
Þó líkaminn væri móður var
andinn hress og hann spurði þétt
um hestana mína. Við skildum
glaðir og ég hafði með heim góð
ráð um töltþjálfunina á honum
Gusti mínum frá Uxahrygg.
Nú er Maggi á hinum eilífu
skeiðlendum. Völlurinn er mjúk-
ur og þarf ekki að járna, eins og
heima á Uxahrygg. Fákurinn er
bleikskjóttur Sleipnissonur, á
góðgangi. Frændi brosir breitt.
Góða ferð elsku vinur minn.
Samúel Örn Erlingsson.
Að morgni afmælisdags míns
þann 1. maí þegar ég var að
setja mig í barnslega tilhlökkun
yfir að fá börn mín og fjölskyld-
ur þeirra í heimsókn í tilefni af-
mælisins, fékk ég símhringingu
um að vinur minn Magnús á Ux-
ahrygg hefði kvatt þennan heim
í morgun. Þó að mér brygði við
þessa frétt kom hún mér ekki al-
veg á óvart því Magnús hafði
síðustu vikur legið mikið veikur
á sjúkrahúsum.
Magnús var fæddur í Norð-
urbænum á Uxahrygg, þar var
tvíbýli og bjuggu foreldrar mínir
í Suðurbænum. Þó börnin í
Norðurbænum væru nokkrum
árum yngri en við bræðurnir í
Suðurbænum voru þau leikfélag-
ar okkar allt þar til leiðir skildi
þegar foreldrar okkar fluttu frá
Uxahrygg 1948. En æskuárin
skilja eftir spor sem toga mann
að upprunanum og við bræðurn-
ir úr Suðurbænum höfum átt
margar ferðirnar þangað frá því
við fluttum þaðan. Alltaf var
jafngott að koma að Uxahrygg
og hitta Magnús og foreldra
hans meðan þau lifðu.
Magnús átti heima á Ux-
ahrygg alla sína tíð og þó hann
sækti vinnu frá heimilinu parta
úr árum, var hann hjálparhella
foreldra sinna allt þar til þau
létu af búskap og Magnús tók
við búrekstrinum af foreldrum
sínum sem dvöldu hjá honum
þar til yfir lauk.
Magnús lifði og tók þátt í
miklum breytingum og framþró-
un á lifnaðarháttum fólks á ævi-
skeiði sínu á Uxahrygg. Húsa-
kostur var fátæklegur þegar
Magnús hóf sína lífsgöngu.
Moldargólf nema í baðstofu þar
sem allir, stór fjölskylda, sváfu.
Vatn var sótt í læk vetur sem
sumar og ekki var rafmagn. Síð-
ar var íbúðarhús byggt og vatn
og rafmagn lagt í hús.
Í tíð Magnúsar hefur stærsti
hluta jarðarinnar verið ræstur
fram og breytt úr blautri mýri í
þurrlendi sem nú er hægt að
fara um í leðurskóm.
Sonur Magnúsar, Oddsteinn,
hefur nýtt þessi umskipti sem
orðið hafa á landinu og skorið
þökur sem nú fegra lóðir höf-
uðborgarbúa. Einhvern tíma
hefði það þótt ótrúlegt að mýr-
lendið á Uxahrygg ætti eftir að
breytast í valllendi sem notað
yrði til að fegra lóðir höfuðborg-
arbúa.
Í tíð Magnúsar kom tæknin til
sögurnar við heyskapinn og í
stað þess að nota orf, ljá og hrífu
kom vélvæðing sem afkastaði því
á einni viku sem áður tók 10 vik-
ur.
Magnús var stór og stæðileg-
ur maður og hamhleypa til
vinnu. Það fóru sögur af því að
mönnum hafi reynst erfitt að
fylgja honum eftir í akkorðs-
vinnu við fláningar á sauðfé í
sláturhúsinu á Hellu á sínum
tíma áður en vélvæðingin og
tæknin tók við af mannshendinni
sem síðar kom.
Magnús var mikill hestamað-
ur og var þekktur fyrir að eiga
afbragðs góðhesta og vann hann
oft til gæðingaverðlauna.
Það var alltaf ánægjulegt að
koma til Magnúsar að Uxahrygg
og þiggja kaffisopa við eldhús-
borðið hjá honum og eiga við
hann spjall um daginn og veginn.
Það færðist jafnan bros yfir
andlit Magnúsar þegar getið var
um Hólmfríði dóttur hans eina af
bestu fótboltakonum okkar.
Ég fann að hann átti góðar
minningar frá því að hafa horft á
litlu stelpuna sína leika sér með
boltann á grænu flötinni norðan
við húsið sem var forleikur að
því að hún er nú ein besta knatt-
spyrnukona landsins.
Magnús L. Sveinsson.
✝ Særún Stefáns-dóttir fæddist á
Raufarhöfn 26. júní
1952. Hún lést á
Landspítalanum
29. apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Kristjana
Ósk Kristinsdóttir,
fiskverkakona og
húsmóðir frá Hafn-
arfirði, f. 3.6. 1921
og Stefán Magn-
ússon frá Skinnalóni á Mel-
rakkasléttu, f. 17.11. 1924. Þau
eru bæði látin. Systkini Særúnar
eru: Kolbrún Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Heyrnar-
hjálpar, dætur Birgitta og
Brimrún Björgólfsdætur. Guð-
rún Stefánsdóttir, starfsmaður
hjá Tekjuvernd, börn Eva og
Daniel Benediktsbörn, sambýlis-
maður er Guðni
Walderhaug bygg-
ingaverkfræð-
ingur. Magnús Stef-
ánsson, fram-
kvæmdastjóri og
fræðslufulltrúi Ma-
rita-fræðslunnar á
Íslandi og ráðgjafi.
Kona hans er Krist-
ín Rúnarsdóttir lífs-
stílsráðgjafi og
grunnskólakenn-
ari. Dætur Magnúsar og Erlu S.
Ragnarsdóttur eru Milla Ósk og
Vala Rún.
Sonur Særúnar er Stefán Jan
Sverrisson viðskiptastjóri hjá
Símanum. Unnusta hans er
Halla María Þorsteinsdóttir.
Útför Særúnar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 16. maí
2013, kl. 13.
Það er ómögulegt að minnast
Særúnar án þess að hugsa til
æsku- og uppvaxtarára okkar á
Raufarhöfn. Hún ólst upp í
ærslum og gleði eins og við lang-
flest á Raufarhöfn. Heilu kvöldin
voru krakkar í slagbolta og í ýms-
um útileikjum. Einnig voru bar-
áttuleikir milli hverfa stundaðir og
farið í kríueggjaleit og til berja.
Við vorum fjögur systkinin.
Særún var fjörugur krakki og fór
töluvert fyrir henni er hún komst
á legg. Hún var athafnasöm og
voguð. Hún var oft prílandi upp á
húsþök í hverfinu og á hættuslóð-
um í kringum verksmiðjuhúsin og
í mjölhúsinu.
Hún var prílandi í Höfðanum
og hjólandi um allar bryggjur.
Frjáls og hláturmild. Þá hirti hún
lítt um hróp mömmu, boð eða
bönn.
Á okkar æskuheimili var mikið
um söng og hún mjög söngelsk.
Hún var lengi í hljómsveit með
pabba og seinna með yngri systk-
inum sínum og frændum. Sú
hljómsveitin hét Jenný og var
nokkuð vinsæl með þær tvær syst-
ur sem söngkonur og starfaði í
nokkur ár.
Seinna fluttu þau svo suður til
Reykjavíkur, systkini mín og syst-
ursonur, og var það mikil eftirsjá
fyrir mig sem sat eftir vængbrotin
að segja má. Seinna lærðu þær
báðar Guðrún og Særún söng hjá
Margréti Bóasdóttur og voru um
hríð í Langholtskórnum. Á þeim
árum vann hún hjá Verkfræði-
stofu Sigríðar Zoëga og undi vel
hag sínum. Seinna vann hún hjá
Alþýðublaðinu sem setjari í mörg
ár. Hún keypti sér íbúð og bjó sér
og syni sínum þar heimili. Hjá
henni var alltaf auðsótt gisting og
hún var afar umhyggjusöm gagn-
vart sínum ættingjum.
Síðan liðu árin og Stefán Jan
flutti nánast til Raufarhafnar til
ömmu sinnar og afa í Brún 14 ára
gamall. Særún var áfram fyrir
sunnan og fór þá að bera á heilsu-
bresti hjá henni. Hún bar sig
ávallt vel en var þó alltaf meira og
minna undir læknishendi og barð-
ist við ýmsa sjúkdóma. Þar kom
að hún gat ekki stundað vinnu
lengur.
Hún flutti þá heim til Raufar-
hafnar. Þá tókust kynni með henni
og Róberti Þorlákssyni og bjuggu
þau saman í tíu ár. Á þeim árum
náðu þær vel saman hún og Ang-
ela Ragnarsdóttir sem nú er látin
og sungu þær mikið saman. Það
gaf Særúnu mikið og var það því
mikið áfall er Angela lést og þá lá
leiðin aftur suður á bóginn.
Særún var mjög elsk að móður
okkar, sérstaklega ljúf, blíð og
umhyggjusöm og stóð við hlið
hennar í blíðu og stríðu. Þegar
hún veiktist flutti Særún aftur
heim og sá um heimili fyrir pabba
eftir að mamma varð að fara á
hjúkrunarheimilið á Þórshöfn og
heimsótti Særún hana eins oft og
hún gat. Hún tók svo við heimili
þeirra eftir þeirra dag.
Hún kom að stofnun Raufar-
hafnarfélagsins enda alltaf með
hugann við þann stað.
Þar sem liggja þínar rætur,
þinn er himinn, land og dröfn.
Alla daga og allar nætur
er yndislegt á Raufarhöfn.
Þessi vísa úr ljóði Aðalsteins
Gíslasonar lýsa hennar viðhorfi til
staðarins vel. Hún er nú farin í
enn eitt ferðalagið og nú á vit al-
heimsvitundar og almættisins.
Hún er nú umvafin englum.
Sorgar- og saknaðarkveðja frá
stóru systur,
Kolbrún Stefánsdóttir.
Særún
Stefánsdóttir
Hjónin Rósin-
berg og María dóu
með stuttu millibili
fyrr á þessu ári.
Við Rósinberg vorum félagar
á vörubílastöðinni Þrótti. Ég
flutti úr sveit í Vesturbæinn í
Reykjavík. Það varð kannski til
þess að ég kom til þeirra á Nes-
veginn. Beggi var oft að lagfæra
bílinn eða eitthvað í húsinu.
Hann byrjaði á stöðinni 1941
Rósinberg Gíslason
✝ RósinbergGíslason fædd-
ist 28. apríl 1923.
Hann lést 7. mars
2013.
Útför Rósin-
bergs fór fram frá
Neskirkju 18. mars
2013.
þannig að hann
mundi tímana
tvenna.
Þau voru ánægð
með það að ég kæmi
til þeirra. María var
alltaf með heitt á
könnunni.
Vænt þótti mér
um þegar Beggi bað
Þóru á afgreiðslu
Þróttar um að láta
mig vita þegar
María konan hans dó. Það voru
rúmar tvær vikur á milli andláts
þeirra. Börnum þeirra varð ég
ekki kunnugur nema Leifi, mikl-
um sómadreng. Ég votta þeim
samúð mína.
Blessuð sé minning Maríu og
Rósinbergs.
Sveinbjörn Björnsson.
Hinn 6. maí síðastliðinn var
mín kæra tengdamóðir, Aðal-
steina Sumarliðadóttir, jarðsett.
Ég var svo heppinn fyrir nítján
árum að kynnast þessari ynd-
Aðalsteina
Sumarliðadóttir
✝ AðalsteinaSumarliða-
dóttir fæddist í Fé-
lagshúsi í Ólafsvík
22. febrúar 1923.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Jaðri í Ólafs-
vík 29. apríl 2013.
Útför Aðalsteinu
Sumarliðadóttur
fór fram frá Ólafs-
víkurkirkju 6. maí
2013.
islegu konu og
hennar fjölskyldu.
Hún var miðjan og
allra þar og vildi
öllum svo vel. Því
fann ég svo sann-
arlega fyrir frá
fyrsta degi. Mig
langar til að segja
svo margt og mikið
um þig elsku Steina
mín en vantar nógu
sterk lýsingarorð til
þess. Þú munt alltaf skipa stór-
an sess í hjarta mínu sem hin
fullkomna tengdamóðir. Ég kveð
þig með miklum söknuði en veit
að þú ert á góðum stað.
Þinn tengdasonur,
Björn Hilmarsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og
ömmu,
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
sérkennara,
Logafold 65.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki kvennadeildar
Landspítalans, heimahlynningar og líknardeildar
Landspítalans.
Brynjúlfur Erlingsson,
Ársól Margrét Árnadóttir,
Björn Brynjúlfsson, Hildur Björk Kristjánsdóttir,
Erlingur Brynjúlfsson, Anna Lilja Oddsdóttir,
Árni Brynjúlfsson,
barnabörn og aðrir ættingjar.
Afi minn kenndi mér að tálga
spýtur.
Afi minn fór með okkur systk-
inunum í útilegur.
Afi minn kenndi mér að renna
fyrir fisk í Hafravatni.
Afi minn kenndi mér að berja
og pakka harðfisk.
Afi minn gat borðað meira en
30 kartöflur í einni máltíð.
Afi minn kenndi mér að þrífa
og bóna bíl.
Afi minn kom alltaf með sinalco
og conga á sumardaginn fyrsta.
Afi minn borðaði með mér
harðfisk með smjöri í geymslunni.
Afi minn var alltaf til í spjall
Björgvin
Magnússon
✝ BjörgvinMagnússon
fæddist í Vest-
mannaeyjum 28.
september 1928.
Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Ísafold í
Garðabæ 2. maí
2013.
Útför Björgvins
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 10.
maí 2013.
um heima og geima
yfir kaffi og sígó á
svölunum.
Afi minn vissi allt
en spurði mann
samt oft kjánalegra
spurninga um lífið
og tilveruna.
Afi minn var allt-
af til í að taka mann í
bíltúr.
Afi minn drakk
með mér öl og skoð-
aði með mér mannlífið á torgun-
um í Hollandi.
Afi minn lánaði mér aur þegar
ég var blankur unglingur.
Afi minn leyfði mér aldrei að
borga sér aurinn til baka.
Afi minn var alltaf til í að lána
mér bílinn hennar ömmu.
Afi minn leyfði okkur systkin-
unum að borða með sér þegar
mamma eldaði vondan mat.
Afi minn kenndi mér að drekka
koníak.
Afi minn kallaði mig Ómar
litla.
Afi minn var besti afi í heimi.
Hvíl í friði elsku afi, minning
um þig lifir í hjarta mínu.
Ómar Ómarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar