Morgunblaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 11
blúndur og hekl
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Opið: mán.-fös. 12:30 - 18:00, opið laugardaga 12:00-16:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is
Bolli með undirskál kr. 3.590
Bláir leirpottar frá kr. 1.890
Munstraðir leirpottar verð frá kr. 1.190 Hreindýr kr. 3.990 Umhverfisvæn sápa og húsgagnaáburður
Önd kr. 11.990
Blár leirpottur á vegg kr. 3.190 Dýra- og ávaxtaskálar kr. 3.590 Speglar, lampar, lampaskermar
Þykkar stólsessur verð frá kr. 3.290
Parakönnur kr. 4.290
Aníta Berglindhannar heklaðskart undir
heitinu aberg. Hún
hefur alla tíð haft
ástríðu fyrir hand-
verki, sköpun og
hönnun og tvinnar
þetta þrennt saman í
hönnun sinni.
„Ég hef heklað frí-
hendis síðan ég var lít-
il stelpa og hef alla tíð
haft mikla sköpunar-
þörf. Vörurnar mínar
hef ég verið að þróa
síðan 2009 og er hver
hlutur handgerður frá
a til ö og því engir
tveir eins. Einnig
reyni ég hvað ég get
að endurnýta hluti og
skapa eitthvað nýtt úr
þeim,“ segir Aníta en
hver lína hefur fengið
íslenskt kvenmanns-
nafn sem byrjar á
upphafsstöfum
hennar.
Aníta nam iðn-
hönnun í Iðnskóla
Hafnarfjarðar og
ætlar að halda
áfram námi í haust
en þá í grafískri
hönnun. Aníta hóf
að hanna skartgripi sína
árið 2009 þegar hún var í krabbameins-
meðferð, þá aðeins 26 ára gömul, og orðin mjög eirðarlaus.
„Ég var frá vinnu í nærri eitt og hálft ár og eina andvökunóttina hugsaði ég
með með mér að ég hlyti að geta gert eitthvað við allar þessar perlur og garn sem
ég ætti. Þannig byrjaði þetta og síðan hef ég fengið góð viðbrögð og haldið
áfram,“ segir Aníta.
Hún hefur hingað til sinnt sköpun sinni í frístundum en ætlar að einbeita sér
frekar að henni með komandi hausti samhliða námi. Vörur Anítu má skoða á vef-
síðunni www.aberg.is
Endurnýtir og skapar
Aberg Hálsmen Anítu
hafa fallið vel í kramið.
Þær Ásta og Christine reka saman versluninaTVÆR...Ásta og Christine á Selfossi. En þarselja þær eigin hönnun og fallegar gjafavörur
í bland. Christine, sem stundar nám við Ljósmynda-
skóla Sissu, hannar púða með ljósmyndum sem hún
hefur tekið. Hún lætur prenta á efnið og festir síðan
blúndur í kringum myndina þannig að hún líti út dá-
lítið eins og frímerki á púðanum. „Ég lít á púðana
eins og lítið listaverk og geri því aðeins einn af hverri
gerð,“ segir Christine.
Ásta hannar flíkur úr íslenskri ull, bæði slár og
klúta og notar einnig blúndur í sína hönnun en hún
hefur hannað og selt fatnað í nokkur ár. Leiðir þeirra
Ástu og Christine lágu fyrst saman fyrir um tveimur
árum en þær opnuðu síðan sameiginlega vinnustofu
síðastliðið haust.
„Við sáum fljótt að það var mun skemmtilegra að
vera tvær saman og þaðan kemur nafnið á versl-
uninni. En við hönnum einnig saman töskur undir
sama nafni,“ segir Christine. Verslunin er á Gagn-
heiði 70 í iðnaðarhverfinu á Selfossi og þar taka þær
Ásta og Christine vel á móti gestum og gangandi en
einnig taka þær sérstaklega á móti hópum. Á Fa-
cebook má finna þær stöllur undir TVÆR....Ásta og
Christine.
Sameinaðar
blúndur
Stöllur Christine og Ásta reka saman litla verslun.